Morgunblaðið - 15.03.2018, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. MARS 2018FÓLK
SPROTAR
Aton Bryndís Ísfold
Hlöðversdóttir hefur
gengið til liðs við
Aton. Bryndís Ísfold
hefur verið búsett í
New York og Seattle í
Bandaríkjunum síðustu fimm ár þar
sem hún hefur unnið við kosningabar-
áttu ýmissa framboða, meðal annars
fyrir borgarstjórann í New York, Bill de
Blasio. Á síðasta ári starfaði hún sem
ráðgjafi fyrir forsetaframbjóðanda í
Frakklandi, fyrir regnhlífarsamtök evr-
ópskra jafnaðarmanna, UN Women í
New York og nú síðast fyrir sænsku
verkalýðshreyfinguna.
Bryndís Ísfold gengur til
liðs við Aton
Advania Kristján
H. Hákonarson er
tekinn við sem for-
stöðumaður ör-
yggis- og persónu-
verndarmála hjá
Advania. Hann gegnir nú nýrri
stöðu persónuverndarfulltrúa og
mun tryggja að evrópsk reglu-
gerð um persónuvernd verði inn-
leidd hjá fyrirtækinu. Hann fer
auk þess fyrir raunlægu öryggi
og upplýsingaöryggi fyrirtæk-
isins. Kristján er menntaður kerf-
isfræðingur frá háskólanum í
Skövde.
Kristján með öryggis- og
persónuverndarmálin
VISTASKIPTI
og búa til mikinn lífmassa og tekur um
það bil viku. Því næst hefst fjögurra
daga ferli þar sem við breytum að-
stæðum þörunganna svo að frum-
urnar hætta að skipta sér og byrja að
stækka og þyngjast. Í lokastiginu
breytum við umhverfinu enn eina
ferðina til að valda álagi á þörunginn
og örva framleiðslu astaxanthíns sem
þörungurinn notar til að verja sig
gegn fjandsamlegu umhverfi.“
Þá er tappað af rörunum og vökv-
inn settur í skilvindu til að aðgreina
örþörungana, sem síðan eru þurrkaðir
og sendir til Þýskalands í útdrátt þar
sem astaxanthín-rík olía er aðgreind
frá þörungamjölinu. Olían er síðan
send aftur til Íslands þar sem henni er
m.a. pakkað í perluhylki og er til sölu í
heilsuhillum verslana um allan heim.
Horfurnar virðast góðar á astax-
anthín-markaðinum. Orri segir að á
tímabili hafi framboðið farið fram úr
eftirspurn, en sú þróun hafi snúist við
Eiga mikið inni á markaði
Sá þörungur sem Algalíf ræktar í
dag er notaður til að framleiða efnið
astaxanthin sem þykir öflugt fæðu-
bótarefni, með sterka andoxunareig-
inleika og gagnast m.a. íþróttamönn-
um við að jafna sig eftir erfiðar
æfingar. „Markaðurinn fyrir astax-
anthín hefur vaxið mjög hratt und-
anfarinn áratug og á enn mikið inni,“
útskýrir Orri. „Í dag veltir astax-
anthín-markaðurinn um hálfum millj-
arði dollara á heimsvísu en hafa verð-
ur í huga að á stöðum eins og
Bandaríkjunum, sem eru okkar
stærsti markaður, vita aðeins um 8%
neytenda hvað astaxanthín er og
hvaða áhrif efnið hefur. Varan er góð,
og enginn vafi á að hún virkar, og
hægt að bera vaxtarmöguleikana
saman við omega-3 fitusýrur sem allir
þekkja í dag og sækjast eftir. Vaxtar-
tækifærin eru því mikil, og skortir
Starfsemi örþörungaverksmiðjunnar
Algalífs á Ásbrú hefur gengið vel að
undanförnu. Stefnir í að fyrirtækið
verði rekið réttum megin við núllið á
þessu ári og útlit fyrir góðan hagnað
á því næsta. Orri Björnsson, fram-
kvæmdastjóri Algalífs, segir að til
standi að efla starfsemina enn frekar
og renna fleiri stoðum undir rekst-
urinn. „Við erum þegar byrjuð að
þróa ræktun á öðrum tegundum þör-
unga og viljum ekki eiga allt undir
einu efni. Næstu árin og áratugina
viljum við halda áfram að leita að nýj-
um efnum til að framleiða og selja, og
hér á Ásbrú höfum við gott svigrúm
til að stækka, með laust land í kring-
um verksmiðjuna.“
Upphaf Algalífs má rekja til áhuga
norsks frumkvöðuls sem hóf tilraunir
með ræktun örþörunga árið 2012.
Hann seldi ræktunina árið 2013 til
norskra aðila en Íslendingar hafa
verið viðriðnir Algalíf frá upphafi og
segir Orri að alltaf hafi staðið til að
flytja starfsemina til Íslands vegna
hreinleika vatnsins, tiltölulega hag-
stæðs raforkuverðs og launakostn-
aðar sem þá var lágur í samanburð
við Noreg.
Í dag starfa 35 manns hjá Algalífi,
þar af þrír á söluskrifstofu í Noregi
en hinir á Ásbrú. Tæpur helmingur
starfsmanna sinnir ræktun og fram-
leiðslu og fást aðrir starfsmenn við
rannsóknir og vöruþróun.
ekki laust pláss á markaðinum.“
Þörungarnir eru ræktaðir í gler-
rörum og er díóðulýsing notuð við
ljóstillífunina í rörunum. „Glerröra-
kerfið er um 300 km að lengd og not-
um við ljós, koltvísýring og áburðar-
efni við ræktunina,“ útskýrir Orri.
Algalíf er ekki með einkaleyfi á
framleiðsluaðferðinni en Orri segir
fyrirtækið beita sérstakri ræktunar-
aðferð sem tryggi mun meiri fram-
leiðni en hjá öðrum örþörungarækt-
endum. „Við erum sennilega með
bestu framleiðnina af öllum þeim sem
rækta þörunga í glerrörum, og með
margfalt betri nýtingu en t.d. þeir
sem rækta þörunga í opnum tjörnum
og eru háðir sólarljósi, veðri og vind-
um með uppskeruna.“
Hárnákvæm ræktun
Örþörungaræktun Algalífs skiptist
í þrjá fasa: „Fyrsti fasinn snýst um að
ná fram sem örustum frumuskiptum
og þurfa starfsmenn Algalífs núna að
hafa sig alla við til að afgreiða pant-
anir. „Það gerir okkur samkeppnishæf
að vera með lágan framleiðslukostnað
miðað við flesta keppinautana, þökk sé
mjög skilvirku ræktunarkerfi og góðu
starfsfólki sem tryggir að aðeins 1% af
ræktunargetu glatast vegna þrifa og
viðgerða.“
Krónan flækir reksturinn
Helsta vandamál fyrirtækisins, að
sögn Orra, er styrking og sveiflur ís-
lensku krónunnar. „Krónan er óþægi-
leg mynt fyrir fyrirtæki eins og okkur
sem flytur nær alla sína framleiðslu úr
landi, og gerir okkur erfitt að gera
langtímaáætlanir. Síðastliðin ár hafa
gengisbreytingar orði þess valdandi
að allir kostnaðarliðir innanlands hafa
hækkað um tugi prósenta gagnvart
bæði evru og dollar, og um ríflega
100% mælt í norskum krónum.“
Segir Orri að það hafi hjálpað Alga-
lífi að ráða við styrkingu krónunnar að
fyrirtækið er í eigu öflugra aðila. „Við
vorum líka mjög heppin með að
endurhönnun ljósakerfisins okkar
lukkaðist vel svo við náðum að tvö-
falda framleiðnina. Ef það hefði ekki
tekist þá hefðum við lent í töluverðum
vandræðum bara út af gengisþróun-
inni.“
Eins og fyrr var getið er stefnt að
því að stækka framleiðslu Algalífs enn
frekar, og vinna efni úr fleiri teg-
undum þörunga. Orri segir líka fyrir-
hugað að koma upp framleiðslulínu í
kringum efnaútdrátt úr þörungunum,
sem fer í dag fram í Þýskalandi eins
og fyrr var nefnt. „Framleiðslumagnið
er það mikið að það myndi borga sig
fyrir okkur, og einnig stytta vinnslu-
tímann og minnka birgðahald,“ út-
skýrir hann. „Við höldum líka áfram
að þróa nýjar vörur, erum opin fyrir
samstarfi við alla sem hafa á því
áhuga, og reiknum með að á næsta ári
komi á markað nýjar fæðubótaefna-
vörur með astaxanthín.“
Víkurfréttir / Hilmar Bragi
„Við vorum mjög heppin með að endurhönnun ljósakerfisins okkar lukkaðist vel svo við náðum að tvöfalda fram-
leiðnina. Ef það hefði ekki tekist þá hefðum við lent í töluverðum vandræðum bara út af gengisþróuninni,“ segir Orri.
Markaðurinn og þörungarnir vaxa hratt
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Til stendur að stækka
starfsemi Algalífs og rækta
fleiri tegundir örþörunga.
Styrking krónunnar og
sveiflur í gengi hafa gert
þessum norsk-íslenska
sprota erfitt fyrir en núna
virðist framtíðin björt.
Mörkin lögmannsstofa Hákon Stefánsson, fyrrverandi
framkvæmdastjóri alþjóðamarkaða hjá Creditinfo Group,
er genginn til liðs við Mörkina lögmannsstofu þar sem
hann verður einn af eigendum.
Hákon starfaði áður hjá Creditinfo í 11 ár þar sem hann
gegndi ýmsum stjórnunarstörfum, þar á meðal starfi fram-
kvæmdastjóra lögfræðisviðs og starfi aðstoðarforstjóra. Áður starfaði
hann meðal annars hjá Lögfræðistofu Reykjavíkur og sem bæjarlögmaður
hjá Akureyrarbæ. Hákon hefur gegnt stjórnarformennsku í fjölmörgum
félögum á Íslandi og erlendis. Hann mun samhliða starfi sínu hjá Mörkinni
taka sæti í stjórn Creditinfo.
Hákon útskrifaðist frá lagadeild Háskóla Íslands árið 1998 og öðlaðist
héraðsdómslögmannsréttindi 1999.
Hákon verður einn af eigendum á Mörkinni
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt