Morgunblaðið - 17.04.2018, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ | 21
Halda mætti að aft-
ursæti í bílum með aft-
urhallandi þaki (coupe)
væru ekki sérdeilis
þægileg og þröngt um
farþega í þeim.
Kenningin er að svo
muni vera þar sem
íveruþægindum sé
fórnað í þágu glæsilegs
útlits. Eigi það bæði við
hefðbunda tvennra
dyra coupe-laga bíla og
fernra dyra.
Þetta er sosum kenn-
ingin en hún þarf ekki
endilega að vera sönn.
Tökum sem dæmi
Porsche Panamera.
Afturmjó yfirbygging
þess bíls tekur vel á móti farþegum með 93 sentimetra hæð frá sæti upp í
þak.
Fara ætti ágætlega um hávaxna í Panamera og hið sama er að segja um
Audi A5 og A7 Sportback-bílana, sem eru í öðru og þriðja sæti á lista
franska bílaritsins Auto Plus yfir 20 rúmbestu coupe-bílana.
Í mælingarniðurstöðum blaðsins er að finna fyrsta tvennra dyra bílinn í
sjöunda sæti og er þar um að ræða Audi A5 með 89 cm rýmishæð. Loks er
það svo enn einn Audi sem vermir neðsta sæti listans, sportbíllinn Audi TT.
agas@mbl.is
Það hallar ekki á farþega í „coupe“ bílum
Afturhallandi geta
verið ágætir til íveru
Porsche Panamera tekur vel á móti farþegum
með 93 sentimetra hæð frá sæti upp í þak. Það
væsir ekki um farþegana hér, eins og sjá má.
Rými í coupé-bílum
Hæð frá aftursæti upp í þak
cm
Porsche Panamera 93
Audi A5 Sportback 92
Audi A7 Sportback 92
VW Arteon 91
BMW 6 Gran Coupé 90
Mercedes CLS 90
Audi A5 89
BMW 4 Grand Coupé 88
BMW 2 Grand Coupé 87
BMW 4 Coupé 87
Subaru BRZ 87
Toyota GT86 87
BMW 6 Coupé 86
Mercedes CLA 86
Mercedes c-class Coupe 86
Mercedes s-class Coupe 86
Ford Mustang Fastback 85
Infinity Q60 84
Lexus RC 84
Audi TT 82
Gætir þú hugsað þér –
eða hefurðu til þess að-
stöðu – að setja þinn eig-
in bíl sjálfur saman? Til
þess þarf ekki langan
tíma, eða aðeins 12
stundir fyrir þrjá menn.
Hér er um að ræða
pallbílinn Ox sem verið
er að þróa í Bretlandi en
hann er hönnun annálaðs
bílhönnuðar að nafni
Gordon Murray sem gat
sér frægðar sem slíkur í
formúlu-1. Það var hins
vegar fyrir frumkvæði
Shell olíufélagsins sem
Murray tók að sér hönnun bílsins.
Tilgangurinn með Ox-trukknum
er að skapa ódýrt farartæki til brúks
í þróunarlöndum. Verður hafist
handa um formlegar prófanir á bíln-
um í Indlandi í haust.
Bíllinn verður framleiddur í Bret-
landi en ekki settur saman. Kaup-
endur fá hann ósamsettan í stórum
kassa, en fyrirkomulagið er hið
sama og þegar keyptar eru mublur
hjá IKEA. Kaupandinn tekur bílp-
artana upp og raðar þeim saman uns
hann rekur sjálfur lokahöggið á bíl-
smíðina.
Sex Ox-kassar, ásamt jafn-
mörgum 2,2 lítra Ford dísilvélum,
komast fyrir í dæmigerðum flutn-
ingagámi. Til samsetningarinnar
þarf engin sérleg tól eða tæki.
Hægt verður að beita bílnum á
hrjúfum vegum og stígum og hæðin
upp undir bílinn er það mikil að
hann verður fær í flestar torfærur.
Smíðalagið er á þann veg að það
dregur úr líkum og kemur jafnvel í
veg fyrir að Ox-trukkurinn festi á
grýttum vegleysum.
Til að ná niður kostnaði og auð-
velda smíðina og samsetningu bíls-
ins verður aðeins um drif á framöxl-
inum að ræða. Mun rásfesta hans
eftir sem áður verða nálægt því sem
drif á öllum fjórum byði upp á.
Ox mun geta tekið 13 manns í sæti
á pallinum eða flutt 1,9 tonn af
vörum. Ekkert hefur verið látið uppi
um hugsanlegan kostnað en breskir
bílamiðlar hafa giskað á að það
verði á bilinu 10-15 þúsund sterl-
ingspund.
agas@mbl.is
Trukkur eins og
mubla frá IKEA
Eitt stykki Ox-trukkur er afhentur kaupanda í
einum kassa, klár í samsetninguna.
Þannig lítur samsettur bíllinn út. Í vegleysum og á grýttum stígum verður Ox á heimavelli.
áratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Miklu meira en bara ódýrt!
SONAX bílavörur í miklu
úrvali á mjög góðu verði.
9.999
Háþrýstidælur
1650W
Ármúla 17, 108 Reykjavík, sími 552 8636, mbr.is
Allt fyrir raftækni
Hljómtæki
Cambridge
Audio YOYO S
Bluetooth hátalari
26.900 kr.
Rafport ehf • Auðbrekka 9-11 • 200 Kópavogur • Sími 580 1900 • rafport@rafport.is
Með free@home hefur aldrei verið auðveldara og
hagstæðara að stjórna heimilinu, sumarbústaðnum
eða fyrirtækinu.
Ertu að byggja, breyta eða bæta?
Endilega kynntu
þér málið.
Snjalllausnir – nútíma raflögn
Þjónustuauglýsingar
Fáðu tilboð hjá söluráðgjafa í síma 569 1100 eða á augl@mbl.is