Morgunblaðið - 15.03.2018, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 11FRÉTTIR
Af síðum
Það má græða á bitcoin með
tvennum hætti: með heppni
eða með erfiðismunum. Því
miður fyrir þá sem misstu af
lestinni þegar rafmyntin rauk
upp í verði þá er erfiða leiðin,
námugröfur, farin að verða
býsna kostnaðarsöm.
Dag hvern verða til 1.800
nýjar bitcoin-myntir. Sú umb-
un sem kerfið veitir fyrir að búa til nýjan „bálk“ í bálkakeðjunni (12,5
bitcoin-myntir eins og stendur) með því að láta tölvu gera annars
algjörlega tilgangslausa útreikninga, fer lækkandi eftir því sem mynt-
um í umferð fjölgar. Því meiri reiknigetu sem beitt er til að búa til bit-
coin, því erfiðara verður að hljóta umbun.
Sá mikli vöxtur sem orðið hefur í rafmyntanámugrefti hefur valdið
því að fjöldi örgjörvaaðgerða á sekúndu sem notaður er til að framleiða
bitcoin hefur tvöfaldast síðan í desember.
Framlegð af rekstri rafmyntanáma ræðst bæði af verði rafmynt-
anna sem þau fá að launum og verði raforkunnar sem þau kaupa til að
keyra og kæla örgjörvana sína. Fjárfestingarbankinn Jeffries segir að
það kosti rafmyntafyrirtækið Atlas Cloud 902 dali í rafmagni að fram-
leiða eina bitcoin-mynt. Miðað við að bitcoin kostar 9.500 dali um þess-
ar mundir, þá jafngildir það um 90% framlegð.
En þá er ekki búið að telja með kostnaðinn við að komast yfir vél-
búnaðinn sem þarf í námastarfsemina. Japanska samsteypan GMO
Internet vill auka bitcoin-reiknigetu sína, að hluta til að geta leigt út til
aðila sem vilja framleiða rafmyntir sjálfir, um sem nemur einum átt-
unda af allri núverandi bitcoin-reiknigetu heimsins. Væri það 38 millj-
arða jena (356 milljóna dala) fjárfesting. Það þýðir að hver bitcoin-
mynt myndi kosta 5.700 dali að meðtöldum rafmagnskostnaði og er þá
miðað við að reiknigetan á heimsvísu haldist að öðru leyti óbreytt.
Þetta gætu virst vera góð viðskipti. En ört vaxandi reiknigeta mun
fara illa með svona plön. Rafmagnskostnaður Atlas Cloud er ekki
hærri vegna þess að fyrirtækið nýtur góðs af því að vera nálægt Grand
Coulee stíflunni í Washington-ríki sem framleiðir ódýra vatnsafls-
raforku. Markaðsverð bitcoin þyrfti að vera 11.000 dalir ef fyrirtæki
sem borgar tvöfalt meira fyrir rafmagnið ætti að ná sambærilegum
hagnaði. Ef verð rafmyntarinnar lækkar undir 6.600 dali þá ágóðinn að
engu.
Jákvæða fylgnin á milli virkrar reiknigetu bitcoin-hagkerfisins og
verðs bitcoin hefur þegar hrunið. Sífellt fleiri rafmyntanámur keppa
hver við aðra og verð bitcoin er helmingi lægra nú en þegar það var
hæst. Lukkan er á þrotum hjá mörgum sem keyptu bitcoin og veðjuðu
á hækkandi verð. Núna virðist lukkan líka á þrotum hjá
rafmyntanámunum.
LEX
AFP
Bitcoin: Rafgröftur
Vogunarsjóðir hafa tekið skortstöðu í
stærstu auglýsingastofum heims
fyrir meira en 3 milljarða dala. Þetta
gera þeir með það fyrir augum að
hagnast á því að auglýsingabransinn
sé að ganga í gegnum sársaukafullar
breytingar og glími við hægari vöxt.
Sjóðir á borð við Marshall Wallace
í Bretlandi auk Lone Pine og Maver-
ick Capital í Bandaríkjunum hafa
tekið skortstöðu í hlutabréfum
frönsku auglýsingastofunnar Public-
is fyrir samtals 280 milljónir evra, að
því er fram kemur í kauphallar-
tilkynningum. Byggist það á því að
hlutabréf fyrirtækisins hafa enn
haldið verðgildi sínu á meðan gengi
hlutabréfa keppinauta þess hefur
hríðfallið.
Hafa hagnast á verðfalli WPP
Þannig féll gengi hlutabréfa í
WPP í síðustu viku og er nú lægra en
það hefur verið í þrjú ár. Hefur það
lækkað um 10% frá ársbyrjun. Vog-
unarsjóðir sem hafa fengið að láni
hlutabréf í félaginu fyrir andvirði 920
milljóna punda til að skortselja þau
og hafa náð að hagnast vel, ef marka
má gögn frá Markit. WPP birti á
dögunum uppgjör síðasta rekstrar-
árs, sem forstjóri félagsins lýsti sem
„bylmingshöggi“, og lækkuðu hluta-
bréfin við það enn frekar í verði.
Vogunarsjóðir hafa líka tekið
skortstöðu fyrir 2,2 milljarða dala í
Omnicom sem jafngildir 13% af öllu
hlutafé fyrirtækisins, samkvæmt
gögnum Markit, og veðjað 426 millj-
örðum dala á að hlutabréf Inter-
public lækki í verði.
Eiga undir högg að sækja
Hlutabréf auglýsinga- og birtinga-
stofa hafa hríðfallið í ljósi þess að við-
skiptamódel þeirra á undir högg að
sækja og alþjóðafyrirtækin sem
skipta við stofurnar vilja lækka hjá
sér útgjöldin. Þá hjálpar svo ekki að
Facebook og Google hafi ráðandi
stöðu á netauglýsingamarkaði.
Stóru neytendavöruframleiðend-
urnir, sem eru mikilvægir viðskipta-
vinir fyrir auglýsingageirann, finna
fyrir vaxandi þrýstingi frá aðgerða-
sinnuðum fjárfestum um að hífa upp
framlegðina á sama tíma og margir
þeirra glíma við hægari tekjuvöxt og
aukna samkeppni við ný vörumerki.
Það undirstrikaði enn frekar
vandamál auglýsingageirans að fyrr í
þessum mánuði sagði yfirmaður
vörumerkjastjórnunar hjá Procter &
Gamble, stærsta auglýsingakaup-
anda heims, að fyrirtækið myndi
„taka aftur stjórnina“ á eigin mark-
aðsstarfi með því að vinna meira af
því innanhúss.
Gagnrýndi aðgerðasjóði
Rannsókn sem Citi birti í síðustu
viku bendir til að a.m.k. 0,7% af heild-
artekjum Omnicom og WWP séu í
hættu vegna væntanlegra árangurs-
matsfunda hjá viðskiptavinum þeirra.
Martin Sorrell, forstjóri WWP,
beindi spjótum sínum í fyrra að
aðgerðasinnuðum vogunarsjóðum
fyrir að þrýsta á viðskiptavini auglýs-
ingastofunnar að „snarminnka fjár-
festingu í markaðsstarfi þegar þau
ættu í raun að fjárfesta meira,“ og
hélt því fram að þetta væri ástæðan
fyrir því að sölutekjur fara lækkandi í
greininni.
Aðgerðasinnaði sjóðurinn Trian
Partners í New York, sem Nelson
Peltz stýrir, tryggði sér sæti í stjórn
P&G á síðasta ári eftir harða baráttu
um áhrif í fyrirtækinu.
Ekki veðja allir gegn stofunum
Þó svo að vogunarsjóðir hafi hagn-
ast vel á því að skortselja hlutabréf
auglýsingastofa þá hafa sumir fjár-
festar veðjað á hið gagnstæða og
telja að vandinn við viðskiptamódel
stofanna sé ekki eins alvarlegur og
markaðurinn heldur.
David Herro, fjárfestingastjóri
hjá Harris Associates, hélt á 766
milljóna punda hlut í WPP við lokun
markaða á föstudag og 755 milljóna
evra hlut í Publicis. Herro hefur
sagt að hann telji núverandi hluta-
bréfaverð WPP ekki endurspegla
raunverulegt virði fyrirtæk-
isins.
Vogunarsjóðir taka stöðu
gegn auglýsingarisum
Eftir Miles Johnson í London
Auglýsingageirinn gengur
um þessar mundir í gegn-
um breytingartíma og
hafa vogunarsjóðir séð sér
leik á borði og tekið stórar
skortstöður gagnvart
stærstu fyrirtækjunum.
AFP
Martin Sorrell forstjóri WPP, stærsta auglýsingafyrirtækis veraldar, hefur gagnrýnt aðgerðasinnaða vogunarsjóði
fyrir að þrýsta á stórfyrirtæki að minnka fjárfestingu í markaðsstarfi þegar þau ættu í raun að fjárfesta meira.
Smáralind – Sími 517 0317 – www.plusminus.is
PLUSMINUS | OPTIC