Morgunblaðið - 05.04.2018, Side 1
VILL AUKAVITUNDUMVATNSVERND
ú er orðið með öllu óþarft að bera farangurinn á ferðalaginu 4
Unnið
Frumkvöðullinn Jón Tetzchner segir
gagnaöflun stórfyrirtækja fela í sér
öryggisvandamál fyrir almenning. 14
VIÐSKIPTA
Inga Dóra Hrólfsdóttir, framkvæmdastjóri Veitna, segir
stærstu áskorunina í rekstrinum felast í a
vitund fólks um mikilvægi vatnsverndar.
EFLA ÞARFGAGNAVERND
ð auka
4
N
í samvinnu við
FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018
Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is
Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton
endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir
viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant
Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í.
Skila sexfalt meiri tekjum
Tekjur af ferðamanni í lúxusferð
hérlendis eru að meðaltali sexfalt
meiri á gistinótt en af hefðbundnum
ferðamönnum. Slíkir fágæt-
isferðamenn eyða um 200 þúsund
krónum á dag en hefðbundnir ferða-
menn 34.500 krónum. Þetta segir
Ninna Hafliðadóttir, markaðsstjóri
Iceland luxury.
Að hennar sögn verja ferðamenn í
lúxusferðum að meðaltali einni millj-
ón króna í fimm daga ferð til Íslands.
Til samanburðar eyði hefðbundinn
ferðamaður að meðaltali um rúmlega
240 þúsund krónum í sjö daga ferð.
Munurinn sé því um 760 þúsund, en
fágætisferðamenn dvelja almennt
tveimur dögum styttra. Oft eyðir fá-
gætisferðamaðurinn hærri fjárhæð
hér á landi en einni milljón.
„Þetta er fljótt að safnast saman.
Klukkutími í þyrlu kostar til dæmis
360 þúsund. Það er því æskilegt að
róa að því öllum árum að fjölga
fágætisferðamönnum til landsins.
Þeir eru heldur ekki jafn næmir fyrir
sveiflum í gengi krónu. Fágætis-
ferðamenn heimsækja landið sömu-
leiðis jafnt yfir árið sem er okkur í
vil. Í helmingi tilfella koma þeir utan
háannatíma,“ segir Ninna og bætir
við að miklir hagsmunir séu í húfi því
ferðaþjónustan standi undir um 43%
af útflutningstekjum.
„Fágætisferðamenn sem koma til
Íslands eru fyrst og fremst að sækj-
ast eftir einstakri upplifun í náttúru
landsins. Náttúran er okkar sér-
staða.“
Að hennar sögn hefur verið veru-
legur vöxtur í komu fágætisferða-
manna til landsins á undanförnum
árum. Hún áætlar að 10-12 þúsund
slíkir ferðamenn hafi komið til lands-
ins í fyrra. Þeir hafi því að minnsta
kosti látið 10-12 milljarða af hendi
rakna til efnahagslífsins.
Markaðsstarf Iceland Luxury fer
einkum fram á ferðaráðstefnum og
er þar reynt að ná eyrum ferðaskipu-
leggjenda. „Fágætisferðamenn nýta
þjónustu ferðaskipuleggjenda og
spyrja þá einfaldlega: Hvaða nýju
áfangastaði er boðið upp á? Ferða-
skipuleggjendur taka okkar mark-
aðsstarfi því fegins hendi,“ segir
Ninna og bendir á að slíkar ferðir
séu sérsniðnar að þörfum hvers og
eins. Ferðirnar eru sjaldan bókaðar
með miklum fyrirvara, oft einungis
tveimur vikum fyrir brottför.
Flestir fágætisferðamenn koma
frá Norður-Ameríku og margir koma
einnig frá Evrópu. „Þeir koma samt
sem áður alls staðar að. Nokkur
fjöldi kemur t.d. frá Asíu, Sádi-
Arabíu og Indlandi,“ segir hún.
Iceland Luxury er einkaframtak.
Kjölfestan er Icelandair Group, Bláa
lónið og Landsbankinn auk ýmissa
aðildarfélaga.
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Áætlað er að 10-12 þús-
und fágætisferðamenn hafi
komið til landsins í fyrra.
Þeir hafi lagt að minnsta
kosti 10 til 12 milljarða til
hagkerfisins.
Mismunandi eyðsla ferðamanna á Íslandi
Fágætis-
ferðamaður
Samtals:
1.000.000 kr.
Eyðsla á dag:
200.000 kr.
Meðalfjöldi
gistinátta: 5
Algengur
ferðamaður
Eyðsla á dag:
34.500 kr.
Meðalfjöldi
gistinátta: 7
Samtals:
241.500 kr.
Úrvalsvísitalan
EUR/ISK
2.000
1.900
1.800
1.700
1.600
1.500
5.10.‘17
5.10.‘17
4.4.‘18
4.4.‘18
1.721,81
1.755,11
130
125
120
115
110
123,15
121,35 Höfundarréttarmál rithöfunda kom-
ust í hámæli eftir að sænska hljóð-
bókafyrirtækið Storytel byrjaði að
bjóða þjónustu sína hér á landi.
Spurður út í þau mál segir Jón
Baldur Hauksson, annar stofnandi
fyrirtækisins, að þarna geti spilað
inn í að ákveðin nýjung sé á ferðinni
og ekki sé skrýtið að einhverjir
verði óöruggir með hvernig eigi að
taka á því. „Það hefur auðvitað verið
umræða um þetta í hinum löndunum
sem við störfum í, en svo verða allir
sáttir. Það er ánægja og gott sam-
komulag milli okkar og höfunda
annars staðar á Norðurlöndunum og
allir fá nóg fyrir sinn snúð. Ég mæli
með að fólk gefi þessu smátíma til
að sjá betur hvernig þetta virkar.
Þetta gæti líka opnað nýja mögu-
leika fyrir íslenska höfunda. Í Sví-
þjóð eru fjölmargir höfundar sem
ekki höfðu náð að vekja athygli á
hinum hefðbundna markaði en eru
núna komnir með góðan markað
fyrir afurðir sínar í gegn-
um Storytel.“
Allir fá nóg fyrir sinn snúð
Morgunblaðið/Hanna
Jón segir höfundarréttarmál einnig
rædd á hinum Norðurlöndunum.
Íslenskur stofnandi Storytel
segir að sátt ríki annars
staðar á Norðurlöndunum
um höfundarréttarmál.
8
Aukin einkaneysla í Kína
hefur tekið við af fjárfest-
ingum sem helsti drifkraftur
hins risastóra hag-
kerfis landsins.
Kínverjar taka
upp budduna
10
Hluthafar Tesla gagnrýna
mjög kaup fyrirtækisins á
fyrirtækinu SolarCity sem er í
eigu forstjórans,
Elons Musks.
LEX: Fjárfestar
sækja að Musk
11