Morgunblaðið - 27.03.2018, Síða 4
4 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. MARS 2018
Það er afar ánægjulegt að
sjá yngri landsliðum okkar
ganga vel, eins og U20-landsliði
kvenna í handbolta um helgina.
Stelpurnar tryggðu sér sæti á
HM í Ungverjalandi og slíkur ár-
angur gefur óhjákvæmilega fyr-
irheit um að framtíðin sé bjart-
ari en síðustu ár hjá A-lands-
liðinu.
Þjálfarar U20-liðsins, Stefán
Arnarsson og Hrafnhildur Skúla-
dóttir, gátu fagnað saman en
mætast svo sem andstæðingar í
úrslitakeppni Olís-deildarinnar í
næstu viku, með lið Fram og ÍBV.
Ísland hefur aðeins tvisvar
áður komist á HM U20-landsliða
kvenna. Fyrst var það árið 1999
þegar liðið lék á HM í Kína. Þá
voru í hópnum leikmenn sem
sett hafa mikið mark á íslenskan
handbolta síðan þá og gera jafn-
vel enn, eins og Guðný Jenny
Ásmundsdóttir, Hanna Guðrún
Stefánsdóttir, Dagný og Drífa
Skúladætur og Hafrún Kristjáns-
dóttir, svo einhverjar séu nefnd-
ar. (Þóra B. Helgadóttir, síðar
landsliðsmarkvörður í fótbolta,
var einnig í hópnum.)
Ísland var einnig með á HM
2008 í Makedóníu. A-landsliðið
komst svo í fyrsta og eina sinn í
lokamót HM árið 2011. Þó að
það sé ekki endilega ávísun á ár-
angur A-landsliða að yngri
landsliðum vegni vel er dæmið
samt mjög einfalt. Með því að
hlúa vel að ungum leikmönnum
er efniviðurinn fyrir hendi til að
ná langt síðar meir.
Það mætti líka horfa á karla-
landsliðið í fótbolta í þessu sam-
hengi. Í 30 manna hópnum sem
valinn var fyrir Bandaríkjaferð-
ina sem liðið er í núna eru 10
leikmenn, eða þriðjungur, sem
komu við sögu í leikjum
U21-landsliðsins þegar það lék í
fyrsta og eina sinn í lokakeppni
EM 2011.
BAKVÖRÐUR
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
FÓTBOLTI
Sindri Sverrisson
sindris@mbl.is
Hinn 33 ára gamli Jefferson Farfán
er þekktasti leikmaður perúska
landsliðsins í knattspyrnu sem mæt-
ir Íslandi í vináttulandsleik í New
Jersey í nótt. Þessi fljóti sóknar-
maður hefur tvívegis þurft að taka
út agabann hjá landsliðinu, vegna
lífsstíls sem ekki er víst að hann hafi
þroskast upp úr, og nú er hann á leið
með Perú á fyrsta heimsmeistara-
mót liðsins síðan árið 1982.
Gríðarmiklar vonir voru bundnar
við Farfán þegar hann kom fyrst
fram á sjónarsviðið sem leikmaður
Alianza Lima í heimalandinu. Pabbi
kappans hafði yfirgefið fjölskylduna
þegar Farfán var ungur en mamma
hans lét ekki skort á peningum
koma í veg fyrir að strákurinn fengi
sitt tækifæri í fótboltanum. „Það vita
það fáir en mamma vann fyrir sér
sem dansari og var í vinnunni fram
að sólarupprás, en fór samt með mig
og studdi mig í leikjum klukkan 8 á
morgnana. Hún sat í stúkunni en var
dauðþreytt og jafnvel sofnuð þegar
ég hljóp til hennar og vildi tileinka
henni mark,“ sagði Farfán tárvotur í
sjónvarpsþætti á síðasta ári.
„Litli selurinn“, eins og Farfán
hefur verið kallaður vegna þess hve
listilega og hratt hann getur ferðast
með boltann fram völlinn, spilaði
sinn fyrsta landsleik 19 ára gamall
og þótti einn efnilegasti knatt-
spyrnumaður Suður-Ameríku. Hann
fór frá Perú árið 2004 og til liðs við
PSV í Hollandi, þar sem Guus Hidd-
ink var við stjórnvölinn. Farfán stóð
undir væntingum og vel það, skoraði
57 mörk í 118 deildarleikjum, og var
seldur til Schalke í Þýskalandi þar
sem hann lék í átta ár og vakti mikla
athygli.
Djammaði fram undir morgun
til að fagna jafntefli
Þrátt fyrir að hafa staðið sig vel
hjá Schalke, á blómaskeiði ferilsins
ef svo má segja, varpaði hegðun
Farfáns utan vallar skugga á
frammistöðuna. Hann var ásamt
Claudio Pizarro og fleirum settur í
agabann hjá perúska landsliðinu ár-
ið 2007 eftir að hafa drukkið og
djammað með léttklæddum konum
fram undir morgun á Los Incas hót-
elinu í Lima, til að fagna 1:1-jafntefli
við Brasilíu. Þetta gerðu leikmenn-
irnir þrátt fyrir að aðeins þrír dagar
væru í mikilvægan leik við Ekvador,
sem tapaðist 5:1.
Þessi hegðun mun hafa verið ein-
kennandi fyrir leikmenn perúska
landsliðsins á þessum tíma, en „Los
Incas“-hneykslið varð stærst enda
birtust myndskeið og ljósmyndir af
partístandinu. Perúska sambandið
úrskurðaði leikmennina í agabann
og þjálfarinn José Guillermo del Sol-
ar neitaði að nýta krafta þeirra
næstu tvö árin, en það hafði líka í för
með sér að Perú endaði í neðsta sæti
undankeppninnar í Suður-Ameríku
fyrir HM 2010.
Með Schalke í undanúrslit
Meistaradeildarinnar
Farfán var svo aftur settur í bann
hjá landsliðinu undir lok árs 2010,
eftir að hafa fengið tvo liðsfélaga
sína með sér af liðshótelinu og í
spilavíti kvöldið eftir útileik við Pan-
ama, þvert gegn tilmælum þjálfara.
Þessi hegðun Farfán varð til þess að
almenningsálitið á honum í Perú var
og er jafnvel enn ekkert sérstakt,
jafnvel þó að hann spilaði jafnan vel í
landsleikjum.
Á þessum árum lék Farfán einnig
vel með liði sínu Schalke, og skoraði
til að mynda fjögur mörk í 10 leikj-
um þegar liðinu tókst að komast í
undanúrslit Meistaradeildar Evrópu
árið 2011. Alls skoraði Farfán 39
mörk á sjö leiktíðum í þýsku deild-
inni, en meiðsli fóru að setja svip
sinn á ferilinn síðustu árin þar.
Landsliðsferlinum virtist vera að
ljúka árið 2015 þegar hann gekk í
raðir Al Jazira í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum og enn settu
meiðsli strik í reikninginn. Farfán
hefur hins vegar komist vel í gang í
vetur og raðað inn mörkum, eftir að
hann gekk í raðir Lokomotiv
Moskvu síðasta sumar.
Sneri aftur og kom Perú á HM
Farfán fékk sæti í landsliðinu á ný
síðasta haust, eftir 18 mánaða fjar-
veru, og skoraði fyrra markið í 2:0-
sigrinum á Nýja-Sjálandi í nóv-
ember þegar 36 ára bið Perú eftir
sæti á HM lauk. „Vandræðageml-
ingurinn“ fær því að sjá drauminn
sinn rætast og er búinn að leigja hús
í Moskvu fyrir vini og vandamenn
yfir heimsmeistaramótið, en fylgir
vonandi reglum um að halda sig
sjálfur á liðshótelinu á næturnar.
„Þetta er fyrir perúsku þjóðina sem
hefur þurft að þjást svo mikið í mörg
ár. Framtíðin er enn bjartari. Þetta
landslið er með báða fætur á jörðinni
og ætlar sér stóra hluti,“ sagði Farf-
án eftir að HM-sætið var í höfn.
Vandræðagemsi sem
fékk drauminn uppfylltan
Farfán tvívegis settur í bann frá landsliðinu Í eldlínunni gegn Íslandi í nótt
AFP
Lunkinn Jefferson Farfán í baráttu við Mateo Kovacic í 2:0-sigri Perú á Króatíu í vináttulandsleik á föstudag.
Perú
» Ísland hefur aldrei áður
mætt Perú í landsleik í knatt-
spyrnu.
» Perú er í 11. sæti styrkleika-
lista FIFA eftir að hafa verið í
75. sæti fyrir tíu árum.
» Perú hefur fjórum sinnum
tekið þátt á HM, síðast árið
1982. Liðið leikur á HM í Rúss-
landi, líkt og Ísland, eftir að
hafa hafnað í 5. sæti Suður-
Ameríkuriðilsins og svo unnið
Nýja-Sjáland í umspili.
Norska hand-
boltastjarnan
Nora Mörk
kveðst afar þakk-
lát landsliðsþjálf-
aranum Þóri
Hergeirssyni fyr-
ir hans stuðning
á mjög erfiðum
tímum í vetur en
Mörk hefur upp-
lifað áföll innan
sem utan vallar á leiktíðinni.
Í fyrrahaust var nektarmyndum
af Mörk stolið úr síma hennar og
þær settar í dreifingu. Á meðal
þeirra sem dreifðu myndunum voru
leikmenn norska karlalandsliðsins í
handbolta, og gagnrýndi Mörk
bæði þá og norska handknattleiks-
sambandið í janúar, að loknu
heimsmeistaramótinu í desember
þar sem Noregur vann silfur. Hún
segir Þóri hafa staðið þétt við bakið
á sér:
„Ef ekki hefði verið fyrir Þóri þá
hefði ég kastað inn handklæðinu,“
sagði Mörk í einlægu viðtali við TV
2 í Noregi. „Hann hefur dregið mig
með sér áfram og fyrir það er ég al-
veg ótrúlega þakklát,“ sagði Mörk.
Skyttan frábæra sleit krossband í
hné í byrjun febrúar og hún segir
það ekki neina tilviljun. „Ég var
orðin dauðþreytt bæði andlega og
líkamlega.“ sindri@mbl.is
Þakklát Þóri
fyrir stuðning
í erfiðleikum
Nora
Mörk
Selfyssingurinn Teitur Örn Einars-
son var markahæsti leikmaður Ol-
ísdeildar karla í handknattleik á
þessu keppnistímabili. Hann skoraði
160 mörk í 22 leikjum Selfossliðsins.
Önnur örvhent stórskytta, Kristján
Örn Kristjánsson úr Fjölni, varð
næstmarkahæstur með 154 mörk.
Markakóngur deildarinnar fyrir
tveimur árum, FH-ingurinn Einar
Rafn Eiðsson, varð þriðji marka-
hæsti maður deildarinnar með 138
mörk. Samherji hans, Óðinn Þór
Ríkharðsson, kom næstur. Óðinn
Þór skoraði einu marki færra en
Einar Rafn. Hákon Daði Styrmis-
son, hornamaður Hauka, skoraði
einnig 137 mörk.
Theodór Sigurbjörnsson, sem
varð markakóngur deildarinnar í
fyrra, skoraði 110 mörk. Hann
missti af fimm leikjum með ÍBV á
keppnistímabilinu en varð engu að
síður næstmarkahæsti leikmaður
liðsins á eftir Sigurbergi Sveinssyni
sem skoraði 112 mörk.
Teitur Örn Einarsson, Selfossi ....160
Kristján Ö. Kristjánsson, Fj. .......152
Einar Rafn Eiðsson, FH ..............138
Hákon D. Styrmisson, Hau. .........137
Óðinn Þór Ríkharðsson, FH ........137
Anton Rúnarsson, Val...................122
Magnús Óli Magnússon, Val ........120
Arnar B. Hálfdánsson, Fram .......118
Sigurbergur Sveinsson, ÍBV........112
Daníel Þór Ingason, Haukum ......111
Theodór Sigurbjörnsson, ÍBV .....110
Egill Magnússon, Stjörnunni.......109
Ásbjörn Friðriksson, FH .............107
Árni Bragi Eyjólfsson, Afture. ....103
Agnar Smári Jónsson, ÍBV ..........102
Egidijus Mikalonis, Víkingi..........101
Bergvin Þór Gíslason, ÍR .............100
iben@mbl.is
Teitur Örn skoraði allra mest
Fjórir af fimm markahæstu leik-
mönnum Olísdeildarinnar eru örvhentir
Morgunblaðið/Eggert
Aðsópsmiklir Teitur Örn Einarsson, Selfossi, og ÍR-ingurinn Bergvin Þór
Gíslason léku stór hlutverk í liðum sínum á keppnistímabilinu.