Morgunblaðið - 19.04.2018, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 19. APRÍL 2018 13SJÓNARHÓLL
Vatnagörðum 22 | 104 Reykjavík | Sími 585 8300 | sala@postdreifing.is | postdreifing.is
FJÖLPÓSTUR
SEM VIRKAR
*könnun Zenter apríl 2016.
61% landsmanna lesa fjölpóst
70% kvenna lesa fjölpóst
58% neytenda taka eftir tilboðum á
vöru og þjónustu í gegnum fjölpóst*
Dreifum sex daga vikunnar inn á 80.000 heimili
MARKHÓPURINN ÞINN BÍÐUR
EFTIR TILBOÐI FRÁ ÞÉR
Hafðu samband og við gerum þér tilboð í þá þjónustu sem þér hentar
BÓKIN
Það er ekki laust við að frumkvöðlar
þurfi að vera örlítið geggjaðir. Oftar
en ekki fórna þeir því öryggi og
tekjum sem fylgir því að vera venju-
legur launþegi til þess að
elta draum sem mæl-
ingar sýna að allar líkur
eru á að muni ekki ræt-
ast. Háleitar hugsjónir
eða gróðavon – eða
blanda af þessu tvennu –
knýja þá áfram á þeirri
löngu og erfiðu göngu að
gera góða viðskipta-
hugmynd að stöndugum
rekstri.
Það sem meira er, að
þegar umfjöllun fjölmiðla um stjörnu-
sprotana er skoðuð mætti halda að
þeir einu sem eigi erindi við sprota-
heiminn séu ofvitar og sérvitringar,
hálfgerð ofurmenni eða óttalausir
ólátabelgir, sem virðast næstum því
gera sér það að leik að stofna risafyr-
irtæki á borð við Tesla, Uber, eða Fa-
cebook, eða leiddist svo námið við
Harvard að þeir ákváðu að stofna nýtt
stórveldi í bílskúrnum hjá foreldrum
sínum.
Rand Fishkin segir mjög bjagaða
mynd hafa verið dregna upp af frum-
kvöðlum, og hann langar að hug-
hreysta allt það venjulega fólk sem
vill taka stökkið og stofna fyrirtæki.
Fishkin, sem er stjórnandi og einn
af stofnendum markaðshugbún-
aðarfyrirtækisins Moz,
er höfundur bókarinnar
Lost and Founder: A
Painfully Honest Field
Guide to the Startup
World.
Hann bendir þar á að
flestir stofnendur sprota-
fyrirtækja eru í sömu
sporunum: Þeir hafa
ósköp litla hugmynd um
hvað þeir eru að gera og
þurfa að læra hlutina jafnóðum. Hann
segir líka að nær allir árangursríkir
frumkvöðlar eigi sáralítið sameig-
inlegt með mönnum eins og Musk,
Zuckerberg eða Kalanick.
Fishkin vill með bókinni bæði hug-
hreysta frumkvöðla og gefa þeim
hagnýt ráð. Hefur hann safnað sam-
an alls kyns hagnýtri þekkingu um
sprotarekstur og heilræðum um allt
frá því hví hvernig má biðja fjárfesta
um pening yfir í hvernig hægt er að
koma sprotanum í verð sem allra
fyrst. ai@mbl.is
Góð ráð fyrir ráð-
villta frumkvöðla
Í upphafi þessa árs birti höfundur grein undir yfir-skriftinni „Um fullveldi“. Óhætt er að segja að reynthafi á fullveldisrétt í kjölfar þessara skrifa – og þá
einkum í tengslum við stöðu íslenskra ríkisborgara
erlendis. Í þessari grein verður fjallað um það hvað ger-
ist ef íslenskur ríkisborgari lendir í aðstæðum erlendis
sem kalla á viðbrögð af hálfu íslenska ríkisins og mis-
munandi möguleika stjórnvalda til að gæta hagsmuna
þegna sinna á erlendri grundu.
Íslenskir ríkisborgarar eru flestir staddir hér á landi
og falla því undir fullveldisrétt íslenska ríkisins. Ef ís-
lenskir ríkisborgarar ferðast út fyrir lögsögu íslenska
ríkisins falla þeir undir fullveldisrétt þess ríkis þar sem
þeir eru staddir hverju sinni. Af því leiðir að umrætt
ríki, svokallað móttökuríki, hefur lögsögu yfir ríkisborg-
urunum, eins og sínum eigin
ríkisborgurum. Aftur á móti gilda
ekki alfarið sömu reglur um er-
lenda ríkisborgara og ríkisborg-
ara móttökuríkisins af þeirri
ástæðu að erlendir ríkisborgarar
eru, eins og heiti þeirra ber með
sér, erlendir ríkisborgarar. Sú
staða að erlendur ríkisborgari
fellur undir lögsögu annars ríkis
leiðir til þess að móttökuríkið
getur ekki komið fram við hann
eins og því sýnist, þar sem heima-
landi ríkisborgarans er ekki sama
hvernig komið er fram við rík-
isborgara þess.
Tvö tilvik hafa verið til umræðu nýverið um stöðu ís-
lenskra ríkisborgara erlendis – annars vegar stöðu ís-
lenskrar konu sem varð fyrir slysi á Spáni og sætti
sakamálarannsókn þar og hins vegar stöðu íslensks
manns sem saknað er í Sýrlandi. Þar sem báðir ein-
staklingar voru staddir erlendis féllu þeir undir fullveld-
isrétt annarra ríkja en þó með mismunandi hætti.
Hvað fyrra tilvikið varðar virðist ljóst af fjölmiðla-
umfjöllun að slys hafi átt sér stað og að spænsk yfirvöld
hafi haft rökstuddan grun um meint refsivert athæfi
konunnar. Af almennum reglum þjóðaréttar leiðir að
hún féll undir fullveldisrétt spænska ríkisins á meðan
hún dvaldi þar. Engu að síður er um íslenskan rík-
isborgara að ræða og því hafði íslenska ríkið hagsmuni
af því að hún nyti að minnsta kosti sömu meðferðar og
spænskir ríkisborgarar í sömu stöðu, nánar tiltekið hlyti
viðeigandi læknismeðferð og að mannréttindi hennar
væru virt. Af þessari ástæðu létu íslensk stjórnvöld sig
málið varða og heimsótti fulltrúi þeirra konuna og kann-
aði að hún fengi læknismeðferð og að farið væri eftir
reglum spænskra sakamálalaga. Af 5. gr. alþjóðasamn-
ings um ræðissamband frá árinu 1963 áttu stjórnvöld
rétt á því að kanna stöðu konunnar og ganga úr skugga
um að hagsmunir hennar væru tryggðir og aðstoða
hana, ef hún þess óskaði, við að njóta tiltekinna lág-
marksréttinda.
Hvað seinna tilvikið varðar virðist ljóst að íslenskur
ríkisborgari hafi ákveðið að taka þátt í borgarastyrjöld-
inni – m.ö.o. tekið með virkum hætti þátt í vopnuðum
átökum stríðandi fylkinga. Í
þessu tilviki er íslenskur ríkis-
borgari staddur á landsvæði þar
sem fleiri en einn hópur gerir
kröfu til þess að fara með yf-
irráð og því enginn einn aðili
með óskoraðan fullveldisrétt. Í
opinberri umræðu hafa íslensk
stjórnvöld verið gagnrýnd fyrir
aðgerðarleysi. Aftur á móti hef-
ur komið fram að íslensk stjórn-
völd hafa leitað atbeina ríkja
sem láta sig þetta svæði varða,
hvort sem um ríki á svæðinu er
að ræða eða ríki sem hafa meiri
áhrif í skjóli stærðar sinnar.
Óhætt er að fullyrða að mjög erfitt er fyrir íslensk
stjórnvöld að staðreyna atvik máls á svæði fyrir botni
Miðjarðarhafs sem ekki lýtur stjórn eins tiltekins aðila
og er í órafjarlægð frá Íslandi.
Af framansögðu er ljóst að íslenska ríkið getur látið
málefni ríkisborgara sinna varða þegar þeir yfirgefa
fullveldislögsöguna. Hins vegar ber íslenska ríkinu að
virða fullveldisrétt annarra ríkja og hefur það takmark-
að svigrúm til að láta sig málefni íslenskra ríkisborgara
varða á erlendri grundu. Með sama hætti þurfa erlend
ríki að virða fullveldisrétt íslenska ríkisins þegar mál er-
lendra ríkisborgara koma upp hér á landi. Sú staða leið-
ir af eðli fullveldisréttarins og þeirrar staðreyndar að
ríkisborgararnir falla undir fullveldisrétt annarra ríkja.
Fullveldi í framkvæmd
LÖGFRÆÐI
Finnur Magnússon
hæstaréttarlögmaður og aðjúnkt
við lagadeild Háskóla Íslands
”
Tvö tilvik hafa verið til
umræðu nýverið um
stöðu íslenskra ríkis-
borgara erlendis... Þar
sem báðir einstaklingar
voru staddir erlendis
féllu þeir undir fullveldis-
rétt annarra ríkja en þó
með mismunandi hætti.