Morgunblaðið - 01.03.2018, Qupperneq 16
Settu starfsfólkið í fyrsta sæti
WOW Biz er fyrir þá sem vilja aukin þægindi, einfaldleika og greiða leið inn
í vélina. Innifalið er hraðferð um borð,máltíð, forfallavernd og sömuleiðis
BigSeat, eða besta sætið sem er í boði hverju sinni. WOW air flýgur einu sinni
til tvisvar á dag til allra helstu viðskiptaborga Evrópu og Ameríku. WOW Biz
kjörin leið fyrir þá sem þurfa að komast hratt og örugglega milli staða.
WOW Biz
Sumir þurfa einfaldlega
meira WOW en aðrir.
BRÍETARTÚNI 13 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS
er
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Átta nýir stjórnendur hjá Icelandair
Gagnaver rís á Korputorgi
Flytur inn fyrsta bitcoin-hraðbanka
Ný Hótel Örk opnuð í maí
Húsafell á heimslista
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Ný „smella og sækja“ verslun Lindex
á Íslandi verður formlega tekin í
notkun í dag, en að sögn Alberts Þórs
Magnússonar, umboðsaðila Lindex,
er um heimsfrumsýningu á þessari
tegund Lindex-verslunar að ræða.
Verslunin er byggð upp samkvæmt
nýrri hugmyndafræði Lindex og er til
húsa á Laugavegi 7, sem áður hýsti
undirfataverslun fyrirtækisins.
Elísabeth Peregi, forstjóri Lindex,
verður viðstödd opnunina.
Albert segir í samtali við Viðskipta-
Moggann að Íslendingar hafi ekki
verið eins fljótir til þegar kemur að
kaupum á fatnaði og skóm á netinu og
hin norrænu löndin, en í Danmörku
er hlutfallið 25% af heildarverslun.
„Við Íslendingar náum ekki ennþá
tveggja stafa tölu þótt vöxturinn á
netinu sé mikill. Tískufyrirtæki eru
mikið að horfa í þessa átt, en þetta
skref sem við erum að taka er mjög
nýstárlegt,“ segir Albert.
Þrír valmöguleikar
Viðskiptavinir geta með þessu nýja
fyrirkomulagi verslað á þrennskonar
hátt. Í fyrsta lagi er hægt að mæta í
búðina og versla með hefðbundum
hætti. Í öðru lagi er hægt að mæta í
búðina, máta föt, finna réttar stærðir
og ganga svo að tveimur 70 tommu
risaspjaldtölvum og velja þar úr öllu
vöruúrvali netverslunarinnar og
ganga frá greiðslu. Í þriðja lagi er svo
hægt að panta heima í stofu og koma
svo í búðina og sækja. Ef pantað er
fyrir kl. 15 er hægt að sækja vöruna
þann sama dag. „Heimurinn er að
verða eitt markaðssvæði og þetta eru
viðbrögð við því. Nú geta menn versl-
að á netinu á lindex.is og í nýju versl-
un okkar hér og fengið vöruna af-
henta samdægurs,“ segir Albert að
lokum.
Viðskiptavinur framan við annan af tveimur 70 tommu risaflatskjám í Lindex
á Laugavegi 7 þar sem hægt er að skoða allar vörur, panta og greiða fyrir.
Verslað á 70
tommu skjá
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Ný „smella og sækja“
verslun Lindex á Lauga-
veginum er fyrsta Lindex-
búðin í heiminum sem býð-
ur upp á slíka þjónustu.
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Stafræna byltingin sem nú er ífullum gangi, aukin sjálfvirkni-
væðing, betri nýting á gagna-
grunnum, skilvirk úrvinnsla og
sífellt betra viðmót í tölvum og tækj-
um auðvelda okkur lífið. Það er
göldrum líkast hvað fjármálaþjón-
usta er að taka miklum framförum. Í
appi er á augabragði hægt að af-
greiða sig sjálfur um neyslulán,
hækkun eða lækkun yfirdráttar-
heimilda, breytingar á kreditkorta-
heimildum, sparnað, afgreiðslur
bíla- og íbúðalána, ofl., ofl. Ég hugsa
með hryllingi til baka, til langra biða
í síma eftir hinum og þessum fulltrú-
um, og í kjölfarið að ýta á eftir
afgreiðslu sem gekk hægt eða alls
ekki.
Og áfram má benda á dæmi úrsamtímanum. TM auglýsir
slysabætur afgreiddar á 60 sek-
úndum! Strætó gerði mér loksins
kleift að nota vagnana þeirra, þegar
þeir leyfðu mér að kaupa miða í appi.
Í gær fór ég inn á vef Land-spítalans og þar má núna sjá ná-
kvæma stöðu á spítalanum: „9 eru á
bráðamóttöku barna, 8 eru á Hjarta-
gátt, 2 börn hafa fæðst í dag, 21 hef-
ur lagst inn í dag, 2.620 eru við vinnu
þessa stundina, 9 hafa útskrifast“.
Rétt eins og aðgerðirnar hér á und-
an geta þessar, að því er virðast, ein-
földu upplýsingar gagnast mörgum
og gert fólki kleift að skipuleggja
tíma sinn betur burt séð frá því
hvort fólki þykir þjónustan góð eða
slæm.
Aukin skilvirkni þýðir aðeins eitt– maður fær meiri tíma til að
gera skemmtilegri hluti. Og þetta er
bara toppurinn á ísjakanum.
Léttara líf
Í gær ákváðu aðildarfélög Alþýðu-sambandsins að framlengja kjara-
samninga til áramóta jafnvel þótt af-
staða forsvarsmanna þess væri sú að
forsendur samninganna væru
brostnar. Sú niðurstaða var happa-
fengur fyrir hagkerfið og allan al-
menning um leið því allt bendir til
þess að staða þjóðarbúsins sé við-
kvæm um þessar mundir. Sú staða er
ekki síst komin til vegna þeirra gríð-
arlegu launahækkana sem samið hef-
ur verið um á síðustu árum og skilað
hafa sér í mikilli kaupmáttaraukningu
fólks.
Mikilvægt er að varðveita þannárangur sem náðst hefur við
uppbyggingu kaupmáttarins síðustu
árin og forseti ASÍ gerir sér grein fyr-
ir að það verður ekki hægt með því að
efna til upplausnar á vinnumarkaði.
En þrátt fyrir þá staðreynd þurfti
reikningskúnstir til að tryggja nið-
urstöðuna sem fékkst. Þar sem ljóst
var að stærsta félagið vildi segja upp
samningum og að allt var farið á taug-
um í næststærsta félaginu vegna hall-
arbyltingar sem nú hangir eins og
skuggi yfir félaginu, varð að tryggja
að minnihlutinn teldist meirihluti á
formannafundinum.
Og þessar kúnstir forystu ASÍskiluðu niðurstöðu sem enginn
bjóst við að yrði ofan á. Markaðurinn
hafði allur búist við uppsögn samninga
og kom það vel fram í Kauphöll Ís-
lands. Þar stefndi hlutabréfaverðið
niður á við, allt þar til fréttin barst um
að samningar héldu. Um klukkan tvö
síðdegis snerist taflið við og miðl-
ararnir tóku gleði sína á ný. Kaup-
höllin lokaði og líktist hún þá helst
hlíðinni sem Gunnar vildi ekki yfirgefa
um árið, svo iðagræn sem hún var.
Nú gefst forystumönnum á vett-vangi atvinnulífsins tækifæri til
þess að stilla saman strengi fram að
áramótum. Þá væri óskandi að þeim
tækist að láta samning taka við af
samningi. Slíkt hefur reynst fátíð sjón
á íslenskum vinnumarkaði í gegnum
tíðina. Á sama tíma verða stjórnvöld
að taka til í sínum ranni og tryggja að
ákvarðanir á vettvangi þess geti ekki
reynst upplausnarliðinu tylliástæða til
að tendra upp í púðurtunnunni í upp-
hafi árs 2019.
Skynsemin bar upplausn-
artalið ofurliði að sinni
Matvælatæknifyrir-
tækið Skaginn 3X skýt-
ur rótum í Noregi í byrj-
un mars, en þá opnar
það útibú í Bodø.
Skaginn 3X
opnar í Noregi
1
2
3
4
5