Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.04.2018, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018FRÉTTIR Eirvík flytur heimilistæki inn eftir þínum séróskum Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum Einkaneysla er loks orðin helsti drif- kraftur vaxandi eftirspurnar í kín- verska hagkerfinu. Þetta er jákvæð breyting sem lengi hefur verið beðið eftir. Með þessu ætti Kína að geta reitt sig í minna mæli á óskilvirkar og skuldsettar fjárfestingar í því skyni að halda hagvextinum uppi. En Kína á enn langt í land. Og á meðan breytingarnar ganga yfir þarf að gæta þess að í hagkerfinu hlaðist ekki upp illinnheimtanlegar skuldir. Aðlögunin er þó hafin. Þáverandi forsætisráðherra, Wen Jiabao, benti réttilega á það árið 2007 að „stærsti vandi kínverska hagkerfisins er að hagvöxturinn er óstöðugur, í ójafnvægi, ósam- ræmdur og ósjálfbær“. Það sama ár nam vergur þjóðhagslegur sparn- aður 50% af landsframleiðslu, og hafði hækkað frá 2000 þegar hlut- fallið var 37%. Allt þetta umfram- fjármagn dreif áfram mikla fjárfest- ingarhrinu innanlands sem nam 48% af landsframleiðslu, og skilaði líka jákvæðum viðskiptajöfnuði upp á 9% af landsframleiðslu. Svo skall alþjóðlega fjármála- kreppan á. Kínversk stjórnvöld gerðu sér óðara grein fyrir að við- skiptajöfnuðurinn væri ekki sjálf- bær. Til skemmri tíma litið væri eina leiðin til að koma í veg fyrir niður- sveiflu að auka fjárfestingu enn frekar. Árið 2011 nam fjárfesting innanlands 48% af landsframleiðslu og viðskiptajöfnuðurinn lækkaði nið- ur í 2%. En vergur þjóðhagslegur sparnaður hélst áfram í 50% af landsframleiðslu. Með þessari lausn urðu til ný vandamál. Það fyrsta var að arðsemi fjárfestinga fór minnkandi. Einfald- asta leiðin til að sýna fram á það er að skoða jaðarbreytingar í fjár- munastuðli (e. ICOR) sem mæla hversu mikla fjárfestingu þarf til að ná fram tiltekinni framleiðsluaukn- ingu. Þessi tala hefur nærri tvöfald- ast síðan 2007. Ætti það ekki að koma á óvart enda hefur fjárfesting aukist til muna á meðan hagvöxtur er helmingi hægari en áður. Það sem meira er, þá gæti hækkandi gildi ICOR gefið fegraða mynd af því hversu mikið arðsemi fjárfestinga hefur dregist saman. Eins og Mich- ael Pettis hjá Guanghua-stjórnenda- skólanum við Pekingháskóla bendir á bæta gagnslausar fjárfestingar engu við landsframleiðsluna. Fjárfest í skjóli skuldasöfnunar Annað vandamál er að aukin fjár- festing var drifin áfram af mikilli skuldasöfnun. Samkvæmt tölum Institute of International Finance fóru heildarskuldir kínverska hag- kerfisins úr 171% upp í 295% af landsframleiðslu frá fjórða ársfjórð- ungi 2008 fram til þriðja ársfjórð- ungs 2017. Þetta er mjög hátt hlufall fyrir nýmarkaðshagkerfi. Það sem meira er, þá fór meira en helmingur- inn af þessum nýju skuldum til fyrir- tækja utan fjármálageirans sem réð- ust í margar nýjar fjárfestingar. Það kann að verða svo að allstór hluti af þessum skuldum tapist. Í ljósi þess hversu lánadrifinn vöxtur hefur auk- ist mikið áætlar Enodo Economics í London að það gæti verið þörf á af- skriftum sem nemi allt að 20% af landsframleiðslu. Það virðist vera há tala, en væri samt viðráðanlegt fyrir land sem er nettó lánveitandi á al- þjóðlegum fjármálamarkaði og með lokað fjármálakerfi. Dregið hefur úr fjárfestingu Fram til ársins 2014 hafði ekkert þokast í þá átt að láta hagkerfi Kína virðast minna óstöðugt, í minna ójafnvægi, minna ósamræmt eða minna ósjálfbært. Þvert á móti hafði Kína einfaldlega skipt mjög ríflegum viðskiptajöfnuði út fyrir enn meira af gegndarlausum fjárfestingum, enn meiri skuldir og eignabólur. Undanfarin þrjú ár hefur loksins orðið einhver breyting: Dregið hefur úr fjárfestingum sem nemur 3% af landsframleiðslu og bæði samneysla og einkaneysla hafa aukist um svip- að hlutfall. Fyrir vikið er neysla orð- in mikilvægari drifkraftur en fjár- festing þegar kemur að auknum vexti eftirspurnar. Í skýrslu sem gefin var út í tengslum við efnahags- ráðstefnuna China Development Forum í ár er bent á að á árinu 2017 hafi einka- og samneysla staðið að baki 59% aukins hagvaxtar. Um leið og það hefur loksins tekist að hægja á vexti fjárfestingar hefur skulda- söfnun líka (að því er virðist) staðið í stað. Meiri menntun á markaðnum Það liggur að baki þessari þróun að stjórnvöld hafa verið viljug til að fórna gæðum fyrir magn þegar hag- vöxtur á í hlut. Má m.a. skýra það með því að dregið hefur úr mannafli á vinnumarkaði og hægt hefur á fólksflutningum úr sveitunum til borganna. Með vaxandi hlut þjón- ustufyrirtækja í hagkerfinu þarf líka fleiri starfsmenn en þegar hagkerfið var drifið áfram af iðnaði. Með minnkandi vinnuafli, og fyrst vöxtur efnahagskerfisins er mannauðsfrek- ari en áður, hafa laun snarhækkað og aukið hlut launafólks í þjóðartekj- unum. Enodo Economics telur að ár- ið 2015 hafi ráðstöfunartekjur heim- ilanna og laun í Kína þegar verið orðin hlutfallslega hærri en í Japan og Suður-Kóreu. Það er bara vegna þess að kín- versk heimili eru ennþá mjög dugleg að leggja fyrir að einkaneysla er ekki hærri sem hlutfall af lands- framleiðslu. Eftir því sem íbúar landsins eldast ætti það að taka breytingum, og gæti jafnvel gerst nokkuð hratt. Ef stjórnvöldum tekst að skapa viðunandi öryggisnet fyrir borgarana og bjóða jafnframt upp á betri heilbrigðisþjónustu og mennt- un gætu heimilin dregið verulega úr sparnaði. Og komi til þess gæti dreg- ið úr fjárfestingu svo að hún verði á eðlilegra reki. Fjárfestingarhlut- fallið er þrátt fyrir allt ennþá tölu- vert hærra en árið 2007 og hvað þá 2000. Kjarni málsins er þessi: Þó svo að þær breytingar sem nú eiga sér stað séu hægar, og þó að það gæti þurft að bíða fram á miðjan næsta áratug til að sjá eðlilegri hlutföll, þá er hægt að greina fyrstu merki nauðsynlegra breytinga í uppbyggingu kínverska hagkerfisins sem munu draga úr ójafnvægi, og umfram allt gera hag- kerfið háðara innlendri eftirspurn. Það myndi, þegar upp er staðið, vera bæði gott fyrir Kína og alla heims- byggðina. Með því að marka rétta stefnu mætti flýta fyrir breytingunum og færa meira af hagnaði atvinnulífsins til almennings, ýmist með breyttu eignarhaldi, með sköttum eða, það sem væri enn betra: blöndu af þessu tvennu. Það er meira eða minna óhjákvæmilegt að það þurfi á end- anum að hreinsa upp hluta af skulda- fjallinu og samhliða því ráðast í um- fangsmiklar umbætur á fjármála- geiranum. En það verður líka léttara ef búið verður að lagfæra það ójafn- vægi sem er í hagkerfinu, og þá sér í lagi hvað það hefur verið háð fjár- festingum. Vaxandi líkur eru á að það takist að koma á nýju og betra jafnvægi í hagkerfi Kína, og jafnvel að breyt- ingin gangi mjúklega fyrir sig. Sú mynd sem Wen lýsti á sínum tíma á enn við, en núna getum við a.m.k. séð fyrir okkur að sagan fái farsælan endi. Loksins er hagkerfi Kína að ná jafnvægi Eftir Martin Wolf Gríðarlegri fjárfestingu hafa fylgt miklir vaxtar- verkir í Kína. Nú hefur dregið úr henni og al- menningur, sem meira hefur milli handanna en áður, er tekinn til við að drífa hagkerfið áfram með einkaneyslu sinni. AFP Fjárfesting í kínversku hagkerfi hefur dregist saman en einkaneysla fólks hefur á sama tíma aukist talsvert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.