Morgunblaðið - 15.03.2018, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018FRÉTTIR
Við fjármögnum
innflutninginn
fyrir þitt fyrirtæki
Nánari upplýsingar
má finna á kfl.is
Starfsemi GER innflutnings hefur
dafnað vel að undanförnu en undir
fyrirtækið heyra Húsgagnahöllin,
Betra Bak, Ger heildsala og
Dorma, sem nýlega opnaði sína
fjórðu verslun. Egill Fannar stýr-
ir fyrirtækinu en hann byrjaði
ungur að starfa við verslunar–
rekstur.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Okkar rekstur hefur stækkað
töluvert undanfarin ár. Innleiðing
nýrra kerfa í nýju vöruhúsi okkar
að Korputorgi er það verkefni
sem við erum mikið að sinna þessa
dagana.
Hver var síðasta ráðstefnan
sem þú sóttir?
Fyrirmyndarfyrirtæki Credit-
info í Hörpunni um daginn. Það
var gaman að upplifa jákvæðnina
og kraftinn í fólki þar.
Hvaða hugsuður hefur haft
mest áhrif á hvernig þú starfar?
Held mikið upp á Robin Sharma
og gamla góða Dale Carnegie. Ég
er mikill aðdáðandi sjálfsævisagna
og var að klára sögu Sir Richard
Branson sem var afar skemmtileg.
Hver myndi leika þig í kvikmynd
um líf þitt og afrek?
Ég myndi segja Brad Pitt því
hann á víst líka einhvern slatta af
börnum og það hlýtur að vera eitt
mesta afrek okkar beggja.
Hvernig heldurðu þekkingu
þinni við?
Að vinna með öflugu og krefj-
andi fólki sem lætur aldrei deigan
síga – það eitt fær mig til að
hlakka til að koma í vinnuna og
gera betur í dag en í gær. Þegar
maður hættir að breytast þá er
maður búinn að vera og það á
sannarlega við í verslunarrekstri.
Hugsarðu vel um líkamann?
Já, ég hef gert það. Hef verið
með einkaþjálfara í mörg ár og
það er ein besta fjárfesting sem
ég hef gert fyrir sjálfan mig.
Hvaða kosti og galla sérðu við
rekstrarumhverfið?
Það hefur verið ákveðin stöðug-
leikaþróun undanfarin misseri
sem hefur verið kærkomin, en á
sama tíma er rekstrarkostnaður
fyrirtækja á Íslandi orðinn hár,
m.a. launaþróun og vaxtastig.
Hvað gerirðu til að fá orku og
innblástur í starfi?
Að starfa með kröftugu og
skemmtilegu samstarfsfólki sem
er með sérþekkingu á sínu sviði
veitir mér mikinn innblástur.
Einnig ferðast ég töluvert til okk-
ar birgja og á sýningar, og fæ þar
oft góðan innblástur.
SVIPMYND Egill Fannar Reynisson framkvæmdastjóri GER innflutnings
„Þegar maður hættir að breyt-
ast þá er maður búinn að vera“
Morgunblaðið/Hari
Egill segir það hafa verið eina af sínum bestu fjárfestingum að kaupa þjónustu einkaþjálfara. Hann heldur upp á boðskap Robin Sharma.
ÁHUGAMÁLIÐ
Áhugafólk um golf veit að þegar
kemur að því að fullkomna höggið
skiptir höfuðmáli að fætur og kylfa
séu á réttum stað. Í réttri stöðu
smellur kylfan einmitt þar sem ætl-
ast er til og kúlan flýgur í átt að
holunni frekar en út í næstu sand-
gryfju eða tjörn.
SQRDUP er nýtt tæki sem á að
hjálpa til við að bæta fóta- og
kylfustöðuna. Um er að ræða litla
græju sem beinir björtum leysi-
geisla í fjórar áttir. Geislarnir
mynda línur á grasfletinum svo að
kylfingurinn getur stillt sér upp af
nákvæmni áður en hann reiðir kylf-
una til höggs.
Rafhlaðan á að duga í 2,5
klukkustundir og leysigeislarnir
eru nógu skærir til að nota megi
tækið í dagsbirtu.
Safnað er fyrir framleiðslu
SQRDUP á Indiegogo og geta
áhugasamir tryggt sér eintak með
169 dala framlagi. ai@mbl.is
Til að ná
hárréttu
höggi
NÁM: Gagnfræðingur frá Grunnskólanum á Egilsstöðum og
skóli lífsins, úr þeim síðarnefnda er ég langt frá því að vera út-
skrifaður.
STÖRF: Verslunarreksturinn hefur varað í tvo áratugi en ég verð
fertugur í ár.
ÁHUGAMÁL: Golf, renna fyrir lax, skíða og ferðast með fjöl-
skyldunni eða vinum er það sem ég uni mér best við í mínum frí-
tíma. Einnig hef ég mikinn áhuga á hönnun og fallegum hlutum
svo ég gleymi nú ekki góðu rauðvíni.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég er kvæntur Huldu Rós Hákonardóttur
og eigum við fjögur börn, tvær dætur og tvo syni sem komu öll í
beit á fjórum árum. (Við vorum einmitt að ferma þá elstu um síð-
ustu helgi.)
HIN HLIÐIN