Morgunblaðið - 08.03.2018, Qupperneq 6
Þ
að kemur að daginn að
Morgunblaðið var ekki
fyrsti fjölmiðillinn sem
Logi starfaði á, þó að hann
hafi verið ungur að árum
þegar hann hóf störf á íþróttadeild
Morgunblaðsins í janúar 1988.
„Nei, ég byrjaði nefnilega á Þjóð-
viljanum tveimur árum áður. Pabbi
var framkvæmdastjóri blaðsins og
þar vann ég þangað til ég réðist á
Moggann.“
Blaðamaður hváir við. Er það ekki
svolítið eins og að leikmaður fari frá
Manchester United og til Liverpool?
United-stuðningsmaðurinn Logi
glottir við. „Jú, það er svolítið svo-
leiðis.“
Margt er breytt en annað ekki
Logi starfaði í fjögur ár hjá Morg-
unblaðinu í þáverandi höfuðstöðvum
fyrirtækisins við Aðalstræti 6, áður
en hann hélt yfir í Efstaleitið og
gerðist íþróttafréttamaður á RÚV.
Þaðan lá svo leiðin um nærfellt alla
fjölmiðlaflóruna hér á landi uns hann
sneri aftur á Moggamiðlana síðast-
liðið haust – alltént í orði kveðnu.
Hann fékk ekki að hefja störf alveg
strax eins og frægt er orðið, en meira
um það síðar.
„Það er nánast allt breytt í starfs-
umhverfi fjölmiðla síðan ég byrjaði í
bransanum,“ segir Logi og kímir við.
„Þegar ég var að byrja á Morg-
unblaðinu voru faxtæki eitt mesta
undrið; maður taldi nútímatæknina
þar með komna á endastöð.“ Hann
hlær við.
„Þar er stóra breytingin á fjöl-
miðlun frá því sem var. Með
tækninni er hraðinn orðinn svo gíf-
urlegur. Það matast inn fréttir á net-
miðlana nánast stanslaust yfir daginn
á mbl.is, á meðan Morgunblaðið var
svona „best-of“ dagsins áður hér í
upphafi míns starfsferils.“
Engu að síður er það svo að
Logi segist glögglega hafa skynj-
að „Mogga-andann“ þegar hann
kom aftur til starfa í Hádegismóum.
Sumt breytist sjálfsagt aldrei?
„Hér mættu mér merkilega mörg
andlit sem ég þekkti vel frá fyrri
tíma mínum á Morgunblaðinu og það
voru skemmtilega mörg faðmlögin
sem maður fékk þegar ég kom hing-
að aftur, meðal annars frá þeim
mæta manni honum Sidda, Sigtryggi
Sigtryggssyni. Þegar ég hóf störf í
Aðalstrætinu árið 1988 er mér minn-
isstætt hvernig hann sagði alltaf „við
á Morgunblaðinu“ því það var alveg
sérstakur hópur. Annað sem hann
sagði var að lið væru ekki orðin Ís-
landsmeistarar fyrr en það væri
komin mynd af þeim í Morgunblaðið!
Mikilvægi miðilsins í þjóðfélaginu var
og er ótvírætt.
Það tók mig smástund að ná hvað
þetta þýddi en fljótlega tengdi ég
mjög sterkt við þetta. Sama gerðist
þegar ég kom til starfa núna í haust.
Morgunblaðs-andinn er ennþá til
staðar. Ég finn að ég er kominn
heim.“
Full orka í kjölfar „leikbanns“
Eins og flestum ætti að vera kunnugt
stýrir Logi morgunþættinum Ísland
vaknar á K100 ásamt þeim Rúnari
Frey og Rikku, ásamt því að skrifa
vikulega pistla með allra handa hug-
leiðingum í SunnudagsMoggann,
helgarblað Morgunblaðsins. Hvað
ætlar kappinn sér eiginlega stóran
þátt í útgáfustarfsemi útgáfufélags-
ins Árvakurs?
Logi hlær við. „Það var nú aldrei
planið að leggja þetta allt undir mig
en útvarpið og blaðið eru hvort um
sitt vettvangur sem gaman er að
taka þátt í.“
Uppsöfnuð starfsorka Loga er að
hans sögn ekki síst tilkomin af því
hann fékk ekki að hefja störf um leið
og ráðningin til Árvakursmiðlanna
lá fyrir. Hann nýtti tímann engu að
síður meðan á „leikbanninu“ stóð og
safnaði ýmiss konar hugmyndum í
sarpinn. „Það að mega ekki hella sér
út í nýja starfið strax gerði það að
verkum að þegar ég mátti loks byrja
að vinna var ég alveg ótrúlega til í
þetta. Þess vegna hefur líka verið al-
veg ótrúlega gaman að takast á við
þessi nýju verkefni.“
Svo mjög reyndar að hann hefur
ekki átt í teljandi vandræðum með
að vakna á morgnana, en þáttur
þeirra þremenninga hefst alla virka
daga klukkan 06.45.
Hvað eru það mörg
„snús“ fyrir okk-
ar mann, þegar klukkan glymur til
fótaferðar?
„Ég er að vinna með eitt snús,
það hefur virkað hingað til. Vakna
klukkan 05.50 og á fætur klukkan
06.00. Ég hef enn ekki orðið of seinn
til vinnu og held þetta verði allt í
lagi héðan af.“
Lexíur frá viðburðaríkum ferli
Í kjölfar viðburðaríks starfsferils á
öllum tegundum miðla („nema á
tímaritum. Ég hef skrifað í þau en
aldrei verið starfsmaður á tímariti“)
er ekki úr vegi að spyrja Loga
Bergmann hvaða reynslu hann hafi
með sér, nú þegar hann er kominn
heim?
„Það gildir það sama í fjölmiðla-
umhverfinu og í lífinu sjálfu að það
eina sem dugir til lengdar er að vera
maður sjálfur. Þú verður bara að
leyfa sjálfum þér að skína í gegn,
með kostum og göllum, og tala eins
og þér er tamt. Annars er þetta
fljótlega búið. Það sjá allir í gegnum
tilgerð og henni hefur enginn áhuga
á.
Og passa líka að vera ekki mikill
fáviti. Það hefur alltaf verið vænlegt
til árangurs.“
Andinn er enn sá sami
Það má með sanni segja að fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann sé kominn heim, nú þegar hann er aftur
tekinn til starfa hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins, mbl.is og K100. En þekkir hann Moggann fyrir
sama vinnustað, og hvað hefur hann lært á þeim aldarfjórðungi síðan hann fór að heiman?
Ísland vaknar
Logi Bergmann
Eiðsson, Friðrika
Hjördís Geirs-
dóttir og Rúnar
Freyr Gíslason.
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018
K100
Konukvöld Smáralindar
og K100 í kvöld… Glæsileg
dagskrá, tónlistaatriði,
happdrætti og gleði - Góða
skemmtun
TGI Fridays
Smáralind
Velkomin í heimsókn á
Konukvöld Smáralindar.
Byrjaðu kvöldið á góðri
máltíð - Börnin borða frítt
á fimmtudögum í fylgd
foreldra/forráðamanna.
Sjáumst
ORA, alla daga
síðan 1952
Ert þú snillingur í að búa til
brauðtertur, eða langar þig
að prófa að spreyta þig ?
Taktu þá þátt í ORA
brauðtertunni 2018.
Þú gætir unnið helgarferð
fyrir tvo til London á tónleika
með Ed Sheeran ásamt fleiri
góðum vinningum. Kíktu inn
á www.ora.is/braudtertan/
til að fá að vita meira.
K100
Skemmtun, fræðsla og
fróðleikur k100.is
Morgunþátturinn Ísland
Vaknar – Nýr morgunþáttur
milli klukkan 6:40 og 9:00
alla virka daga
Nói Siríus
Vinnur þú páskaegg frá Nóa
Siríus? Nokkur páskaegg
verða falin á konukvöldi
Smáralindar. Verður heppnin
með þér?
Brimborg
Bíll ársins á Íslandi 2018,
Peugeot 3008 verður til sýnis
á Konukvöldi Smáralindar.
Gæðin heilla þig strax!