Morgunblaðið - 08.03.2018, Side 8
Ú
tvarpsferill Kristínar hófst
fyrir um þremur árum
þegar hún var fengin til að
vera umsjónarmaður sam-
félagsmiðla fyrir þáttinn
Svala og Svavar. Sá fyrrnefndi þóttist
skynja í röddinni möguleika fyrir út-
varp og fékk hana til að lesa inn
nokkrar kynningar. Þær gengu nógu
vel til að hún var fljótlega komin bak
við hljóðnemann og hefur ekki hvikað
frá honum síðan – nema til að stunda
crossfit og box!
Að tala við hlustendur –
ekki til þeirra
„Svali sagði að það væri eitthvað í
röddinni sem honum fannst vera að
virka, sem kom mér á óvart því ég
ætlaði mér ekkert frekar að fara í út-
varp. Hann var nefnilega á því að það
vantaði fleiri konur í útvarp. Ég var
bara á fullu í því að sjá um facebook-
síðu þáttarins þeirra Svala og Svar-
ars,“ útskýrir Kristín Sif þegar hún
rifjar upp árdaga útvarpsferilsins.
„Það hefur verið svona fjórum til
fimm mánuðum eftir að þeir félagar
réðu mig fyrst á K100 að tími var
kominn fyrir mig að stýra sjálf út-
varpsþætti. Það var býsna stressandi
skref,“ viðurkennir Kristín og hlær
við. Hún útskýrir að sá þaulvani út-
varpsmaður Þór Bæring hafi meðal
annars verið fenginn til að æfa hana í
raddbeitingu og eitt besta ráðið sem
hún fékk í byrjun síns útvarpsferils
hafi einmitt verið frá honum komið:
„Ekki tala til fólks þegar þú ert í út-
varpinu, talaðu frekar við það.“ Það
hefur hún gert allar götur síðan. „Það
var dálítið skrýtið að venja sig við það
að vera alein inni í stúdíóinu en setja
sig samt sem áður í það hugarástand
að maður væri að tala við einhvern,“
segir Kristín. „En Þór sagði mér bara
að ímynda mér að hann sæti þarna
inni með mér, hinum megin við borð-
ið, og þá gæti ég alltaf verið í hug-
anum að tala við hann. Það hjálpaði
mikið til að byrja með og svo slípaðist
þetta allt saman til, fljótt og vel.“
Að setja sér stöðugt ný og ný mark-
mið – og ná þeim
Kristín er ekki bara með annan fótinn
í höfuðstöðvum K100 í Hádegismóum
flesta daga vikunnar heldur stundar
hún líkamsþjálfun af miklum móð.
Hún ræðst heldur ekki á garðinn þar
sem hann er lægstur í þeim efnum
heldur stundar bæði box og crossfit
af krafti. En hvers vegna einmitt
þessar tvær íþróttagreinar?
Kristín hugsar sig um stutta stund.
„Það sem heillaði mig samstundis
við crossfit var að maður náði mark-
miðum sínum svo ótrúlega fljótt. Ég
man ennþá þann mikla sigur að geta
staðið á höndum með bak upp við
vegg. Það var stór áfangi,“ segir hún
og brosir við. „Í framhaldinu setti ég
mér ný og ný markmið og náði þeim,
einu af öðru. Að gera handstöðu-
pressu, upphífingar, að geta gengið á
höndum – þetta eru dæmi um litla
áfangasigra sem ég hef náð í crossfit.
Það er það sem er svo skemmtilegt
við þetta æfingakerfi. Maður er sífellt
að setja sér ný og ný markmið, og svo
ná þeim.“
Kristín Sif bætir því við að sam-
félagið sem hún tilheyrir í kringum
crossfit-ástundunina sé líka einstak-
lega skemmtilegt. „Æfingarnar
hverfast á hverjum degi um nýtt wod
eða „workout of the day“. Við hvetj-
um hvert annað til dáða og klöppum á
bakið hvert á öðru þegar árangri og
markmiði er náð. Það er eiginlega
meiri samkennd en samkeppni í
þessu, finnst mér. Keppnisskapið er
fyrir hendi en þú ert bara að keppa
við sjálfan þig – engan annan.“
Mætti í box en látin sippa!
Hin greinin sem Kristín hefur ástríðu
fyrir eru hnefaleikar; hún hefur haft
áhuga á boxi frá unga aldri, þótt hún
hafi ekki stundað það nema í rétt um
eitt og hálft ár.
„Ég bjó úti í Skotlandi þegar ég
prófaði það fyrst. Ég hafði horft með
stjörnur í augum á kappa eins og
Mike Tyson og Evander Holyfield, og
svo var Muhammed Ali auðvitað goð-
sögn. En þegar ég fór á fyrstu æf-
inguna mína í boxi þar úti þá gekk
hún út á sippa í einn og hálfan
klukkutíma. Það fannst mér glatað og
ég gekk út, sannfærð um að þar með
væri minni hnefaleikaástundun lokið
fyrir fullt og allt.“
Svo var það á haustmánuðum árs-
ins 2016 að Kristín mætti með börnin
sín í Mjölni til að æfa jiu jitsu. Hún
ákvað að prófa víkingaþrek á meðan
krakkarnir voru í sínum tíma. „Ég
var í tíma hjá Steinari Thors, yf-
irþjálfara Hnefaleikafélags Reykja-
víkur, að læra að kýla og sparka áður
en ég mátti byrja í víkingaþrekinu.“
Áhugann og ákefðina vantaði ekki
og þjálfarinn gaf sig á tal við hana.
„Þá sagði hann mér að ég byggi
sýnilega yfir talsverðum möguleikum
hvað box varðaði, og það gladdi mig
auðvitað miklu meira en hann gerði
sér grein fyrir. Box … ég … loksins!“
segir Kristín og hlær dátt. „Ég hef
ekki litið um öxl síðan og elska að
stunda box,“ segir Kristín og bætir
því við að boxfélagi hennar, eða
„sparring partner“, sé einmitt Val-
gerður Guðsteinsdóttir sem er fyrst
Íslendinga á leiðinni í titilbardaga í
hnefaleikum næstkomandi laug-
ardag.
Aðspurð hvort eitthvað sé svipað
með boxi og crossfit segir Kristín Sif
að það sé tvímælalaust hversu mikil-
væg tæknin er í báðum greinum.
„Hnefaleikar eru gríðarlega tækni-
leg íþrótt þar sem þú notar hausinn
meira en hnefana. Þar af leiðandi má
segja að boxið eigi enn betur við okk-
ur konurnar en karlana,“ bætir hún
við og hlær dátt. „Sama er að segja
um crossfit. Það er þjálfunarkerfi
sem samanstendur af æfingum sem
margar hverjar eru tæknilega mjög
flóknar.“
Hollur matur, nægur svefn –
og skemmtileg verkefni
Eins og vant er þegar maður hittir
fyrir orkumikið fólk sem kemur
miklu í verk vaknar spurningin:
Hvernig ferðu eiginlega að þessu?
Kristín er fljót til svars.
„Líkamsþjálfunin gefur manni
orku til að fást við verkefni dagsins,
auk þess sem nægur svefn og gott
mataræði er ómissandi. En stóri
galdurinn er sá að gera sér far um að
fást við hluti sem manni þykja
skemmtilegir. Þá ertu einhvern veg-
inn alltaf til í það sem þú ert að fara
að gera, skýtur engu á frest heldur
hlakkar til alls sem dagurinn fram
undan inniheldur. Það er ótrúlegt
hvað þetta getur skilað manni langt,“
segir Kristín Sif, orkuboltinn á K100,
að endingu.
Crossfit, box og K100 í beinni
Orkuboltinn Kristín Sif
er ein af röddunum á
K100 og hefur verið
síðan Svali Kaldalóns
sá – eða réttara sagt
heyrði – í henni gott
efni í útvarpskonu. En
Kristín Sif er ekki bara
útvarpskona með meiru
heldur finnur sér líka
tíma til alls konar lík-
amsþjálfunar. Spurn-
ingin er hins vegar hvar
hún finnur tímann til
alls þessa.
Hnefaleikar
Kristín Sif
segir hnefa-
leika henta
konum enda
tæknileg
íþrótt.
Ljósmynd/Sóllilja Baltasarsdóttir
8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018
25 g hafrar
15 g tröllahafrar
1 skeið Optimum Nutrition-prótín frá Perform.is (nota alltaf súkkulaði en það
er gaman að flippa og breyta til)
1 tsk Peanut butter powder
nokkrar rúsínur eða saxaðar döðlur
kanill
Vatn (hversu mikið fer eftir því hvað þú vilt hafa grautinn þykkan en mér
finnst best að setja lítið fyrst og frekar bæta við, ég vil hafa hann svolítið
þykkan).
Þetta set ég í tupperwarebox yfir nótt og þá er þetta æðislegt að morgni.
Morgunmatur Kristínar
Kristín Sif segir góðan morgunmat nauðsyn-
legan fyrir daginn og gefur hér uppskrift að
hafragraut sem klikkar aldrei.
Hreysti Kristín Sif og
krakkarnir njóta þess
að hreyfa sig.