Morgunblaðið - 05.04.2018, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018SJÁVARÚTVEGUR
Aflaverðmæti Síldarvinnslunnar hf. á
síðasta ári reyndist umtalsvert minna
en verið hefur undanfarin ár, þrátt
fyrir að aflamagn hafi aukist mjög frá
fyrri árum.
Að sögn Gunn-
þórs B. Ingvason-
ar, fram-
kvæmdastjóra
Síldarvinnsl-
unnar, einkennd-
ist síðasta ár af
verðlækkunum
ýmissa afurða fyr-
irtækisins á
mörkuðum erlendis, ekki síst á mark-
aði með síld.
Síldarverð ekki jafn lágt lengi
Verðmæti uppsjávar- og bolfisk-
afurða Síldarvinnslunnar á síðasta
ári nam samtals 8,3 milljörðum króna
og aflamagn var 163 þúsund tonn.
Verðmæti uppsjávarafurða var 3,7
milljarðar, samanborið við 5,3 millj-
arða árið 2013, en uppsjávarskip Síld-
arvinnslunnar lönduðu 147 þúsund
tonnum af hráefni í fyrra, svipuðu
magni og árið 2013 en aflaverðmæti
var 1.700 milljónum lægra.
„Það voru töluverðar verðlækkanir
á síldarafurðum sem vega þungt hjá
okkur og verð á mjöli og lýsi var lágt
framan af síðasta ári,“ segir Gunn-
þór. Hann nefnir að almennt séu
meiri sveiflur í uppsjávartegundum
og að „höggið“ hafi verið þyngra á
þeim mörkuðum en á markaði með
bolfiskafurðir.
„Hvað snertir mjöl og lýsi þá erum
við mjög háðir kvótum í Suður-
Ameríku og því sem er að gerast þar.
Þar voru væntingar um góðar vertíð-
ir í fyrra. Það vegur þungt að það hef-
ur verið lágt verð á mjöli og lýsi, sér-
staklega á fyrri hluta síðasta árs. Á
þeim tíma var hlutfallslega mikil
framleiðsla hjá okkur, loðnuvertíð,
kolmunnavertíð o.s.frv., síðan lagað-
ist verð þegar leið á árið.“
„Verð á síldarafurðum einfaldlega
hrundi, það er ekki hægt að segja
annað þegar verð fer úr 1.300 doll-
urum í 850 dollara. Makríllinn hélt
sér mun betur. Mikil framleiðsla var
á frosnum loðnuafurðum þannig að
þar gaf verð eftir og var erfitt að selja
loðnu inn á austrið. Við höfum ekki
séð jafn lélegt verð á síld í mörg ár.
Það munar mikið um Rússlands-
markað bæði í síldinni og loðnunni en
það var einn stærsti markaður okkar
fyrir síld og loðnu.,“ segir Gunnþór.
Viðskiptabann þyngdi róðurinn
Veiðar á bolfiskskipum Síldar-
vinnslunnar fóru vaxandi á árunum
2010 til 2015, í kjölfar kaupa á bol-
fiskkvóta og félögum sem yfir slíkum
kvóta bjuggu. Hápunktur var árið
2015 þegar veidd voru 20 þúsund
tonn og verðmæti aflans var tæplega
sex milljarðar króna. Á síðasta ári
nam verðmæti aflans einungis fjórum
milljörðum króna þrátt fyrir að veið-
in væri nærri jafn mikil og árið 2015.
„Verð á þorski og ýsu var lágt í
kjölfarið á verkfallinu og verð á ufsa
og karfaafurðum hefur verið mjög
dapurt. Karfinn hefur líka verið erf-
iður vegna Rússlandsmarkaðarins,“
segir Gunnþór, en nefnir að aðrir
markaðir í Austur-Evrópu hafi þó
vaxið. „Úkraína hefur vaxið og löndin
þar í kring. Í Austur-Evrópu er löng
hefð fyrir neyslu á loðnu og síld,“ seg-
ir hann.
„Þorskafurðirnar fara meira inn á
Evrópu, Bretland og eitthvað til Am-
eríku, en ufsinn hefur farið til Suður-
Evrópu,“ bætir hann við.
Síldarvinnslan vinnur nú að endur-
nýjun bolfisktogara sinna, en sam-
komulag var nýverið gert við skipa-
smíðastöðina VARD Aukra í Noregi
um smíði tveggja 29 metra togara.
Bregðast stöðugt við ytri að-
stæðum
Spurður hvernig reynt sé að
bregðast við þróuninni segir Gunn-
þór að vel sé fylgst með þróun mark-
aða. Aðspurður segir hann ástand
heimsmála almennt hafa sitthvað að
segja.
„Ytri aðstæður skipta miklu máli,
hver fisktegund hefur sitt markaðs-
svæði. Sveiflur í efnahag markaðs-
svæða skipta miklu máli,“ segir
Gunnþór. „Við erum að senda fisk út
um allan heim og ástand heimsmála
almennt skiptir að sjálfsögðu miklu
máli. Ólgan í kringum Rússland og
viðskiptabannið hefur kostað okkur
gríðarlega fjármuni,“ segir hann.
„Menn reyna að bregðast stöðugt
við ytri aðstæðum og skoða með
hvaða hætti þeir markaðssetja og
hvert þeir selja sínar afurðir,“segir
hann, en nefnir að einnig geti verið að
Íslendingar þurfi að líta sér nær.
„Ég held að þetta sé að hluta til
heimatilbúið vandamál, í einhverjum
tilvikum erum við að undirbjóða hver
annan og getum örugglega gert bet-
ur þar,“ segir hann.
Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki leita
nú leiða til að hagræða að sögn Gunn-
þórs, ekki síst vegna aukinna álaga á
borð við veiðigjöld. „Íslenskur
sjávarútvegur er að koma út úr mjög
góðum árum, krónan hefur verið lág.
Nú hefur þetta verið að snúast
snöggt. Í niðursveiflum eins og núna
vega veiðigjöld mun þyngra í rekstri
útgerða, svo er mikil hækkun kolefn-
isgjalds á sama tíma og olíuverð er að
hækka, miklar launahækkanir síð-
ustu misseri hafa líka sitt að segja.
Þegar menn hafa bætt við
kostnaðarliðum og álögum á sjáv-
arútvegsfyrirtæki, þá munu þær
vega hlutfallslega þyngra í niður-
sveiflu eins og núna, það gefur auga-
leið. Auk sveiflna í mörkuðum þá er
styking krónunnar þung, nú erum við
að fá undir 100 kr. fyrir USD sem var
yfir 120 krónum fyrir ári. Þegar
tekjur minnka verðum við að leita
leiða til að hagræða á móti, það er
óumflýjanlegt,“ segir Gunnþór.
Minna aflaverðmæti
hjá Síldarvinnslunni
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Aflaverðmæti Síldarvinnsl-
unnar hf. á síðasta ári var
minna en á undanförnum
árum í hlutfalli við afla-
magn. Lágu verði og
gengissveiflum er um að
kenna.
Ljósmynd/Þorgeir Baldursson
Börkur NK 122 er eitt af þremur uppsjávarskipum Síldarvinnslunnar hf. og var smíðaður í Tyrklandi árið 2012.
36,6
53,0
53,2
1,9
5,4
4,4
4,2
4,1
Uppsjávarskip Síldarvinnslunnar
Bolfi skskip Síldarvinnslunnar
Heimild: Síldarvinnslan hf.
Veiði uppsjávar- og bolfi skskipa 2010-2017
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017
150
120
90
60
30
0
þúsund tonn
Milljarðar
kr.
Milljarðar
kr.
þúsund tonn25
20
15
10
5
0
6
5
4
3
2
1
6
5
4
3
2
1
Barði NK Bjartur NK
Blængur NK Vestmannaey VE
Bergey VE Gullver NS
Afl averðmæti
Bjarni Beitir Börkur Afl averðmæti
Gunnþór
Ingvason