Morgunblaðið - 19.04.2018, Síða 10

Morgunblaðið - 19.04.2018, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018FRÉTTIR Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is silestone.com Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið ©The Financial Times Limited 2014. Öll réttindi áskilin. Ekki til endurdreifingar, afritunar eða endurritunar með neinum hætti. Öll ábyrgð á þýðingum er Morgunblaðsins og mun Financial Times ekki gangast við ábyrgð á þeim. Af síðum Núna stendur yfir öflugt hagvaxtar- skeið í alþjóðahagkerfinu. Vöxturinn er ekki jafn hraður og hann var á ár- unum 2003 til 2007, en í ljósi þess hvernig það tímabil endaði þá ættum við að vera þakklát fyrir það. Bæði hagvöxtur ársins 2017 og spár Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) fyrir árin 2018 og 2019 eru hærri en á nokkru öðru ári eftir fjármálahrun, ef undan eru skilin árin 2010 og 2011 þegar heimsbyggðin náði að spyrna sér upp af botni kreppunnar. Það sem við sjáum í dag er því tímabil viðkvæms efnahagsbata. Í síðustu skýrslu AGS um horfur í heimsbúskapnum (World Economic Outlook) hækkaði sjóðurinn hag- vaxtarspá sína um nærri 0,2 pró- sentustig frá fyrri spá frá því í októ- ber 2017. Munar þar mest um þróuðu hagkerfin þar sem spáin er hækkun að meðaltali um 0,5 og 0,4 prósentustig árið 2018 annars vegar og 2019 hins vegar. Bretland er hið eina af sjö lykilhagkerfum heimsins þar sem spá er ekki hækkuð og kem- ur það til vegna neikvæðra áhrifa Brexit. Kannski kemur hvað mest á óvart, í ljósi vaxandi tals um vernd- artollastefnu í Bandaríkjunum, að spár um umfang alþjóðaviðskipta hafa líka batnað. Er því núna spáð að alþjóðaviðskipti aukist 1,1 pró- sentustigum hraðar árið 2018 og 0,8 prósentustigum hraðar árið 2019. Gert ráð fyrir vaxtahækkun Tvær helstu ástæðurnar fyrir því að alþjóðahagkerfið er svona stönd- ugt og að vaxandi bjartsýni ríkir yfir skammtímahorfunum er að sú um- gjörð sem stjórnvöld hafa skapað atvinnulífinu hefur að mestu leyti haldist góð og að heimsbyggðinni hefur tekist að komast hjá meiri- háttar neikvæðum efnahagsáföllum frá því hrávöruverð hrundi 2014 og 2015. Markaðir vænta þess að stýri- vextir í Bandaríkjunum muni hækka nokkuð skarplega í október. En þótt svo verði er ekki hægt að segja að peningastefnan sé aðhaldssöm í sögulegu samhengi, því búist er við að jafnvel snemma á árinu 2021 verði stýrivextir ennþá undir 3%. Þessi bjartsýni markaða skýrist að stórum hluta af því að verðbólga, og þá einkum launaverðbólga, hefur verið með minnsta móti, þrátt fyrir lítið atvinnuleysi. Önnur hátekju- lönd eru langt á eftir Bandaríkj- unum þegar kemur að því að hækka stýrivexti. Við peningastefnuna, sem enn er hvetjandi, ætti að bæta við örvunar- aðgerðir bandarískra stjórnvalda í formi skattalækkunar án fjármögn- unar á móti. Eftirlitsstofnun Banda- ríkjaþings, Congressional Budget Office, spáir því að frá 2019 til 2027 verði ríkissjóður rekinn með halla sem nema mun rétt undir 5% af landsframleiðslu. Þessi blanda af „byssum og smjöri“ í hagkerfi þar sem atvinnuleysi er með minnsta móti, minnir mig á seinni hluta sjö- unda áratugarins og byrjun þess átt- unda. Það tímabil endaði mjög illa. Spá AGS gerir ekki ráð fyrir þess háttar skakkaföllum. Hún lætur nægja að segja að ríkisfjármála- stefna Bandaríkjanna taki að láni framtíðarhagvöxt. Hættur til lengri tíma litið Hvaða hættur steðja þá að þegar framtíðin lítur svona vel út? Sjóð- urinn telur að til skemmri tíma séu hætturnar óverulegar. Hið jákvæða er að mikil bjartsýni gæti valdið því að bæði fjárfesting og neysla ykist meira en spáð hefur verið. Aukin fjárfesting gæti líka leitt til þess að framleiðni yxi hraðar og héldi þar af leiðandi aftur af verð- bólgu. Neikvæða hliðin er að óvissa ríkir á stjórnmálasviðinu. Ef það veldur því að ólga skapast á mörk- uðum þá gæti bjartsýni minnkað mikið og eftirspurn dregist saman um leið. Evrusvæðið er eitt af þeim svæðum sem gætu verið ber- skjölduð, en líkt og Gavyn Davies hefur bent á þá hefur þar hægst óvænt á hagvexti. Til lengri tíma litið virðast hætt- urnar verða alvarlegri. Það gæti vissulega verið að við séum núna við upphaf tímabils langvarandi og örs hagvaxtar sem knúinn er áfram af uppsafnaðri sveiflu í framleiðnivexti, og þar sem þróuðu og vanþróuðu hagkerfin ganga í takt. En hætt- urnar þarf þó að taka mjög alvar- lega. Skuldasöfnun á heimsvísu, sem hlutfall af landsframleiðslu, er jafn mikil í dag og hún var fyrir áratug, þó svo að samsetning skuldanna hafi breyst. Núna eru það ríkissjóðir og fyrirtæki utan fjármálageira sem safna skuldum, en ekki heimilin og fjármálafyrirtækin. Mikilvægir eignaflokkar eru líka mjög hátt verðlagðir. AGS bendir á að „hafa má hemil á þeirri hættu sem skulda- söfnun veldur svo fremi að hag- vöxtur á heimsvísu haldi dampi og lánsvextir haldist lágir,“ en ef verð- bólga myndi óvænt hækka, pen- ingastefnan yrði hert hraðar en bú- ist var við og líftímaálag skuldabréfa hækka um leið, þá myndu vandamál vegna skuldasöfnunarinnar koma upp á yfirborðið, hugsanlega með hörmulegum afleiðingum. Ef það gerðist þá myndu seðlabankar hafa lítið svigrúm til að bregðast við. AGS bendir líka á að mikill vöxtur „raf- rænna eigna“ og gloppur í tölvu- og netöryggi gætu reynst skaðleg. Áhrif alþjóðastjórnmála Enn fremur hefur myndast djúp- stæð spenna á vettvangi alþjóða- stjórnmálanna. Það sést hvað stefna Bandaríkjanna í alþjóðaviðskiptum er galin, þegar því er spáð að í stað þess að minnka, þá muni hallinn á viðskiptum við útlönd aukast vegna örvunaraðgerða stjórnvalda. Það mun ekki koma í veg fyrir að Donald Trump Bandaríkjaforseti skelli skuldinni á undirförula útlendinga. Eins og Maurice Obstfeld, efnahags- ráðgjafi AGS, bendir á í áhugaverðri setningu: „Þá þarf að styrkja það reglubundna og fjölþjóðlega við- skiptakerfi sem komst á eftir seinni heimsstyrjöld, og sem stuðlaði að meiri hagvexti á heimsvísu en nokkru sinni áður. Í staðinn er hætta á að þetta kerfi verði rifið nið- ur.“ AGS er stofnun sem varð til á tímum þegar meiri skynsemi var ríkjandi. Það er gott ef við höfum það hugfast. Og nú þegar nýtt stórveldi er að verða til og ógnar stöðu þess lands sem í dag leiðir heimsbyggðina – og þegar síðarnefnda ríkið hefur snúið baki við því alþjóðakerfi sem það kom sjálft á laggirnar – þá væri frá- leitt að sýna værukærð. Sá sem vill reyna að skilja þá pólitísku krafta sem liggja að baki ringulreiðinni sem hefur skapast, gæti átt auðveld- ara með það ef hann skoðar kaflann í skýrslu AGS um atvinnuþátttöku í þróuðu hagkerfunum. Atvinnu- þátttaka karlmanna minnkaði í næstum öllum hátekjulöndum frá 2008 til 2016, á meðan atvinnuþátt- taka kvenna jókst nær alls staðar. Slíkt er ekki samfélagslega skaðlaus leið til að stuðla að meiri jöfnuði á milli kynjanna. Það sem meira er, þá hefur Bandaríkjunum ekki einu sinni tekist að auka atvinnuþátttöku kvenna. Vinnumarkaðurinn þar hef- ur verið afleitur. Þetta er bara ein hlið á mun viðameira kennslubók- ardæmi, sem er það að ríki sem verður sjálfu sér efnahagslega sund- urþykkt fær ekki staðist. Fyrir um áratug fengum við að upplifa kreppu sem varð inni í hinu alþjóðlega kerfi. En stjórnmála- menn komu í veg fyrir að útkoman yrði sú að sjálft kerfið kæmist í upp- nám. Núna, þegar hagsveiflan fleyt- ir okkur upp á við, þá stöndum við andspænis slíkri hættu í kerfinu sjálfu. Við lifum á tímum efnahags- legra og pólitískra veikleika. Alvöru efnahagsbati er að eiga sér stað. En, vel að merkja, það á einnig við um veikleikann. Batnandi en brothættur heimsbúskapur Eftir Martin Wolf Raunverulegur efnahags- bati er að eiga sér stað í heimsbúskapnum en á sama tíma lifum við á tím- um vaxandi efnahagslegra og pólitískra veikleika, að mati greinarhöfundar. AFP Christine Lagarde er framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem spáir nú auknum hagvexti í heiminum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.