Morgunblaðið - 08.03.2018, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. MARS 2018
Nánari upplýsingar á
www.ora.is/braudtertan
M
ér reiknast til að þetta
sé tólfta skiptið sem
Smáralind heldur
Konukvöld svo þessi
viðburður á sér meira
en áratugar hefð,“ bendir Tinna á.
„Þetta er líka einn allra stærsti við-
burðurinn hjá okkur á hverju ári og
mikið tilhlökkunarefni.“
Það er auðheyrt á þeim stöllunum
að nú stendur mikið til. „Þetta er
einn af hápunktunum hjá okkur á
viðburðadagatalinu, og Konukvöldið
er alltaf gríðarlega vel sótt,“ bætir
Sandra við.
Aðspurðar hvað það er sem geri
Konukvöldið ómissandi fyrir konur á
öllum aldri segja þær að það sé ein-
faldlega stemningin sem sé í Smára-
lind á þessu árlega fimmtudags-
kvöldi, einkum í göngugötunni þar
sem ógrynni af alls konar uppá-
komum, kynningum, tónlistar-
atriðum og allra handa viðburðum er
í gangi allan tímann. „Það er einhver
alveg sérstakur andi í húsinu þetta
kvöld,“ útskýrir Tinna. „Hann smit-
ast svo áfram inn í verslanirnar sem
eru fullar af nýjum vörum á þessum
tíma árs.“
Óþarfi að finna upp hjólið
Að vanda er viðamikil dagskrá í
gangi á Konukvöldinu og hefst hún
klukkan 19:30 þegar kynnir kvölds-
ins, Erna Hrönn, söngkona og út-
varpskona á K100, stígur á svið. Í
framhaldinu skemmta meðal annars
Greta Salóme, Selma Björns og Reg-
ína Ósk og Eyþór Ingi, svo nokkrir
séu nefndir. Hápunkturinn er svo
um 22:30 þegar aðalvinningarnir eru
dregnir út í happdrætti Konukvölds-
ins. „Dagskráin er í grundvall-
aratriðum með svipuðu sniði hjá okk-
ur í ár og verið hefur undanfarin ár,
enda engin ástæða til að finna upp
hjólið þegar gestir skemmta sér jafn
vel og raun ber vitni. Þegar hlutirnir
ganga svona vel er engin ástæða til
að breyta of mikið út af laginu,“ segir
Sandra. „En að sjálfsögðu er alltaf
eitthvað nýtt og við hlökkum til að
hleypa dagskránni í gang í kvöld.“
Karlarnir mega alveg koma líka
Aðspurðar hvort það sé einhver ald-
urshópur sem sæki Konukvöldið öðr-
um fremur segja þær Tinna og
Sandra að aldurshópurinn sé býsna
breiður. „Ég myndi segja að þetta
væru aðallega konur á aldrinum 20
til 65 ára,“ segir Tinna. „En auðvitað
eru ömmurnar líka á staðnum ásamt
dætrunum og ömmustelpunum sín-
um og það er einmitt mikið um að
hingað komi þrjár kynslóðir saman
til að hafa það gaman; dóttirin,
mamman og amman.“
Sandra tekur undir þetta. „Ég tek
einmitt eftir því að konurnar innan
sömu fjölskyldu koma saman á
Konukvöldið.“
En með þetta í huga verður ekki
komist hjá því að spyrja spurningar
sem snýr að herrunum í fjölskyld-
unni: Er þeim vært í Smáralind með-
an á Konukvöldi stendur? Þær Tinna
og Sandra hlæja við.
„Já, algerlega. Auðvitað eru allir
karlmenn velkomnir,“ segir Sandra.
„Sérstaklega ef þeir taka veskið sitt
með fyrir konuna,“ bætir Tinna við
og ekki minnkar hláturinn við það.
„En að öllu gamni slepptu þá eru
herrarnir auðvitað velkomnir eins og
hvert annað kvöld í Smáralind, þótt
það sé svosem alveg vitað að þeim
þykir ekki alltaf jafn gaman að skoða
og versla og konunum. Sumir eru þó
ótrúlega duglegir við það,“ bendir
Tinna á. „En fyrir þá sem ekki
treysta sér í Konukvöldið eru margir
staðir hér í Smáralind þar sem karl-
arnir geta tyllt sér á meðan og haft
það notalegt.“
Nauðsynlegt fyrir
konur að koma saman
Þær stöllur benda svo aftur á móti
á að dagskrá kvöldsins sé ekkert
frekar hugsuð fyrir konur, þar sé að
finna ýmislegt við allra hæfi.
Eftir rúmlega tíu ár er ljóst að
Konukvöldið er búið að festa sig í
sessi og aðsóknin á ári hverju er ljós-
lega til marks um að eftirspurnin er
fyrir hendi. Það er því mikilvægt að
mati þeirra Söndru og Tinnu að
halda árlegt Konukvöld til að mæta
áhuganum, sem dvínar ekki nema
síður sé ár frá ári.
„Ég held einfaldlega að konum
þyki gaman að koma saman,“ bendir
Tinna á. „Kannski er það bara gott
fyrir egóið að hittast margar saman,
skoða okkur um í tískuverslunum,
skoða og máta falleg föt, prófa nýjan
ilm, smakka eitthvert spennandi
góðgæti. Þetta er viðburður sem
virkar, það hefur sýnt sig gegnum
árin og ég er viss um að þetta myndi
virka jafnvel þótt kvöldið héti eitt-
hvað annað.“
Sandra tekur í sama streng. „Við
erum allar komnar í sama tilgangi;
þetta kvöld fáum við að vera konur
alla leið og njótum þess. Andrúms-
loftið endurspeglar þetta, konur eru
komnar til að njóta sín, sýna sig og
sjá aðrar.“
Í ljósi þess að þær Tinna og
Sandra hafa borið hitann og þung-
ann af skipulagningunni er spurn
hvort þær verði nokkuð of uppgefnar
í kvöld til að njóta viðburðarins. Því
neita þær ákveðið.
„Nei, við verðum hér allan daginn
og fram á nótt, eflaust. Við missum
ekki af þessu heldur tökum þátt allan
tímann.“
„Já,“ bætir Tinna við, „og slökkv-
um ljósin þegar gamanið er búið.“
Morgunblaðið/Hanna
Konukvöld Þær Sandra Arn-
ardóttir verkefnastjóri og Tinna
Jóhannsdóttir, markaðsstjóri
Smáralindar hlakka til kvöldsins.
Sérstakur andi í húsinu þetta kvöld
Það er meira en áratugur síðan Smáralind hélt
fyrst sitt árlega Konukvöld. Í gegnum árin hafa
samtals einhver hundruð þúsunda kvenna komið
saman og skemmt sér eina fimmtudagskvöldstund
þegar efnt er til Konukvölds og á því verður engin
breyting í ár, segja þær Tinna Jóhannsdóttir, mark-
aðsstjóri Smáralindar, og Sandra Arnardóttir, verk-
efnastjóri á markaðsdeild Smáralindar.
19.30 Kynnir kvöldsins, Erna Hrönn, stígur á svið.
20:00 Fókushópurinn
20-23 Beggi og Pacas, Nonni gull, Halla himintungl og Elín spá í stjörnurnar
og framtíðina.
Staðsetning: Við hliðina á Te & kaffi
21:00 Selma Björns og Regína Ósk flytja lög úr Abba-sýningunni
21.30 Greta Salóme
22:00 Eyþór Ingi
22.30 Happdrætti – aðalvinningar dregnir út
23:00 Húsinu lokað
Á göngugötunni verður lifandi stemning með tónlist, kynningum og alls konar
smakki.
Dagskrá Konukvölds K100
í Smáralind 8. mars