Morgunblaðið - 10.03.2018, Síða 2
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Mikil fjölgun ferðamanna
sem koma til landsins og
heimsækja áhugaverða staði
í náttúru Íslands þýðir að
mun meiri kröfur eru gerðar
nú en áður til landvarða sem
standa vaktina á friðlýstum
svæðum, í
þjóðgörð-
um og víð-
ar. Fólki
sem sinnir
landvörslu,
sem í vax-
andi mæli
er heils-
ársstarf,
fjölgar og
kemur þar
til að nú er fólk á ferðinni
um landið allt árið, en ekki
bara yfir sumartímann. Þetta
segir Jón Björnsson, þjóð-
garðsvörður á Snæfellsnesi,
sem lengi hefur haft umsjón
með árlegum landvarðanám-
skeiðum Umhverfisstofnun-
ar. Námskeiði þessa árs lauk
um síðastliðna helgi þar sem
42 nemendur voru braut-
skráðir, fólk sem margt fer
til starfa úti á friðlýstum
svæðum og í þjóðgörðum.
„Áhugi fólks á landvörslu-
störfum er mikill og námið í
stöðugri þróun. Lenging
þess og meiri kröfur eru
sennilegar í framtíðinni,“
segir Jón Björnsson. Í nám-
inu eru teknir fyrir bóklegir
sem verklegir þættir, svo
sem regluverk þjóðgarða og
friðlýstra svæða og á nátt-
úrufræði almennt, sjálf-
bærni, samskipti, öryggismál
og svo framvegis. Einnig
taka nemendur vettvangs-
nám á Gufuskálum á Snæ-
fellsnesi.
Mikil breidd
Fjöldi leiðbeinenda sinnir
kennslu á námskeiðinu, bæði
fólk með sérþekkingu og
reynslu af landvörslustörf-
um.
„Fræðsla til ferðamanna
verður æ stærri þáttur í öllu
starfi landvarða, sem er ann-
ars mjög fjölbreytt. Góður
landvörður þarf að vera
mjög lausnamiðaður, greið-
vikinn, hafa góða almenna
þekkingu en fyrst og síðast
ástríðu fyrir starfi sínu,“
segir Jón Björnsson og held-
ur áfram:
„Mér fannst sérstaklega
ánægjulegt að sjá hvað
breiddin í hópi þátttakenda
er mikil. Jafnt háskólafólk
sem iðnaðarmenn, björgun-
arsveitafólk, áhugafólk um
útivist, listafólk, kennarar og
fleiri sækja í námið og glæða
það af reynslu sinni og þekk-
ingu, allt fólk sem er fengur
að fá í sveit vörslumanna
landsins.“
Námið er í
stöðugri þróun
42 nýir landverðir voru braut-
skráðir Kröfur í starfi aukast
Nám Á landvarðanámskeiði um sl. helgi þegar nemar fóru út á
Gróttu á Seltjarnarnesinu, lásu í landið og öfluðu sér fróðleiks.
Jón
Björnsson
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018
Elsta starfandi fasteignasala landsins óskar eftir að ráða
öflugan aðila í 100% starf. Um er að ræða fjölbreytt starf
í lifandi umhverfi.
ÓSKUM EFTIR STARFSMANNI
Í SKJALAVINNSLU
HELSTU VERKEFNI
• Skjalavinnsla, útvegun skjala og gagna
• Undirbúningur fyrir kaupsamningsgerð
og uppgjör
• Samskipti við viðskiptavini
• Önnur tilfallandi verkefni
HÆFNISKRÖFUR
• Haldbær reynsla af sambærilegum störfum
• Geta unnið undir álagi
• Skipulagshæfileikar
• Góð hæfni í mannlegum samskiptum
og rík þjónustulund
• Góð tölvufærni
• Hreint sakavottorð
Umsóknir óskast sendar til jenny@eignamidlun.is
Umsóknarfrestur er til og með 20. mars.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Skemmtileg sumarstörf fyrir 18 ára og eldri
Við leitum að fólki í afleysingar við sundlaugarnar, leikskólana, vinnuskóla,
garðrækt, umönnun fatlaðra, á bæjarskrifstofurnar, í upplýsingatæknideild
bæjarins og fleiri skemmtileg störf.
Umsóknartímabil er frá 9. febrúar til 18. mars.
Sæktu um á vef Kópavogsbæjar, kopavogur.is. Þar færðu líka nánari
upplýsingar um störfin sem eru í boði.
Hlökkum til að sjá þig í sumar!
kopavogur.is
Fjölbreytt og spennandi sumarstörf
Gleðilegt
sumar
í Kópavogi
Pi
pa
r\
TB
W
A
\
S
ÍA
„Við eigum að fá ferðamenn til liðs við
okkur við vernd náttúrunnar. Með
fræðslu og leiðbeiningum er það meðal
annars hlutverk landvarða að fá gesti
okkar með í þá vegferð,“ segir Guðrún
Tryggvadóttir myndlistarmaður. Hún
hefur starfað sem landvörður á Þing-
völlum síðustu misserin en segir að
námið hafi verið yfirgripsmikið og gefið
sér alveg nýja innsýn í starfið. Guðrún
heldur úti vefsetrinu natturan.is þar sem finna má ýmsar
upplýsingar um umhverfismál.
„Mér fannst landvarðanámskeiðið mjög upplýsandi. Sér-
staklega þótti mér gaman að kynnast því sem nefnt er
náttúrutúlkun; að flétta fróðleik um náttúru, sögu og
menningu saman í eina frásögn, til dæmis í skipulögðum
fræðslugöngum eins og landverðir hafa með höndum. Og
skemmtilegast er auðvitað að geta brætt rit- og myndlist
saman,“ segir Guðrún.
Flétta fróðleik í frásögn
NÁMIÐ GAF NÝJA INNSÝN Í VIÐFANGSEFNIN
Guðrún Arndís
Tryggvadóttir
Ákveðið hefur verið að
vatnsgjald Veitna lækki.
Lækkunin verður 10% í
stærstu veitunum, í Reykja-
vík og á Akranesi, og svo
veltur hlutfallið á afkomu
hverrar vatnsveitu Veitna.
Vatnsgjald er lagt á í
upphafi hvers árs og
greiðslum dreift á níu mán-
uði. Lækkunin sem ákveðin
hefur verið gildir fyrir
álagningu ársins 2017 og
gildir því allt frá síðustu
áramótum. Ákvörðunin nú
nær ekki til annarra liða
gjaldskrár Veitna en vatns-
gjaldsins. Á næstu dögum
verður endurálagningin
reiknuð út. Greiðsluseðlar
fyrir apríl verða skv. eldri
álagningu en það sem eftir
lifir ársins tekur mið af
lækkuninni.
Veitur dreifa vatni í
Reykjavík, á Álftanesi, í
Stykkishólmi, Grundarfirði,
Akranesi, Borgarfirði og í
Úthlíð í Biskupstungum.
Einnig selja Veitur Mos-
fellsbæ og Seltjarnarnesi
vatn í heildsölu. sbs@mbl.is
Vatnsgjald Veitna verður lækkað