Morgunblaðið - 19.04.2018, Side 2

Morgunblaðið - 19.04.2018, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018FRÉTTIR Mesta lækkun Mesta hækkun VIKAN Á MÖRKUÐUM AÐALMARKAÐUR ÁLVERÐ ($/tonn) ORIGO -10,78% 21,1 EIK +3,55% 10,35 S&P 500 NASDAQ +2,81% 7.306,481 +2,26% 2.716,3 +0,73% 7.317,34 FTSE 100 NIKKEI 225 19.10.‘17 19.10.‘1718.4.‘18 18.4.‘18 1.900 702.500 2.153,15 2.474,0 Unnið í samstarfi við IFS.Hreyfingar frá upphafi viku til kl. 16 í gær. 57,23 72,8 +1,74% 22.158,2 BRENT OLÍUVERÐ ($/tunnu) 50 Lífeyrissjóðir landsins munu þurfa á meiri gjaldeyri að halda en sem nem- ur viðskiptaafgangi ætli þeir að auka hlutfall erlendra eigna úr 25% í 40% á næstu 20 árum, samkvæmt sviðs- mynd frá greiningardeild Arion banka. „Miðað við núverandi samsetningu eigna þarf að breyta um 600 millj- örðum króna af innlendum eignum í erlendar. Það verður eflaust ekki gert á skömmum tíma heldur þannig að nýtt ráðstöfunarfé lífeyrissjóð- anna leitar að stórum hluta úr landi, eins og raunin varð í fyrra þegar þeir fjárfestu fyrir 119 milljarða króna er- lendis,“ segir Stefán Broddi Guð- jónsson, forstöðumaður greining- ardeildar Arion banka, í samtali við ViðskiptaMoggann. Til þess að fjárfesta erlendis þurfa lífeyrissjóðir gjaldeyri. Hann bendir á að í fyrra hafi viðskiptaafgangurinn verði svipaður og fjárfestingar lífeyr- issjóðanna erlendis. „Að því gefnu að viðskiptaafgangurinn dragist saman, sem við gerum ráð fyrir, mun hann ekki duga til þess að mæta þörf líf- eyrissjóða til að fjárfesta erlendis nema annaðhvort gengi krónunnar veikist, sem eykur viðskiptaafgang, eða erlend fjárfesting hér á landi vegi upp á móti.“ Þriðja sviðsmyndin væri að lífeyrissjóðir myndu færa eignir á erlenda markaði yfir enn lengra tímabil. Að sögn Stefáns Brodda má segja að um 40% af eignum lífeyrissjóða ættu að vera erlendis, byggt á sjón- armiðum um áhættustýringu og neyslumynstur Íslendinga. Kostnaður forða jafn arði Hann ræddi einnig gjaldeyris- varaforða Seðlabankans í erindi sínu í gær þegar hagspá greiningar- deildar Arion banka var kynnt. „Mér sýnist að árlegur vaxtakostnaður Seðlabankans vegna gjaldeyrisforð- ans sé af svipaðri stærðargráðu og væntar arðgreiðslur ríkisbankanna, þ.e. Íslandsbanka og Landsbanka eða um 15-20 milljarðar króna á ári að óbreyttu.“ Samkvæmt Seðlabank- anum var gjaldeyrisforðinn 686 millj- arðar króna við árslok. Eigið fé Seðlabankans hefur lækk- að úr tæplega 100 milljörðum króna árið 2013 í um 23 milljarða nú. Stefán Broddi óttast ekki að eigið fé bank- ans fari þverrandi. „Seðlabankinn er að fullu starfhæfur þótt eigið fé hans verði uppurið. Bankinn gerir upp í krónum og gefur út krónur. Hann er ekki eins og hvert annað fyrirtæki,“ segir hann. Seðlabankastjóri hefur þó boðað aðgerðir í þessum efnum. „Annaðhvort virðist ætlunin að kalla eftir auknu eiginfjárframlagi frá rík- issjóði eða viðskiptabankarnir eiga að taka þátt í kostnaði við gjaldeyr- isforðann. Það hefði annaðhvort í för með sér að afkoma ríkissjóðs versn- aði og skuldir ykjust eða að álögur á viðskiptabankana ykjust. Það gæti haft í för með sér aukinn vaxtamun sem bitnaði á viðskiptavinum, og hefði líklega svipuð áhrif á hagkerfið og ef Seðlabankinn hækkaði vexti.“ Viðskiptaafgangur mun ekki nægja Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@mbl.is Lífeyrissjóðir ættu að breyta um 600 milljörðum af innlendum eignum í erlendar á næstu 20 árum. Þá yrðu erlendir eignir 40% af heildareignum. Hrein erlend fjárfesting lífeyrissjóða af VLF – svo erlend eign þeirra verði 40% af heildareignum 2037 5% 4% 3% 2% 1% 0% 2016 2019 2022 2025 2028 2031 2034 2037 Heimild: Greiningardeild Arion banka FJÁRFESTINGAR Hagnaður Eyris Invest jókst um 163% á milli ára og nam 110 millj- ónum evra í fyrra, jafnvirði 13,6 millj- arða króna. Arðsemi eigin fjár Eyris Invest var 34% á árinu og eigin- fjárhlutfallið var 66% við árslok. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Marel hækkaði um 30% á árinu að teknu tilliti til arðgreiðslna. Til sam- anburðar lækkaði Marel um 4% árið 2016 að teknu tilliti til arðgreiðslna, samkvæmt athugun ViðskiptaMogg- ans. Helstu eignir félagsins eru 26% hlutur í Marel og 43% hlutur í Eyri Sprotum. Eyrir hefur verið stærsti hluthafi Marels frá árinu 2005. Eyrir Sprotar fjárfesta í vænlegum vaxtar- fyrirækjum. Við árslok átti fyrirtækið í tíu félögum. Eyrir Invest á einnig þriðjungshlut í Efni Media, sem selur vöru og þjónustu í gegnum netið og samfélagsmiðla. Á liðnu ári seldi Eyrir í Marel fyrir 66,9 milljónir evra, jafnvirði 8,3 millj- arða króna. Fjárfestingafélagið lagði 3,6 milljónir evra, jafnvirði 444 millj- óna króna, í Eyri Sprota. Það keypti sömuleiðis eigin bréf fyrir 748 þúsund evrur. Stærstu hluthafar Eyris Invest eru Landsbankinn með 22%, Þórður Magnússon stjórnarformaður með 19% og Árni Oddur Þórðarson, sonur hans og forstjóri Marels, með 16% hlut. helgivifill@mbl.is Eyrir Invest hagnast um tæplega 14 milljarða Morgunblaðið/Styrmir Kári Þórður Magnússon er stjórnarformaður Eyri Invest og á 19% hlut í félaginu. KAUPHÖLL Alvarlegar truflanir urðu í við- skiptakerfinu hjá kauphöllum Nasdaq á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum, bæði á hluta- bréfamörkuðum og skuldabréfa- mörkuðum, og svo á hrávörumörk- uðum, þegar galli í eldvarnarkerfi varð til þess að búnaður sem geymdur er í gagnaveri þriðja aðila í Svíþjóð varð fyrir skemmdum. Opnað var fyrir viðskipti á íslenska markaðnum kl. 12.40 með uppboði og samfelldum viðskiptum kl. 12.50. Magnús Harðarson, aðstoðarfor- stjóri Nasdaq á Íslandi, segir í samtali við ViðskiptaMoggann, að nú verði farið í að kryfja atvikið til mergjar. Spurður hvort einhver eftirmál geti orðið af lokuninni, segir hann að of snemmt sé að geta sér til um það að svo stöddu. Hann segir að mörkuðum Kaup- hallarinnar hafi verið lokað áður vegna truflana. „En sem betur fer er það fátítt og oftast hefur verið um afmarkaðri atvik að ræða. Okk- ur rekur ekki minni til sambæri- legs atviks áður.“ Hvað þýðir það þegar Kauphöll lokast með þessum hætti? „Alvarlegustu áhrifin eru þau að fjárfestar geta ekki átt viðskipti sín á milli með þá fjármálagjörninga sem lokað er fyrir viðskipti með.“ tobj@mbl.is Skemmdir í búnaði seink- uðu opnun Kauphallar Morgunblaðið/Styrmir Kári Kauphöll Íslands var ekki opnuð fyrr en skömmu fyrir klukkan 13 í gær.Skútuvogi 4, Rvk Rauðhellu 2, Hafnarfirði Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is Vörur fyrir sjávarútveginn Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar Svört- og ryðfrí rör og fittings Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur POM öxlar • PE plötur Lokar af ýmsum gerðum Opið virka daga kl. 8-17 Atvinnuhúsnæði óskast Ca. 600-800 fm atvinnuhúsnæði óskast til kaups á höfuðborgar- svæðinu. Fyrir traustan aðila leitum við að ca. 600-800 fm atvinnuhúsnæði á góðum stað á höfuðborgarsvæðinu. Æskilegt er að um helm- ingur húsnæðisins sé gott verslunar- og skrifstofuhúsnæði og um helmingur húsnæðisins sé iðnaðar- og lagerhúsnæði. Allar nánari upplýsingar veitir Brynjólfur Jónsson hagfræðingur og löggiltur fasteignasali. Farið er að hægja á hagkerfinu og hagvöxtur á Íslandi mun færast nær því sem tíðkast hjá öðrum þróuðum ríkjum, samkvæmt hag- vaxtarspá greiningardeildar Arion banka. Hagvöxtur verður 2,8% í ár, 3,2% árið 2019 og 2,1% árið 2020 gangi spáin eftir. Einkaneyslan mun draga vagninn en íbúðafjárfesting og fjárfesting hins opinbera munu leggja hönd á plóg. Ferðaþjón- ustan mun halda áfram að vaxa en mun hægar en áður, enda raun- gengið í hæstu hæðum. Þrátt fyrir spá um gengisveikingu verður krónan áfram sterk. Færumst nær öðrum þróuðum ríkjum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.