Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018
Útgefandi Árvakur Umsjón Þorsteinn Ásgrímsson Melén Blaðamenn Þorsteinn Ásgrímsson Melén
thorsteinn@mbl.is, Auglýsingar Valur Smári Heimisson valursmari@mbl.is Prentun Landsprent ehf.
Forsíðumyndina tók Hari
H
jólreiðar hafa undanfarin
ár sífellt sótt í sig veðrið
hér á landi sem vinsæll
samgöngumáti, áhuga-
mál og heilsubót. Mörg
þúsund manns nýta hjól til að fara í
og úr vinnu og sinna erindum sínum
yfir snjóléttari mánuði ársins og allt-
af fjölgar þeim sem halda sig við
hjólið allt árið. Á meðan efasemd-
araddir benda á veðurfar, þægindi
ökutækja og tíma, er ljóst að hjól-
reiðar eru hagkvæmari valkostur en
einkabíllinn, oft og tíðum fljótlegri
kostur, vistvænn og umfram allt fær
viðkomandi hreyfingu á hverjum
degi.
Hjólamót verða einnig alltaf vin-
sælli. Yfir þúsund manns keppa í
WOW cyclothon á hverju ári og al-
gengt er að nokkur hunduð manns
taki þátt í stóru götuhjólamótunum.
Þá njóta fjallahjólamót og önnur
hjólamót einnig aukinna vinsælda.
Til viðbótar velja margir hjólreiðar
sem líkamsrækt eða áhugamál, hvort
sem það er í formi götuhjólreiða eða
um fjöll og firnindi á fjallahjóli.
Þessa miklu þenslu má meðal ann-
ars sjá í áherslubreytingum nokk-
urra sveitarfélaga sem eru byrjuð að
horfa á hjólreiðar sem raunveruleg-
an hluta af samgöngum, fjölda nýrra
hjólastíga og tillögum að breytingum
á umferðarlögum, þar sem nokkrar
breytingar taka sérstaklega til hjól-
andi vegfarenda.
Fyrir þremur árum hóf undirrit-
aður að hjóla aftur eftir hlé frá því að
hafa fengið bílpróf 12 árum áður. Þó
að hjólreiðar séu í grunninn nokkuð
einfaldar flækjast málin alltaf eftir
því sem maður fer að velta þessum
málaflokki nánar fyrir sér. Ég bjó
svo vel að vera í hópi tíu vina sem
flestir voru líka byrjendur og stefndu
á að taka þátt í Wow cyclothoni.
Tveir í hópnum voru reyndar með
mikla reynslu og því var þetta góð
blanda af reynslu og heilræðum og
svo suðupottur spurninga um hvað
eigi að kaupa og gera. Ég rak mig oft
á að erfitt var að finna grunnupplýs-
ingar um kaup á hjólum, hvaða
keppnir séu í boði og hvað þurfi að
hafa í huga í hjólreiðum almennt.
Reynt verður að svara nokkrum
þessara spurninga í blaðinu auk þess
að birta áhugavert efni fyrir þá sem
eru lengra komnir. Njótið sumarsins
og sjáumst úti að hjóla.
Líkamsrækt, samgöngur og frístundir
Morgunblaðið/Hari
Á fjöllum Í fjallahjólaferð
við Landamannalaugar.
Sumarið er komið og
helsti hjólatími ársins
runninn upp. Það er ekki
seinna vænna en að
sækja hjólið í geymsl-
una og koma sér út.
F
yrsta spurning flestra sem
eru nýir í hjólageiranum og
vilja byrja að hjóla er:
„Hvernig hjól á ég að fá
mér?“ Þetta er einföld
spurning, en svarið er því miður ekki
einfalt og það fer allt eftir því hvað við-
komandi áformar að nota hjólið í. Þó
að hjól virðist við fyrstu sýn nokkuð
svipuð er mikill munur á því til hvaða
brúks þau eru ætluð. Það mætti líkja
þessu við spurningu um hvaða bíl þú
ættir að kaupa. Svarið felst í því hvort
þú ert að leita að sportbíl, jeppa, rúm-
góðum fjölskyldubíl, jepplingi eða
smábíl. Þarfirnar eru mjög ólíkar og
svo skiptir verðið líka máli fyrir flesta.
Í stuttu máli má skipta hjólum í eft-
irtalda flokka:
Götuhjól (racer) – Hjól með hrúta-
stýri, mjóum dekkjum og stelli sem er
ætlað að vera „aero“ þannig að loft-
mótstaðan sé sem minnst og hægt að
ferðast sem hraðast.
Cyclocross – Hjól með hrútastýri
sem bjóða upp á að vera bæði með mjó
götuhjóladekk og upp í nokkuð breið
dekk til að hjóla á malarstígum eða
um vetur. Gott hjól til ýmissa nota og
oft fyrsta hjól þeirra sem kaupa hjól
til að ferðast í og úr vinnu, en vilja líka
hjól til að geta stundað líkamsrækt.
Götuhjól með flötu stýri – Annar
valkostur fyrir fólk sem vill fjölnota
hjól. Létt hjól sem henta vel sem götu-
hjól, en með flötu stýri fyrir þá sem
ekki vilja hrútastýri. Oftast ódýrari
valkostur en cyclocross-hjól.
Borgarhjól – Gömlu klassísku hjól-
in sem má sjá á hverju horni í öllum
helstu stórborgum Evrópu. Ákveðinn
klassi er yfir þessum hjólum, en nokk-
uð þyngri en önnur götuhjól og með
færri gírum og þannig óheppilegri
þegar kemur að því að þurfa að fara
upp brekkur.
Fjallahjól – Nokkuð breiður hópur
hjóla sem hafa það sameiginlegt að
vera með dempara, annaðhvort að
framan eða bæði að framan og aftan.
Fulldempuð hjól eru alla jafna algjör
óþarfi innanbæjar en sumir velja hjól
með dempara að framan til að komast
í vinnu og að leika sér utan vinnutíma.
Gravel (malarhjól) – Nýjasta týpan
af reiðhjólum sem hefur verið að ryðja
sér til rúms undanfarin ár. Mitt á milli
cyclocross-hjóla og fjallahjóla. Eru
hönnuð til að koma fyrir breiðari
dekkjum þannig að hægt sé að fara yf-
ir grófara yfirborð. Almennt hafa
þessi hjól verið án dempara, en ís-
lenska hjólafyrirtækið Lauf hóf í fyrra
að selja þau með sérstökum demp-
aragaffli sem er eigin hönnun fyr-
irtækisins.
TT-hjól – Tímaþrautarhjól/
þríþrautarhjól sem eru sérhönnuð til
að verða fyrir sem minnstri loftmót-
stöðu. Einkenni þeirra er meðal ann-
ars hvíldarstýri sem vísar fram. Mjög
dýr hjól með sérstakan tilgang og
fæstir aðrir en keppendur í þríþraut
eða tímaþraut kaupa.
Rafmagnshjól – Þyngri en venju-
leg hjól vegna rafhlöðunnar, en geta
hjálpað mikið þegar kemur að brekk-
um og lengri leiðum. Eykur þægindi
við að hjóla til muna og víkkar mikið
út mengi þeirra sem geta notað hjól
sem samgöngumáta.
Eins og sjá má af þessari upptaln-
ingu er svarið við spurningunni í fyr-
irsögninni nei. Ef nota á hjól til þess
að fara í og úr vinnu, en líka eitthvað
aðeins meira, gæti svarið við hvaða
hjól hentar best legið allt frá götuhjól-
um og cyclocross yfir í götuhjól með
flötu stýri, borgarhjól og jafnvel í gra-
vel eða fjallahjól. Það er ekki að
ástæðulausu að hjólreiðafólk segir að
venjulega sé réttur fjöldi hjóla til að
eiga n+1, eða alltaf einu hjóli meira en
þú átt.
Besta lausnin til að finna út hvaða
hjól hentar best er að gera upp við sig
í hvaða aðstæðum þú sérð helst fyrir
þér að nota hjólið og athuga hvaða
flokkur passar best við þá notkun. Það
gæti átt við tvo flokka og þá þarf að
meta hvor notkunin er veigameiri. Al-
mennt má þó segja að fyrir hefð-
bundna notkun innanbæjar sé hægt
að horfa mest til cyclocross og götu-
hjóla með flötu stýri. Ef áhugi er fyrir
að geta nota vinnuhjólið líka aðeins ut-
anbæjar á slóðum og stígum eru það
gravel og hálfdempuð fjallahjól sem
eru líklegasti kosturinn. Til viðbótar
hafa rafmagnshjól verið að koma mjög
sterk inn að undanförnu fyrir þá sem
hugsa hjólið mest sem samgöngumáta
en minna sem hreyfingu.
Þegar búið er að velja hvers konar
tegund af hjóli á að kaupa tekur svo
við önnur djúp laug varðandi hvaða
hjólamerki eigi að velja sem og hvaða
búnað það eigi að búa yfir. Á það að
vera carbon hjól, blanda af carbon og
áli eða ál að fullu. Talsverður verð-
munur getur verið á þessum flokkum.
Hægt er að velja um diskabremsur
eða púðabremsur, en almennt er hægt
að segja að diskabremsurnar séu mun
öflugri bremsur, sérstaklega í blautu
veðri. Þá þarf að huga að grúppum
(bremsum og grískiptibúnaði) og
hvaða gæða og verðflokk á að velja
þar. Hjá Shimano, sem er einn stærsti
framleiðandinn er t.d. í boði fyrir
götuhjól; Sora, Tiagra, 105, Ultegra
og Dura-Ace. Aftur er mikill verð-
munur á milli flokka og kostar sett af
Dura-Ace þegar það er keypt eitt og
sér vel á annað hundrað þúsund krón-
ur, meðan Sora og Tiagra eru á mun
viðráðanlegra verði. Aftur er ekkert
eitt rétt eða rangt, heldur þarf að
meta hversu mikið á að leggja út fyrir
kaupunum og eftir hverju er verið að
sækjast. Það á þó við í þessu sem
mörgu öðru að dýrari hlutir eru jafnan
betri, en stundum eru bestu hlutirnir
langt umfram það sem venjulegur
hjólreiðamaður þarf. Að lokum er vert
að minna á að hægt er að fá starfsfólk
hjólabúða til að mæla fólk gróflega og
þannig allavega útiloka einhverjar
gerðir hjóla sem passa ólíklega við lík-
amsbyggingu viðkomandi.
Eru hjólreiðar og hjólreiðar það sama?
Morgunblaðið/Hari
Á ráslínu Keppnishjólreiðum hefur vaxið fiskur um hrygg á Íslandi á síðustu árum. Á fullri ferð Frá Íslandsmóti í fjallahjólreiðum í Öskjuhlíð.
Morgunblaðið/Hari