Morgunblaðið - 01.03.2018, Page 4
GRÆJAN
Nokia notaði tækifærið
á farsímasýningunni í
Barcelona um helgina til
að endurlífga einn vinsæl-
asta síma fyrirtækisins. Á
sínum tíma
þótti Nokia
8810 bera af
öðrum sím-
um, og fékk
meira að segja
nokkuð áber-
andi hlutverk í
fyrstu Matrix-
kvikmyndinni – fyr-
ir nærri tveimur
áratugum!
Nýi 8810 er vitaskuld
fullkomnari á allan hátt,
með snertiskjá, ágætri
myndavél og öllum þeim
örgjörvum og forritum
sem nútíma-snjallsími
þarf að hafa til að bera.
Líkt og gamli 8810 er
hann samt með spjald á
framhliðinni sem renna
má niður og kemur þá í
ljós takkaborð. Svara má
í símann
með því að
færa spjaldið
niður, og
skella á með
því að ýta
spjaldinu upp.
Snake er líka á
sínum stað.
Nokia 8810 mun
fást bæði í svartri og
banana-gulri útfærslu
og verður frekar ódýr
sími. Vestanhafs á hann
að kosta um 100 dali.
Finnska sprotafyrir-
tækið HMD Global sér
um framleiðsluna enda
Nokia löngu hætt að
smíða síma.
ai@mbl.is
Nokia gerir út á
fortíðarþrána
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018FRÉTTIR
Við fjármögnum
innflutninginn
fyrir þitt fyrirtæki
Nánari upplýsingar
má finna á kfl.is
Hulda Ragnheiður byrjaði starfsferilinn
með rekstri eigin saumastofu en stýrir í
dag stórri og flókinni stofnun með jafn-
virði 35 milljarða króna í eignastýringu.
Hún segir undanfarin átta ár hafa verið
tímabil mikilla breytinga hjá Viðlaga-
tryggingu Íslands og starfsemin verið
löguð að nútímaleiðum í samskiptum við
viðskiptavini.
Hverjar eru helstu áskoranirnar í
rekstrinum þessi misserin?
Það er klárlega að tryggja að við höf-
um á hverjum tíma nægilegt fjármagn til
þess að takast á við þá tjónsatburði sem
framtíðin ber í skauti sér. Til þess að það
sé raunin þurfum við að gera allt sem í
okkar valdi stendur til að þekkja áhætt-
urnar og áhrifin af líklegum framtíðar-
atburðum nægilega vel til að geta keypt
endurtryggingar á alþjóðamarkaði í
samræmi við þá áhættu sem við búum
við. Mat á væntri framtíðaráhættu er því
ein af grundvallarforsendum í rekstr-
inum.
Ávöxtun eignasafnsins er líka gríðar-
lega mikilvæg. Við erum með 35 millj-
arða í eignastýringu og því ljóst að hvert
prósent í ávöxtun safnsins hefur mikil
áhrif. Mat á heppilegu samspili ávöxt-
unar og áhættu leikur því líka stórt hlut-
verk í afkomunni.
Hver var síðasta ráðstefnan
sem þú sóttir?
Síðasta ráðstefnan sem ég sótti var
um áhrif #metoo á fyrirtækjamenningu.
Ég tók sjálf þátt í að undirbúa ráðstefn-
una með fræðslunefnd FKA. Þar voru
margir frábærir fyrirlesarar sem nálg-
uðust þetta vandasama viðfangsefni af
fagmennsku og kveiktu von í hjarta mínu
um að við vinnum í sameiningu að breyt-
ingum á viðhorfum í samfélaginu um við-
mið í samskiptum kynjanna.
Hvaða bók hefur haft mest áhrif á
hvernig þú starfar?
Það er klárlega bók sem heitir Paths
to Recovery sem fjallar um 12 spora leið-
ina. Að öllum öðrum bókum ólöstuðum
hefur ekkert sem ég hef lesið haft meiri
áhrif á líf mitt og störf heldur en hún.
Hvernig heldurðu þekkingu þinni við?
Ég á mér mentor, öflugan stjórnanda
sem ég hitti reglulega til að fá hollráð og
hvatningu. Ég er líka dugleg að fara á
fyrirlestra og námskeið og óhrædd við að
afla mér ráðgjafar og þekkingar frá mér
reyndara fólki. Svo er ég mentor fyrir
unga konu á uppleið og það heldur mér
líka vel við efnið.
Hugsarðu vel um líkamann?
Með göngum úti í náttúrunni og hollu
mataræði. Ég er mjög meðvituð um það
að við eigum bara einn líkama og þurfum
að fara vel með hann.
Hvert væri draumastarfið ef þú
þyrftir að finna þér nýjan starfa?
Ég er í draumastarfinu, en ég gæti
hins vegar hugsað mér að breyta til í
framtíðinni og fara meira út í stjórnar-
og endurskoðunarnefndarstörf. Mér
þætti líka spennandi að vinna á alþjóð-
legum fjármála- eða endurtrygginga-
markaði.
Hvað myndirðu læra ef þú
fengir að bæta við þig nýrri gráðu?
Ég er alltaf að reyna að hætta að bæta
á mig gráðum, en það gengur ekki vel,
því ég hef svo gaman af því að læra. Í
vor stefni ég að því að klára nám við
IRM í Bretlandi sem „Certified Risk
Manager“.
Hvað gerirðu til að fá orku
og innblástur í starfi?
Samstarfsfólkið mitt gefur mér mikla
orku með góðum vinnuanda og frum-
kvæði í starfi sínu. Ég tek líka þátt í
starfi með Félagi kvenna í atvinnulífinu.
Þar er ótrúlega mikið af konum sem eru
að gera áhugaverða hluti og sannfæra
mig um að það sem ég er að gera skipti
máli.
SVIPMYND Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatryggingar Íslands
Hvert prósent í ávöxtun
eignasafnsins hefur mikil áhrif
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Hulda segist m.a. sækja orku og innblástur í starfið hjá Félagi kvenna í atvinnulífinu.
LEIKFANGIÐ
Eins gaman og það er
að spana um á sæþotu,
þá hefur fyrirtækið
Zapata þróað tæki sem
færir sæþotufjörið yfir á
næsta stig. Flyride er
tengt með röri við hefð-
bundna sæþotu og teym-
ir hana á eftir sér. Sæ-
þotan dælir vatni eftir
rörinu sem síðan fruss-
ast út um tvær túður
vinstra og hægra megin
á Flyride svo að tækið
svífur yfir haffletinum.
Skynjarar sjá um að
stýra stefnu og krafti
vatnsflaumsins svo að
tækið haldi jafnvægi. Þá
er sérstakur takki í stýr-
inu til að taka veltu, ef
notandinn vill gera alls
kyns kúnstir.
Flyride kostar frá
6.000 dölum og getur
rúmað tvo. ai@mbl.is
Sæþota sem flýgur
NÁM: Iðnskólinn í Reykjavík,
sveinspr. í kjólasaum, 1992; EHÍ,
dipl. í opinberri stjórnsýslu og
stjórnun, 2001; HA, BS í við-
skiptafræði með áherslu á stjórn-
un, 2005; Háskólinn á Bifröst,
M.Sc. í bankastjórnun, fjármálum
og alþjóðaviðsk., 2008; HÍ, dipl. í
góðum stjórnarháttum, 2017
STÖRF: Rekstur á saumastofu,
eigandi, 1992-2002; stjórn Kirkju-
miðstöðvarinnar við Vestmanns-
vatn í Aðaldal, 2001-2003; fram-
kvæmdastjóri fjármála- og
stjórnsýslusviðs Norðurþings,
2005-2006; fjármálastjóri og stað-
gengill bæjarstjóra Blönduós-
bæjar, 2006-2007; starfsmaður í
innri endurskoðun Arion banka,
2007-2009; frkvstj. Viðlagatrygg-
ingar Íslands frá árinu 2010.
ÁHUGAMÁL: Fjallgöngur og al-
menn útivist. Hef m.a. farið hring-
inn í kringum Mont Blanc í 190 km
göngu á 9 dögum.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Gift Magn-
úsi Guðjónssyni og eigum við
samtals sex börn, þrjú hvort.
HIN HLIÐIN