Morgunblaðið - 05.04.2018, Side 13

Morgunblaðið - 05.04.2018, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 5. APRÍL 2018 13SJÓNARHÓLL hafðu það notalegt Njóttu þess að gera baðherbergið að veruleika miðstöðvarofnar Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 FINGERS 70x120 cm Ryðfrítt stál JAVA 50x120 cm Ryðfrítt stál COMB 50x120 cm Ryðfrítt stál BÓKIN Tímabil jákvæðra og löngu tíma- bærra breytinga virðist vera að renna upp í Sádi- Arabíu. Ungur og myndarlegur krónprinsinn, Mo- hammed bin Salm- an, er farinn að láta að sér kveða og hefur fengið í hendurnar völdin til að ráðast í um- fangsmikar efna- hagslegar og sam- félagslegar umbætur. Það er t.d. honum að þakka að konur í Sádi-Arabíu mega núna fylgjast með íþróttaleikjum og geta, frá og með júní næstkomandi, fengið að aka bíl. Ekki er samt allt gott sem frá prinsinum kemur, og á hann skilið að fá sinn skerf af skömminni fyrir hernaðarbrölt Sáda í Jemen og handtökur mannréttindafrömuða, sem og fyrir þær alvarlegu deilur sem hafa sprottið upp milli Katar og Líbanons annars vegar og ríkjanna umhverfis Persaflóa hins vegar. Mikið er í húfi og borgar sig að reyna að skilja hvernig Sádi-Arabía mun þróast undir handleiðslu Mo- hammeds Salmans- sonar. Út er komin bók sem hjálpar les- andanum að gera ein- mitt það: Salman’s Legacy: The Dilem- mas of a New Era in Saudi Arabia. Madawi Al-Rasheed ritstýrði verkinu og hefur hún safnað saman ritgerð- um eftir leiðandi fræðimenn á þessu sviði, s.s. Steffen Her- tog við LSE og Cole Bunzel við Princeton. Höfundarnir útlista m.a. hversu erfitt verkefni bíður krónprinsins, sem þarf smám saman að minnka ítök klerkastéttarinnar og renna fleiri stoðum undir atvinnulífið í landi sem er hér um bil alveg háð olíusölu. Til þess að takast ætlunarverk sitt þarf almenningur í landinu að styðja breytingarnar og það gerist ekki öðruvísi en með auknum lífsgæðum. ai@mbl.is Tekst prinsinum að bjarga Sádi-Arabíu? Nú styttist í að reglugerð ESB um vernd ein-staklinga í tengslum við vinnslu persónuupplýs-inga, sem samþykkt var í apríl 2016, taki loks gildi. Reglugerðin mun hafa í för með sér umbyltingu þeg- ar kemur að vinnslu persónuupplýsinga og gildir það bæði um upplýsingar varðandi starfsmenn og viðskiptavini fyrirtækja innan Evrópska efnahagssvæðisins. Meðal þeirra nýmæla sem fram koma í reglugerðinni er að ein- staklingar munu hafa rétt til þess að upplýsingum um þá sé eytt eða þær fluttar á milli aðila, stór hluti fyr- irtækja mun þurfa að halda úti vinnsluskrá sem hefur að geyma yf- irlit um alla vinnslu persónuupplýs- inga í starfsemi fyrirtækisins og rík skylda er lögð á fyrirtæki að fræða alla einstaklinga um umfang og til- gang allrar vinnslu persónuupplýs- inga um þá sjálfa. Það er því eins gott að fyrirtæki séu komin vel á veg í ferlinu við að tryggja að reglu- gerðinni sé framfylgt enda tekur hún gildi hinn 25. maí nk. en sektir vegna brota geta numið allt að 4% af veltu hins brotlega fyrirtækis. Þrátt fyrir að Ísland hafi haft tæp tvö ár til þess að undirbúa innleið- ingu reglugerðarinnar hér á landi þá var það fyrst 9. mars síðastliðinn sem dómsmálaráðuneytið birti drög að frumvarpi að nýjum persónu- verndarlögum. Þrátt fyrir þann gríðarlega tíma sem tekið hefur að semja frumvarpsdrögin eru á þeim svo alvarlegir van- kantar að vart verður hjá því komist að gera verulegar breytingar áður en frumvarpið getur orðið að lögum. Fel- ast þær breytingar fyrst og fremst í því að innleiðingar- aðferðinni verði breytt og horfið verði frá setningu íþyngj- andi sérreglna. Í stað þess að reglugerðin sé innleidd með svokallaðri til- vísunaraðferð, þ.e. að vísað verði til reglugerðarinnar í heild en lögfestar verði sérstaklega allar sérreglur, hefur verið lagt til að reglugerðin verði lögfest með umritun á völdum greinum. Þessi aðferð er bæði óskýr og til þess fall- in að valda réttaróvissu. Tilvísunaraðferðin væri hins vegar til þess fallin að tryggja skýrleika reglnanna hérlendis og tryggja að framkvæmdin yrði í samræmi við það sem ger- ist í öðrum EES-ríkjum. Þess má geta að hinar Norður- landaþjóðirnar hafa lagt til að innleiðing reglugerðarinnar í þeirra landsrétt fari fram með tilvísunaraðferðinni. Það vekur jafnframt furðu að lagt hefur verið til að reglugerðin verði innleidd hér á landi með meira íþyngj- andi hætti en nauðsyn er. Til að mynda er gert ráð fyrir að skilgreining þeirra upplýsinga sem reglugerðin nær til verði víð- tækari en nauðsyn ber til og að fyrirtækjum verði gert að standa undir kostnaði við eftirlit með reglugerðinni. Umfang þess kostnaðar er algjörlega ófyrirséð á þessu tímamarki. Þá hefur heim- ild aðildarríkja til setningar íviln- andi undanþáguheimilda nánast ekki verið nýtt að neinu leyti þrátt fyrir að allar slíkar undanþágur væru til mikilla bóta fyrir íslenskt atvinnulíf. Þrátt fyrir allt ofangreint er ekki síst mikilvægt að frumvarpið verði orðið að lögum eigi síðar en hinn 25. maí nk. og reglurnar taki því gildi hér á sama tíma og hjá öðrum EES-ríkjum. Fari svo að innleiðingin tefjist frekar mun það leiða til þess að Ísland verði skil- greint sem ríki sem veitir ekki fullnægjandi vernd persónu- upplýsinga. Slíkt gæti leitt til mik- ils tjóns fyrir íslenskt atvinnulíf enda myndi það óhjá- kvæmilega leiða til þess að samningsgerð við önnur fyrirtæki innan EES-svæðisins yrði þyngri í vöfum þar sem ekki væri hægt að treysta því að persónuupplýsingar sem flytja þyrfti til íslensks aðila væru í öruggum höndum. Þess má jafnframt geta að íslenska ríkið getur orðið skaða- bótaskylt vegna tjóns sem leiðir af ófullnægjandi innleið- ingu EES-reglna hér á landi. Til að tryggja samkeppn- ishæfni íslenskra fyrirtækja, sem eru í alþjóðlegri starfsemi, og hins opinbera er því lykilatriði að meðferð frumvarpsins tefjist ekki frekar og það verði orðið að lög- um sem allra fyrst. Persónuvernd á 21. öldinni LÖGFRÆÐI Ari Guðjónsson lögmaður yfirlögfræðingur Icelandair Group ” Það vekur jafnframt furðu að lagt hefur verið til að reglugerðin verði innleidd hér á landi með meira íþyngjandi hætti en nauðsyn er. Til að mynda er gert ráð fyrir að skilgreining þeirra upplýsinga sem reglu- gerðin nær til verði víð- tækari en nauðsyn ber til og að fyrirtækjum verði gert að standa undir kostnaði við eftir- lit með reglugerðinni.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.