Morgunblaðið - 10.03.2018, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. MARS 2018
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Lögfræðingur
Dómsmálaráðuneytið auglýsir eftir reynslu-
miklum lögfræðingi til starfa á skrifstofu
réttinda einstaklinga. Undir skrifstofuna heyra
ýmsir málaflokkar sem varða réttindi einstak-
linga, m.a. fjölskyldumál, málefni útlendinga,
mannréttindamál, happdrætti, persónuvernd og
málefni sýslumanna.
Leitað er að einstaklingi til að sinna verkefnum
tengdum málefnum og verkefnum sýslumanna,
svo sem samskiptum við embættin, stjórn-
sýslueftirliti og stefnumótun, þ. á m. samningu
frumvarpa, reglugerða og reglna á sviðinu. Þá
felast einnig í starfinu ýmis önnur tilfallandi
verkefni á málefnasviði skrifstofunnar.
Menntunar- og hæfniskröfur
Fullnaðarnám í lögfræði með embættis- eða
meistaraprófi
Að lágmarki þriggja ára starfsreynsla sem
lögfræðingur
Þekking og reynsla af störfum innan stjórn-
sýslunnar æskileg
Þekking og reynsla af málefnasviði ráðu-
neytisins æskileg
Þekking eða reynsla af stefnumótun æskileg
Mjög gott vald á íslensku og færni til að tjá
sig í ræðu og riti
Mjög góð enskukunnátta og færni til að tjá
sig í ræðu og riti
Þekking á einu Norðurlandamáli æskileg
Frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni
Mjög góð forystu- og samskiptahæfni
Nánari upplýsingar veitir Berglind Bára Sigur-
jónsdóttir, skrifstofustjóri í síma 545 9000.
Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Umsóknarfrestur er til og með 26. mars nk.
Umsóknir skulu berast í gegnum vef
dómsmálaráðuneytisins, www.dmr.is.
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynning-
arbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir
ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að
gegna starfinu.
Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda
í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur
út. Um fullt starf er að ræða. Laun greiðast
samkvæmt kjarasamningi Félags háskóla-
menntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og
fjármálaráðherra.
Atvinnublað
alla laugardaga
Sendu pöntun á
augl@mbl.is
eða hafðu
samband í síma
569-1100
Allar auglýsingar
birtast bæði í
Mogganum og
á mbl.is
ER AUGLÝSINGIN
ÞÍN Á BESTA STAÐ?
DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Upplýsingafulltrúi
Dómsmálaráðuneytið óskar eftir að ráða
upplýsingafulltrúa til starfa. Upplýsingafulltrúi
ber ábyrgð á fjölmiðlatengslum og ritstýrir
vefjum ráðuneytisins. Upplýsingafulltrúa er
ætlað að vinna að kynningu á starfsemi
ráðuneytisins og verkefnum hennar og vera
ráðherra, ráðuneytisstjóra og öðrum starfs-
mönnum til ráðgjafar um samskipti við
fjölmiðla. Hann fylgist með fréttaflutningi af
starfsemi ráðuneytisins og ráðherra og veitir
fjölmiðlum og almenningi upplýsingar.
Leitað er að drífandi einstaklingi með góða
samvinnu- og samskiptahæfni sem hefur áhuga
á að taka þátt í mótun nýrra vinnubragða með
hópi áhugasamra starfsmanna við uppbyggingu
nýs ráðuneytis.
Helstu verkefni:
Umsjón með samskiptum dómsmálaráðu-
neytisins við fjölmiðla, svör við fyrirspurn-
um, gerð fréttatilkynninga o.fl.
Ritstjórn og efnisskrif á vefjum dómsmála-
ráðuneytisins, á íslensku og ensku.
Menntunar- og hæfniskröfur
Menntun sem nýtist í starfi.
Reynsla af blaða/fréttamennsku.
Mjög gott vald á íslensku og ensku og færni
til að tjá sig í ræðu og riti. Kunnátta í öðrum
tungumálum er kostur.
Færni í tölvunotkun. Kunnátta í vefumsjónar-
kerfum er kostur.
Geta til að vinna hratt og vel undir álagi.
Frumkvæði, drifkraftur og jákvæðni.
Samvinnu og samskiptalipurð og góð fram-
koma.
Nánari upplýsingar veitir Haukur Guðmunds-
son, ráðuneytisstjóri í síma 545 9000.
Öllum umsóknum verður svarað þegar
ákvörðun um ráðningu liggur fyrir.
Umsóknarfrestur er til og með 26. mars nk.
Umsóknir skulu berast í gegnum vef
dómsmálaráðuneytisins, www.dmr.is.
Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynning-
arbréf þar sem umsækjandi gerir grein fyrir
ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi til að
gegna starfinu
Athygli er vakin á því að umsóknir munu gilda
í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur
út. Um fullt starf er að ræða. Laun greiðast
samkvæmt kjarasamningi Félags háskóla-
menntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins og
fjármála- og efnahagsráðherra.
www.hagvangur.is
Sterk tengsl
í íslensku atvinnulífi