Morgunblaðið - 19.04.2018, Page 6
6 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018SJÁVARÚTVEGUR
Vélasalan rekur viðurkennt þjónustu-
verkstæði fyrir Cummins á Íslandi
Varahlutir í allar gerðir
Cumminsvéla.
Snögg og áreiðanleg þjónusta.
Verkstæðið er opið 8-17 virka daga
Frá 1940
www.velasalan.is
Sími 520 0000, Dugguvogi 4 , 104 Reykjavík
Margar stærðir og gerðir
af land og sjó rafstöðvum
án eða í húsi frá
Cummins.
RAFSTÖÐVAR BÁTAVÉLAR
Umhverfisvottaðar vélar í hæsta gæðaflokki
Cummins – KRAFTUR – ENDING – ÁREIÐANLEIKI
Versluniner opin
8-18virka daga
Eigum nmargar stærðir og
gerðir af bátavélum frá
Cummins.
Sparneytinn og áhugaverður
valkostur
Sími 520 0000
Verðið kemur á óvart, leitið tilboða.
„Eitt af stærstu verkefnum Sjávar-
klasans hefur verið að tengja saman
fyrirtæki og stofnanir á sameigin-
legum vettvangi sem helgaður er
samgöngum og flutningum í land-
inu. Í gegnum þá vinnu kom fljót-
lega í ljós hve mikilvægt er að þessi
hópur tali saman og að litið sé á
samgöngumál sem eina heild þar
sem allir eiga sameiginlega hags-
muna að gæta. Þannig skiptir miklu
fyrir flug að hafnirnar séu góðar, og
mikilvægt fyrir hafnirnar að öflugar
flugsamgöngur séu til og frá land-
inu.“
Hafa nýtt tækifærin
Þetta segir Þór Sigfússon hjá
Sjávarklasanum en þar var efnt til
fundar fyrr í vikunni þar sem hags-
munaaðilar ræddu tækifæri og
áskoranir í samgöngumálum.
„Fundurinn var umfram allt hugs-
aður til hugflæðis, þar sem leitast
var við að svara stóru spurningunni
um hvernig mætti bæta samkeppn-
ishæfni flutningaþjónustu á Íslandi
og þar með samkeppnishæfni þjóð-
arinnar,“ segir Þór.
Sjávarútvegurinn reiðir sig mjög
á góðar samgöngur innanlands sem
og greiðar flutningaleiðir út í heim
með skipum og flugvélum. „Það
samgöngukerfi sem við búum við í
dag hefur nú þegar gefið íslenskum
sjávarútvegi ákveðið samkeppnis-
forskot sem mætti samt nýta bet-
ur,“ segir Þór og bendir á hvernig
fiskútflytjendur hafa t.d. verið dug-
legir að sækja inn á nýja markaði
fyrir ferskar sjávarafurðir sem hafa
opnast með flugtengingum við fleiri
áfangastaði. „Við höfum svo sann-
arlega notið góðs af því að vera með
mun betri tengingar við umheiminn
en flest önnur lönd af sömu stærð.“
Mætti fljúga fiskinum
beint til neytenda?
En hvernig gæti framtíðin litið út
fyrir sjávarútveginn, ef mörkuð
verður skynsamleg stefna í sam-
göngumálum? Þór nefnir sem dæmi
að tengingarnar við umheiminn
gætu hugsanlega boðið upp á að
neytendur í útlöndum panti sér
ferskan fisk yfir netið og fái sendan
með fyrstu vél beint frá Íslandi og
heim að dyrum, án þess að hafa við-
komu í stórmarkaði. Nýjar og öfl-
ugri dreifileiðir gætu líka þýtt að
sjávarútvegurinn ætti samleið með
stórum seljendum á borð við Ama-
zon Fresh eða Blue Apron sem
senda matvæli heim til fólks. „Við
eigum mun tæknivæddari sjávar-
útveg en flestar aðrar þjóðir, getum
gengið frá vörunni alveg eftir ósk-
um viðskiptavinarins og sent úr
landi í fallegum neytendapakkn-
ingum,“ segir Þór. „Ekki er nóg
með að við höfum fengið aðgang að
fleiri stöðum með öflugu leiðakerfi
skipafélaga og stækkandi leiðakerfi
flugfélaganna, heldur höfum við líka
getuna til að skaffa hágæðahráefni
árið um kring, sem er það sem stór-
ir söluaðilar á netinu krefjast.“
Bendir Þór á að mikið og stöðugt
framboð af fiski þýði að með nægi-
lega góðum tengingum við umheim-
inn geti íslenskur sjávarútvegur
staðið betur að vígi á stöðum eins
og Bandaríkjamarkaði en seljendur
sem eiga greiðari leið inn á mark-
aðinn en geta ekki tryggt nægilegt
vöruframboð. „Þetta barst í tal þeg-
ar ég ræddi við útgerðarmenn við
Mexíkóflóa á síðasta ári, en þá
höfðu stórar bandarískar netversl-
anir leitað til þeirra eftir hráefni.
Þær viðræður strönduðu á að ekki
var nægileg samstaða á meðal út-
gerðarfyrirtækjanna um að tryggja
viðunandi hráefnisframboð allan
ársins hring. Eitt af okkar stærstu
trompum hér á Íslandi er að geta
þjónustað jafnvel allra stærstu við-
skiptavini hnökralaust, á öllum árs-
tímum.“
Góðar samgöngur
gefa sjávarútvegi
samkeppnisforskot
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Í framtíðinni gætu neyt-
endur í útlöndum kannski
pantað íslenskan fisk yfir
netið, alveg milliliðalaust,
og fengið hann sendan
beint heim að dyrum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vigri siglir út úr Reykjavíkurhöfn. Greiðar samgöngur hafa haft mikið að segja fyrir árangur sjávarútvegsins.
Morgunblaðið/RAX
Þór Sigfússon bendir á að þegar saman fara góðar tengingar við erlenda
markaði og stöðugt framboð af fiski standi mörg tækifæri til boða.
Gísli Gíslason, hafnarstjóri Faxa-
flóahafna, var meðal þátttakenda á
umræðufundi Sjávarklasans. Hann
segir tímbært að taka samgöngu-
áætlun til endurskoðunar. „Nú eru
liðin liðlega tíu ár síðan í fyrsta
skipti voru samþykkt lög um sam-
gönguáætlun, og var það mjög já-
kvætt skref. En nú er kominn tími
til að skerpa enn frekar á mark-
miðasetningu áætlunarinnar, m.a.
með það fyrir augum að láta að-
skilda samgönguinnviði vinna bet-
ur saman,“ segir hann. „Ætti um
leið að líta á uppbyggingu á sam-
göngusviðinu sem tækifæri til hag-
vaxtar, frekar en bara sem fjárfrekt
vandamál sem þurfi að leysa.“
Gísli bendir á að það skapi strax
ákveðið vandamál að ábyrgð á
samgöngumannvirkjum dreifist
mjög víða. „Vegakerfið er meira og
minna á hendi ríkisins, flugið er
aftur á móti í opinberu hlutafélagi
og sveitarfélögunum hefur verið
falin uppbygging og rekstur hafn-
anna. Bæði þarf að samræma
ákveðna hluti innan þessa stóra
hóps, þegar teknar eru ákvarðanir
um framtíð samgöngumála, og
einnig þurfa fleiri að koma að
borðinu og leggja sitt af mörkum
við gerð bættrar samgönguáætl-
unar.“
Hvað hafnamálin snertir segir
Gísli að reikna megi með að sigl-
ingar í Norðurhöfum muni aukast
mikið á komandi árum og áratug-
um og dýrmæt tækifæri fólgin í því
að byggja upp hafnarmannvirki
sem gætu þjónustað umferð flutn-
ingaskipa umhverfis Ísland. „En
það er líka ljóst að allir þeir 36
hafnarsjóðir sem eru núna starf-
ræktir á Íslandi munu seint hafa
burði til að taka á móti þessari
skipaumferð og væri skynsamleg-
ast að hafa framtíðarstefnu um
uppbyggingu ákveðinna lands-
hlutahafna sem gætu þjónað
þessu hlutverki,“ segir hann og
bendir á að samanlagt hafi hafn-
irnar um 8-9 milljarða í tekjur og
því ljóst að afgangur af rekstri
þeirra muni seint nægja til að
standa undir mikilli uppbyggingu.
„Frekar en að líta á þannig á að
hafnir séu bundnar tilteknum
sveitarfélagamörkum ætti að líta
þannig að þær þjóni heilu land-
svæði, þar sem hafnir, vegakerfi
og flugvellir spila saman til að
skapa sterkari búsetuskilyrði og
skila um leið samfélaginu arði,“
segir hann. „Það er mikilvægt að
fleiri hafnir geti tekið þátt í inn- og
útflutningi frá landinu, en líka að
ávinningurinn sé ekki bara sam-
félagslegur heldur að þessi mann-
virki skili þjóðfélaginu nægilegum
arði af þeim fjármunum sem til
þeirra er varið.“
Tímabært að skerpa á samgönguáætlun
Gísli vill sjá að því stefnt að samgönguinnviðir vinni enn betur saman.
Morgunblaðið/Kristinn