Morgunblaðið - 01.03.2018, Page 15

Morgunblaðið - 01.03.2018, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. MARS 2018 15FÓLK Mottur setja punktinn yfir i-ið á heimilinu. Persía er sérdeild innan Parka með stök teppi og mottur. Við bjóðum upp á sérvalin handhnýtt austurlensk teppi og fjölbreytt úrval af vönduðum vélofnum gervi- og ullarteppum. Bjóðum aðeins það besta fyrir þig. Parki ehf. • Dalvegi 10-14 • 201 Kópavogi • www.parki.is • parki@parki.is • sími: 595 0570 VIÐARPARKET • UTANHÚSSKLÆÐNINGAR • VÍNYLPARKET • FLÍSAR • HURÐIR • TEPPI • KERFISLOFT • HARÐPARKET • INNRÉTTINGAR Þarftu skjóta afgreiðslu á ein- blöðungum, bæklingum, vegg- spjöldum, skýrslum, eða nafn- spjöldum? Þá gæti stafræna leiðin hentað þér. Sendu okkur línu og fáðu verðtilboð. STAFRÆNT SPROTAR Tölvutækninni fleygir fram og með hverju árinu tekst að smíða æ greind- ari forrit sem leyst geta ótrúlegustu viðfangsefni. Vélrænt nám (e. mach- ine learning) er undirflokkur gervi- greindar, og felst í því að smíðuð eru forrit sem síðan læra á eigin spýtur að leysa úr því verkefni sem þeim er sett fyrir, án þess að forritari þurfi að hanna alla eiginleika forritsins. Sarah Drasner er sérfræðingur í vélrænu námi og segir tæknina hafa ákveðna veikleika sem vissara er að sem flestir séu meðvitaðir um. Sarah fæst við forritun og þróun hjá Micro- soft og er komin til Íslands til að flytja erindi á ráðstefnunni JSConf Iceland, sem fram fer í Hörpu í dag og á morgun. JSConf er einn af stærstu tækniviðburðum ársins, von á hundruðum gesta frá öllum heims- hornum og fyrirlesurum frá mörgum fremstu tæknifyrirtækjum heims. „Vélrænu námi má á einfaldastan hátt lýsa þannig að forrit geta lært nýja hluti án aðkomu forritara. For- ritið gerir þá ótalmargar tilraunir til að leita lausnar á því verkefni sem því er sett fyrir, og prófar sig áfram með þær tilraunir sem gefa góða raun,“ útskýrir Sarah. Hún nefnir sem dæmi hversu flók- ið það væri að smíða forrit sem hefði það verkefni að geta greint hvenær hundur er á ljósmynd og hvenær ekki. „Með vélrænu námi getur forrit reynt að nálgast verkefnið frá ýms- um áttum, og t.d. byrjað að átta sig á að ákveðin form líkjast auga og að ef trýni er til staðar nálægt auganu gæti myndin verið af hundi og þar fram eftir götunum. Talað er um að vélrænt nám geti verið annars vegar „undir eftirliti“ og „án eftirlits“, en í fyrra tilvikinu er manneskja sem leiðbeinir forritinu og lætur það t.d. vita ef myndgreiningin gefur ranga niðurstöðu svo forritið geti lært af mistökunum. Í seinna tilvikinu er ólíkum hugbúnaði splæst saman og einfaldlega beðið átekta til að sjá hver útkoman verður.“ Forrit sem læra vitleysu Hugbúnaður sem byggist á vél- rænu námi er nú þegar hluti af lífi okkar flestra og stýrir t.d. hvaða leit- arniðurstöður Google birtir eða hvaða fréttir Facebook sýnir okkur. Sarah segir möguleikana mjög spennandi en í ljós hafi komið að for- rit sem hafa orðið til með vélrænu námi geti búið yfir veikleikum sem erfitt er að koma auga á því enginn forritari kom nálægt því að ákveða hvernig forritið hegðar sér: „Lýsandi dæmi um þetta er forrit sem hefur verið notað í bandaríska réttarkerfinu til að aðstoða dómara við að ákveða þyngd refsingar. For- ritið á að flokka afbrotamenn á skal- anum 1-10 eftir því hversu líklegt er að þeir brjóti aftur af sér eða geti orðið góðir og gildir samféalgs- meðlimir á ný. Nema hvað í ljós kom að forritið reyndist gefa svörtu fólki verri einkunn en hvítu þó að afbrot og aðstæður fólks væru á allan annan hátt þær sömu. Var tvöfalt líklegra að forritið teldi svartan einstakling líklegan til að brjóta aftur af sér en hvítan. Greinilega hafði eitthvað valdið því að skekkja myndaðist í for- ritinu, mögulega vegna þess að þau gögn sem það notaði til að læra af voru ekki nægilega vel valin, og var gallinn þess eðlis að hann kom ekki í ljós við hefðbundanr prófanir.“ Sarah segir hægt að læra af þessu að greind forrit þarf að nota með var- úð og sleppa því jafnvel alfarið að nýta þau til ákveðinna verka. „Þegar frelsi og framtíð fólks er í húfi er kannski eðlilegra að fela dómaranum það alfarið, frekar en að stóla á for- rit.“ Sarah nefnir annað dæmi um forrit sem var smíðað með vélrænu námi og notað til að greina glæpatíðni í banda- rískri borg svo að lögreglumenn gætu verið meira á ferli þar sem þeir gætu gert mest gagn. „En til að forritið gæti lært að greina mynstur í glæpa- hegðun þurfti það að fá nóg af gögn- um til að moða úr, og fékk upplýs- ingar jafnt um alvarlega glæpi eins og morð, rán og nauðganir sem og smáglæpi eins og drykkju á almanna- færi og betl. Kom síðan í ljós að for- ritið lagði ofbeldisglæpi og smáglæpi að jöfnu, og beindi lögrelgunni því einkum að lágtekjuhverfum þar sem smáglæpir eru tíðari. Með meiri ferð- um lögreglumanna á þau svæði fjölg- aði síðan tilkynningunum þaðan og styrkti það ákvarðanatöku forritsins enn frekar. Á meðan var afleiðingin fyrir borgarana sú að þeir sem bjuggu á þessum svæðum áttu frekar á hættu að vera stungið í fangelsi fyr- ir smávægileg afbrot sem síðan gat orðið þeim fjötur um fót ævina á enda. Forritið gerði líka lítið til að draga úr alvarlegustu glæpunum, enda eru þeir þess eðlis að dreifast handahófskennt um samfélagið.“ Tæknin bjargar mannslífum Nú gætu lesendur haldið að vél- rænt nám væri varasöm tækni, en Sa- rah segir svo ekki vera, og getur nefnt mörg dæmi um mikið gagn sem vélrænt nám hefur gert. Þá tekur hún fram að forritin sem nefnd voru hér að ofan voru smíðuð af góðum ásetn- ingi, eða þá upphaflega smíðuð til að leysa allt annars konar verkefni. „Forrit sem hafði verið þróað til að greina útbreiðslu smitsjúkdóma gat t.d. komið auga á fyrstu einkenni ebólu-faraldurs níu dögum áður en læknum Alþjóðaheilbrigðisstofn- unarinnar var ljóst að faraldur væri að hefjast. Fyrir svona alvarlegan og bráðsmitandi sjúkdóm getur níu daga forskot heilbrigðisstofnana bjargað ótal mannslífum,“ segir Sarah. „Annað dæmi er forrit sem lært hefur að greina umsagnir krabbameinssjúklinga um hvernig ólíkar meðferðir hafa reynst þeim. Það væri seint á færi eins læknis að fara í gegnum og kortleggja umsagn- irnar og átta sig á öllum þeim breyt- um sem hafa áhrif, en þetta forrit hefur náð að grisja út það sem máli skiptir í þessu stóra gagnasafni og hjálpar læknum að laga krabba- meinsmeðferðir betur að þörfum hvers og eins sjúklings. Lexían er þessi: að við þurfum að muna að fylgjast vandlega með því sem for- ritin eru að gera, treysta þeim ekki í blindni og huga vandlega að því hvaða verkefni það eru sem við felum þeim.“ Sarah gefur dæmi um alvarlega galla sem hafa komið í ljós í snjöllum for- ritum. Um tæknina mætti segja að það læra forritin sem fyrir þeim er haft. Við þurfum að hafa gætur á forritunum Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Forrit sem nota vélrænt nám til að læra að leysa flókin viðfangsefni á eigin spýtur geta hugsanlega farið út af sporinu. Mögu- leikar tækninnar eru miklir en bandarískur sérfræð- ingur segir óskynsamlegt að treysta þessum bráð- snjöllu forritum í blindni. VISTASKIPTI Alvotech hefur bætt við sig nýjum lykilstjórnendum. Ronald Marches- ani mun stýra gæðasviði Alvo- tech. Hann býr yfir um 40 ára starfs- reynslu á gæðasviði lyfja- og líftækni- framleiðslu og starfaði síðast hjá líftæknirisanum Samsung Biolo- gics í Suður-Kóreu. Jayanth Sridhar leiðir 100 manna hóp vísindamanna sem munu meðal annars bera ábyrgð á framleiðslusviði Alvotech. Hann býr yfir nærri 20 ára reynslu á sviði líf- tæknilyfja og hefur gegnt stjórn- endastörfum hjá fjölda alþjóðlegra lyfjafyrirtækja. Jakob Finn- bogason mun leiða innkaup Alvotech og starfar á fjár- málasviði. Hann var áður deildarstjóri innkaupa hjá Land- spítala Íslands og hefur yfir 20 ára reynslu úr lyfja- og heilbrigðisgeir- anum. Nýir reyndir stjórnendur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.