Morgunblaðið - 01.03.2018, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018FRÉTTIR
SVEIGJANLEGOGLIPUR
INNHEIMTUÞJÓNUSTA
Hafðu samband, við leysum málin með þér!
Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is
Minnsta lækkun Mesta hækkun
VIKAN Á MÖRKUÐUM
AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn)
ORIGO
-1,21%
24,5
TM
+3,59%
36,1
S&P 500 NASDAQ
+0,25%
7.355,642
+0,17%
2.751,86
+0,48%
7.279,25
FTSE 100 NIKKEI 225
29.8.‘17 29.8.‘1728.2.‘18 28.2.‘18
1.700
702.300
2.094,85
2.149,85
Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær.
52,0 65,84+0,80%
22.068,24
BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu)
50
TM skilaði mestri arðsemi eigin fjár á
liðnu ári af tryggingafélögunum fjór-
um eða 24%. Vörður, sem er í eigu
Arion banka, náði næstmestum ár-
angri á því sviði eða 17%. Arðsemin
var 11% hjá Sjóvá og 8% hjá VÍS.
Það sem réð mestu um ólíka af-
komu tryggingafélaganna var hve vel
tókst til í fjárfestingum á árinu. Inn-
lendur hlutabréfamarkaður var krefj-
andi á liðnu ári og hækkaði hluta-
bréfavísitala GAMMA einungis um
3% árið 2017. Samt sem áður hækk-
uðu skráð og óskráð hlutabréf í eigu
TM um 22% og 29% á árinu. Í fjár-
festakynningu segir að einkum hafi
verið um að ræða vel valdar og tíma-
settar fjárfestingar á hlutabréfa-
markaði því gengisþróun hlutabréfa
hafi verið afar ólík á árinu. Stærsta
hlutabréfaeign TM er óbeinn eignar-
hlutur í drykkjarframleiðandanum
Refresco Group sem metinn er á 2,2
milljarða króna og hefur hækkað um
rúmlega 70% frá því að trygginga-
félagið eignaðist hlutinn á öðrum
fjórðungi síðasta árs.
Til samanburðar var arðsemi fjár-
festingaeigna VÍS 5% á árinu 2017.
„Afkoma af fjárfestingastarfsemi er
ekki nægilega góð, eins og búist var
við, vegna þróunar á innlendum
mörkuðum,“ segir Helgi Bjarnason,
forstjóri VÍS, í tilkynningu. „Við höf-
um hins vegar lokið vinnu við endur-
skoðun fjárfestingastefnu okkar sem
við væntum að muni skila sér í bættri
ávöxtun fjárfestingaeigna okkar á
árinu 2018.“
Í áranna rás hefur vátrygginga-
starfsemi almennt verið rekin með
tapi hér á landi og hagnaður fyrir-
tækjanna hefur byggst á ágætri af-
komu af fjárfestingum. Í ár var sam-
sett hlutfall allra tryggingafélaganna
undir 100%. Það er enn mikilvægara
þegar fjármálamarkaðir eru krefj-
andi. Samsett hlutfall segir til um hve
vel tókst að láta iðgjöld mæta kostn-
aði við tjón og rekstur félagsins.
Þetta er því mælikvarði á grunn-
rekstur tryggingafélaga. Að því
sögðu benti Hermann Björnsson, for-
stjóri Sjóvá, á í fjárfestakynningu að
aðstæður í vátryggingarekstri hefðu
verið krefjandi þar sem tjónakostn-
aður eykst í takt við aukin umsvif í
þjóðfélaginu. Hlutfallið var lítillega
yfir 100% árið 2016 hjá Sjóvá, VÍS og
Verði. Í tilfelli VÍS var þetta í fyrsta
sinn í fjögur ár sem hlutfallið er undir
100%. Aftur á móti hækkaði samsetta
hlutfallið á milli ára hjá TM úr 97% í
99,4%. Í fjárfestatilkynningu segir að
það skýrist einkum af hærra tjóns-
hlutfalli í eignatryggingum, skipa-
tryggingum og ábyrgðartryggingum.
Athygli vekur að eigin iðgjöld
tryggingafélaganna jukust ágætlega
á síðasta ári. Þau jukust um 7% hjá
Sjóvá og TM, um 12% hjá VÍS en
mesti vöxturinn var hjá Verði. Aukn-
ing var 24% á milli ára.
Tryggingafélögin sem skráð eru á
hlutabréfamarkað stefna öll að því að
greiða arð vegna síðasta árs. Stjórnir
Sjóvá og TM leggja til að arð-
greiðslan nemi 1,5 milljörðum króna
og stjórn VÍS leggur til að arð-
greiðslan verði 1,3 milljarðar króna.
TM skilaði mestri
arðsemi eigin fjár
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Samsett hlutfall allra trygg-
ingafélaga landsins var
undir 100% í ár. Það merkir
að þau eru að ná betri tök-
um á grunnrekstri sínum.
Uppgjör tryggingafélaga
Sjóvá TM VÍS Vörður
2017 2016 Br. 2017 2016 Br. 2017 2016 Br. 2017 2016 Br.
Eigin iðgjöld 15.539 14.488 7% 14.985 14.059 7% 19.840 17.647 12% 9.727 7.856 24%
Eigin tjón -11.901 -11.261 6% -11.873 -10.719 11% -14,555 -14,045 4% -7.075 -5.707 24%
Fjárfestinga-
tekjur 2.264,00 3.434,00 -34% 3.750 3.178 18% 1.350 1.997 -32% 1.181 924 28%
Hagnaður 1.746 2.690 -35% 3.123 2.597 20% 1,326 1,459 -9% 957 637 50%
Tjónahlutfall 74,20% 73,10% 79,20% 76,20% 68,20% 81,10% 73,70% 70,00%
Samsett
hlutfall 99,4% 100,9% 99,40% 97,00% 95,30% 101,70% 98,30% 100,50%
Arðsemi
eigin fjár 10,7% 15,9% 24% 22,40% 8% 9,20% 16,60% 18%
Arðsemi fjár-
festingaeigna 5,90% 10,10% 14,90% 13,00% 5% 5,70% 7%
Í milljónum króna
FJARSKIPTAMARKAÐUR
Fjarskipti, móðurfélag Vodafone,
hagnaðist um 1.086 milljónir króna á
nýliðnu ári, samanborið við 1.007
milljónir árið 2016. Félagið birti upp-
gjör sitt við lokun markaða í gær. Í
rekstrartölum reikningsins má
greina áhrif af rekstri 365 fyrir síð-
asta mánuð ársins. Fyrirtækið sam-
einaðist Fjarskiptum í byrjun des-
ember. Efnahagsreikningurinn ber
einnig með sér áhrif kaupanna.
Tekjur Fjarskipta í fyrra reyndust
14,3 milljarðar króna, samanborið
við 13,7 milljarða 2016. Sé litið til
tekna Fjarskipta án áhrifa af kaup-
unum á 365 drógust tekjur félagsins
saman um 199 milljónir milli ára.
EBITDA hagnaður ársins var 3,1
milljarður króna og jókst um 3%
milli ára.
Eignir fyrirtækisins jukust gríð-
arlega milli ára vegna kaupanna á
365. Þannig reyndust þær 25,4 millj-
arðar í árslok samanborið við 14,7
milljarða í árslok 2016. Þar af jukust
birgðir um 1,2 milljarða en óefnis-
legar eignir um 8,3 milljarða.
Eigið fé fór úr tæpum 7 millj-
örðum í ríflega 10,1 milljarð. Skuldir
félagsins tvöfölduðust og fóru úr 7,7
milljörðum í 15,2 milljarða. Þannig
nam eiginfjárhlutfallið 39,9% sam-
anborið við 47,6% í árslok 2016.
ses@mbl.is
Hagnaður Fjarskipta
eykst um 8% milli ára
Morgunblaðið/Kristinn
Stefán Sigurðsson segir sameining-
una hafa jákvæð áhrif á félagið.
SJÁVARÚTVEGUR
Fjárfestingasjóðurinn Kjölfesta
vinnur nú að undirbúningi á sölu á
30% hlut sínum í sjávarútvegs-
fyrirtækinu Odda á Patreksfirði.
Sjóðurinn keypti hlutinn í Odda árið
2014 en hann hafði þá verið starfandi
frá árinu 2012. Mun sjóðurinn hafa
ráðið Deloitte til ráðgjafar við sig í
tengslum við söluferlið.
Oddi er rótgróið sjávarútvegs-
fyrirtæki og hefur starfað óslitið frá
árinu 1967. Það er mikilvægasti
burðarás atvinnulífs á Patreksfirði
og hjá fyrirtækinu starfa um 70
manns. Það framleiðir frystar,
ferskar og saltaðar afurðir. Sam-
kvæmt úthlutuðu aflamarki er Oddi í
hópi 30 stærstu fyrirtækja á sínu
sviði í landinu. Það gerir út tvö skip,
Núp BA-69 og Patrek BA-64. Bæði
skipin eru línuskip með beitningar-
vél. Auk þess leggur Vestri BA-63
upp stóran hluta af sínum afla til
vinnslu hjá fyrirtækinu.
Samkvæmt nýjasta ársreikningi,
sem nær yfir tímabilið 1. september
2015 til 31. ágúst 2016, nam hagn-
aður Odda 287 milljónum króna. Ár-
ið á undan nam hagnaðurinn tæpum
303 milljónum króna. Þá nam eigið
fé fyrirtækisins tæpum 1,3 millj-
örðum króna og skuldir voru ríflega
2,2 milljarðar. Eigendur Kjölfestu
eru 14 fagfjárfestar. Þar af eru 12
lífeyrissjóðir. Stærstu eigendurnir
eru Lífeyrissjóður verslunarmanna,
Birta, Stapi og Lífsverk. Aðrar fjár-
festingar sjóðsins nú um stundir eru
hlutur í Meniga og Íslandshótelum.
ses@mbl.is
Kjölfesta setur þiðjungshlut
í Odda á Patreksfirði í sölu
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Núpur er annað tveggja skipa sem
Oddi gerir út frá Patreksfirði.