Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 1
FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018
ÍÞRÓTTIR
Guðmundur Hólmar Helgason Vonast til að spila á ný með Cesson Rennes í mars. Fékk brjósklos þegar ökkla-
meiðslin voru úr sögunni. Viðræður um samning settar í salt. Kynntist kostum íslenska íþróttasamfélagsins. 4
Íþróttir
mbl.is
AFP
Gullverðlaunahafi Marit Bjørgen hefur unnið ein gullverðlaun í Pyeongchang hingað til en það gerði hún með
sveit Noregs í 4x5 km boðgöngu. Hér fagnar hún sigrinum í þeirri grein ásamt Ingvild Flugstad Østberg.
PYEONGCHANG
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
„Ég held að ég þurfi tíma og næði til
að átta mig á þessu, líta til baka og
sjá hvernig mér tókst þetta. Það er
einhvern veginn erfitt að skilja
þetta,“ sagði hin norska Marit
Bjørgen sem nú er orðin sá íþrótta-
maður sem unnið hefur flesta verð-
launapeninga í sögu Vetrarólympíu-
leikanna.
Bjørgen og Maiken Caspersen
Falla unnu til bronsverðlauna í
sprettboðgöngu í gær, þar sem
norska tvíeykið varð á eftir meist-
urum Bandaríkjanna og silfurliði
Svíþjóðar. Þar með hefur Bjørgen
unnið til alls 14 verðlauna á Vetrar-
ólympíuleikum. Hún sló með þessu
met landa síns, skíðaskotfimikapp-
ans Ole Einar Björndalen, sem unn-
ið hefur til 13 verðlauna.
Bjørgen, sem er 37 ára gömul
skíðagöngukona, vann sín fyrstu ól-
ympíuverðlaun í Salt Lake City fyr-
ir 16 árum. Hún vann einnig ein
verðlaun í Tórínó 2006, þrátt fyrir
veikindi, en stimplaði sig svo ræki-
lega inn sem besta skíðagöngukona
heims þegar hún vann fimm verð-
laun í Vancouver 2010, þar af þrenn
gullverðlaun, og hún vann einnig
þrenn gullverðlaun í Sochi fyrir
fjórum árum. Í Pyeongchang í ár
hefur Bjørgen unnið gull í 4x5 km
boðgöngu, silfur í skiptigöngu, og
brons í bæði 10 km göngu með
frjálsri aðferð og sprettboðgöng-
unni.
Bjørgen getur enn bætt við sig
verðlaunum í Pyeongchang því hún
keppir í 30 km göngu með hefð-
bundinni aðferð á sunnudaginn.
Hún vann 30 km gönguna í Sochi en
þá var keppt með frjálsri aðferð.
Bjørgen er einum gullverðlaunum
frá því að jafna met Björndalens og
Björn Dæhlie yfir flest gull á
Vetrarólympíuleikunum, en þeir
eiga hvor um sig 8 gullverðlaun í
sínu safni. Ef Sumarólympíuleikar
eru einnig teknir með í reikninginn
er sundkappinn Michael Phelps hins
vegar langsigursælastur allra, með
28 verðlaun í sínu safni og þar af 23
gullverðlaun. Sigursælasta konan í
ólympíusögunni, og sú eina fyrir of-
an Bjørgen, er fimleikakonan Larisa
Latynina sem vann 18 verðlaun fyr-
ir Sovétríkin á sínum tíma.
Norðmenn með langflest
verðlaun í Pyeongchang
Bjørgen á sinn þátt í því að Norð-
menn eru efstir á verðlaunalistanum
nú þegar styttist í lok Vetrarólymp-
íuleikanna, en þeim verður slitið á
sunnudag. Noregur hefur unnið
langflest verðlaun eða 33, og þar af
eru 13 gullverðlaun. Þýskaland
kemur næst á eftir með 12 gull og
24 verðlaun alls. Kanada er í þriðja
sæti með 21 verðlaun en Holland og
Bandaríkin hafa fengið 16 verðlaun
hvort land.
Norðmenn bættu tvennum
gullverðlaunum við sig í gær, í
sprettboðgöngu karla og skautaboð-
hlaupi karla. Japanska sveitin vann
skautaboðhlaup kvenna á nýju ól-
ympíumeti.
Hin ítalska Sofia Goggia varð
ólympíumeistari í bruni, þrátt fyrir
mistök snemma í brautinni. Hún
varð 0,09 sekúndum á undan Ragn-
hild Mowinckel frá Noregi og hin
bandaríska Lindsey Vonn varð að
gera sér bronsverðlaun að góðu.
Í keppni á tveggja manna bob-
sleða kvenna vann Þýskaland
dramatískan sigur með góðum
endaspretti, eftir að hafa átt lakari
millitíma en Bandaríkin sem fengu
silfur. Loks vann Brady Leman frá
Kanada sigur í skíðaati karla, þar
sem fjórir keppendur skíða í einu í
gegnum braut með miklum beygj-
um og stökkum.
Farið er að draga til tíðinda í
íshokkí þar sem Finnar unnu Rússa
í gær í leik um bronsverðlaun í
kvennaflokki. Tékkar slógu Banda-
ríkjamenn út í 8-liða úrslitum karla,
3:2, og Þjóðverjar sendu Svía heim
með 4:3-sigri í framlengingu, og þar
með eru silfurverðlaunahafar
tvennra síðustu leika úr leik. Meist-
arar Kanada og Rússar eru einnig í
undanúrslitunum.
Á nú allra stærsta safnið
Skíðagöngukonan Marit Bjørgen frá Noregi hefur unnið flest verðlaun í sögu
Vetrarólympíuleikanna Vann 14. verðlaunin í gær og fór fram úr landa sínum
Birkir Már Sæv-
arsson, landsliðs-
maður í knatt-
spyrnu, gæti á
laugardag leikið
sinn fyrsta leik
fyrir Val eftir
endurkomuna úr
atvinnumennsku.
Birkir viðbeins-
brotnaði í síðasta
leik sínum fyrir
Hammarby í Svíþjóð í nóvember, en
hefur náð sér á strik á ný og kvaðst
í samtali við Morgunblaðið hafa
getað æft af fullum krafti síðasta
hálfa mánuðinn. Þessi 33 ára gamli
varnarmaður, sem lék sem atvinnu-
maður í Svíþjóð og Noregi síðasta
áratuginn, fékk leikheimild með
Val í gær en liðið mætir Fram í
Lengjubikarnum á laugardag.
Birkir skrifaði undir samning til
þriggja ára við Val í desember en
þá var ekki útilokað að hann færi
að láni til félags í Skandinavíu eða á
Englandi. Birkir segir hins vegar
ekkert að frétta í þeim málum nú.
Birkir hefur átt fast sæti í byrj-
unarliði landsliðsins um árabil og
verður væntanlega eini leikmað-
urinn úr íslensku úrvalsdeildinni til
að spila á HM í Rússlandi í sumar.
Hann á að baki 76 A-landsleiki.
sindris@mbl.is
Birkir Már er
klár í slaginn
Birkir Már
Sævarsson
Finnar verða án þriggja afar öflugra
leikmanna þegar þeir mæta Íslandi í
Laugardalshöll annað kvöld í und-
ankeppni HM karla í körfubolta.
NBA-ungstirnið Lauri Markkanen á
ekki heimangengt frekar en aðrir
leikmenn í bandarísku deildinni, og
þeir Sasu Salin og Petteri Koponen,
sem báðir spila á Spáni, verða ekki
með.
Koponen spilar með Barcelona
gegn Real Madrid í Evrópudeildinni
sama kvöld og landsleikurinn fer
fram, en Finnar binda vonir við að
geta teflt þeim Salin fram í leiknum
við Búlgaríu á sunnudag.
Forráðamenn Evrópudeild-
arinnar eru ósáttir við hið nýja fyr-
irkomulag landsleikja, sem nú eru að
hluta leiknir að vetri til en ekki bara
á sumrin, og neita að koma í veg fyr-
ir að leikjadagskrá í keppninni skar-
ist við landsleiki. Tryggvi Snær
Hlinason er eini Íslendingurinn sem
leikur í Evrópudeildinni en hann á
leik með Valencia í kvöld og lendir á
Íslandi rétt fyrir landsleikinn.
Á meðal lykilmanna finnska liðs-
ins er Jamar Wilson sem leikur með
Nanterre í Frakklandi og fékk
finnskan ríkisborgararétt 2015. Wil-
son, sem á 34 ára afmæli í dag, segir
morgunljóst að bera verði virðingu
fyrir íslenska liðinu sem veitti Finn-
um góða keppni á EM síðasta haust.
„Þetta er gríðarlega mikilvægur
leikur. Við verðum að vinna svona
leiki á útivelli til að geta tekið næsta
skref. Þeir [Íslendingar] verða vel
undirbúnir svo við þurfum að vera
eins klárir í slaginn og hugsast get-
ur,“ sagði Wilson við FIBA.com.
Wilson er 1,85 metra leikstjórn-
andi sem skoraði 21 stig og tók 7 frá-
köst í 82:80-útisigri á Búlgaríu í nóv-
ember, og hann skoraði einnig 21
stig í naumu tapi gegn Frökkum í
framlengdum leik á EM. Hann segir
Ísland og Finnland spila svipaða
tegund af körfubolta:
„Já, á vissan hátt. Þeir eru lág-
vaxnir, spila ansi hratt og skjóta
boltanum. Þeir reyna að gera hlut-
ina hratt. Ég sé klárlega líkindi en
þannig er það oft hjá lágvöxnum lið-
um,“ sagði Wilson. sindris@mbl.is
Ljósmynd/fcbarcelona.com
Ekki með Petteri Koponen spilar
með Barcelona annað kvöld.
Fái öflugt tvíeyki eftir Íslandsdvöl
Leikstjórnandi Finna segir talsverð líkindi með finnska og íslenska landsliðinu
Ragna Margrét
Brynjarsdóttir,
landsliðskona í
körfuknattleik,
er frá keppni
með Stjörnunni í
Dominos-
deildinni. Ragna
tjáði netmiðl-
inum Karfan.is
að ástæðan væri
höfuðáverkar.
Fékk hún höfuðhögg í leik á móti
Snæfelli og hefur verið með ein-
kenni heilahristings.
Höfuðáverkar
hjá Rögnu
Ragna Margrét
Brynjarsdóttir