Morgunblaðið - 19.04.2018, Page 9

Morgunblaðið - 19.04.2018, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 9FRÉTTASKÝRING Þjónustan sem Rimmer talar um er veitt í gegnum margvíslega nema og myndavélar sem samstarfsfyrirtæki Alarm.com eða viðskiptavin- irnir sjálfir setja upp á heimilum sínum. Dyra- skynjarar, þrýstinemar í rúmum og sófum, dyrasímamyndavélar, vatnsnemar og hreyfan- legar myndavélar í almannarýmum, eins og í stofunni til dæmis. Til að kynnast þessu nánar var blaðamanni boðið í heimsókn í sérstakt snjallhús Alarm.com í Washington, ekki langt frá höfuðstöðvum fyrirtækisins. Snjallhúsið er innréttað eftir kúnstarinnar reglum og var ekki laust við að manni þætti dálítill framtíðarbragur á hlutunum, enda er þarna nánast allt vaktað og skráð sem hugsast getur, til hagsbóta og aukins öryggis fyrir íbúa. Að auki hefur Alarm.com með samningi við Apple, Amazon Alexa og Go- ogle Home gert fólki kleift að tala við heim- ilistækin í húsinu. „Samstarfsaðilar eins og Securitas á Íslandi eru fullkomnir fyrir okkur. Þetta eru fyrirtæki sem eru með öryggismálin í forgrunni, og eru núna byrjuð að nota Alarm.com-grunnkerfið til að víkka sína þjónustu út í aukna sjálfvirkni, vídeóvöktun, snjalllýsingu og hitt og þetta skemmtilegt, eins og sjá má í snjallhúsinu. En allt er þetta grundvallað á öryggisþjónustu fyrir fólk og fyrirtæki. Securitas er samstarfsaðili eins og við viljum að samstarfsaðilar okkar séu.“ Rimmer rekur í stuttu máli sögu Alarm.com með blaðamanni, en fyrirtækið var stofnað af upplýsingatæknifyrirtækinu MicroStrategy. „Þó að fyrirtækið hafi upprunalega, undir sínu gamla nafni, ekki snúist beint um viðvörunar- boð og öryggismál, þá hefur fyrirtækið frá upp- hafi snúist um gögn. MicroStrategy var gagna- fyrirtæki, og hugmyndin þá, rétt eins og nú, gekk út á hvernig hægt væri að draga saman gögn sem í dag streyma frá öllum nemunum og myndavélunum, og búa til úr þeim verðmæti. Það sem fólk sér utan frá í dag er þetta alþjóð- lega snjallfyrirtæki sem Alarm.com er, með þessar frábæru öryggislausnir sem stýrt er í gegnum smáforrit í snjallsímanum, en undir niðri er gríðarlegt magn gagna og allt snýst um þau.“ Rimmer segir að öll gögn úr nemum Alarm.com skráist í gagnagrunn fyrirtækisins, hvort sem það eru gögn frá hreyfi-, þrýsti- eða hitaskynjurum, sem og gögn frá myndavélum, myndbandsupptökuvélum og hljóð. „Þetta skrá- ist allt, en auðvitað er þetta allt nafnlaust og dulkóðað. Þetta gefur okkur hinsvegar gríð- arlegt magn af upplýsingum til að vinna úr, og hjálpar okkur að sjá hvað það er sem fær við- skiptavininn til að vilja halda áfram viðskiptum við okkur. Upplýsingarnar nýtast svo sam- starfsaðilum okkar til að vinna sína markaðs- vinnu, eins og til dæmis hvaða þjónustu væri sniðugt að bæta við hjá viðskiptavini svo hann haldi áfram í viðskiptum. Við erum núna að vinna með uppsöfnuð gögn frá samtals 18 árum, og viðskiptavinir eru um sex milljónir talsins.“ 90% halda áfram ef ráðum er fylgt David Rimmer segir að fyrirtækið hafi skil- greint sex atriði sem hjálpi samstarfsaðilum að halda áskrifendum í viðskiptum. Að passa að hafa rétt netfang er til dæmis eitt þeirra, annað er að kveikja á staðsetningarþjónustu í síman- um. „Ef viðskiptavinir nota þessa sex hluti þá lækkar hlutfall þeirra sem hætta í viðskiptum gríðarlega mikið. Við gerðum úttekt á því í Bandaríkjunum að á fjögurra ára tímabili myndu 50% viðskiptavina hætta á endanum ef þeir gera ekkert af þessum sex hlutum, þar sem þeir myndu ekki að fá nægt virði út úr þjónust- unni. En ef þeir gera alla sex hlutina, þá munu 90% viðskiptavina halda áfram í viðskiptum. Þetta er eitt af þeim „verkfærum“ sem við bjóð- um samstarfsaðilum okkar, til að hjálpa þeim að viðhalda sínum viðskiptum. Þetta dregur veru- lega úr uppsögnum þjónustunnar.“ Eins og rakið er hér annars staðar á síðunni þá er félagið 18 ára gamalt og hefur vaxið ævintýralega frá stofnun. Eins og Rimmer bendir á tók það félagið 10 ár að ná einni milljón viðskiptavina, en eftir það tók það félagið sjö ár að ná sex milljónum viðskiptavina. „Vöxturinn er mjög hraðar, kúrfan er eins og íshokkíkylfa í laginu.“ Rimmer segir að tæknilega hafi hraður vöxt- urinn verið áskorun fyrir félagið, þar sem ráð- ast hafi þurft í breytingar á tæknilegri grunn- gerð. „Við þurftum að færa allt yfir í sýndar- umhverfi til að styðja við vöxtinn og vera „teygjanlegri“.“ Árið 2016 voru skráðar að sögn Rimmer 30 milljarðar gagnasendinga frá áskrif- endum kerfisins. Ein milljón boða komu á 15 mínútna fresti og sjö milljónir atvika voru skráðar þar sem kerfi var sett á vörð og tekið af verði á hverjum einasta degi. Halloween stærsti dagurinn Til gamans má geta þess að sá dagur ársins þar sem flest boð berast frá Alarm.com- snjallöryggiskerfum er hrekkjavakan, enda er það sá dagur þar sem stöðugur straumur barna er að útihurðum Bandaríkjamanna. Þá taka dyrabjöllumyndavélarnar við sér og senda boð í hvert skipti sem einhver nálgast. Fjöldi boða er 10-12 sinnum meiri þann dag en aðra daga ársins, og Alarm.com þarf að fjórfalda tæknilega getu sína á meðan þetta gengur yfir, að því er Alex Freias, tæknilegur fram- kvæmdastjóri félagsins, sagði frá á kynningu. Einn áhugaverður vinkill á snjalllausnum eins og Alarm.com býður er það sem snýr að heilsu og umönnun (Wellness). Til útskýringar nefnir Rimmer þrýstinema undir rúmum. Neminn skynjar breytingu á þrýstingi, til dæmis ef amma eða afi fara á klósettið um miðja nótt. Ef neminn skynjar ekki aðra breyt- ingu fljótlega, segir það að viðkomandi hafi ekki skilað sér aftur í rúmið, sem er þá vís- bending um að eitthvað sé mögulega ekki eins og það á að vera. „Mörg fyrirtæki notfæra sér ekki þessar gagnasendingar, heldur hlusta bara á viðvör- unarboð. Við notum gögnin til að búa til nýja þjónustu.“ Rimmer segir að samstarfsaðilar fyrirtæk- isins alþjóðlega séu misstórir, en sumir bæti við sig áskrifendum á ógnarhraða. „Við erum með nokkra samstarfsaðila hér í Bandaríkj- unum sem bæta við sig hundruðum þúsunda viðskiptavina á ári. Þess vegna þurfum við að vera tæknilega tilbúin að taka við slíkum fjölda gagnasendinga á mjög skömmum tíma. Við er- um til dæmis með einn samstarfsaðila hér rétt fyrir utan Washington sem bætir við sig um 10 þúsund nýjum áskrifendum á mánuði.“ Þó að skilja megi á þessari grein að þeir sem kaupi sér snjalllausnir frá Securitas með undirliggjandi tækni Alarm.com noti Al- arm.com-viðmótið, þá er Alarm.com hvergi sjá- anlegt á yfirborðinu. „Þó að smáforritið sé frá okkur, þá er það alltaf útlit viðkomandi sam- starfsaðila sem er lagt ofan á, sem er Sec- uritas í þessu tilfelli. Við erum eins og Intel- örgjörvinn sem keyrir tölvurnar í bakgrunn- inum.“ Forstjóri áhugasamur um Ísland Þó að Ísland sé lítill markaður, þá er greini- lega engu minna púðri eytt í samstarfið við íslenska samstarfsaðilann en aðra. Í heim- sókninni til höfuðstöðvanna var heill dagur tekinn undir margvíslega undirbúningsfundi, með háttsettum yfirmönnum félagsins. „Öll lönd eru mikilvæg fyrir okkur, lítil og stór. Ísland er auðvitað lítill markaður, en samt góður. Þar búa hundruð þúsunda manna og öryggi heldur áfram að vera mikilvægt, og mestu skiptir að ná samningi við fyrirtæki sem vill víkka út öryggisstarfsemi í snjallari heimi. Forstjórinn okkar [Stephen Trundle] er mjög áhugasamur um Ísland,“ segir Rim- mer. Alarm.com færir sig nú hægt og rólega til Evrópu, sem og fleiri landa og heimsálfa. Eins og Rimmer bendir á þá vill forstjórinn „mála heiminn appelsínugulan“, þ.e. í einkennislit Alarm.com. Spurður um næstu skref fyrir Alarm.com alþjóðlega, segir Rimmer að fyrirtækið búi að traustum viðskiptum í Bandaríkjunum, þar sem fyrirtækið sé leiðandi, og meira en eitt af hverjum tveimur nýjum öryggiskerfum sem tengd eru þar í landi sé tengt við Alarm.com. „Alþjóðlega teymið okkar hefur vaxið hratt á síðustu 2-3 árum. Fyrir þremur árum vorum við rúmlega 10 en við erum um 30 í teyminu núna.“ Nú þegar hefur Alarm.com náð góðri fót- festu í löndum eins og Ástralíu, Portúgal, Nýja-Sjálandi, Suður-Afríku, Suður-Ameríku og Tyrklandi, sem og í Kanada. Næst á dag- skrá er að fara inn í APAC-löndin, þ.e. Suður- og Suðaustur Asíu. Rimmer nefnir einnig Benelux-löndin, sem og Norðurlönd, Írland og Spán, en fyrirtækið er að byggja upp starfsstöð og gagnaver í Amsterdam í Hollandi til að styðja við þessa uppbyggingu. Þá er önnur aðalskrifstofan í Madrid á Spáni. Morgunblaðið / Þóroddur Bjarnason heiminn appelsínugulan Í snjallhúsi Alarm.com í Washington er eftirlitið tekið á annað stig með þrýstinemum í rúmum, myndavélum inni og úti, vatns- og hitaskynj- urum, snjalllásum og samtengingu við Alexa og Google Home svo eitthvað sé nefnt. David Rimmer segir skemmtilega sögu af uppruna Alarm.com. „Þegar internetbólan stóð sem hæst um síðustu aldamót keypti gagnagraftar (e. data mining) fyrirtækið MicroStrategy fullt af fimm stafa vefslóðum, og þar á meðal var Alarm.com og Angel- .com. Félagið lét ungt fólk sem kom til starfa hjá fyrirtækinu fá vefslóðirnar og fól því það verkefni að finna góða viðskiptahugmynd sem byggðist á slóðinni,“ segir Rimmer. Hann segir að þrjú verkefni hafi komist vel á legg, en allt í allt var um 50 vefslóðum út- deilt. „Alarm.com hefur náð lengst.“ Angel.com varð einnig stórt fyrirtæki í fjarskiptatækni, en var á endanum yfirtekið af Genesys og heitir núna Genesys Cloud. Alarm.com óx hægt en örugglega fyrstu árin, en kippur kom í vöxtinn eftir að fram- takssjóðurinn ABS Capital Partners keypti fyrirtækið í febrúar árið 2009 á 27,7 milljónir bandaríkjadala. Félagið var síðan skráð á hlutabréfamarkað árið 2015. Gengi félagsins á Nasdaq er í dag 43 dalir á hlut, og heildarmarkaðsvirðið er tæpir tveir milljarðar dala, um 200 milljarðar króna. Nýir starfsmenn fengu 50 vefslóðir til að spreyta sig á Ljósmynd / Ólafur Friðrik Sigvaldason Útboðsgengi Alarm.com á Nasdag árið 2015 var 14 dalir á hlut, en er nú 43 dalir á hlut.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.