Morgunblaðið - 15.03.2018, Blaðsíða 16
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Katrín felld í stjórnarkjöri Icelandair
Slapp undan flugskeytaárás fyrir ...
Hætta að fljúga til Prag
Gísli Hauksson hættir hjá Gamma
„Vekur það eingöngu reiði ...“
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Heiða Kristín Helgadóttir, fram-
kvæmdastjóri Efnis, sem nú er stödd
á sjávarútvegssýningunni í Boston,
segir að unnið hafi verið að stofnun
Niceland Seafood síðan á síðasta ári.
„Niceland Seafood gengur út á að
markaðssetja íslenskan fisk og skapa
sterkt nýtt vörumerki. Við erum að
þróa aðferðir til að gera viðskipta-
vinum okkar kleift að sjá hvaðan fisk-
urinn kemur, allt frá því hvar hann er
veiddur, hvar hann kemur á land, og
þar til hann er kominn á diskinn hjá
neytandanum,“ segir Heiða í samtali
við ViðskiptaMoggann. Hún segir að
fyrirtækið hafi hannað sérstakan
hugbúnað í þessu tilliti. „Við erum að
safna saman öllum fáanlegum upplýs-
ingum um fiskinn á einn stað og birta
þær á einfaldan og skiljanlegan hátt.
Einnig bætast við uppskriftir og ann-
ar fróðleikur sem hjálpar til við að
auka verðmæti vörunnar og segja við-
skiptavinum söguna. Þetta gæti til
dæmis gagnast fólkinu sem vinnur í
fiskborði stórmarkaðanna, til að upp-
lýsa viðskiptavini um vöruna.“
Sala hefst með sumrinu
Heiða segir að sambærileg upplýs-
ingagjöf hafi ekki verið áberandi hjá
öðrum íslenskum fiskútflytjendum.
Hún segir að viðtökurnar í Boston
hafi verið vonum framar. „Við vorum
að hitta samstarfsaðila okkar hér í
Bandaríkjunum og líka fá tilfinningu
fyrir því að við værum á réttri leið.
Við munum hefja sölu á vörunni með
sumrinu.“
Meðeigandi Heiðu í Efni er sam-
félagsmiðlasérfræðingurinn Oliver
Lucket, en áhugi hans á því að segja
sögur, skapa vörumerki og upplifanir
kemur að góðum notum í Niceland
Seafood að sögn Heiðu. „Svo vorum
við líka virkilega heppinn að fyrir-
tækið Nastar kom inn í þetta með
okkur, en þeir hafa verið í þessum
bransa í marga áratugi. Fjárfestarnir
okkar hjá Eyri hafa líka veit okkur
ómetanlegan stuðning og deilt innsæi
sínu á afar uppbyggilegan hátt.“
Heiða Kristín telur að Ísland geti náð meira virði út úr sjávarútveginum.
Niceland býð-
ur rekjanleika
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Samfélagsmiðlasfræðing-
urinn Oliver Lucket leggur
nýju fisksölufyrirtæki lið þar
sem kaupendur geta rakið
uppruna fisksins.
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Það er alþekkt að hagvöxtur áVesturlöndum á 21. öldinni
verður knúinn áfram af hugviti. Við
Íslendingar getum ekki treyst ein-
vörðungu á náttúruauðlindirnar,
sem voru mikil lyftistöng á 20. öld-
inni.
Á þeim vettvangi munum viðmæta harðri samkeppni frá
glæsilegum fyrirtækjum víða um
heim. Til að standast öðrum löndum
snúning þurfum við meðal annars
vel menntað starfsfólk og frjóan
jarðveg til nýsköpunar.
Í skýrslu Samtaka iðnaðarins, Ísland í fremstu röð – eflum sam-
keppnishæfnina, sem birt var fyrir
viku, kemur fram að minnsta kosti
þrennt sem er umhugsunarvert í
þeim efnum:
1. Íslendingar verja hlutfallslegalitlum fjármunum til háskóla-
náms.
2.Hlutfallslega fáir eru skráðir ístærðfræði, raunvísindi, verk-
fræði og tæknifög í háskólum hér á
landi. Hlutfallið er með því lægsta
innan OECD-ríkjanna. Skýrsluhöf-
undar sögðu að þessi mælikvarði
væri oft notaður til að meta tækifæri
landa til nýsköpunar.
3.Umsóknum sem Einkaleyfa-stofunni bárust frá íslenskum
aðilum vegna tæknilegra uppfinn-
inga fækkaði um 40% frá árinu 2007
til ársins 2017 sem er ekki í takt við
alþjóðlega þróun.
Það ætti að vera kappsmál að Ísland sé framarlega í nýsköp-
un og því þarf að leita leiða hvernig
gera megi betur á þessum sviðum.
Vandi ný-
sköpunar
Á Íslandi blómstrar skapandistarfsemi af öllum toga, þrátt
fyrir að listamönnunum sjálfum
gangi misjafnlega að selja afurð-
irnar. Auðveldast er að benda þeim á
hið augljósa, að skapa þá það sem
fellur að smekk fjöldans. Vörurnar
myndu seljast og allir gengju sáttir
frá borði. Kvikmyndagerðarmenn
gerðu bara myndir eins og Fast and
Furious, dansarar dönsuðu gömlu
dansana, hljómsveitir léku bara
Eurovisionlög, og myndlistarmenn
máluðu myndir af Esjunni í öllum
regnbogans litum.
Nú er Hönnunarmars hafinn í tí-unda sinn og þegar blaðað er í
gegnum bækling hátíðarinnar er
ljóst að hér iðar allt og kraumar af
áhugaverðri nútímalegri hönnun. En
það er eins og með hinar skapandi
greinarnar; fé vantar til að koma
hönnuninni betur á framfæri og fyr-
ir sjónir væntanlegra kaupenda, hér
á landi og erlendis.
Til að vekja athygli á þessu málitók Eyjólfur Pálsson, forstjóri
Epals, sig til og safnaði saman tölum
um tekjur af 12 hlutum eftir íslenska
hönnuði sem seldir eru í verslun
hans í Skeifunni 6. Hann sagði frá
þessum tölum við opnun hönnunar-
sýningar í versluninni í gær, og það
er óhætt að segja að þegar bein-
harðir peningar eru komnir í spilið
sjá menn í skarpara ljósi hverjir
möguleikar íslenskrar hönnunar
geta verið. Sagði hann að tekjurnar
hefðu verið mjög góðar í verslunum
Epal og um allan heim, og reiknaðist
honum til að þær næmu um sjö millj-
örðum króna síðastliðin tvö til þrjú
ár. Getur verið að það búi meiri fjár-
festingartækifæri í hinum skapandi
geira en menn átta sig á?
Íslensk hönnun
er milljarðabissness
Ljósmynd/Árni Þórður Jónsson.
Eyjólfur og Þórdís Kolbrún.
Leikfangakeðjan Toys
R Us þarf að loka
öllum eitt hundrað
verslunum sínum í
Bretlandi.
Toys R Us lokar
í Bretlandi
1
2
3
4
5
Settu starfsfólkið í fyrsta sæti
WOW Biz er fyrir þá sem vilja aukin þægindi, einfaldleika og greiða leið inn
í vélina. Innifalið er hraðferð um borð,máltíð, forfallavernd og sömuleiðis
BigSeat, eða besta sætið sem er í boði hverju sinni. WOW air flýgur einu sinni
til tvisvar á dag til allra helstu viðskiptaborga Evrópu og Ameríku. WOW Biz
kjörin leið fyrir þá sem þurfa að komast hratt og örugglega milli staða.
WOW Biz
Sumir þurfa einfaldlega
meira WOW en aðrir.
BRÍETARTÚNI 13 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS
er