Morgunblaðið - 01.03.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018FRÉTTIR
©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim.
Af síðum
Kínverski kommúnistaflokkurinn
hefur greitt leiðina fyrir Xi Jin-
ping, forseta landsins, að vera við
völd fyrir lífstíð. Um leið hefur
flokkurinn aukið völd ríkisins til að
„handstýra“ næststærsta hagkerfi
heims.
Þau miklu völd sem Xi hafa verið
veitt gefa honum tæknilega séð
færi á að knýja í gegn harðsóttar
umbætur sem hagsmunaöfl hafa
reynt að sporna við, ekki síst í at-
vinnugreinum þar sem ríkið hefur
verið umsvifamikið. Stóra spurn-
ingin er hvort hann hafi það í
hyggju.
Ekki borið á auknu frelsi
Þegar Xi komst til valda í komm-
únistaflokknum árið 2012 lögðu
embættismenn sig fram við að full-
vissa erlend fyrirtæki og diplómata
um að forsetinn væri aðeins að
styrkja stöðu sína til þess að geta
betur komið á efnahagsumbótum.
Fram til þessa hefur ekki borið
mikið á auknu frelsi í efnahagslíf-
inu.
„Xi telur að hann sé manna hæf-
astur til að tryggja pólitísk og
efnahagsleg áhrif Kína á komandi
áratugum, og hann er að reyna að
tryggja að hann hafi þau völd sem
það verkefni krefst,“ segir Andrew
Collier, framkvæmdastjóri Orient
Capital Research. Ráðgjafar Xi
gera sér grein fyrir að landið
stendur frammi fyrir því að tíma-
bil hagfelldrar aldurssamsetningar
vinnuafls er að renna sitt skeið á
enda, og að skuldavandi landsins
fer vaxandi, bætir hann við.
Xi hefur lofað að útrýma fátækt
og umbreyta Kína hratt og vel úr
iðnaðarveldi í land sem er leiðandi
á sviði hátækni, þar sem
stjórnvöld í Peking fengju ítök til
að móta iðnaðarþróun framtíðar-
innar á heimsvísu.
Samkvæmni í stefnumótun
Með því að nema úr gildi reglur
um hámarksfjölda kjörtímabila í
forsetaembætti mætti stuðla að
aukinni samkvæmni í langtíma-
stefnumótun stjórnvalda, segir Ai
Tangming sem skrifar pistla um
efnahagsmál fyrir Sina Finance.
„Það hefur hent að ekki hefur tek-
ist að gera sumar tilraunir til um-
bóta að veruleika. Í framtíðinni
verður hægt að fylgja stefnu
stjórnvalda eftir af meiri krafti.
Hvað fjárfesta snertir gæti þetta
þýtt meiri stöðugleika í vænt-
ingum markaðarins.“
Það sem mun líklega fara minnk-
andi er sú sveiflukennda aukning í
útgjöldum sem hefur einkennt upp-
haf hvers fimm ára kjörtímabils,
þegar nýskipaðir fulltrúar sæta
lagi og beina fé til þeirra verkefna
sem þeir láta sig mestu varða. Í
kerfi þar sem aðeins einn ein-
staklingur ræður hver hlýtur fram-
göngu og hver ekki, er það umfram
allt hollusta við leiðtogann sem
hjálpar mönnum upp virðingarstig-
ann.
Meira vægi ríkisfyrirtækja
Líklegt er að í framtíðinni muni
stefna stjórnvalda gefa fyrir-
tækjum í ríkiseigu meira vægi, og
veita stjórnmálamönnum í Peking
meiri völd yfir atvinnulífinu. Á
fyrsta kjörtímabili Xi lét hann
ryðja úr vegi ýmsum hindrunum
sem stöfuðu bæði af kerfinu sjálfu
og klíkuskap, svo að einkageirinn
gat blómstrað. Kínversk fyrirtæki í
einkaeigu hlýða núna fyrirmælum
um að beina peningum sínum í
ríkiseignir sem skila lítilli arðsemi.
Þetta endurspeglar það „hjóna-
band“ sem ríkir á milli einkafjár-
magns og ríkis, og sem einkenndi
upphafið á valdatíma kommúnista-
flokksins á sjötta áratugnum.
„Efnahagslegar umbætur þýða
ekki endilega aukið efnahagslegt
frelsi,“ segir Amy Yuan Zhuang,
markaðsgreinandi hjá Nordea
Markets. Hún gerir ráð fyrir að
stjórnvöld muni áfram reyna að
koma böndum á of mikla fram-
leiðslugetu í iðnaði og veita fjár-
málaþjónustu meira frelsi. „Við
búumst ekki við stórfenglegum
framförum í viðskiptaumhverfinu
í Kína, og teljum að framgangur
fyrirtækja þar muni áfram velta á
því að eiga í góðu sambandi við
stjórnvöld.“
Mikil inngrip líkleg áfram
Sýn Liu He, æðsta efnahags-
ráðgjafa Xi, „snýst enn um að
auka frelsi á mjög afmörkuðum
sviðum, og að ríkið hafi áfram
veigamiklu hlutverki að gegna,
líkt og sást á fyrsta kjörtímabili
Xi,“ segir Andrew Gilholm, sér-
fræðingur í hagkerfi Kína hjá ráð-
gjafarfyrirtækinu Control Risks.
„Mikil inngrip munu líklega áfram
verða eitt helsta einkenni hag-
kerfisins,“ þrátt fyrir meira frelsi
á ákveðnum sviðum til að hafa
hemil á áhættu í fjármálakerfinu.
„Ég sé ekkert sem bendir til
þess að það muni ganga hraðar að
innleiða það sem Vesturlandabúar
líta á sem efnahagsumbætur, en
Kínverjar líta á sem fikt í því
blandaða haglíkani sem þeir hafa
notast við,“ segir Richard Mc-
Gregor, fræðimaður hjá Lowy
Institute og höfundur bókarinnar
The Party.
Forsetaembættið mikilvægt
Xi hefði getað hermt eftir Vla-
dimír Pútín Rússlandsforseta,
sem uppfyllti ákvæði laga um há-
marks árafjölda í embætti með
því að stjórna á bak við tjöldin,
eða Mao Zedong sem bar fáa
formlega titla. En það hefði lík-
lega ekki fallið í kramið hjá þjóð-
hollum kínverskum ríkisborg-
urum að hafa lepp við
stjórnvölinn.
Forsetaembættið kann að vera
veigaminna innan hins kommún-
íska kerfis en það að ráða yfir
flokknum sjálfum eða hernum, en
er samt það embætti sem er sýni-
legast gagnvart kínversku þjóð-
inni og umheiminum. „Tíðar heim-
sóknir hans til annarra landa eru
til marks um að hann langar að
setja sinn persónulega stimpil á
útrás kínverskra áhrifa á heims-
vísu,“ segir Jonathan Fenby, yfir-
maður Kínarannsókna hjá TS
Lombard.
Lítil teymi framfylgja málum
Heima fyrir notaði Xi fyrsta
kjörtímabil sitt til að bræða ríkið
og flokkinn saman, og gróf þannig
undan margra áratuga vinnu við að
koma á laggirnar stétt faglega
skipaðra opinberra starfsmanna.
Hann hefur stofnað nýja eftirlits-
stofnun sem tvinnar saman innan-
hússaga flokksins og hið almenna
dómskerfi. Með því að nota „lítil
teymi“ til að framfylgja stefnu-
málum sínum hefur Xi stytt sér
leið fram hjá skrifræði stjórnsýsl-
unnar.
„Það hefur tekist að koma á
breytingu frá óformlegu persónu-
bundnu valdi yfir í vald sem tengt
er stofnanalegum hlutverkum,“
segir Susan Shirk, stjórnar-
formaður 21st Century China-
verkefnisins hjá Kaliforníuháskóla
í San Diego. „En við sjáum að
núna er byrjað að snúa þeirri þró-
un við.“
Besta samlíkingin sem finna má
í sögubókunum eru síðustu ár
valdatíðar Mao, eftir að hann hafði
notað menningarbyltinguna til að
útrýma öllum valdahópum sem ógn
hefði getað stafað af, segir Victor
Shih, samstarfsmaður Shirk við
UCSD. Dyggir stuðningsmenn for-
setans með takmarkaða stjórn-
unarreynslu munu komast í valda-
stöður, sér í lagi ef valdatíð Xi
teygir sig yfir í þriðja og fjórða
kjörtímabilið. „Ákvarðanataka
mun í vaxandi mæli minna á berg-
málsklefa,“ segir hann. „Ef Xi tek-
ur ranga ákvörðun þá mun það
hafa mikil áhrif og enginn verður
til staðar innan kerfisins til að and-
mæla.“
Og þó svo það geti aukið sam-
kvæmnina í stefnu hins opinbera
til skemmri tíma litið þá myndi það
auka líkurnar á óstöðugleika til
lengri tíma litið, segir Shirk. „Það
sem mestu máli skiptir er að búið
er að varpa því fyrir róða að völdin
á æðstu stöðum skipti um hendur
með friðsamlegum hætti. Það var
það sem allir töldu að væri lykilinn
að stöðugleikanum í valdboði
kínverskra stjórnvalda.“
Aukin völd gefa Xi stjórn
á efnahagsumbótunum
Eftir Lucy Hornby í Peking
Xi Jinping hefur jafnt og
þétt aukið völd sín enda
telur hann sig hæfastan til
að tryggja pólitísk og
efnahagsleg áhrif Kína.
Það getur þó skapað
hættu, raði hann einungis í
kringum sig dyggum
stuðningsmönnum.
AFP
Ólíkt Mao Zedong, sem bar fáa formlega titla, hefur Xi Jinping lagt áherslu á
að gera forsetaembættið sem sýnilegast gagnvart þjóð sinni og umheiminum.
Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is
FJÖLPÓSTUR
SEM VIRKAR
*könnun Zenter apríl 2016.
61% landsmanna lesa fjölpóst
70% kvenna lesa fjölpóst
58% neytenda taka eftir tilboðum á
vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst*
Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili
MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR
EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR
Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar