Morgunblaðið - 17.04.2018, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.04.2018, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ | 17 fyrsta hluta snúningssviðsins er ágætt en svo hægist um og hann er um 11 sekúndur í hundraðið. Það mun þó ekki skipta langstærstan hluta kaupendahópsins neinu máli. Þegar ekið er á stofnbrautum milli sveitarfélaganna á höfuðborg- arsvæðinu siglir hann þægilega um þó að heldur sé veghljóðið áberandi. Þá tekur hann á sig nokkurn halla þegar farið er skarpt inn í hringtorg, til að mynda, enda þyngdarpunkt- urinn í hærra lagi. Beygjuradíusinn er á hinn bóginn skemmtilega knappur sem gerir það að verkum að akstur um knappar götur, til dæmis í Þingholtunum, er leikur einn. Það má þó vera að það standi þessum lipra smájeppa að einhverju leyti fyrir þrifum að bera orðið sport í nafni sínu, því hann er bara mátu- lega sportlegur hvað varðar útlit og aksturseiginleika, ekki síst þegar rifjað er upp að hann er byggður á grind hinnar framúrskarandi Ford Fiestu eins og framar greindi. Svo fremi sem ökumaður stillir vænt- ingum í hóf og býst ekki við spræk- um sportbíl eða bíl jafn leikandi í akstri og Fiestan er, og þá verðurðu að líkindum sátt/-ur við Ford Eco- Sport. Verðið er auk þess í skap- legra lagi, ekki síst með tilliti til staðalbúnaðar (á bilinu 2.750 þús. til 3.490 þús). Morgunblaðið/RAX EcoSport er hluti af sama mengi og Kuga og Explorer, ásamt fleiri af fólksbílunum frá Ford. Ættarsvipurinn leynir sér ekki. Sérðu ljósið – eða skotthlerahúninn? Hann er innfelldur í bakkljósið hægra megin eins og sést þegar að er gáð. Í senn skemmtilegur frágang- ur og lúmsk gestaþraut sem tók blaðamann smástund að ráða. Skotthlerinn opnast vel og ekkert yfir aðgenginu að athuga. Farang- ursrýmið er þó ekki nema um rúmir 350 lítrar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.