Morgunblaðið - 15.03.2018, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.03.2018, Blaðsíða 8
en til skráningar kemur, og hvort til standi að fækka dótturfélögum eða minnka eigið fé, vill hún ekki staðfesta neinar ákvarðanir í þá veru. „Ég held að það sé eðlilegt fyrir bankann, rétt eins og önnur fyrirtæki, að taka skipulag sitt til endurskoðunar og gera breytingar sem þörf er á og myndu vera æskilegar fyrir framtíð bank- ans. En eins og Arion banki er núna tel ég hann vera tilbúinn fyrir skráningu.“ Hún segir að bankinn sé vissulega ríflega fjármagnaður. „Eiginfjárhlutföll okkar eru mjög há og einhverjir gætu litið á það sem ókost. En það eru möguleikar á því að minnka eiginfjárhlutfallið t.d. með arðgreiðslum, og það gæti vel verið inni í myndinni.“ En hvað með dótturfélag eins og Valitor, sem sækir einkum á aðra markaði? „Það er öflugt fyrirtæki en meirihluti af starfsemi þess er al- þjóðlegur. Valitor hefur vaxið mikið erlendis á undanförnum árum, m.a. með yfirtöku fyrir- tækja, og eru nú um 70% tekna félagsins vegna starfsemi erlendis. Áform eru um frekari vöxt erlendis en slíkt kallar á umtalsverða fjárfest- ingu sem ekki er án áhættu. Ég myndi telja æskilegt fyrir framtíð þess félags að t.d. fjölga í eigendahópi eða breyta eignarhaldi með ein- hverjum hætti. Við erum að skoða þessi mál og meta kosti og galla.“ Vill sjá innlenda og alþjóðlega fjárfesta Rætt hefur verið um skráningu Arion banka í erlendri kauphöll en fyrirrennari bankans, Kaupþing banki, var skráður í kauphöllinni í Stokkhólmi. Cederbalk telur að hægt væri að auka veltu viðskipta með bréf Arion banka við erlenda skráningu. „Það hefur ekki verið tekin ákvörðun varðandi skráningu bankans á mark- að hér á landi eða erlendis en skráning er vissu- lega einn af þeim kostum sem við erum að skoða. Ef af verður þá á ég ekki von á öðru en að Arion banka verði vel tekið á markaðnum sem áhugaverðu fjárfestingartækifæri. Reynist það rétt ályktun eru góðir möguleikar á umtals- verðum viðskiptum með bréfin. Því að sjálf- sögðu er það afar mikilvægt fyrir fjárfesta að það sé virkur markaður og auðvelt að eiga við- skipti með hlutabréfin. Ég held að erlend skráning auki möguleikann á því að það verði góð velta.“ Cederbalk leggur áherslu á að fá breiðan flokk eigenda á bak við bankann. „Ég myndi vilja sjá fjölbreytilegan hóp fjárfesta koma inn í hluthafahópinn, og þá bæði innlenda fjárfesta en einnig alþjóðlega. Ég myndi telja æskilegt að fá alþjóðlega fjárfesta til dæmis frá Norður- löndunum, Bretlandseyjum og öðrum mörk- uðum. Að því sögðu tel ég að það sé einnig afar mikilvægt að hafa umtalsverðan hluta hluthafa- hópsins innlendan.“ Spurð að því hvort hún telji þá erlendu vog- unarsjóði sem nú eru stærstu hluthafar bank- ans muni verða í hópi langtímaeigenda, segir hún ekki rétt að hún sé að tjá sig um það eða leggja mat á eigendur. „En þegar ég tala um fjölbreytilegan hóp fjárfesta, felur það í sér að vogunarsjóðir geti vel verið mikilvægur hluti af hluthafahópnum til framtíðar. En fyrst og fremst myndi ég vilja sjá fjölbreyttari hóp en nú er og það tel ég að verði gott fyrir bankann.“ Bankaskatturinn lagður á sparnað Eins og fram hefur komið hefur Cederbalk töluverða reynslu af stjórnarstörfum í fjármála- stofnunum í mismunandi löndum, ekki síst í Sví- Töluverðar sviptingar hafa verið í kringum Arion banka undanfarna mánuði og ár. Nýlega seldi rík- issjóður 13% hlut sinn í bankanum á grundvelli kaupréttarákvæðis í hluthafasamkomulagi við Kaupskil frá árinu 2009. Eignarhald Arion banka hefur mætt nokkurri tortryggni í samfélaginu og um allangt skeið hefur legið í loftinu að stór hlut- ur verði boðinn fjárfestum til kaups í tengslum við skráningu í innlenda og erlenda kauphöll. Eva Cederbalk frá Svíþjóð tók við stjórnar- formennsku í Arion banka nokkuð óvænt um mitt síðasta ár eftir að landa hennar Monica Caneman lét af formennsku í maí, tveimur mánuðum eftir að hafa verið endurkjörin í stjórnina og eftir að hafa gegnt stjórnarformennsku um sjö ára skeið. Hvernig kom það til að leitað var til Cederbalk? „Ég hef viðamikla reynslu af því að starfa hjá fjármálafyrirtækjum og þá einkum bönkum. Ég hef gegnt margvíslegum stjórnunarstörfum þ.m.t. starfi framkvæmdastjóra og forstjóra og hef umtalsverða reynslu af stjórnarsetu og stjórnarformennsku. Ég hef verið það lánsöm að starfa bæði hjá fyrirtækjum á Norðurlöndum, svo sem hjá Skandinaviska Enskilda Banken um árabil, og hjá alþjóðlegum fyrirtækjum. Ætli þessi reynsla sem ég bý að hafi ekki verið meg- inástæða þess að ég var beðin um að taka að mér stjórnarformennsku hjá Arion banka fyrir um ári.“ Eitt að meginverkefnum stjórnar hefur verið undirbúningur í tengslum við væntanlega sölu Arion banka og skráningu á hlutabréfamarkað. Cederbalk telur að þrátt fyrir að Arion banki sé smár í alþjóðlegum samanburði og starfi á litlum markaði, þá muni hann vekja áhuga alþjóðlegra fjárfesta. „Það er rétt að sala á hlut Kaupskila hefur verið í undirbúningi um nokkurt skeið og einn af þeim kostum sem í skoðun eru er almennt hlutafjárútboð og skráning. Við höfum orðið vör við áhuga frá fjárfestum á bankanum en í dag er líklega meiri þekking meðal alþjóðlegra fjárfesta á Íslandi og íslensku efnahags- og fjármálakerfi en áður. Íslenskt efnahagslíf stendur sterkum fótum eftir efnahagsbatann undanfarin ár og sama er hægt að segja um íslensk fjármálafyr- irtæki.“ Hún telur það styrkleika að Arion banki sé alhliða íslenskur banki, sem starfi eingöngu á Íslandi og hafi sterka stöðu á þeim mörkuðum sem hann starfar á. „Margir fjárfestar líta á það sem kost að fyrirtæki séu ekki alþjóðleg heldur njóti sterkrar stöðu á sínum markaði sem þau þekkja vel. Fjárfestingar ganga að miklu leyti út á áhættudreifingu. Hjá mörgum felur fjárfesting á Íslandi í sér áhættudreifingu og því jákvætt að bankinn sé aðeins starfandi á Íslandi og mik- ilvægur hlekkur í íslensku efnahagslífi.“ En sé efnahagslegur uppgangur á Íslandi ástæða fyrir áhuga erlendra fjárfesta, munu þá ekki spár um minni hagvöxt á komandi árum og aukin hætta á innlendum kostnaðar- og launa- hækkunum fæla fjárfesta frá? „Það er eðlilegt að vöxtur í efnahagslífinu taki breytingum,“ segir Cederbalk. „Vöxturinn undanfarin ár var á tíma- bili í það mesta og stundum getur slíkt endað illa. En nú hefur hægt aðeins á vextinum og útlit fyrir mjúka lendingu sem er afar jákvætt. Ég held að almennt líti fjárfestar á þróunina á Íslandi með jákvæðum hætti og þessi þróun nú ætti ekki að hafa neikvæð áhrif á fjárfesta sem horfa til Ís- lands með langtíma fjárfestingu í huga.“ Æskilegt að fjölga eigendum Valitor Þegar borið er undir Cederbalk hvort sam- stæða Arion banka muni taka breytingum áður „Margir fjárfestar líta á það sem kost að fyrirtæki séu ekki alþjóðleg heldur njóti sterkrar stöðu á sínum markaði sem þau þekkja vel, “ segir Eva Cederbalk. Best að vera hugmyndarík Sigurður Nordal sn@mbl.is Eva Cederbalk tók við formennsku í stjórn Arion banka í júní síðast- liðnum. Hún vonar að bankaskatturinn verði lagður niður enda felist í honum skattlagning á sparnað. Hann skekki samkeppnisstöðu og dragi úr arðsemi, og geti þannig haft áhrif á áhuga fjárfesta á bankanum. Cederbalk segir að ekki dugi fyrir fjármálafyrirtæki að láta regluverkið fara í taugarnar á sér heldur þurfi að einblína á hvað gera megi betur í þjónust- unni. Að hennar mati væri æskilegt fyrir framtíð Valitor að fjölga í eigenda- hópi félagsins eða breyta eignarhaldi þess með einhverjum hætti. 8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018VIÐTAL Eva Cederbalk á að baki langan feril á fjármálamarkaði. Hún hóf sinn starfsferil hjá Skandinav- iska Enskilda-bankanum á árunum 1975 til 1998. Hún starfaði svo hjá tryggingafélögum um skeið en varð forstjóri Netgiro Systems 2002 og gegndi svo forstjórastarfi hjá SBAB Bank frá 2004 til 2011. Cederbalk stýrir nú eigin fyrirtæki, Cederbalk Consulting, en hún hefur setið í fjölmörgum stjórnum. Hún var meðal annars stjórnarformaður Klarna 2009-2016 og sat í stjórn Gimi AB 2016-2017 og Íslandsbanka 2015-2016. Auk þess að vera stjórnarformaður Arion banka situr Eva nú í stjórn Bilia, Svolder, Ikano Group og National Bank of Greece Group, stærstu banka- samstæðu Grikklands. Cederbalk hefur í gegnum stjórnarstörfin fylgst vel með þróun efnahagsmála á Grikklandi og segist hún telja landið komið yfir erfiðasta hjallann. „Ástandið er á réttri leið. Það gerist ekki sérlega hratt en stefnir hiklaust í rétta átt. Undirstöðurnar líta nokkuð vel út þótt hagkerfið sé enn fremur veikburða, fjárfestingarstigið lágt og markaðir enn tiltölulega daufir. En ég er sann- færð um að ástandið mun batna eftir því sem á líður.“ Eva Cederbalk segir það afar áhugavert að sitja í stjórnum banka í sitthvoru horni Evrópu sem glímt hafi við áföll. „Það lá nú í sjálfu sér ekki fyrir að ég myndi taka stjórnarsæti í íslensk- um banka. En það er lærdómsríkt að fylgjast svona samhliða með því hvernig íslenski og gríski fjármálamarkaðirnir eru að þróast, og sjá hverju má áorka ef rétt er á spilunum haldið og fólk leggur hart að sér, eins og reyndin hefur verið á Íslandi. Það má færa þá reynslu og þekkingu yfir á stærra markaðskerfi eins og Grikkland.“ Hún segir krafta grísku bankanna fara að miklu leyti í að glíma við vandræðalán en að það sé mikilvægt að þeir sinni jafnframt þeim viðskiptavinum sem ekki eru að glíma við fjárhags- erfiðleika. „Jafnvel þótt efnahagskreppur þessara tveggja landa hafi verið eðlisólíkar, þar sem í Grikklandi var vandinn hjá ríkinu ólíkur því sem var á Íslandi, þá er áhugavert að sjá hverju hægt er að áorka eftir að fjármálakerfið hefur nánast hrunið til grunna. Ísland og íslensk fjármálafyrirtæki hafa góða sögu að segja varðandi þau ótrúlega efnahags- legu umskipti sem hér hafa átt sér stað á undanförnum árum. Ísland er gott dæmi um hvernig er hægt að takast á við og leysa risavaxin vandamál og áskoranir. Grikkland er enn að kljást við erfiðleikana en ég tel þó að þar hafi botninum verið náð,“ segir Eva Cederbalk. Lærdómsríkt að bera saman íslenska og gríska markaðinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.