Morgunblaðið - 15.03.2018, Side 1

Morgunblaðið - 15.03.2018, Side 1
SÝNINGARNARVEITA INNBLÁSTUR Handmálaðir postulínsheftarar sem gleðja augað. 5 Unnið í samvinnu við Algalíf ræktar örþörunga sem framleiða öflugt fæðubótarefni sem gagnast við að jafna sig eftir erfiðar æfingar. 14 VIÐSKIPTA Egill Fannar Reynisson, framkvæmdastjóri GER innflutnings, segist fá innblástur í starfi ferðast til birgja og að fara á sýningar. ÖFLUGIRÖRÞÖRUNGAR af því að 4 FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Straumhvörf í arðseminni Að sögn Þorsteins Arnar Guð- mundssonar, framkvæmdastjóra Meet in Reykjavík, eru straumhvörf að verða í arðsemi fyrirtækja í ferðaþjónustu. „Ef eitthvað þarf að vera áberandi umræðuefni í sam- félaginu þá er það þetta, enda stend- ur ferðaþjónustan undir 43% af okk- ar útflutningstekjum,“ segir Þorsteinn í samtali við Viðskipta- Moggann. Hann segir að eitt af því sem hægt sé að gera til að spyrna við fót- um sé að auka vægi svokallaðra MICE-ferðamanna til landsins en það eru ferðamenn sem koma til að taka þátt í ráðstefnum, fundum, hvataferðum eða sýningum. „Þeir geta haft töluvert vægi í því að auka arðsemi í íslenskri ferðaþjónustu.“ Þorsteinn bendir á að ef hlutfall MICE-ferðamanna ykist um eitt prósentustig miðað við 2,5 milljón ferðamenn, eins og spár gera ráð fyrir árið 2018, þýddi það 3,5 millj- arða í auknum útflutningstekjum. Undanfarin ár hefur, að sögn Þor- steins, gengið vel að fjölga MICE- ferðamönnum hér á landi eða um 15,1% að meðaltali á ári á tímabilinu 2011-2016. „Hlutfall MICE- ferðamanna er rúmlega 6% af heild- arfjölda ferðamanna hér á landi en í þeim löndum sem mestum árangri hafa náð er algengt að hlutfallið sé á bilinu 15-20%,“ segir Þorsteinn. Hann segir að verðmætin í þess- ari tegund ferðamanna felist einnig í bættri nýtingu innviða, svo sem hótelum, funda- og ráðstefnurým- um, og jákvæðum árstíðahalla en 80% MICE-gesta komi til landsins utan skilgreinds háannatíma. Þorsteinn segir að það sama sé að gerast hér á landi og gerðist í Kosta Ríka og Nýja Sjálandi þar sem tekjuaukning af ferðamennsku fór minnkandi á sama tíma og ferða- mönnum fjölgaði. „Þróunin hefur verið í ranga átt.“ Davos jafnréttisins Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandair Hotels, tekur í sama streng og Þor- steinn og segir að það skipti gríð- arlega miklu máli að horfa til MICE-ferðamanna. „Í þessu sam- hengi skiptir líka máli að skapa okk- ur sérstöðu,“ segir Magnea og nefn- ir velheppnaða Arctic Circle ráðstefnu í haust og Heimsþing kvenleiðtoga sem haldið verður í Hörpu í Reykjavík árlega í nóv- ember frá árinu 2018 til ársins 2021. „Þar höfum við markað okkur sess sem jafnréttisland. Það skiptir máli að það sé stefnumarkandi hvað áfangastaðurinn stendur fyrir. Við gætum orðið fyrir jafnréttismál það sem Davos í Sviss er fyrir viðskipti.“ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Engin umræða er mikil- vægari nú um stundir en umræðan um arðsemina í ferðaþjónustunni, að mati framkvæmdastjóra Meet in Reykjavik. Morgunblaðið/Árni Sæberg Meet in Reykjavík var stofnað árið 2012 af Reykjavíkurborg, Icelandair Group og Hörpu ásamt nokkrum hagsmunaaðila í ferðaþjónustu. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 15.9.‘17 15.9.‘17 14.3.‘18 14.3.‘18 1.659,23 1.759,99 130 125 120 115 110 127,15 122,95 Eva Cederbalk, stjórnarformaður Arion banka, telur að það væri æski- legt fyrir framtíð Valitor að fjölga í eigendahópi eða breyta eignarhaldi með einhverjum hætti. „Valitor hef- ur vaxið mikið erlendis á undan- förnum árum, m.a. með yfirtöku fyrirtækja, og eru nú um 70% tekna félagsins vegna starfsemi erlendis. Áform eru um frekari vöxt erlendis en slíkt kallar á umtalsverða fjár- festingu sem ekki er án áhættu. Ég myndi telja æskilegt fyrir framtíð þess félags að t.d. fjölga í eigenda- hópi eða breyta eignarhaldi með ein- hverjum hætti. Við erum að skoða þessi mál og meta kosti og galla.“ Aðalfundur Arion banka fer fram í dag og verður fækkað í stjórn úr átta í sjö þegar fulltrúi Bankasýsl- unnar fer úr stjórninni. Herdís Dröfn Fjeldsted kemur ný inn í stjórn í stað Þóru Hall- grímsdóttur. Breytt eignarhald á Valitor æskilegt Morgunblaðið/Hari Eva Cederbalk segir stjórina meta kosti og galla eignarhalds á Valitor. Vöxtur Valitor erlendis kallar á áhættusamar fjár- festingar, að mati stjórnar- formanns Arion banka. 8 Hugsanlega mun næsta rík- isstjórn Ítalíu spilla hug- myndum Frakka og Þjóðverja um umbætur á evrusvæðinu. Ítalía skekur evrusvæðið 10 Líklegt er að ef verðið á bitcoin lækkar undir 6.600 dali muni ágóði fjölmargra raf- myntanáma verða að engu. Lex: Dýrt að grafa eftir rafmyntum 11

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.