Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 22.02.2018, Qupperneq 3
ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 2018 Ekki bara fyrir eldri borgara „Með þessari rannsókn, ásamt þeirri sem við gerðum áður í Finnlandi þar sem þar sem við sýndum fram á að vel þjálfaðir langhlauparar geta náð sömu hámarkssúrefnisupptöku í vatni og á landi, er vonandi hægt að búa til nákvæmar leiðbeiningar um hvernig hægt sé að æfa í vatni. Við erum til dæmis að búa til aðferðir við mælingar á íþróttafólki sem hægt sé að reiða sig á. Með réttum mælingum og réttum æfingum á að vera hægt að ná há- marksárangi í vatninu. Í lok júní get- um við mögulega sýnt íþróttafólki fram á hvernig hægt sé að nýta æfing- ar í vatni með góðum árangri. Í Finn- landi hef ég unnið að þessu í mörg ár með íþróttafólki úr ýmsum greinum eins og fótbolta og vetraríþróttum, til dæmis gullverðlaunahöfum á Ólymp- íuleikum. Ég hef reynt að finna leiðir til að „selja“ þeim þessar hugmyndir því margir líta á æfingar í vatni sem eitthvað fyrir eldri borgara. Þau sjá ekki fyrir sér að þetta skili árangri fyrir afreksíþróttafólk. Enn sem kom- ið er eru þó upplýsingarnar og leið- beiningarnar fábrotnar en nú stendur það til bóta,“ sagði Waller. Eru bjartsýnir Bretinn er eins og Ingi bjartsýnn á að niðurstöðurnar af rannsókninni í Kópavoginum muni sýna fram á að jafn árangursríkt sé fyrir knatt- spyrnufólk að byggja upp þol og styrk í vatni eins og á landi. „Ég hef enga ástæðu til annars miðað við það sem ég hef séð hingað til í minni vinnu. Ef æfingar í vatni komast á dagskrá í meiri mæli þá gæti það einnig reynst mikilvægt fyrir íþróttafólk sem er að jafna sig af meiðslum. Meðan íþrótta- fólkið er á sjúkralistanum þá er sál- rænt mikilvægt fyrir það að geta æft og hafa til þess fjölbreyttar leiðir. Þau geta snúið hraðar en ella aftur til keppni ef þau geta viðhaldið þoli á meðan með æfingum í vatni,“ sagði Waller og Ingi bætti við. „Þú getur séð fyrir þér mögu- leikana sem skapast til dæmis fyrir handbolta- og körfuboltalið á Íslandi. Fyrir kemur að þau keppa tvisvar í viku yfir veturinn og þá gefst ekki tími á milli til að vinna með líkamann því hann er einfaldlega of aumur. Undir lok tímabilsins þegar úrslitin ráðast þá gætu leikmenn verið mun betur á sig komnir ef þær æfðu í vatni í hverri viku.“ Mikið framboð af sundlaugum Waller bendir á að íslenskt íþrótta- fólk sé í góðri stöðu hvað aðstöðuna varðar því á Íslandi sé mikið aðgengi að sundlaugum. „Á Íslandi eru miklir möguleikar til að æfa í vatni því hér eru margar sundlaugar. Staðan er einnig góð í Finnlandi þótt þar séu mun færri sundlaugar en hérlendis. Hægt væri að hámarka notagildi sundlauga með því að nýta þær eins vel og hægt er bæði varðandi lýðheilsu almennings og einnig keppnisfólk í íþróttum fyrir utan sundíþróttina sjálfa. Hvað almenning varðar þá myndi ég til dæmis vilja sjá fleiri fara í laugarnar og hreyfa sig þar ef lík- aminn þolir illa hreyfingu á hörðu und- irlagi,“ sagði Waller ennfremur við Morgunblaðið. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kópavogslaug Háskólanemarnir Ella Nurmi frá Finnlandi, Gunnar Egill Benonýsson og Guðný Erna Bjarnadóttir ásamt kennurunum Inga Þór Einarssyni og Ben Waller á æfingu í Kópavoginum. Blikana má sjá ofan í lauginni. Á myndina vantar háskólanemana Fann- eyju Þóru Þórsdóttur og Eyþór Erni Oddsson sem stjórnuðu æfingu á landi á sama tíma. ar í vatni í ríkari mæli Morgunblaðið/Árni Sæberg Horft til himins Helena Sverris sækir en til varnar er Salbjörg Ragna. Landsliðsmarkmaðurinn Hafdís Renötudóttir mun ganga í raðir norska handboltafélagsins Sola fyrir næsta tímabil en félagið greindi frá því á heimasíðu sinni í gær. Sola er sem stendur í 7. sæti, en Hafdís leik- ur með SønderjyskE í B-deild Dan- merkur. Hafdís lék með Fram og Stjörn- unni hér á landi, áður en hún fór til Danmerkur, og varð hún m.a bik- armeistari með Stjörnunni á síðustu leiktíð. Hún verður 21 árs á þessu ári og lék hún sína fyrstu A- landsleiki gegn Hollandi í mars á síðasta ári. Félagaskipti Hafdíasar eru áhugaverð þar sem efsta deildin í Noregi er sterk deild þótt Larvik hafi haft þar yfirburði um langa hríð og unnið deildina síðan 2005. Helena Rut Örvarsdóttir, fyrrverandi liðs- félagi hennar hjá Stjörnunni, leikur með Byåsen í sömu deild. Er liðið í 6. sæti, þremur stigum á undan Sola. Hafdís mun leika í sterkri deild  Færir sig frá Danmörku til Noregs Morgunblaðið/Árni Sæberg Breytingar Hafdís verður á nýjum slóðum í Noregi næsta vetur.  Höttur mun leika síðustu þrjá leiki sína í Dominos-deild karla í körfubolta án erlends leikmanns. Þetta staðfesti Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari liðs- ins, við vefmiðilinn karfan.is. Höttur er þegar fallinn niður um deild og því var hinum bandaríska Kelvin Lewis leyft að fara til Finnlands þar sem hann mun ljúka leiktíðinni með liði Karhu. Lewis þekkir vel til í Finnlandi en hann varð til að mynda finnskur meistari ár- ið 2014 með Tampereen Pyrintö. Hött- ur, sem vann Keflavík fyrir skömmu, mætir Þór Þ., KR og Njarðvík í síðustu leikjunum.  Claudio Ranieri, þjálfari franska knatt- spyrnuliðsins Nan- tes sem Kolbeinn Sigþórsson er samningsbundinn hjá, segist tilbúinn að hætta með liðið verði honum boðið að taka við þjálfun ítalska landsliðsins. Ranieri, sem er 66 ára gamall og gerði Leicester City óvænt að Englands- meisturum 2016, er einn þeirra sem hafa verið orðaðir við starf landsliðs- þjálfara eftir að Gian PieroVentura lét af störfum í kjölfar þess að Ítölum tókst ekki að vinna sér sæti í úr- slitakeppni HM í Rússlandi í sum- ar.„Allir ítalskir þjálfarar myndu elska það að stýra landsliðinu,“ sagði Rani- eri í viðtali við Sky Sport Italia.  Knattspyrnumaðurinn Bojan Stef- án Ljubicic er genginn til liðs við Keflavík á ný eftir að hafa leikið með Fjölni á síðasta tímabili. Bojan, sem er 25 ára miðjumaður, lék með Keflavík frá unga aldri og fram á mitt sumar 2016 en hann lék seinni hluta þess tímabils með Fram. Hann á að baki 90 leiki í efstu deild, 81 með Keflavík og níu með Fjölni.  Haraldur Franklín Magnús náði bestum árangri af Íslendingunum þremur sem kepptu á PGA Catalunya Resort-mótinu í golfi, sem fram fór í Girona á Spáni. Mótið er hluti af Nor- dic Golf-mótaröðinni, en Axel Bóas- son vann mótaröðina á síðasta ári. Haraldur lék hringina þrjá á 212 högg- um eða tveimur höggum undir pari og hafnaði hann í 33. sæti ásamt nokkrum öðrum kylfingum. Guðmundur Kristjánsson komst ekki í gegnum nið- urskurðinn og lék tvo hringi á tveimur höggum yfir pari. Andri Björnsson lék fyrstu tvo hring- ina á níu yfir pari. Eitt ogannað HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Vestmannaeyjar: ÍBV – Valur ............ 18.30 Hertz-höllin: Grótta – Fram................ 19.30 1. deild karla, Grill 66 deildin: KA-heimilið: KA – Hvíti riddarinn .......... 19 KNATTSPYRNA Reykjavíkurmót kvenna, úrslitaleikur: Egilshöll: KR – Valur................................ 19 Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Reykjanesh.: Njarðvík – Víkingur R.. 18.40 KÖRFUKNATTLEIKUR 1. deild karla: Iða, Selfossi: FSu – Fjölnir.................. 19.15 Í KVÖLD!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.