Morgunblaðið - 20.03.2018, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.03.2018, Qupperneq 4
4 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. MARS 2018 Ég kvíði einu varðandi heims- meistarakeppnina í fótbolta í Rússlandi í sumar. Ég kvíði engu varðandi íslenska landsliðið. Það mun örugglega standa fyrir sínu og vekja athygli – sama hvernig allt saman fer inni á vellinum. En það er sú ákvörðun FIFA að taka upp myndbandsdómgæslu á HM sem setur í mig skrekk. Eftir að hafa séð þetta tefja leiki og skemma stemningu þar sem það hefur verið prófað á undanförnum mánuðum tel ég að það sé alltof, alltof snemmt að fara að nota fyrirbærið á stærsta og mikilvægasta svið- inu, lokakeppni HM. Síst af öllu viljum við vand- ræðalegar uppákomur þar sem áhorfendur og leikmenn bíða eft- ir því að dómarar komi sér sam- an um niðurstöðuna. Var þetta mark? Var þetta brot? Var þetta rangstaða? Ef þetta á virkilega að vera þannig að sannreyna þurfi hvert einasta mark og hvert einasta atvik þar sem einhver vafi getur verið, þá er ég smeykur um að stemningin og glansinn af því að fara á völlinn muni dofna. Stemning augnabliksins þegar mark er skorað verður eyðilögð því við tekur bið eftir úrskurði um hvort markið hafi virkilega veri löglegt. Helst vildi ég að öllu sem þessari myndbandadómgæslu viðkemur væri pakkað inn, sett í harðlæstan peningaskáp og sökkt í Kyrrahafið þar sem það er dýpst. Kallið mig bara gamlan aft- urhaldssegg sem sé á móti því að nýta tæknina til góðs. En ég óttast að þetta sé enn eitt skref- ið í að færa íþróttina frá fólkinu – og það sem verra er, fæla fólk- ið frá íþróttinni. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is KÖRFUBOLTI Sindri Sverrisson sindris@mbl.is „Ég bjóst við að spila mun meira með B-liðinu en hef fengið þessi tækifæri með aðalliðinu og bara elska það,“ segir Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmiðherjinn ungi í körfubolta, um sitt fyrsta tímabil sem atvinnumaður. Tryggvi er á mála hjá einu af betri liðum Evrópu, Valencia á Spáni, og hefur getað sogið í sig þekkingu frá, æft og spilað með frábærum leik- mönnum í allan vetur. Upphaflega stóð til að þessi tvítugi Bárðdæl- ingur, sem byrjaði fyrst að æfa körfubolta fyrir um fjórum árum, myndi aðallega leika með varaliði Spánarmeistaranna en í staðinn hef- ur hann til að mynda leikið 10 leiki í Euroleague, þar sem sterkustu lið Evrópu mætast. Tryggvi hefur að meðaltali leikið 7 mínútur í leik í Euroleague, skorað 2,5 stig og tekið 1,5 fráköst. Und- anfarið hefur Valencia hins vegar endurheimt leikmenn úr meiðslum og Tryggvi dottið út úr aðalliðs- hópnum, svo hann hefur leikið með varaliðinu í D-deild í síðustu leikjum þess. Þar fær hann lykilhlutverk og skoraði til að mynda tvöfalda tvennu, 14 stig og 11 fráköst, í sig- urleik fyrir rúmri viku. „Í rauninni átti veturinn allur að vera svona, en svo heppilega fór, fyr- ir mig, að ég hef verið mun meira í aðalliðinu. Það ætti að minnka eða hætta núna það sem eftir er leik- tíðar, myndi maður halda, en það er aldrei að vita,“ segir Tryggvi, og hugsanlegt er að hann verði í hópn- um sem mætir Real Madrid í Evr- ópukeppninni í kvöld. Tryggvi hefur komið við sögu í 10 leikjum í efstu deild Spánar, þar sem Valencia er í 3. sæti, en bendir á að einnig hafi margt annað en að taka þátt í leikjum liðsins á svo háu getu- stigi, þó að það sé vissulega kær- komið, hjálpað sér í vetur að verða betri körfuboltamaður: „Maður er búinn að vera fárán- lega heppinn að fá öll þessi tækifæri – að geta spilað í Euroleague og spænsku deildinni. Það er bara tær snilld. Maður lærir alls konar hluti af þessu, með því að sjá hvernig þessir menn haga sér innan og utan vallar, og hvernig þetta líf er. Maður kynnist þessum sérstaka anda sem er hjá liði á þessu getustigi, þar sem allir eru með rosalegt atvinnu- mannahugarfar,“ segir Tryggvi, en hann tekur undir að það geti verið flókið að spila fyrir bæði aðal- og varalið Valencia: Æfing með aðalliðinu, upp í rútu og í leik með varaliðinu „Þetta hefur verið mjög mismun- andi frá degi til dags hjá mér. Ég mæti á flestar æfingar með aðallið- inu, nema léttar æfingar daginn fyr- ir leik, og ef aðalliðið æfir í hádeginu þá æfi ég með varaliðinu um kvöldið, og tek líka einkaæfingar. Ég hef því í vetur aðallega verið með aðalliðinu, en fengið að fara í leiki með vara- liðinu ef það passaði. Ég hef til að mynda alveg lent í því að taka harða æfingu með aðalliðinu í hádeginu og fara svo fimm tímum síðar í leik með varaliðinu. Eitt skiptið, sem var kannski furðulegast, var ég í hópn- um í leik með aðalliðinu, en spilaði þó ekki neitt, fór svo heim í tvo tíma og mætti aftur í upphitun fyrir leik með B-liðinu. Annað skipti var þann- ig að eftir æfingu með aðalliðinu hoppaði ég beint upp í rútu, ferðað- ist í fjóra tíma og tók leik með vara- liðinu. Þetta hefur því verið talsvert púsl, þó að A-liðið sé alltaf í for- gangi. Núna er aðeins meiri regla á þessu,“ segir Tryggvi, en hann hefur leikið síðustu tvo leiki varaliðsins. Liðið er í 3. sæti í E-riðli 4. deildar, og á leið í nokkuð flókna úr- slitakeppni. Fyrst spila efstu fimm liðin í E-riðlinum tvöfalda umferð, og svo fara þrjú þeirra í úr- slitakeppni þar sem leikið er í fjór- um riðlum og sigurvegari hvers rið- ils kemst upp um deild. Hef bætt mig helling „Það er alltaf gaman að fá að spila, og núna er úrslitakeppnin að renna upp. Liðið komst í fjögurra liða úr- slitariðil um að komast upp um deild í fyrra, en tapaði öllum leikjunum þar. Draumurinn nú er að komast upp,“ segir Tryggvi. Hvernig sem fer á lokakafla leiktíðarinnar segir Tryggvi ljóst að fyrsti veturinn í at- vinnumennsku hafi gert sér afar gott: „Ég hef bætt mig alveg helling. Leikskilningurinn er alltaf að batna, og hæfileikarnir verða sífellt meiri þó að maður taki minna eftir því frá degi til dags. Varnarleikurinn er það sem mig hefur helst vantað upp á, og þar er ég alltaf að verða betri. Eina sem mig kannski skortir er lík- amlegur styrkur, en Spánverjar eru ekki alveg eins „ræktaróðir“ og Ís- lendingar. Aðrar æfingar eru það erfiðar að það er erfitt að bæta ræktinni við,“ segir Tryggvi. Óljóst hvað verður í haust Eftir að hafa komið til Valencia frá Þór Akureyri síðasta sumar skrifaði Tryggvi undir svokallaðan 2+2 samning við spænska félagið, það er að segja samning til tveggja ára með möguleika á tveggja ára framlengingu. Hann segir þó ekki ljóst hvað taki við hjá sér eftir sum- arið, en vangaveltur hafa verið uppi um að Tryggvi verði jafnvel valinn í nýliðavali NBA-deildarinnar í sum- ar. „Ég hef í raun ekki hugmynd [um hvað tekur við næsta tímabil]. Það veltur á ýmsu. Akkúrat núna veit ég bara að ég verð með landsliðinu í byrjun sumars, tek svo stutt frí, og fer svo til Bandaríkjanna í sérstakar æfingabúðir sem eru fyrir íþrótta- fólk úr ýmsum greinum. Þetta er víst mjög tæknilegt allt saman og þarna er hver vöðvi mældur til og mjög vel skipulagt hvernig maður þarf að æfa og jafna líkamsstyrkinn út,“ segir Tryggvi, en hann tekur undir að vissulega sé draumurinn að komast í NBA einhvern daginn: „Það er eitthvað sem maður von- ast eftir í framtíðinni. Markmiðið er alltaf að fara hærra, og í dag er NBA toppurinn sem maður reynir að komast á.“ Með báðum liðum sama daginn  Tækifærin hjá aðalliði Spánarmeist- aranna mun fleiri en Tryggvi bjóst við  Spilar líklega meira með B-liðinu í úrslitakeppni fram til sumars Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Öflugur Tryggvi Snær Hlinason lét talsvert til sín taka í sigurleiknum gegn Tékkum í undankeppni heimsmeistaramótsins á dögunum. KA náði í gærkvöld undirtökum á ný í einvíginu við Aftureldingu í undan- úrslitum Íslandsmóts karla í blaki með því að vinna þriðja leik liðanna í KA-heimilinu á Akureyri, 3:1. Staðan er þá 2:1, KA-mönnum í hag, en nú eru liðin komin í langt páskafrí því fjórði leikur þeirra sem fram fer í Mosfellsbæ er ekki á dag- skránni fyrr en miðvikudaginn 4. apríl. KA vann fyrstu hrinuna 25:22 en Mosfellingar jöfnuðu í þeirri næstu með sigri, 25:18. KA náði yfirhönd- inni á ný, vann 25:17, og loks fjórðu hrinuna 25:21. Quentin Moore var með 18 stig fyrir KA-menn, Ævarr Freyr Birg- isson 14 og Mason Casner 13. Hjá Aftureldingu voru Kjartan Fannar Grétarsson og Radoslaw Rybak með 14 stig hvor og þjálfarinn og fyrrver- andi KA-maðurinn Piotr Kempisty var með 12 stig. HK er þegar komið í úrslit eftir 3:0 sigur í hinu undanúrslitaeinvíg- inu við Þrótt frá Neskaupstað. vs@mbl.is Ljósmynd/Þórir Tryggvason Aðalhlutverk Quentin Moore skoraði mest fyrir KA gegn Aftureldingu. KA er einum sigri frá úrslitaeinvíginu Mexíkóar hafa vegna meiðsla misst þrjá leik- menn út úr leik- mannahópi sínum fyrir vin- áttulandsleikinn í fótbolta gegn Ís- landi í San Franc- isco í Bandaríkj- unum aðfaranótt laugardags. Þeirra á meðal er miðjumaðurinn Jonathan dos Santos, leikmaður LA Galaxy í Bandaríkjunum, sem áður lék með Villarreal og Barcelona. Áð- ur var ljóst að eldri bróðir hans, Giovani dos Santos sem einnig var á sínum tíma hjá Barcelona sem og Tottenham, yrði ekki með vegna meiðsla. Kantmennirnir Javier Aquino og Jurgen Damm, sem báðir leika með Tigres í heimalandinu, verða ekki heldur með gegn Íslandi en ná hugs- anlega leik Mexíkóa við Króata að- faranótt miðvikudags. Hins vegar hefur varnarmanninum Oswaldo Al- anis verið bætt í hópinn. Þekktustu leikmenn Mexíkó hér á landi eru líklega Javier Hernández, framherji West Ham, og Carlos Vela sem lék með Arsenal en er nú leik- maður Los Angeles. Helmingur leik- mannahópsins er á mála hjá evr- ópskum félagsliðum. sindris@mbl.is Bræðurnir missa báðir af Íslandi Jonathan dos Santos

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.