Morgunblaðið - 27.03.2018, Side 3

Morgunblaðið - 27.03.2018, Side 3
sæti deildarkeppninar skipti engu máli. Leikmenn beggja liða munu mæta með brjóstkassann þaninn og tilbúnir til stríðs en það sem að lok- um mun skilja liðin að er hvort þeirra er tilbúið að leggja á sig þá litlu auka hluti sem þarf til sigurs. Þrautreyndur Friðrik „Mínir menn léku vel að þessu sinni,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, hinn þrautreyndi þjálfari Keflavíkur, en hann hefur svo sannarlega oft ver- ið í þeirri stöðu að takast á við odda- leik í úrslitakeppni. „Í oddaleik verða menn að þora að vera til,“ sagði Frið- rik Ingi íbygginn á svip í samtali við Morgunblaðið í leikslok í TM-höllinni í Keflavík. Spennandi verður að sjá hvort liðið þorir annað kvöld. Keflavík náði í oddaleik Ljósmynd/Skúli B. Sigurðsson Barátta Guðmundur Jónsson, fyrirliði Keflavíkur, stóð í ströngu í gær. Hér er hann umkringdur leikmönnum Hauka, Paul Anthony Jones, Finni Atla Magnússyni og Hauki Óskarssyni. Kári Jónsson fylgist með úr fjarlægð.  Hnífjafn og æsilega spennandi viðureign þar sem heimamenn höfðu betur  Haukar hafa oft hitt betur úr sínum skotum  Langur stigalaus kafli Í KEFLAVÍK Skúli B. Sigurðsson skulibsig@mbl.is Keflvíkingar sluppu með skrekkinn í gærkvöldi á ögurstundu þegar þeir lögðu Hauka. Með bakið uppvið vegginn fræga máttu Keflvíkingar alls ekki misstíga sig og lögðu þeir allt í sölurnar og uppskáru eftir því góðan sigur, 75:72, eftir einn allra magnaðasta leik vetrarins sem réðst á lokamínútunni. Staðan er þar með jöfn í einvígi liðanna eftir tvo sigur- leiki Keflavíkur í röð. Þess vegna kemur til oddaleiks milli liðanna um sæti í undanúrslitum. Oddaleikurinn fer fram annað kvöld í Schenkerhöll Haukanna á Ásvöllum í Hafnarfirði. Fyrir leik var títt rætt um það að þjálfarar liðanna þyrftu að stilla spennustig leikmanna uppá milli- metra. Hjá Keflvíkingum var spenn- an hátt stillt og menn augljóslega meðvitaðir um þá stöðu sem þeir voru í enda engir hvítvoðungar í sínu fyrsta hestaati þar á ferð. Haukar voru töluvert yfirvegaðri í sínum að- gerðum og allt rólegra yfir þeirra leik. Það var ekki fyrr en undir lok leiks að þeir voru komnir í sama gír og Keflvíkingar en að lokum voru það heimamenn sem unnu það reip- tog. Þreyta sagði til sín Þrátt fyrir mikla baráttu og þá staðreynd að um var að ræða fjórða leik liðanna í þessari rimmu var leik- urinn hin mesta skemmtun en undir lok leiks fór þreytan að segja til sín. Þá gerðu bæði lið sig sek um mistök sem var augljóslega hægt að rekja beint til þols leikmanna. Christian Jones, annar af tveimur erlendum leikmönnum Keflavíkur, hefur haft ansi hægt um sig síðan hann kom til liðsins. Hann sýndi hinsvegar í gær hvers hann er megn- ugur og leiddi Keflvíkinga áfram. Jones endaði leik með 20 stig og 9 fráköst. Kári kom liðinu ekki í gang Hjá Haukum var það sem fyrr Kári Jónsson sem var þeirra at- kvæðamestur með 21 stig. Líkt og í fyrri leik liðanna var Kára falið það verkefni að skjóta sínum mönnum aftur í leikinn þegar aðeins um 10 sekúndur voru til loka leiks og Kefl- víkingar höfðu komið sér í þriggja stiga forystu. Að þessu sinni brást honum bogalistin af fremur stuttu færi ef tekið er mið af því ótrúlega skoti sem hann skellti niður í lok síð- asta leiks. Oddaleikur verður háður að Ás- völlum, heimavelli Hauka, annað kvöld. Þar mun sjóða á keipum ef að líkum lætur. Stuðningsmenn munu fjölmenna og koma fyrir öndveg- issúlum sínum beggja vegna vall- arins. Sú staðreynd að annað liðið endaði í fyrsta sæti og hitt í áttunda ÍÞRÓTTIR 3 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018 Fyrirliði knattspyrnulandsliðs Perú, Paolo Gu- errero, verður ekki með liðinu í vináttulands- leiknum gegn Íslandi í New Jersey í nótt því hann er í hálfs árs keppnisbanni sem lýkur í maí. Í Guerrero fannst benzóýlekgonin, um- brotsefni kókaíns, eftir að hann fór í lyfjapróf í kjölfar 0:0-jafnteflis við Argentínu í byrjun október. Guerrero var upphaflega úrskurð- aður í árs bann en bannið var stytt um helming eftir að þessi 33 ára gamli framherji áfrýjaði dómnum. Í málsvörn héldu lögfræðingar hans því fram að bannaða efnið hefði hann fengið í líkamann vegna tedrykkju. „Mér finnst ég vera fórnarlamb órétt- lætis. Ég er saklaus, hef ekkert gert rangt, og er mjög reiður. Það er erfitt fyrir mig að skilja þetta óréttlæti sem ég hef verið beitt- ur,“ sagði Guerrero við brasilíska sjónvarpsstöð. sindris@mbl.is Fyrirliði Perú í banni Paolo Guerrero Íshokkíliðið á Íslendingaslóðunum í Kanada, Winnipeg Jets, á góðu gengi að fagna í vetur og hefur tryggt sér sæti í úrslitakeppni NHL- deildarinnar. Winnipeg er sem stendur með fjórða besta árangurinn en liðið hefur leikið 75 leiki af þeim 82 sem á dagskrá eru í deilda- keppninni. Liðið hefur unnið 46 þeirra í venjulegum leiktíma, 10 hafa verið fram- lengdir en liðið hefur tapað 19. Liðið er á góðri siglingu og hefur unnið fimm leiki í röð undir stjórn þjálfarans Pauls Maurice. Winnipeg eignaðist lið í NHL að nýju árið 2011 og var þá haldin netkosning varðandi nafngiftina og varð Jets niðurstaðan. Í eina tíð hét liðið Winnipeg Falcons. Uppi- staðan í liði fyrstu ólympíumeistaranna í íshokkíi, í Kanada árið 1920, var frá Falcons og voru nokkrir af íslenskum ættum. Vel gengur í Winnipeg Paul Maurice Ekki er hátt risið á ríkjandi meisturum í Gold- en State Warriors þessa dagana í NBA- körfuboltanum. Nú er sú staða uppi að liðið er án fjögurra þekktustu leikmanna sinna. Allt menn sem tekið hafa þátt í Stjörnuleikjum NBA. Stephen Curry hefur verið seinheppinn í vetur. Hann hefur tvívegis meiðst á ökkla í vetur og þegar hann sneri aftur á dögunum meiddist kappinn á hné. Verður hann frá næstu þrjár vikurnar en gæti verið klár í slag- inn þegar úrslitakeppnin hefst. Önnur stór- stjarna, Kevin Durant, er einnig frá sem stendur vegna brákaðs rifbeins. Á sjúkralistanum eru einnig Klay Thompson og Draymond Green en enginn fjórmenninganna ætti þó að vera lengi frá. En nú er farið að styttast í úrslitakeppnina og ríkjandi meistarar eru ekki samkeppnishæfir við bestu liðin. Án fjögurra frækinna Stephen Curry TM-höllin, Keflavík, 8-liða úrslit karla, fjórði leikur 26. mars 2018. Gangur leiksins: 3:6, 9:14, 14:19, 20:23, 24:25, 28:27, 38:30, 42:38, 46:40, 51:46, 53:52, 57:55, 61:57, 66:66, 69:69, 75:72. Keflavík: Christian Dion Jones 20/9 fráköst/5 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 18/6 fráköst, Magnús Már Traustason 12, Guðmundur Jóns- son 11/5 fráköst, Reggie Dupree 5/4 fráköst, Daði Lár Jónsson 5, Dom- inique Elliott 2, Ragnar Örn Bragason 2. Fráköst: 27 í vörn, 3 í sókn. Haukar: Kári Jónsson 21/6 fráköst/5 stolnir, Paul Anthony Jones III 15/9 fráköst, Haukur Óskarsson 10/4 frá- köst, Breki Gylfason 7, Hjálmar Stef- ánsson 7, Finnur Atli Magnússon 6/7 fráköst, Emil Barja 4/4 fráköst, Krist- ján Leifur Sverrisson 2. Fráköst: 27 í vörn, 10 í sókn. Dómarar: Sigmundur Már Herberts- son, Davíð Tómas Tómasson, Davíð Kristján Hreiðarsson.  Staðan er jöfn, 2:2. Oddaleikur verð- ur í Schenkerhöllinni annað kvöld. Keflavík – Haukar 75:72  ÍR-ingar hafa tryggt sér liðsstyrk vegna fjarveru Ryans Taylors í fyrstu tveimur leikjunum í undanúrslitum Ís- landsmóts karla í körfubolta. Borche Ilievski, þjálfari ÍR, staðfesti við karfan.is eftir sigurinn á Stjörnunni í fyrrakvöld að félagið myndi endur- heimta Hjalta Friðriksson fyrir næsta einvígi. Hjalti kemur til landsins fimmtudaginn. Hjalti er stór og stæði- legur framherji sem lék 15 leiki með ÍR á síðustu leiktíð og skoraði þá 7,5 stig að meðaltali í leik, og tók 5,1 frákast.  Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hafnaði í 76.-80. sæti á Kia Classic mótinu í golfi sem fram fór í Carls- bad í Kaliforníu um helgina. Hún fékk fyrir árangur sinn 3.215 Banda- ríkjadali, jafnvirði um 320.000 króna. Ólafía lék hringina fjóra samtals á 2 höggum yfir pari en hún átti slæman lokahring og lék hann á 6 höggum yfir pari. Sigurvegari varð Eun-Hee Ji frá Suð- ur-Kóreu sem fékk 270.000 dali í sinn hlut, eða um 27 milljónir króna. Ekki nóg með það heldur tryggði Ji sér tvo bíla frá aðalstyrktaraðila þessa LPGA- móts, Kia. Ji tryggði sér fyrst bíl með því að ná holu í höggi á 14. braut, þar sem hún tók fram 7-járn og sló boltann 151 metra. Hún fagnaði því vel en fékk svo annan bíl fyrir sigurinn í mótinu. Hún lék samtals á 16 höggum undir pari  Kolbeinn Sigþórsson, Hörður Björgvin Magnússon og Jón Daði Böðvarsson verða fjarri góðu gamni þegar Ísland mætir Perú í vináttuleik í Bandaríkjunum í nótt. Frá þessu var greint á vefnum fótbolt- i.net í gær en leikmennirnir þrír glíma allir við meiðsli og voru ekki með í tap- leiknum gegn Mexíkó um nýliðna helgi. Fyr- irliðinn Aron Einar Gunnarsson verður heldur ekki með en hann átti aðeins að vera með í leiknum á móti Mexíkó þar sem hann spilaði fyrri hálfleikinn. Þá fóru Albert Guð- mundsson og Samúel Kári Friðjónsson til N- Írlands þar sem spiluðu með U21 árs landsliðinu í gær en báðir komu þeir við sögu í leiknum við Mexíkó. Eitt ogannað

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.