Morgunblaðið - 05.04.2018, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018SJÓNARHÓLL
Sæbjúgu innihalda mikið kollagen og yfir 50
tegundir af næringarefnum sem hafa öll mjög
jákvæð áhrif á lífeðlisfræðilega starfsemi
mannslíkamans
ÍSLENSKA FRAMLEIÐSLA: Framleiðandi sæbjúgna er Arctic Star ehf.
Allar nánari upplýsingar fást á arcticstar.is
.
Arctic Star sæbjúgnahylki fást í flestum apótekum og heilsubúðum og í Hagkaupum.
Arctic Star Sæbjúgnahylki
Sæbjúgu
eru þekkt fyrir:
• Hátt prótíninnihald og lágt fituinnihald
• Að minnka verki í liðum og liðamótum
• Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni
liðskemmda
• Að bæta ónæmiskerfið og mótstöðu
líkamans gegn ýmsum sjúkdómum
• Að auka blóðflæði sem minnkar líkur á blóðtappa
• Að koma í veg fyrir æðakölkun
• Að auka orku líkamans, stuðla
að myndun húðpróteins
og insúlíns
EGGERT
Frá því að stjórnunarfræðin náðu einhverjumþroska hefur fræðamönnum orðið tíðrætt umhversu mikið vald sé skynsamlegt að framselja
til einstakra starfsmanna. Hefðbundið hefur skipulag
verið byggt upp á valdapíramída þar sem æðsti yfir-
maður hafði í raun allt vald í hendi sér í upphafi en
síðan var það spurning hvernig því væri hríslað niður
skipulagið og í hve miklum mæli því væri dreift til ein-
stakra starfsmanna neðar í
skipuritinu. Fræðafólk hefur
þannig rýnt í kosti og galla
miðstýringar, þar sem stór
hluti valdsins er hjá fáum, og
til dreifstýringar, þar sem
valdi er dreift niður skipulag-
ið. Fólk fái þannig aukið um-
boð til athafna.
Á undanförnum árum hafa
einstaklingar í auknum mæli
gert kröfu um umboð til at-
hafna í störfum sínum, að
vera treyst fyrir vel skil-
greindum verkefnum sem
byggjast ekki síst á skýru
hlutverki hvers og eins innan
skipulagsins. Stjórnendur hafa verið að átta sig á að til
að skipulag virki þarf að treysta góðu starfsfólki til að
meta aðstæður á hverjum tíma og taka ákvarðanir sem
byggjast á þekkingu þess og þjálfun. Ungt fólk í dag
sættir sig hreinlega ekki við að vera stöðugt að biðja
um leyfi og fá grænt ljós á allar ákvarðanir vegna þess
að því er ekki treyst til að beita eigin dómgreind til að
leysa mál.
Hægfara þróun hefur sem betur fer átt sér stað í
rétta átt á þessu sviði. Eitt frægasta dæmið um hvern-
ig fyrirtæki tókst að samþætta þessa áherslu við skýra
stefnu varð til um miðjan níunda áratuginn hjá SAS-
flugfélaginu. Samhliða nýrri strategíu átti sér stað
nánast bylting í að dreifa valdi niður skipulagið og
veita fólki umboð til athafna. Í bók sinni Riv pyramid-
erne ned segir Jan Carlzon, þáverandi forstjóri SAS,
frá áhrifum nýrrar stefnu hjá félaginu sem fólst m.a. í
að veita fólki aukna ábyrgð og umboð til athafna til að
bregðast við í samskiptum við viðskiptavini. Á fundi
með flugþjónum spurði Carlzon hvort hópurinn teldi
að stefnan hefði skilað sér í betri þjónustu. Ein flug-
freyjan svaraði því til að það hefði hún svo sannarlega
gert og nefndi dæmi því til stuðnings. Hún hafði verið
að þjóna um borð í flugvél þegar vélin lenti í ókyrrð og
tók óvænt dýfu þannig að drykkur sem hún var að
gefa farþega helltist yfir hann. Hún brást strax við
með því að biðjast innilega afsökunar á atvikinu og
rétti manninum munnþurrkur til að þerra sig og lét
hann síðan hafa annan drykk. Að
því búnu náði hún í glas af rakspíra
og gaf honum um leið og hún ítrek-
aði hve leitt henni þætti þetta at-
vik. Maðurinn tók gleði sína á ný
og vel það. Flugfreyjan gaf þessar
skýringar: „Fyrir nýja stefnu, og
áður en þessi sterku skilaboð komu
um traust til okkar starfsmanna,
aukið umboð til athafna og vald til
að taka ákvarðanir, hefði ég brugð-
ist öðruvísi við. Líklega hefði mér
dottið í hug að gefa manninum rak-
spíraglasið, en áður en ég hefði
getað gert það hefði ég orðið að
fara fram í vél til að tala við yfir-
flugþjón, segja hvað hefði gerst og
að mig langaði til að gefa rakspírann. Yfirflugþjónninn,
sem upplifði ekki atvikið sjálfur og skynjaði því ekki
augnablikið, gæti svarað því til að slíkt væri óþarfi.
Auk þess væri kostnaður við að gefa glasið. Og þótt
hann myndi samþykkja að ég gæfi rakspírann, þá væri
nánast kjánalegt að koma löngu seinna með glasið.
Augnablikið löngu horfið.
Þetta þýðir einfaldlega að forsenda þess að skipulag
virki og þjónusta við viðskiptavini sé samkeppnisfær er
að starfsfólk hafi skýrt umboð til athafna. Umboð til
athafna sem byggist á þekkingu starfsfólksins og
skýrri stefnu og hugmyndafræði um það sem skiptir
máli. Virðist einfalt, auðvelt og mögulega léttvægt en
er að mínu mati einn stærsti þátturinn í að því að
byggja upp öflugt fyrirtæki með sterka stöðu á mark-
aði.
Í takt við þetta er við hæfi að enda á starfsmanna-
reglu bandarísku verslanakeðjunnar Nordstrom sem
segir: Regla númer eitt: Beitið góðri dómgreind við all-
ar aðstæður.“ Þetta er eina reglan í handbókinni.
STJÓRNUN
Þórður Sverrisson
ráðgjafi í stjórnun og stefnumótun
hjá Capacent
Umboð til athafna
”
Á undanförnum árum
hafa einstaklingar í
auknum mæli gert kröfu
um umboð til athafna í
störfum sínum að vera
treyst fyrir vel skil-
greindum verkefnum
sem byggjast ekki síst á
skýru hlutverki hvers og
eins innan skipulagsins.
VEFSÍÐAN
Það styttist í að ný evrópsk per-
sónuverndarreglugerð, GDPR-
reglugerðin, taki gildi og ekki er
seinna vænna fyrir alla þá sem
vinna með persónuupplýsingar að
ganga úr skugga um að allt sé
eins og reglugerðin kveður á um.
Ekki er nóg með að reglugerðin
gefi fyrirtækjum og stofnunum
engan afslátt af faglegum vinnu-
brögðum, heldur hafa fréttir und-
anfarinna vikna heldur betur sýnt
að almenningur tekur meðferð
persónuupplýsinga alvarlega og
getur hlutabréfaverð fyrirtækja
lækkað hratt ef þau misstíga sig á
þessu sviði.
Axeptio er áhugaverð lausn sem
gæti hjálpað nú þegar GDPR er
að bresta á. Um er að ræða lausn
sem skráir þegar notandi veitir
samþykki fyrir notkun persónu-
upplýsinga og geymir persónu-
upplýsingarnar með öruggum
hætti. Öflun, varsla og úrvinnsla
falla að kröfum GDPR og að sögn
Axeptio á ekki að vera flókið að
flétta hugbúnaðarlausninni saman
við vefsíður og forrit svo að upp-
lifun notenda verði alveg hnökra-
laus.
Þjónusta Axeptio er ekki ókeyp-
is, en þó á verði sem jafnvel
smæstu fyrirtæki ættu að ráða
við, eða 25 evrur á mánuði.
ai@mbl.is
Kröfum GDPR fylgt
alveg upp á hár