Morgunblaðið - 15.03.2018, Page 13

Morgunblaðið - 15.03.2018, Page 13
BÓKIN Í dag ræður tæknin miklu um það hvað við sjáum og heyrum. YouTube fræðir okkur og skemmtir og reynir að giska á hvaða nýja efni höfðar mest til okkar. Face- book gerir það sama, og getur í leiðinni óaf- vitandi ráðið því hvaða nýju vini við eignumst eða hvaða ættingja við fjarlægjumst. Leit á Google virðist veita hið endanlega svar við öll- um lífsins spurningum, og því skiptir ekki litlu máli að leitarniður- stöðurnar gefi raun- sanna mynd af heim- inum. Safiya Umoja Noble er hrædd um að algrímin sem áttu að gera inter- netið betra gætu verið að valda ómældu tjóni. Noble er höfundur bókarinnar Algorithms of Oppression: How Search Engines Reinforce Racism. Eins og titillinn gefur til kynna er Noble einkum hugleikið hvernig gölluð algrím geta endurspeglað ljótari hliðar samfélagsins, eins og kynþáttafordóma og klámvæðingu, en efni bókarinnar varðar ekki síður hvernig risar internetsins geta mót- að viðhorf okkar og heimssýn til hins verra eða til hins betra. Vill hún vekja lesandann til umhugsunar um að vefsíður eins og Google og Facebook, sem við reiðum okkur á sem gátt að upplýs- ingum, menningu, hugmyndum og öðru fólki, eru fyrst og fremst auglýsinga- fyrirtæki og því hætt við að það sem við sjáum þjóni ekki bara okkar hagsmunum heldur líka hags- munum auglýsinga- kaupenda og annarra áhrifavalda. Hún bendir líka á hvernig t.d. leit- arniðurstöður á Google geti haldið að okkur ranghugmyndum og staðalmyndum sem algrímin hafa bitið í sig. Það segir sína sögu að ef gerð er myndaleit á Google að „læknum“ birtist mikill flaumur af hvítu fólki í læknasloppum og sárafáar myndir af læknum af öðr- um kynþáttum. ai@mbl.is Þegar algrímin beina okkur á ranga braut MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018 13SJÓNARHÓLL Samkeppnislög nr. 44/2005 mæla fyrir um eftirlit sam-keppnisyfirvalda með sameiningum fyrirtækja.Með samruna í skilningi laganna er ýmist átt við að tvö eða fleiri fyrirtæki, sem áður störfuðu sjálfstætt, sam- einist þannig að úr verði nýr lögaðili eða að eitt fyrirtæki taki yfir annað fyrirtæki, hvort sem félögin „renna saman“ í kjölfarið eða ekki. Hugtakið samruni í samkeppnisrétti tek- ur raunar til allra kringumstæðna þar sem yfirráð yfir fyrir- tæki, í heild eða að hluta, breytast til frambúðar, hvernig sem slík yfirráðabreyting er tilkomin. Með yfirráðum er átt við þann möguleika eins aðila (eða fleiri aðila sameiginlega) að ráða mikilvægum atriðum í rekstri fyrirtækis, eins og skipan stjórnar, ráðningu lykil- starfsmanna, rekstrar- og fjárfest- ingaráætlunum o.þ.h. Ef samruni í skilningi sam- keppnislaga á sér stað þarf að til- kynna hann til Samkeppnis- eftirlitsins ef samrunafyrirtækin ná tilteknum veltumörkum. Sé sam- runi tilkynningarskyldur er óheim- ilt að láta samrunann koma til framkvæmda fyrr en Samkeppnis- eftirlitið hefur lokið sinni skoðun á honum og eftir atvikum samþykkt hann eða a.m.k. ekki lagst gegn honum. Í 17. gr. c. í samkeppnislögum er ákvæði sem felur í sér að telji Samkeppniseftirlitið að samruni hindri virka sam- keppni með því að markaðsráðandi staða eins eða fleiri fyrirtækja verði til eða styrkist, eða verði til þess að sam- keppni raskist að öðru leyti með umtalsverðum hætti, geti stofnunin ógilt samruna eða sett honum skilyrði. Þessi regla felur því í sér grundvöllinn fyrir íþyngjandi afskiptum Samkeppniseftirlitsins af samruna. Hyggist Samkeppnis- eftirlitið beita íþyngjandi íhlutun í samruna, í formi ógild- ingar eða skilyrða, verður eftirlitið að sýna fram á að skil- yrði þessa ákvæðis séu uppfyllt. Reglan er í raun tvíþætt. Annars vegar má ógilda sam- runa, eða setja honum skilyrði, ef samruni verður til þess að markaðsráðandi staða verður til eða slík staða styrkist. Við mat á því hvort ástæða sé til að ætla að samruni hafi þetta í för með sér mun Samkeppniseftirlitið kanna markaðs- hlutdeild samrunafyrirtækjanna og samþjöppun á þeim markaði sem samruninn tekur til. Ef markaðshlutdeild er umtalsverð (yfirleitt um eða yfir 50%) eða samþjöppun telst veruleg á markaði (fá og stór fyrirtæki á markaði) gefur það tilefni til ítarlegri skoðunar á líklegum áhrifum samruna. Meta þarf þá hvort markaður telst opinn eða lokaður fyrir nýrri samkeppni, hvort viðskiptavinir samrunafyrirtækj- anna búa yfir því sem kallað er kaupendastyrkur o.fl., allt í því skyni að finna útúr því hvort samruninn verður til þess að markaðsráðandi staða verði til eða slík staða styrkist. Hins vegar getur Samkeppnis- eftirlitið ógilt samruna eða sett honum skilyrði ef sannað þykir að hann raski samkeppni að öðru leyti. Við fyrstu sýn mætti ætla að þessi heimild væri galopin til þess að beita megi íþyngjandi íhlutun bara ef Samkeppniseftirlitið telur að samruni raski samkeppni á ein- hvern hátt. Svo er þó ekki. Þessi hluti ákvæðisins á rót að rekja til sambærilegrar reglu í samkeppnis- rétti Evrópusambandsins, eins og reyndar flestar reglur íslensku samkeppnislaganna. Reglunni er ætlað að ná til þeirra kringumstæðna þegar samruni hvorki skapar né styrkir markaðsráðandi stöðu en hann þykir hins vegar breyta samkeppnisskilyrðum á markaði til hins verra, einkum í átt til fákeppnismarkaðar. Samkvæmt þessu getur Samkeppniseftirlitið beitt íþyngjandi afskiptum af samruna, sem þó hvorki skapar né styrkir markaðsráðandi stöðu, ef hann verður til þess að markaðsgerð þess markaðar sem samruni tekur til færist í átt til fákeppnismarkaðar og rök- stutt er að þetta valdi umtalsverðri röskun á samkeppni. Því fer hins vegar fjarri að hvers kyns aðrar kringumstæður, sem Samkeppniseftirlitið telur eftir atvikum óheppilegar í tengslum við samruna og áhrif þeirra á samkeppni, geti réttlætt ógildingu samruna á grundvelli 17. gr. c. í sam- keppnislögum eða setningu skilyrða gagnvart honum. Hvenær mega fyrirtæki sameinast og hvenær ekki? LÖGFRÆÐI Heimir Örn Herbertsson lögmaður og sérfræðingur við lagadeild HR ” Við fyrstu sýn mætti ætla að þessi heimild væri galopin til þess að beita megi íþyngjandi íhlutun bara ef Sam- keppniseftirlitið telur að samruni raski sam- keppni á einhvern hátt. Svo er þó ekki. Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is FJÖLPÓSTUR SEM VIRKAR *könnun Zenter apríl 2016. 61% landsmanna lesa fjölpóst 70% kvenna lesa fjölpóst 58% neytenda taka eftir tilboðum á vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst* Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.