Morgunblaðið - 27.03.2018, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.03.2018, Blaðsíða 2
HANDBOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri náði athyglisverðum árangri um síð- ustu helgi. Liðið vann sér inn keppn- isrétt í lokakeppni HM í Ungverja- landi í júní á næsta ári. Fá fordæmi eru fyrir slíkum ár- angri í íslenskum yngri landsliðum kvenna í handbolta. Eftir því sem Morgunblaðið kemst næst er þetta í fjórða skipti sem eitthvert yngri landsliða kvenna kemst á stórmót í handboltanum. Gerðist það síðast fyr- ir áratug eða svo. Í liðinu eru leikmenn sem hand- boltaunnendur kannast við úr Olís- deildinni og þar má nefna þær Andreu Jacobsen úr Fjölni, Söndru Erlings- dóttur úr ÍBV, Berta Rut Harðar- dóttir úr Haukum og Lovísu Thomp- son úr Gróttu. „Fyrst þegar við heyrðum að aðeins kæmist eitt lið áfram úr riðlinum þá var maður ekki viss um hvort það væri raunhæft. En þegar Eyjaálfa hætti við þátttöku og ljóst varð að okkar riðill fékk þeirra sæti og þá urðu væntingarnar meiri hjá okkur. Mikil uppbygging hefur átt sér stað varðandi okkar lið. Við byrj- uðum illa fyrir nokkrum árum þegar við urðum fyrsta íslenska landsliðið til að tapa fyrir Færeyjum í mótsleik. Eftir þriggja ára uppbyggingu erum við komnar með sæti á HM sem segir mikið um hversu langt við höfum náð á stuttum tíma,“ sagði Lovísa í sam- tali við Morgunblaðið og þegar upp var staðið fannst henni frammistaða liðsins vera mjög góð. Jafn leikur gegn Þjóðverjum Ísland vann örugga sigra á Litháen og Makedóníu. Handboltinn nýtur vinsælda í Makedóníu og Litháar eiga mjög frambærilegar handboltakonur eins og glögglega hefur sést í Olís- deildinni. Slíkir sigrar lofa því mjög góðu en það sem mesta athygli vakti var hnífjafn leikur á milli Þýskalands og Íslands. Þótt hann tapaðist bendir frammistaðan til þess að íslenska liðið sé býsna sterkt því þýsku kvenna- landsliðin hafa verið í fremstu röð. Stefán Arnarson, sem stýrði liðinu ásamt Hrafnhildi Skúladóttur, hafði orð á þessu í Morgunblaðinu á mánu- daginn. „Þýskaland er með eitt af fimm bestu liðum heims í þessum aldurs- flokki og sá leikur var bara stöngin út. Það sýnir hvað við erum með efnilegt lið. Leikurinn ætti að vera vítamín fyrir þessar stelpur til að gera betur,“ sagði Stefán og Lovísa tók í sama streng. „Já, það var mjög sterkt og kom okkur á vissan hátt á óvart hversu vel við stóðum í þeim. Stebbi og Hrabba höfðu lagt áherslu á okkar leik og minna um andstæðinginn. Þau hafa skipt sköpum varðandi sjálfstraust leikmanna og við hefðum vel getað unnið Þjóðverja. Smávægilegur klaufaskapur undir lok leiksins kom í veg fyrir það. Sá leikur sýnir hversu öflugar við erum,“ benti Lovísa á. Líkamlegir burðir til staðar Axel Stefánsson, þjálfari A- landsliðs kvenna, hefur lagt áherslu á að bæta þurfi líkamlegt atgervi ís- lenskra handboltakvenna til þess að landsliðin geti komist í fremstu röð. Morgunblaðið hafði samband við Axel eftir þessi tíðindi og hann sagði mjög jákvæð teikn vera á lofti varðandi U-20 ára liðið. „Þetta er frábær árangur. Við vit- um að í þessu liði eru margir góðir leikmenn og til dæmis tvær sem spil- að hafa A-landsleiki. Þessar stelpur hafa æft gríðarlega og ég sá leikinn gegn Þjóðverjum á netinu. Þar sá ég að þær eru komnar með þá líkamlegu burði sem til þarf og voru ekki síðri en þær þýsku hvað það varðar. Er það eitthvað sem yljar mínum hjartarót- um,“ sagði Axel og bætti við. „Mér finnst ótrúlega flott að sjá hversu vel þessar stelpur eru þjálfaðar og þá standast þær bestu liðunum snúning. Þýskaland hefur gert það gott í þess- um aldurslokki. Þeirra lið hefur verið mjög sterkt. Okkar stelpur fá ómet- anlega reynslu við það að keppa á lokamóti og það mun nýtast okkur í framtíðinni,“ sagði Axel Stefánsson. Uppbyggingin virðist vera að skila árangri Morgunblaðið/Eggert Sterk Lovísa Thompson skoraði 14 mörk í leikjunum þremur.  Atgervi þeirra íslensku yljaði lands- liðsþjálfaranum um hjartarætur 2 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018 Íslandsvinurinn Pyry Soiri skoraði eitt mark Finnlands í 5:0 sigri gegn Möltu í vináttulandsleik í knattspyrnu sem fram fór í Tyrklandi í gær. Soiri, sem varð að hálfgerðri þjóðhetju á Íslandi í fyrra þegar hann tryggði Finnum jafntefli á móti Króatíu í und- ankeppni HM sem gerði það að verkum að Ísland vann rið- ilinn, skoraði fimmta mark Finna í leiknum á 88. mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 62. mínútu leiksins. Finnar gerðu út um leikinn í fyrri hálfleik en staðan eft- ir hann var 3:0. Teemu Pukki, samherji Hjartar Hermannssonar hjá danska liðinu Brøndby, skoraði tvö af mörkum Finna í leiknum. Finnar gerðu markalaust jafntefli við Makedóníumenn í vináttulandsleik í Skopje á laug- ardaginn. Í þeim leik fór Soiri af leikvelli á 68. mínútu eftir tilþrifalítinn leik. sport@mbl.is Íslandsvinur á skotskónum Pyry Soiri „Það var viðbúið að varalið okkar myndi tapa með 20 til 30 marka mun,“ sagði Nikolaj Jaocobsen, þjálfari þýska meist- araliðsins Rhein-Neckar Löwen eftir að hann fregnaði af 24 marka tapi varaliðs Löwen fyrir Kilce frá Póllandi í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evr- ópu í handknattleik um liðna helgi. Forráðamenn RN- Löwen ákváðu að senda varalið sitt í leikinn þar sem Hand- knattleikssamband Evrópu, EHF, ákvað að setja viðureign liðsins nánast á sama leiktíma og liðið átti að mæta Kiel í þýsku 1. deildinni. „Þegar ljóst varð að forráðamenn EHF ætluðu að sitja við sinn keip þá væri endir bundinn um leið á þátttöku okk- ar í Meistaradeildinni,“ sagði Jacobsen ennfremur. Síðari viðureign Löwen og Kielce fer fram í SAP-Arena í Mannheim á sunnudaginn. Hvorki Guðjón Valur Sigurðsson né Alexander Petersson fóru með Löwen til Póllands. iben@mbl.is Úrslitin komu ekki á óvart Nikolaj Jacobsen EM U 21 árs liða karla N-Írland – Ísland ......................................0:0  Staðan: Spánn 15 stig, Norður-Írland 11, Slóvakía 9, Ísland 8, Albanía 6, Eistland 1. Íslenska liðið á fjóra leiki eftir í keppninni. Vináttulandsleikir Kína – Tékkland ........................................1:4 Wales – Úrúgvæ........................................0:1 Búlgaría – Kasakstan ...............................2:1 Finnland – Malta.......................................5:0 Albanía – Noregur ....................................0:1 Portúgal – Holland....................................0:3 KNATTSPYRNA Dominos-deild karla 8-liða úrslit karla, fjórði leikur: Keflavík – Haukar.................................75:72  Staðan er jöfn, 2:2. Oddaleikur fer fram annað kvöld á Ásvöllum. NBA-deildin Brooklyn – Cleveland....................... 114:121 Milwaukee – San Antonio ................ 106:103 Indiana – Miami ................................113:107  Eftir framlengingu. Toronto – LA Clippers..................... 106:117 Washington – New York.................... 97:101 Sacramento – Boston .........................93:104 Oklahoma – Portland .......................105:108 Houston – Atlanta .............................. 118:99 Golden State – Utah ...........................91:110 KÖRFUBOLTI HANDKNATTLEIKUR Grill 66-deild karla: Selfoss: Mílan – ÍBV U .........................19.30 Í KVÖLD! Íslenska U21 árs landslið karla í knattspyrnu tapaði tveimur dýr- mætum stigum í undankeppni Evr- ópumótsins í gærkvöld þegar það gerði markalaust jafntefli við Norð- ur-Írland á The Showgrounds í Sligo. N-Írar höfðu undirtökin í leiknum og áttu 21 marktilraun á móti aðeins 4 frá Íslendingum og þeir fengu 12 hornspyrnur á móti einni frá íslenska liðinu. „Þetta var leikur sem við hefðum alveg getað unnið. N-Írarnir voru meira með boltann en við fengum hættulegri færi í leiknum,“ sagði Tómas Ingi Tómasson, aðstoðarþjálf- ari íslenska U-21 árs liðsins, í samtali við Morgunblaðið. „Við áttum nokkrar mjög góðar skyndisóknir og opin færi sem við náðum að skapa okkur og hefðum átt að nýta eitthvað af þeim. En svona heilt yfir þá held að ég verði að segja að jafntefli hafi verið sanngjörn nið- urstaða,“ sagði Tómas Ingi. Íslendingar eru áfram í fjórða sæti riðilsins eftir þessi úrslit. Spánverjar eru með 15 stig í efsta sæti en þeir hafa unnið alla sína fimm leiki. N- Írar eru með 11 stig eftir sjö leiki, Slóvakar eru með 9 stig eftir sex leiki, Íslendingar 8 stig eftir sex leiki, Albanar eru með 6 stig eftir sex leiki og Eistar reka lestina með 1 stig. Næsti leikur Íslendinga í riðlinum er heimaleikur á móti Eistum 6. september. Töpuð stig en sann- gjörn niðurstaða Morgunblaðið/Golli Snjall Albert Guðmundsson (10) er fyrirliði U21 árs landsliðs í knattspyrnu. Gylfi Þór Sigurðsson stefnir á að koma sterkari til baka og í betra formi þegar hann snýr til baka eftir hnémeiðslin sem hann varð fyrir í leik með Everton gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu fyrr í þessum mán- uði. Vonir standa til að Gylfi geti náð að spila síðustu leiki Everton á leiktíðinni en aðalmálið fyrir okkur Íslendinga er að hann verði búinn að ná sér að fullu áð- ur en flautað verður til leiks á HM í Rússlandi í sumar. Gylfi hefur verið í meðferð hjá sjúkraþjálfurum eftir meiðslin og er í stöðugri framför. Hann er farinn að geta gengið næstum eðlilega. Fram kemur á vef Ever- ton að Gylfi muni í næstu viku hitta sérfræðing en hann hefur verið í góðum höndum frá því hann meiddist á hnénu. „Þetta hefur bara gengið vel og ég sé framfarir með hverjum deginum. Það hefur ekki komið neitt bakslag. Ég er búinn að losa mig við hækjurnar, spelkuna á hnénu og get gengið næstum eðli- lega. Ég hef farið í gegnum margar æfingar með sjúkraþjálf- urum, í tólum og tækjum og þá hef ég verið í sundlauginni og í tækjasalnum,“ segir Gylfi í viðtali við vef Everton. Gylfi segist vera á góðri leið til bata AFP Styttist Það styttist í að Gylfi Sig- urðsson mæti á völlinn á nýjan leik.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.