Morgunblaðið - 19.04.2018, Page 4

Morgunblaðið - 19.04.2018, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018FRÉTTIR SVEIGJANLEGOGLIPUR INNHEIMTUÞJÓNUSTA Hafðu samband, við leysum málin með þér! Laugavegur 182, 105 Rvk. | Sími: 510 7700 | momentum@momentum.is Snögg og góð þjónusta Stafrænt prentaðir límmiðar á rúllum Vantar þig lítið upplag? Stafræn límmiðaprentun hentar vel fyrir minni upplög. Pappír, hvítt plast, glært plast og fl. þú velur! Sími 540 1818 | Skemmuvegi 4 | Kópavogi midaprent@midaprent.is | midaprent.is Samkvæmt dagatalinu er sum- arið komið og ekki seinna vænna að huga að garðinum. Um þetta leyti árs fyllast Garðheimar af plöntum og fólki og verður í nógu að snúast hjá Kristínu Helgu og félögum næstu vikurnar og mán- uðina. Hverjar eru helstu áskoranirnar í rekstrinum þessi misserin? Okkar helstu áskoranir eru að erfitt getur reynst að fá nóg af plöntum til að selja viðskipta- vinum okkar. Framleiðsla hér á Íslandi er mjög takmörkuð og erfitt og dýrt að flytja inn plöntur til landsins, bæði vegna fjarlægðar við meginland Evr- ópu, reglna á Íslandi og hárra tolla. Hver var síðasti fyrirlesturinn sem þú sóttir? Ég fór á mjög skemmtilega ráðstefnu í vor á vegum SVÞ þar sem Magnus Lindquist framtíð- arfræðingur talaði. Hann fjallaði um að við þyrftum að vera óhrædd að fara okkar eigin leiðir í framtíðinni. Okkur hættir til að feta öruggu leiðina og fylgja straumnum. Hver myndi leika þig í kvik- mynd um líf þitt og afrek? Brynhildur Guðjónsdóttir. Hún er frábær leikkona og á svo auð- velt með að túlka mismunandi karaktera og svo er hún líka lág- vaxin og dökkhærð eins og ég. Hugsarðu vel um líkamann? Mín aðallíkamsrækt er að vinna í garðinum. Það er svo end- urnærandi að vera úti, innan um plönturnar, eftir erfiðan dag. Mér finnst það vera eins og að fara í jógatíma, kemur ró á hug- ann. Hvert væri draumastarfið ef þú þyrftir að finna þér nýjan starfa? Það er ýmislegt sem kæmi til greina. Það sem vekur helst áhuga minn er hönnun og garð- yrkja og því myndi ég gjarnan vilja vinna á þeim vettvangi eins og ég geri í dag. Einnig væri ég alveg til í að fara aftur í kennslu einhvern daginn Hvað myndirðu læra ef þú fengir að bæta við þig nýrri gráðu? Líklegast væri að MBA-gráða yrði fyrir valinu. Einfaldlega af því að það myndi nýtast mér best í því starfi sem ég er í núna. Hvaða kosti og galla sérðu við rekstrarumhverfið? Kosturinn og gallinn við okkar rekstur er að við erum fjöl- skyldufyrirtæki. Við erum í sam- keppni við fyrirtæki sem eru mun stærri en við og í eigu stórra að- ila, það getur oft verið erfitt. Aft- ur á móti er það líka styrkur að vera minna fjölskyldufyrirtæki þar sem starfsfólk fyrirtækisins er þéttur kjarni sem hefur unnið hér lengi og vinnur vel saman eins og ein stór fjölskylda. Hvað gerirðu til að fá orku og innblástur í starfi? Ég fer á vörusýningar erlendis og heimsæki garðyrkjustöðvar um alla Evrópu. Það hefur mikil þróun átt sér stað í starfsemi þeirra og við reynum að skila þeim áhrifum hingað heim til Ís- lands. Hvaða lögum myndirðu breyta ef þú værir einráð í einn dag? Ég myndi fella niður tolla af pottaplöntum og afskornum blómum sem virðast hafa gleymst í umræðu um niðurfellingu tolla. Þetta eru tollar sem voru settir á til að vernda íslenska framleiðslu fyrir mörgum árum þegar fram- leiðsla á plöntum var mikið meiri en hún er í dag. Þessir tollar eru orðnir tímaskekkja. SVIPMYND Kristín Helga Gísladóttir, framkvæmdastjóri Garðheima Getur verið erfitt að fá nóg af plöntum til að selja Morgunblaðið/RAX Kristín segir að svo virðist sem tollar af pottaplöntum og afskornum blómum hafi gleymst í umræðunni um niðurfellingu tolla. Hún segir tollana tímaskekju og hafa verið setta á þegar aðstæður voru allt aðrar. FYRIR ERFINGJANN Býr lítil kappaksturshetja á heim- ilinu? Gæti verið að litla krílið yrði næsti Marc Márquez eða Danica Patrick? Verður krakkinn alveg óð- ur þegar hann sér flottan sportbíl eða kröftug mótorhjól? Þá er rétta sumargjöfin fundin: Moto Rocker- rugguhesturinn frá þýska hönn- uðinum Felix Monza. Eins og sést á myndunum er um bráðskemmtilegan rugguhest að ræða, sem lítur út eins og mótorhjól af gamla skólanum. Sætið og stýrið eru leðurklædd, fram- og afturljósin eru á sínum stað, og líka voldug eins strokks gervivél. Það er sko ekkert „hott hott“ á þessum hesti, heldur „vrúmm vrúmm“ og eins gott að halla sér inn í beygjuna. Þrenns konar útfærslur eru í boði, og hægt að fá mótorhjóla-ruggu- hestana í hvítum, gráum og grænum lit, eða sérpanta lit- inn (sem lengir afhending- artímann upp í tíu vikur) svo að rugguhesturinn smellpassi örugg- lega við litavalið í barnaherberginu. Moto Rocker er ekki ódýrasti rugguhesturinn í bænum, því hann kostar 1.295 evrur hjá Felix- monza.com. jafnvirði u.þ.b. 160.000 króna. ai@mbl.is Rugguhestur fyrir litla mótorhjólatöffara Moto Rocket minnir á gamaldags mótorhjól og fegrar heimilið. NÁM: Verzlunarskóli Íslands, 1989, stúdentspróf; Háskóli Ís- lands, 1995, B.A. í uppeldis- og menntunarfræði; Háskólinn í Reykjavík, 2008, AMP. STÖRF: 1995-1997 Strá, Starfsmannaráðningar; 1997-2000 Smáraskóli, kennari og námsráðgjafi; 2000-2015 Garðheimar, starfsmannastjóri og verslunarstjóri. Framkvæmdastjóri frá 2015. ÁHUGAMÁL: Garðyrkja, hönnun, ferðalög og góður matur FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég er gift Sigurði E. Þorsteinssyni og á þrjú börn: Tómas Árna, Gísla Snæ og Sigríði Lilju. HIN HLIÐIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.