Morgunblaðið - 20.03.2018, Side 1

Morgunblaðið - 20.03.2018, Side 1
ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018 Tryggvi Snær Hlinason Landsliðsmaðurinn ungi hefur spilað mun meira með aðalliði Spánarmeist- ara Valencia en hann bjóst við. Hefur bætt sig heilmikið. Spilar meira með varaliðinu til vorsins. 4 Íþróttir mbl.is Hamar úr Hveragerði á alla mögu- leika á að leika til úrslita um sæti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir sigur á Snæfelli, 104:89, í Stykkishólmi í gærkvöld. Hamar er kominn í 2:0 og þarf einn sigur enn til að vinna einvígið. Leikurinn var jafn lengi vel en Hamar stakk af á lokasprettinum. Larry Thomas skoraði 31 stig fyrir Hamar og Juli- an Nelson 22. Christian Covile lék á ný með Snæfelli, eftir að hafa misst af fyrsta leik liðanna. Hann gerði 24 stig fyrir Hólmara og Geir Elías Úlfur Helgason 22. Liðin mætast í þriðja sinn í Hveragerði á föstu- dagskvöldið. vs@mbl.is Hamar stefnir í úrslitin Handknattleiksmaðurinn Geir Guðmundsson fer í aðgerð á ökkla öðrum hvorum megin við næstu helgi vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æf- ingu með Cesson-Rennes í frönsku 1. deildinni í síðasta mánuði. „Læknirinn minn telur að ég verði frá keppni í sex til átta mánuði eftir að- gerðina,“ sagði Geir við Morgunblaðið í gær. Nokkurn tíma hefur tekið að greina meiðslin sem Geir varð fyrir á ökkla en nú er staðfest að tvö liðbönd í ökklanum eru slitin. „Þetta er versta mögulega niðurstaða, því miður,“ sagði Geir sem lengi lifði í voninni um að liðböndin hefðu aðeins tognað. Eftir ítrekaðar rannsóknir liggur niðurstaðan fyrir og ljóst að Geir leikur í versta falli ekki handknattleik á nýjan leik með Cesson-Rennes fyrr en undir árslok. Hann er að ljúka öðru keppnistímabili sínu með liðinu sem situr í þriðja neðsta sæti frönsku 1. deildarinnar þegar sjö umferðir eru óleiknar. Skömmu áður en Geir meiddist hafði hann skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Cesson-Rennes. Hann hefur þar með fast land undir fótum í samningsmálum. Ragnar Ósk- arsson er aðstoðarþjálfari liðsins. Landið er hinsvegar tekið að rísa á ný hjá frænda Geirs, Guðmundi Hólmari Helgasyni sem einnig leikur með Cesson-Rennes. Guð- mundur hefur verið frá keppni nánast allt keppnistímabilið vegna brjóskloss. „Ég er kom- inn á fullt við æfingar og hef fengið fínar fréttir frá lækni og sjúkraþjálfunarteymi okkar. Auk þess hef ég verið í hóp í tveimur síðustu leikjum en ekkert komið við sögu. Ég spila vonandi eitt- hvað í vikunni þegar við sækjum Tremblay heim,“ sagði Guðmundur Hólmar við Morg- unblaðið. iben@mbl.is Geir úr leik í 6-8 mánuði  Fer í aðgerð á ökkla á næstu dögum  Guðmundur er kominn á fulla ferð EM 2018 Ívar Benediktsson iben@mbl.is „Slóvenar stóðu sig vel á HM í desember og unnu meðal annars Frakka í riðlakeppninni. Ljóst er að um hörkulið er að ræða,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir, landsliðskona í handknatt- leik, spurð um landslið Slóvena sem íslenska landsliðið mætir í undankeppni Evrópumótsins í Laugardalshöll annað kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 19.30 og er aðgangur ókeypis. „Slóvenar léku hörkuleik við Dani í riðlinum í haust og gerðu jafntefli við Tékka á heimavelli,“ sagði Þórey Rósa sem er þriðji leikjahæsti leik- maður landsliðsins að þessu sinni með 83 lands- leiki að baki. „Tékkar eru með lið sem er langt á undan okk- ur en ef marka má úrslit leiks Tékka og Slóvena þá getur verið að landslið Slóvena henti okkur vel. Ég er nokkuð vongóð svo lengi sem við náum að stilla strengina saman fyrir leikinn á þeim skamma tíma sem gefst til undirbúnings,“ sagði Þórey Rósa en landsliðið kom saman til æfinga á sunnudagskvöld. Eftir leikinn í Laugardalshöll fer íslenska liðið ásamt Slóvenum til Slóveníu á fimmtudagsmorgun en liðin leiða saman hesta sína öðru sinni í Celje í Slóveníu síðdegis á sunnudag. Íslenska liðið er án stiga í undankeppninni eft- ir tvo tapleiki í haust, annarsvegar fyrir Tékkum á útivelli og hinsvegar á móti Dönum. Slóvenar hafa eitt stig eftir tvær viðureignir. Sigruðu Frakka á HM Eins og Þórey Rósa kom inn þá stóð landslið Slóvena sig nokkuð vel á heimsmeistaramótinu sem fram fór í Danmörku í desember sl. Slóvenar unnu Frakka með eins marks mun, 24:23, í fyrstu umferð riðlakeppninni. Frakkar urðu síðar heimsmeistarar eftir sigur á Noregi í úrslitaleik. Slóvenar töpuðu fyrir Rúmenum með þriggja marka mun, 31:28, unnu Angóla, 32:25, og Para- gvæ, 28:22, áður en liðið tapaði fyrir Spáni, 27:22, í lokaleik riðlakeppninnar. Slóvenar féllu úr keppni í 16-liða úrslitum með 12 marka tapi fyrir Svíum, 33:21. Uppistaðan í liði landsliði Slóvena eru leik- menn sem leika með Krim Mercator, sterkasta félagsliði landsins. Alls voru níu leikmenn af 16 í hópnum á HM frá Krim en einnig leika liðsmenn með félagsliðum í Þýskalandi, Rúmeníu og Frakklandi. Fremsti leikmaður Slóvena er án ef skyttan Ana Gros sem er samningsbundin hinu sterka franska liðið Metz. Gros hefur verið mjög aðsóps- mikil með Metz á leiktíðinni í Meistaradeild Evr- ópu þar sem franska liðið er komið í átta liða úr- slit. Hún hefur oftar en ekki verið markahæsti leikmaður liðsins. Gros skoraði 43 mörk í sex leikjum Slóvena á HM í desember, ríflega fjórð- ung marka liðsins. Af mörkunum 43 skoraði hún 13 mörk úr vítaköstum. „Ég hef fína tilfinningu fyrir þessum leik. Það er ekkert um meiðsli í hópnum og leikmenn eru í góðu formi enda keppnistímabilið á nálgast há- punkt um þessar mundir,“ sagði Þórey Rósa sem vonast eftir góðum stuðningi landsmanna í Laug- ardalshöllinni annað kvöld. „Ég vona að fólk fjölmenni í Höllina á leikinn og styðji við bakið á okkur. Ef við vinnum þá verðum við komnar í fína stöðu í riðlinum. Það er frítt inn á leikinn okkar en ekki leikina í loka- umferð Olís-deildar karla sem fer nánast fram á sama tíma, því miður. Ekki er heldur möguleiki á að sjá landsleik á hverjum degi,“ sagði Þórey Rósa Stefánsdóttir. Góð tilfinning fyrir leiknum  Ísland mætir Slóveníu í Laugardalshöll annað kvöld og aftur í Slóveníu á sunnudag  Þetta er hörkulið en við eigum möguleika, segir Þórey Rósa Morgunblaðið/Eggert Evrópukeppnin Þórey Rósa Stefánsdóttir og markverðirnir Guðrún Ósk Maríasdóttir og Hafdís Lilja Renötudóttir fyrir leik Íslands og Danmerkur en liðin mættust í fyrstu umferðinni í haust. Kylfingurinn Ragnhildur Kristinsdóttir byrjar há- skólaferilinn með Eastern Kentucky- keppnisliðinu með miklum lát- um, en hún sigr- aði á Pinehurst Intercollegiate- mótinu í Norður-Karólínu í Banda- ríkjunum. Ragnhildur, sem er úr Golfklúbbi Reykjavíkur, lék hring- ina þrjá á +14 samtals (73-82-75) eða 230 höggum. Ragnhildur var þremur höggum betri en liðsfélagi hennar, Elsa Moberly, sem varð önnur á +17. johanningi@mbl.is Ragnhildur byrjaði vel Ragnhildur Kristinsdóttir Martin Her- mannsson var enn og aftur í að- alhlutverki hjá Chalons-Reims í frönsku A- deildinni í körfu- knattleik í gær- kvöld þegar liðið tapaði afar naumlega fyrir toppliðinu Le Mans á heimavelli, 75:76. Gestirnir skoruðu sigurkörfuna á síðustu sek- úndunni. Martin var stigahæstur hjá Cha- lons-Reims með 20 stig en hann hitti úr átta af ellefu skotum sínum utan af velli og úr öllum fjórum víta- skotum sínum. Hann spilaði mest allra í liðinu eða í tæpar 32 mínútur. Chalons-Reims hefur unnið 10 af 24 leikjum í vetur og seig með tap- inu niður í 14. sæti af 18 liðum en er samt aðeins einum sigri á eftir liðinu sem er í áttunda sæti. Tíu umferðum er ólokið af deildinni. vs@mbl.is Tuttugu stig hjá Martin gegn toppliði Martin Hermannsson ÍÞRÓTTIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.