Morgunblaðið - 19.04.2018, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 19.04.2018, Qupperneq 1
BLÓMOGPLÖNTURHAFAGLEYMST Ruggumótorhjól gæti verið upplögð sumargjöf. 4 Unnið í samvinnu við Snjalltreyjan frá Tyme Wear gæti valdið straumhvörfum í þjálfun, bæði fyrir almenning og afreksíþróttafólk. 14 VIÐSKIPTA Kristín Helga Gísladóttir hjá Garðheimum segir að pottaplöntur og afskorin blóm virðist h f gleymst í umræðu um niðurfellingu tol SNJÖLL ÍÞRÓTTATREYJA a a la. FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 Endurskoðun • Skattur • Ráðgjöf www.grantthornton.is Grant Thornton endurskoðun ehf. er íslenskt aðildarfélag Grant Thornton International Ltd., sem er eitt af fremstu alþjóðlegu samtökum sjálfstæðra endurskoðunar og ráðgjafarfyrirtækja. Grant Thornton endurskoðun ehf. sérhæfir sig í að aðstoða rekstraraðila við að nýta tækifæri til vaxtar og bættrar afkomu með skilvirkri ráðgjöf. Framsýnn hópur starfsmanna, undir stjórn eigenda, sem ávallt eru aðgengilegir viðskiptavinum, nýta þekkingu og reynslu sína til að greina flókin málefni og finna lausnir fyrir viðskiptavini sína, hvort sem það eru einkarekin, skráð félög eða opinberar stofnanir. Yfir 35.000 starfsmenn Grant Thornton fyrirtækja í meira en 100 þjóðlöndum, leggja metnað sinn í að vinna að hag viðskiptavina, samstarfsmanna og samfélagsins sem þeir starfa í. Vodafone skoðar sæstreng Vodafone á Íslandi, með aðstoð Vodafone Group, hefur hafið skoðun á fýsileika þess að leggja nýjan sæ- strengs frá Íslandi til Evrópu. Verk- efnið er enn á þróunarstigi og ekki ljóst hvort af því verður. Þetta stað- festir Guðfinnur Sigurvinsson, sam- skiptastjóri Sýnar, móðurfélags Vodafone. Vodafone Group hefur þekkingu og reynslu af slíkum verk- efnum og starfrækir sérstakt teymi á þessu sviði. „Þar sem um væri að ræða upp- byggingu á mikilvægum fjar- skiptainnviðum til landsins á félagið nú einnig í uppbyggilegum við- ræðum við stjórnvöld. Rétt er að taka fram að ekki er á þessu stigi gert ráð fyrir að koma þurfi til beins fjárhagslegs ríkisstuðnings verði verkefnið að veruleika,“ segir hann. Að hans sögn er kostnaður við gagnasambönd frá Íslandi til Evrópu á meðal stærstu kostn- aðarliða Sýnar. Þess vegna hafi fé- lagið á undanförnum árum leitað leiða til að draga úr kostnaði vegna útlandasambanda fyrir félagið auk þess að skapa tækifæri og styðja við vöxt gagnavera á Íslandi. Vodafone hefur fram að þessu einungis lagt út fyrir óverulegum ráðgjafakostnaði vegna málsins en ekki tekið neinar skuldbindandi ákvarðanir um lagn- ingu sæstrengsins. „En ef af verk- efninu verður mun Vodafone stíga með afgerandi hætti inn á mark- aðinn með útlandasambönd og veita það nauðsynlega samkeppnislega aðhald sem skortur er á í dag,“ segir Guðfinnur. Fram kom í nýlegri úttekt KPMG á gagnaversiðnaðinum að litið væri á það neikvæðum augum af mögu- legum viðskiptavinum gagnavera að einungis eitt fyrirtæki, Farice, bjóði nettengingar við umheiminn. Auk þess sé bandvídd dýrari hér en í samkeppnislöndum. Efla þurfi net- tengingar til landsins til þess að gagnaver hérlendis geti keppt al- þjóðlega. Það verði æ erfiðara fyrir þau ef ekkert verður aðhafst í mál- inu. Ákjósanlegast væri, að mati höf- unda skýrslunnar, ef það væru tveir netstrengir í einkaeigu og sá þriðji væri í eigu ríkisins sem tryggði áreiðanlega og hagkvæma varateng- ingu við umheiminn, eins og Morg- unblaðið hefur áður greint frá. Thule Investments hefur í nokkur ár leitt annað verkefni um lagningu nýs sæstrengs milli Íslands, Írlands og Noregs. Gísli Hjálmtýsson, fram- kvæmdastjóri Thule Investments, hefur sagt við Morgunblaðið að nýr strengur kosti um 6-7 milljarða króna. Að hans sögn þarf að leggja nýjan sæstreng á sjö ára fresti. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Vodafone á Íslandi hefur átt í viðræðum við stjórnvöld um lagningu nýs sæ- strengs frá Íslandi til Evr- ópu. Verkefnið er í sam- vinnu við Vodafone Group. Morgunblaðið/Ófeigur Vodafone Group hefur þekkingu og reynslu af því að leggja sæstrengi. Úrvalsvísitalan EUR/ISK 2.000 1.900 1.800 1.700 1.600 1.500 19.10.‘17 19.10.‘17 18.4.‘18 18.4.‘18 1.683,15 1.775,63 130 125 120 115 110 124,3 123,15 Ómar Svavarsson, forstjóri öryggis- fyrirtækisins Securitas, segir að þegar Securitas hafi ákveðið að snjallvæða öryggisvöktun sína, þá hafi valið staðið á milli þess að fara sjálft í þróun og verða hugbúnaðar- hús, eða að halda sig við sitt hlutverk og sína kjarnastarfsemi og stofna til samstarfs við leiðandi aðila í tækni. „Í mínum huga var algjörlega ljóst að fara síðarnefndu leiðina,“ segir Ómar. Hann segir að eftir að hafa skoðað nokkra mögulega samstarfsaðila, þá hafi valið verið auðvelt að lokum þegar jákvæð viðbrögð bárust frá stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna á þessu sviði, Alarm.com. Hann segir að fljótt hafi tekist góður vinskapur milli félaganna. „Þau hafa sýnt það í verki alveg frá upphafi að þau standa þétt við bakið á okkur.“ Ómar segist jafnframt aldrei hafa séð önnur eins viðbrögð við nokkurri vöru. Ómar segir að yngra fólk sé mót- tækilegra fyrir snjalllausnunum. Securitas valdi að semja við tæknifyrirtæki frekar en að verða sjálft hugbúnaðarhús. 8 Áfram í kjarnastarfseminni Nýjasta skýrsla Alþjóðagjald- eyrissjóðsins um horfur í heimsbúskapnum bendir bæði til aukins bata og vaxandi veikleika. Vinsamlegast höndlið með varúð 10 Tekjur af streymisþjónustu Netflix jukust um 43% á milli ára en félagið er með neikvætt sjóðstreymi upp á 4 milljarða dala á ári. Lex: Góðar tekjur af sjónvarpsglápi 11

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.