Morgunblaðið - 17.04.2018, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ | 17
fyrsta hluta snúningssviðsins er
ágætt en svo hægist um og hann er
um 11 sekúndur í hundraðið. Það
mun þó ekki skipta langstærstan
hluta kaupendahópsins neinu máli.
Þegar ekið er á stofnbrautum milli
sveitarfélaganna á höfuðborg-
arsvæðinu siglir hann þægilega um
þó að heldur sé veghljóðið áberandi.
Þá tekur hann á sig nokkurn halla
þegar farið er skarpt inn í hringtorg,
til að mynda, enda þyngdarpunkt-
urinn í hærra lagi.
Beygjuradíusinn er á hinn bóginn
skemmtilega knappur sem gerir það
að verkum að akstur um knappar
götur, til dæmis í Þingholtunum, er
leikur einn.
Það má þó vera að það standi
þessum lipra smájeppa að einhverju
leyti fyrir þrifum að bera orðið sport
í nafni sínu, því hann er bara mátu-
lega sportlegur hvað varðar útlit og
aksturseiginleika, ekki síst þegar
rifjað er upp að hann er byggður á
grind hinnar framúrskarandi Ford
Fiestu eins og framar greindi. Svo
fremi sem ökumaður stillir vænt-
ingum í hóf og býst ekki við spræk-
um sportbíl eða bíl jafn leikandi í
akstri og Fiestan er, og þá verðurðu
að líkindum sátt/-ur við Ford Eco-
Sport. Verðið er auk þess í skap-
legra lagi, ekki síst með tilliti til
staðalbúnaðar (á bilinu 2.750 þús. til
3.490 þús).
Morgunblaðið/RAX
EcoSport er hluti af sama mengi og Kuga og Explorer, ásamt fleiri af
fólksbílunum frá Ford. Ættarsvipurinn leynir sér ekki.
Sérðu ljósið – eða skotthlerahúninn? Hann er innfelldur í bakkljósið
hægra megin eins og sést þegar að er gáð. Í senn skemmtilegur frágang-
ur og lúmsk gestaþraut sem tók blaðamann smástund að ráða.
Skotthlerinn opnast vel og ekkert yfir aðgenginu að athuga. Farang-
ursrýmið er þó ekki nema um rúmir 350 lítrar.