Morgunblaðið - 19.04.2018, Page 16
SETTU STARFSFÓLKIÐ
Í BESTA SÆTIÐ
VIÐSKIPTA
Viðskiptablað Morgunblaðsins Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100, vidsk@mbl.is. Útgefandi Árvakur hf.
Umsjón Sigurður Nordal fréttastjóri, sn@mbl.is. Auglýsingar sími 5691111, augl@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
VIÐSKIPTI Á MBL.IS
Karl Wernersson verður gjaldþrota
Bókunarrisi gjaldþrota
Fer í samkeppni um viðskiptafarþega
Milljarðar í nýjan turn
Íslandsáhugi á Google fer dvínandi
Mest lesið í vikunni
INNHERJI
RÉTTARRÍKIÐ ÞÓRODDUR BJARNASON
SKOÐUN
Mundi Vondi, framkvæmdastjóri
Klang, segir í samtali við Viðskipta-
Moggann að félagið hafi farið í gegn-
um nokkrar minni hlutafjáraukn-
ingar áður en kom að þessari
langstærstu til þessa, sem fyrirtækin
Firstminute Capital, Neoteny, Mosa-
ic Ventures og Novator tóku þátt í.
„Þetta gerir okkur kleift að fara í
fulla framleiðslu á leiknum. Við erum
18 starfsmenn núna en stefnum að
því að verða 40 fyrir árslok og halda
okkur í þeirri stærð þar til leikurinn
kemur út. Við höfum verið að fjár-
magna undirbúningsvinnuna hingað
til. Síðast fengum við samtals eina
milljón dala frá Reid Hoffman, með-
stofnanda Linkedin, Joi Ito, stjórn-
anda Media Lab bandaríska MIT-
háskólans, og Davíð Helgasyni, for-
stjóra Unity Technologies. Það veitti
okkur mikið traust að fá svona magn-
aða gaura með okkur,“ sagði Mundi.
Gefinn út árið 2020
Klang hefur þegar sent frá sér
einn leik, ReRunners, sem vakti
mikla athygli. „Með honum vildum
við sanna okkur sem leikjafyrirtæki
sem gæti sent frá sér fullbúinn leik
frá a til ö. Mörg leikjafyrirtæki ná
aldrei að senda frá sér fullbúinn leik.
Því má segja að þar hafi fyrsti sig-
urinn unnist. Með honum náðum við
mikilli athygli og unnum til verð-
launa.“
Mundi segir að stefnt sé að því að
gefa Seed út árið 2020. „Hann verður
orðinn vel sýnilegur þá, og einhverjir
byrjaðir að spila hann.“ Mundi hvet-
ur alla áhugasama til að skrá sig á
heimasíðu leiksins. „Við erum byrj-
aðir að byggja upp samfélag í kring-
um leikinn sem ég mæli eindregið
með að fólk kynni sér. Þeir sem verða
virkastir í þessu samfélagi verða
fyrstir til að fá að prófa leikinn.“
Í Seed er ný pláneta numin og hægt er að stýra mörgum persónum í einu.
Klang fær hálfan
milljarð í hlutafé
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Íslenska leikjafyrirtækið
Klang, sem þróar nú gervi-
greindar-fjölspilunarleikinn
Seed, tryggði sér á dög-
unum fimm milljóna dala
hlutafjáraukningu, jafnvirði
um 500 milljóna króna.
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Stefnt er að því að Flugstöð LeifsEiríkssonar ráðist í viðamiklar
fjárfestingar á næstu árum til að
mæta vaxandi umsvifum. Um er að
ræða 30 milljarða á næstu þremur
árum og samanlagt 115-125 millj-
arða króna fram til ársins 2025.
Ekki er dregið í efa að fjárfestaþurfi myndarlega í flugvell-
inum enda hefur ferðaþjónustan
tekið stakkaskiptum á skömmum
tíma. Þetta eru hins vegar háar fjár-
hæðir sem um er að tefla og það er
ekki sjálfgefið að hið opinbera eigi
að koma að málum.
Það dylst engum að verulegarsveiflur geta verið í ferðaþjón-
ustu og því er ekki hægt að ganga
að því vísu að fjárfestingarnar verði
arðbærar. Rekstur flugvalla er því
áhættusamur og, eins og sést, býsna
fjárfrekur. Umsvif Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar eru eflaust orðin
það mikil að fjárfestar hafa áhuga á
að leggja fé í reksturinn. Það er því
skynsamlegt að leita leiða til að
koma að minnsta kosti hluta af upp-
byggingunni í einkaframkvæmd, til
að takmarka áhættu ríkisins og
draga úr fjárbindingu.
Best væri þó að ríkið myndi seljaKeflavíkurflugvöll og láta fjár-
festum það eftir að að taka þátt í
þessari kostnaðarsömu uppbygg-
ingu. Hið opinbera þarf ekki lengur
að leggja hönd á plóg á þessum
vettvangi. Fjármunir ríkisins
myndu nýtast betur fyrir vikið og
væru ekki bundnir í áhættusömum
rekstri.
Milljarðar
í háloftin
Flest ríki leggja áherslu á aðstyrkja stöðu fyrirtækja sinna
í innlendri og erlendri samkeppni
með því að skapa þeim eins hag-
stætt rekstrarumhverfi og kostur
er. Stundum er eins og stjórnvöld
og stofnanir hér á landi misskilji
hlutverk sitt og telji að þeim beri
fyrst og fremst að setja bönd á
fyrirtækjarekstur og skattleggja
hann.
Undanfarin ár og áratug hefurmikill fjöldi nýrra laga og
reglugerða litið dagsins ljós í
Evrópu sem miða að því að auka
aga, gegnsæi og samkeppni, iðu-
lega með auknum kvöðum, tak-
mörkunum eða upplýsingargjöf af
hendi fyrirtækja. Eins og gengur
eru reglurnar misskynsamlegar,
sumar mjög til bóta og aðrar til
óþurftar, en almennt hafa fyrir-
tæki tekið þeim með jafnaðargeði
og innleitt möglunarlaust, enda
skal hið sama yfir alla ganga.
Öðru máli gegnir um reglu-verk sem innleitt er hér á
landi þar sem iðulega er gengið
eins langt í kvöðum eða takmörk-
unum á atvinnulífið og kostur er,
og jafnvel lengra en farið er fram
á í nágrannaríkum. Og það þrátt
fyrir að reglurnar séu upphaflega
hugsaðar fyrir margfalt stærri
markaði og fyrirtæki með mun
meiri stærðarhagkvæmni gagn-
vart kostnaðarliðum en þau ís-
lensku.
Þegar séríslenskar og íþyngj-andi kröfur eru lagðar á inn-
lend fyrirtæki fram yfir það sem
þau erlendu búa við eru stjórn-
völd beinlínis að valda íslensku
atvinnulífi skaða, hvort sem það
er í formi kostnaðarauka eða
skattlagningar.
Í raun ættu stjórnvöld að leggjaáherslu á að ganga eins
skammt og kostur er í að leggja
álögur á innlend fyrirtæki, þannig
að regluverkið einkennist af aga
og skýrleika en uppfylli um leið
alþjóðlegar kröfur og skuldbind-
ingar. Þannig geta stjórnvöld
stuðlað að aukinni samkeppn-
ishæfni til hagsbóta fyrir íslenskt
atvinnulíf og, um leið, íslenskan
almenning.
Veljið ekki séríslenskt
Gjaldþrotaskiptum á
Hraðpeningum er lok-
ið. Allar kröfur, 123
milljónir, voru gerðar
upp.
Gjaldþrota-
skiptum lokið
1
2
3
4
5