Morgunblaðið - 05.04.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 05.04.2018, Qupperneq 16
Settu starfsfólkið í fyrsta sæti WOW Biz er fyrir þá sem vilja aukin þægindi, einfaldleika og greiða leið inn í vélina. Innifalið er hraðferð um borð,máltíð, forfallavernd og sömuleiðis BigSeat, eða besta sætið sem er í boði hverju sinni. WOW air flýgur einu sinni til tvisvar á dag til allra helstu viðskiptaborga Evrópu og Ameríku. WOW Biz kjörin leið fyrir þá sem þurfa að komast hratt og örugglega milli staða. WOW Biz Sumir þurfa einfaldlega meira WOW en aðrir. BRÍETARTÚNI 13 WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS er VIÐSKIPTA Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf. Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf. VIÐSKIPTI Á MBL.IS 20% hlutabréfa í Hval talin glötuð Ingólfur Helgason úrskurðaður … Bókabúð MM auglýst til sölu Hrista upp í samkeppni á … Hjúkrunarrými kostar um milljón á … Mest lesið í vikunni INNHERJI SKOÐUN Hugbúnaðarfyrirtækið CrewApp, sem var upphaflega stofnað utan um samnefnda lausn flugfélagsins Atl- anta, samdi nýverið við Jet2, fjórða stærsta flugfélag Bretlands, um kaup og uppsetningu smáforritsins, en not- endur appsins hjá flugfélaginu verða um 3.000 talsins. Þetta er þriðja er- lenda flugfélagið auk Thomas Cook í Danmörku og Primera Air í Lett- landi sem tekur lausnina í notkun. Öll stóru íslensku félögin nota appið. Stefán Eyjólfsson, framkvæmda- stjóri CrewApp, segir að það segi sína sögu að enginn af 10 þúsund not- endum appsins hafi gefið neikvæða umsögn. Appið var hannað sérstaklega fyrir áhafnir flugfélaga, sem hafa þar allar nauðsynlegar upplýsingar við hönd- ina öllum stundum, en kerfið les sjálf- krafa úr miðlægum flugrekstrar- kerfum flugfélaganna, ítarlegar upplýsingar um m.a. áhafnir, flug- vélar, flugvelli, sem og farþega. Skýrsla með einum smelli Það nýjasta í appinu er að áhafnar- meðlimir geta með einum smelli skráð athugasemdir í miðju flugi, ábendingar um mat, sæti eða annan aðbúnað, og vistað. Úr þessu verður til sjálfvirk skýrsla sem streymir til starfsmanna á skrifstofu. „Bara þessi sjálfvirka skýrslugerð er gríðarlega mikill vinnusparnaður. Þetta leysir svo mörg vandamál fyrir flugfélög. Það sem áður var leiðinlegt, flókið og erfitt er nú orðið auðvelt og einfalt,“ segir Gnúpur Halldórsson, markaðs- stjóri Crew App. Stefán og Gnúpur fullyrða að lausnin, sem sé einstök á heimsvísu, geti sparað flugfélögum þónokkur stöðugildi. „Það sem áður þarfnaðist margra handtaka, ótal símtala, póst- og sms-sendinga er nú nóg að uppfæra í appinu og allir fá til- kynningu samstundis.“ Kerfið er búið að vera í þróun í meira en 10 ár. „Ánægjan með kerfið er sennilega svo mikil af því að við er- um að tækla smáatriði sem áhafnir kunna vel að meta,“ segir Gnúpur. Morgunblaðið/Þóroddur Bjarnason Segja að mikil ánægja ríki meðal notenda og viðskiptavina með flugappið. Tíu þúsund með íslenskt flugforrit Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is 3.000 áhafnarmeðlimir Jet2 geta bráðum farið að nota íslenska áhafnarappið CrewApp. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Fyrr í þessari viku var því slegiðupp í fjölmiðlum undir neikvæð- um formerkjum að einstaklingar hefðu aðeins ráðstafað 44 millj- örðum króna inn á húsnæðislán sín á grundvelli hinnar svokölluðu Leið- réttingar sem þáverandi ríkisstjórn Íslands kynnti til sögunnar um mitt ár 2015. Neikvæðum formerkjum er skellt á málið af þeim sökum að í áætlunum hins opinbera var gert ráð fyrir að allt að 70 milljarðar af sér- eignasparnaði fólks myndi fara til niðurgreiðslu skulda. Víst er að úrræðið hefur komiðsér vel fyrir marga og lækkað skuldir um nokkrar milljónir á frem- ur skömmum tíma. Á sama tíma hafa þeir einstaklingar sem hafa nýtt sér leiðina lækkað skattbyrði sína því ráðstöfunin er undanþegin tekju- skatti sem greiðslur úr séreignar- sjóðum eru almennt ekki. Þeir sem nýtt hafa sér leiðina hafa því haldið meira eftir af sjálfsaflafé sínu en þeir hefðu ella gert. En það að ekki hafi fleiri nýtt sérleiðina fyrrnefndu er einnig til marks um ákveðið góðæri. Fólk stendur almennt vel undir afborg- unum lána sinna, lítil verðbólga þýð- ir að verðtryggð lán hafa ekki leikið fólk grátt og það í bland við aukinn kaupmátt gerir það að verkum að fólk treystir sér til þess að geyma séreignarsparnaðinn áfram í hönd- um vörsluaðila, jafnvel þótt það kalli á hærri skattgreiðslur í framtíðinni. Nýting úrræðisins hefur því verið af hinu góða fyrir þá sem kusu að feta þann veg. Þeir sem ekki þurftu þess með tryggja ríkissjóði, sjálfviljugir, tekjur inn í framtíðina. Það er bara af hinu góða. Góðæristal Nýleg könnun Seðlabankans sýn-ir að stjórnendur stærstu fyrirtækja landsins búast við aukinni verðbólgu á næstu 12 mánuðum. Nú telja þeir að hún muni verða um 3% að meðaltali en í lok síðasta árs voru væntingarnar á pari við markmið Seðlabankans, 2,5%. Stjórnendur þessara fyrirtækja hafa hundruð og jafnvel þúsundir manna í vinnu og velta fyrirtækjanna er mikil. Því má ætla að þeir hafi þokkalega tilfinn- ingu fyrir því hvernig vindarnir blása í samfélaginu. Ekki liggur fyrir hvað það er semveldur versnandi tilfinningu fyrir hinni örgu bólgu en ætla má að kostnaðarhækkanir sem menn finna beint fyrir ráði þar miklu. Launa- hækkanir vega þar einna þyngst enda hafa kjarasamningsbundnar hækkanir á vinnumarkaði verið tölu- verðar síðustu misserin. Nú með vorinu hækka laun í mörgum til- vikum í kringum 3% á grundvelli samninganna. Það kann að hljóma eins og það sé ekki ýkja hátt en finna þarf eyrinn til að mæta hækkuninni sem kemur í framhaldi af fyrr- nefndum hækkunum síðustu ár. Á sama tíma og fyrirtæki finnafyrir versnandi samkeppnis- hæfni og harðari aðhaldsaðgerðir og niðurskurður virðist í farvatninu er enn kallað á meiri launahækkanir. Stærstu stéttarfélög landsins stefna á aðgerðir og ýmis félög opinberra starfsmanna stefna einnig á að þrengja samningsstöðu ríkisins með verkfallsaðgerðum. Í þeirri umræðu allri heyrist æ oftar að tilteknar stéttir búi við slík launakjör að jaðri við mannréttindabrot. Nýjasta dæmið þar um er orðræða í tengslum við kjarabaráttu ljós- mæðra. Þar fer án nokkurs vafa ein mikil-vægasta stétt landsins og nauð- synlegt er að hlúa vel að henni. En þegar rýnt er í opinber gögn um launakjör ljósmæðra blasir við nokk- uð annar veruleiki en sá sem reynt er að varpa fram opinberlega. Þann- ig sést að meðallaun ljósmæðra í desember síðastliðnum voru 970 þúsund krónur og að á síðasta ári voru launin að meðaltali 848 þúsund krónur á mánuði. Að baki þeim laun- um liggur mikil vinna og mikil ábyrgð. En þrátt fyrir það er ekki með fullri sanngirni hægt að halda því fram að manneskja með tæpa milljón á mánuði hafi „ekki efni“ á að sinna starfi sem tryggi slíkar tekjur. Þegar tekið er undir slík sjónarmið er nánast sjálfgefið að verðbólgan fari á mikinn skrið innan skamms. Hvað eru sanngjörn laun? Svo gæti farið að 104 tonn af tollfrjálsum ost- um frá ríkjum ESB verði ekki flutt inn á þessu ári eins og til stóð. Ágalli í lögum veldur uppnámi 1 2 3 4 5 RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.