Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 1

Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 1
HVER PRÓSENTAHEFUR ÁHRIFVEIKLEIKARVÉLRÆNSNÁMS li góði Nokia 8810 síminn genginn í endurnýjun lífdaga. 4 Unnið í sa Hugbúnaður sem byggist á vélrænu námi er þegar hluti af daglegu lífi okkar en tæknin hefur ákveðna veikleika. 15 VIÐSKIPTA 4 Hulda Ragnheiður Árnadóttir hjá Viðlagatryggingum segir ljóst að hver prósenta í ávöxtun 35 millj- arða króna eignasafnsins hafi mikil áhrif. am m G vinnu við FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Sprenging í pakkasendingum Pakkasendingum frá útlöndum fjölg- aði um 55% í afgreiðslukerfi Póstsins á síðasta ári. Er það í raun framhald af þróun sem hófst fyrir nokkrum ár- um og virðist aukast stöðugt. Þannig nam aukningin 43% árið 2016 og 15% árið 2015. Eru pakkasendingar þess- ar fyrst og síðast raktar til aukinnar netverslunar fólks. Er aukningin langt umfram vöxt innlendra pakka- sendinga en í fyrra fjölgaði þeim um 12% frá árinu 2016. Brynjar Smári Rúnarsson, upplýs- ingafulltrúi Póstsins, segir að fyrir- tækið geri ráð fyrir því í sínum áætl- unum að aukningin muni halda áfram á þessu ári. „Við höfum verið að mæta þessu með því að aðlaga þjónustur í takt við nýjar áherslur og mæta þannig breyttum þörfum viðskiptavina. Við leggjum allt kapp á að koma send- ingum til skila á eins skjótan hátt og mögulegt er.“ Segir Brynjar að aukningin sé slík að Pósturinn hafi þurft að leita leiða til að hraða afgreiðsluferlinu. „Viðskiptavinirnir eru sífellt að verða mikilvægari þátttakendur í móttökuferli sendinga að utan.“ Innlend verslun eflist einnig Þá segir Brynjar að þótt innlend netverslun aukist ekki af sama krafti og hin erlenda þá sé vöxturinn góður og að búast megi við áframhaldandi vexti þar. „Íslensk fyrirtæki eru að auka áherslu á netverslun og á sama tíma höfum við verið að auka þjónustu við innlenda sendendur og móttak- endur.“ Bendir hann á að fyrirtækið bjóði nú upp á svokallaða laugardagsdreif- ingu á höfuðborgarsvæðinu. Hún var tekin upp í fyrra. Þar gefst tækifæri til að dreifa vörum sem pöntun er lögð inn fyrir á föstudegi. Bréfsendingarnar gefa eftir Á sama tíma og pakkasendingum hefur fjölgað gríðarlega heldur áfram sú þróun að bréfsendingum fækkar. Þannig nam samdrátturinn milli ár- anna 2016 og 2017 um 9%. Hefur samdrátturinn frá árinu 2007 numið 56%. Metur Pósturinn stöðuna svo að þessi þróun muni ekki snúast við á næstunni og að bréfum fækki meira á komandi árum. Þar ráði breyttar þarfir fólks og samskiptamátar. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Gríðarleg aukning hefur orðið í pakkasendingum erlendis frá og jókst um- fang þeirra í fyrra um 55% hjá Póstinum sem segir allt stefna í enn meiri aukningu. Ljósmynd/Hörður Ásbjörnsson Handagangur er í öskjunni þegar kemur að erlendum pakkasendingum. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 29.8.‘17 29.8.‘17 28.2.‘18 28.2.‘18 1.682,49 1.782,54 130 125 120 115 110 125,6 123,55 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans, hefur áhyggjur af því að verið sé að þrýsta útlánum út fyrir hið eftirlitsskylda kerfi, meðal annars með mikilli aukningu lána lífeyris- sjóða til íbúðakaupa. Hún bendir á að það geti komið upp áföll sem hafi áhrif á útlán, eins og dæmin sanni, og að bankanir hafi kerfi til að halda ut- an um slíkt og taka á slíku. Lilja telur að annaðhvort eigi að hafa alla undir eftirliti eða setja meiri skyldur á þá sem eru í þessari starf- semi. „Maður vill keppa á sama markaði. Ég skil vel að fólk taki lífeyrissjóðslán, það eru góð kjör á þeim sem er gott mál fyrir neyt- endur. En það er eitthvað skakkt við það að geta ekki veitt sömu kjör á sama markaði vegna þess að annar aðilinn er með meiri kvaðir á sér,“ segir Lilja í ítarlegu viðtali við ViðskiptaMoggann í mið- opnu í dag. Þrýst út fyrir eftirlitsskylt kerfi Morgunblaðið/Eggert Lilja bendir á að bankanir hafi kerfi til að taka á áföllum í útlánum. Bankastjóri Landsbankans telur að setja ætti meiri skyldur á þá sem veita út- lán, eins og lífeyrissjóði. 8 Forstjóri Airbnb heimagist- ingarvefsíðunnar segir að félagið þurfi að bjóða upp á kynngimagnaðar upplifanir. Takmarkalaus metnaður Airbnb 11 Vélmenni með leysigeisla koma í stað heils herskara af fólki hjá Levi Strauss galla- buxnaframleiðand- anum. Róbótar fram- kalla götótt útlit 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.