Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 E ftir að hafa hjólað í fimm ár meðan hún var búsett í Bandaríkjunum hélt Ása Guðný Ásgeirsdóttir að ómögulegt væri að hjóla á Íslandi vegna kulda og annarra að- stæðna. Hún lét þó slag standa, skellti sér út í kuldann og á hjólið og varð Íslandsmeistari ári síðar og aft- ur þremur árum seinna. Í fyrra var hún hluti af landsliði Íslands og land- aði svo bikarmeistaratitli í lok keppn- istímabilsins. Ása Guðný ræddi við Morgunblaðið um hvernig hún fékk áhugann á hjólreiðum og þegar hún hjólaði dagleið í Tour de France- hjólreiðakeppninni í fyrra. Árið var 2003 og Ása Guðný var ásamt manni sínum við nám í New York-ríki í Bandaríkjunum. Hann hafði keypt sér hjól og fljótlega var hún komin með eitt líka. Þau fundu sér hjólafélag sem var alltaf með æf- ingar eða keppnir á þriðjudögum og Ása Guðný segir að það hafi kveikt neistann á götuhjólreiðum. Hefur hún haldið sig í þeirri hjólagrein allar götur síðan. Um vorið hafi verið skipulagðar hópferðir þar sem fólki var skipt upp í A-, B- eða C-hópa eftir getu. Þar hafi hún meðal annars lært að hjóla í hóp og keðju, en slíkt er afar mik- ilvægt fyrir þá sem ætla sér að ná einhverjum árangri í götuhjólreiðum. Þegar leið nær sumri urðu þriðju- dagstúrarnir að þriðjudagskeppnum þar sem nægilega margir voru til að geta keppt við fólk á svipuðu getu- stigi. „Mér fannst þetta strax mjög skemmtilegt,“ segir Ása Guðný. Íslandsmeistari eftir eitt ár heima Fljótlega fór vinahópurinn sem stundaði þessar þriðjudagsæfingar og keppnir að leita að einhverju meira. Þetta sumar og næstu ár tóku þau þátt í keppnum í nágrenninu og fór einnig að hjóla lengri leiðir í kringum vötnin sem voru á svæðinu. „Við fluttum svo heim í byrjun árs 2006, en þá héldum við að það væri ekki hægt að hjóla á Íslandi. Það væri bæði kalt og leiðinlegt,“ segir hún og bætir við að henni þyki nú að- eins skemmtilegra að hjóla í 20°C hita en þegar það er rétt norðan við frostmark. Hjólabakterían lét þó fljótlega á sér kræla og árið 2007 var hún farin að hjóla á fullu að nýju. Þá var það í kvennahópi sem Guðný Ein- arsdóttir hélt utan um. Það sama ár tók hún þátt í Íslandsmótinu og end- aði sem Íslandsmeistari. Eftir það fór Ása Guðný að hjóla með Hjól- reiðafélagi Reykjavíkur (HFR) þar sem hún hjólar enn í dag og er einn umsjónarmanna götuhjólreiðaæfinga félagsins. Reynsluleysi að hjóla í hóp „Það var rosagott að finna sér félag, mæta á æfingar og vera alltaf með einhverjum að hjóla. Þannig kynntist maður leiðum um borgina og fékk að æfa sig að hjóla í hópi,“ segir Ása Guðný, en tækifæri til þess að æfa að hjóla í hópi eru að hennar sögn allt of fá hér á landi. Segir hún þessa reynslu að hjóla í hóp vera eitthvað sem skorti mikið í keppnum hér á landi. „Í hópi er mað- ur enn óöruggur því maður veit að allir aðrir í kringum mann eru óör- uggir og þá verður maður sjálfur óör- uggur.“ 14-15 klst. æfingar á viku Það er ekki sjálfgefið að vera meðal þeirra fremstu í hjólreiðum frekar en öðrum íþróttagreinum. Ása Guðný segir að í fyrra þegar hún hafi verið í toppformi hafi hún verið að æfa allt í um 14-15 klukkustundir á viku. Hún hafi um veturinn hjólað allavega fjór- um sinnum í viku og farið á tvær lyft- ingaæfingar. Svo þegar fór að draga nær sumri urðu hjólaæfingarnar allavega fimm á viku og ein lyf- ingaæfing. Þá var alltaf allavega ein löng æfing um helgar, en styttri og kröftugari æfingar á virkum dögum. „En ég er með börn og í fullri vinnu þannig að ég hef ekki enda- lausan tíma,“ segir Ása Guðný í ör- litlum afsökunartón þótt blaðamanni þyki tveggja klukkustunda æfingar á dag langt í frá að vera lítið. Ása Guðný segist reyna að sam- þætta fjölskyldulífið og hjólreiðarnar að einhverju marki, þótt börnin séu ekki alveg komin enn á þann aldur að geta tekið þátt af krafti í hjólaástríðu foreldra sinna. Segir Ása Guðný að þannig fari þau sjaldnast í ferðalag, hvort sem það er erlendis eða hér heima, nema vera með hjólin með- ferðis. 15 þúsund manna keppni Eftir fjölda ferða, bæði á eigin vegum og í æfingabúðir HFR til Mallorca og víðar, duttu þau hjónin niður á spennandi hjólaviðburð sem tengdist stærstu og þekktustu hjólakeppni heims. Er um að ræða keppnina Etape de Tour þar sem hjóluð er ein af tuttugu og einni dagleið úr Tour de France-keppninni. Þau skráðu sig til keppni ásamt vinahjónum og tveimur vinum sínum og fengu miða ásamt um öðru hjólreiðaáhugafólki, 15 þús- und manns. „Þetta var hreint ótrúlegt,“ segir Ása Guðný þegar hún rifjar upp- keppnina . Keppendum hafi verið skipt upp í fjölda hólfa eftir getu og svo hafi verið ræst og fólk lagt af stað. Öll umgjörð var líkt og um al- vöru dagleið í Tour de France væri að ræða. Allar götur lokaðar „Það var öllum götum lokað, gegnum þorpin og á vegunum og aldrei bíll – á hvorugri akreininni. Bara það gerir þetta að ótrúlegri upplifun og þú færð aldrei þetta tækifæri hérna heima,“ segir hún og vísar til þess að geta verið án allrar hættu frá bifreið- um. Til að gera stemninguna enn meiri segir Ása Guðný að áhorfendur fyrir Tour de France hafi þegar verið mættir á helstu útsýnisstaði í stóru brekkunum og þeir hafi fagnað kepp- endum almenningskeppninnar ekki síður en nokkrum dögum seinna þeg- ar atvinnumennirnir fóru þar um. Keppnin sjálf var yfir 180 kíló- metra löng, þar af með tveimur stórum klifrum. Að lokum þurfti svo að fara niður 20 kílómetra til að kom- ast aftur á upphafsstað keppninnar, samtals um 200 kílómetra. Þrátt fyrir þessa miklu vegalengd og að brekk- urnar hafi gert að verkum að reglu- lega hafi hóparnir dreifst, þá segir Ása Guðný að fjöldi hjólara í keppn- inni hafi valdið því að það hafi alltaf verið einhverjir til að vinna með. Ása Guðný segir að þegar hún hafi skoðað hæðarprófíl keppninnar hafi tilfinningin verið sú að brautin væri nokkuð flöt, en svo með tveimur risa- brekkum. Í ljós hafi hins vegar komið að brekkurnar tvær skekktu allan samanburð og brautin var öll í hæð- um þannig að samanlögð hækkun var í hærri kantinum. Þetta var því helj- arinnar þrekraun og gott að hafa tek- ið fjölmarga Nesjavallatúra og aðra lengri túra áður en haldið var út. Etape de Tour var í fyrra haldið í Ölpunum og verður þar aftur í ár. Ása Guðný segir að hún hafi þegar tryggt sér miða í keppnina á þessu ári, enda hafi hún verið engu lík og hún viljað upplifa þetta aftur. Fer rólega af stað í ár Ekki er þó víst að Ása Guðný verði í alveg sama forminu og í fyrra, en seint síðasta haust sleit hún hásin og tekur talsverðan tíma fyrir það að jafna sig. Hún segist þó vonast til að það muni ekki stoppa hana í Ölp- unum í ár og að vonandi verði hún orðin nægilega góð til að keppa í RB classic-götuhjólakeppninni hér á landi í ágúst. Að öðru leyti segir hún að hjólasumarið hjá sér í ár muni fara að miklu leyti í að ná bata fyrir fram- tíðar átök og virðist hún engan veg- inn af baki dottin þrátt fyrir smá bak- slag Í júlí ár hvert fer fram stærsta og vinsælasta hjólakeppni heims, Tour de France. Áhugasömu hjólreiðafólki gefst tæki- færi til að hjóla eina af dagleiðunum fjölmörgu sem atvinnumennirnir fara á þremur vikum. Í fyrra skelltu nokkrir Ís- lendingar sér í Alpana til að taka þátt í þessum 15 þúsund manna hjól- reiðaviðburði. Ljósmynd/Aðsend Morgunblaðið/Hari Stífar æfingar Ása Guðný æfði í fjórtán til fimmtán klukkustundir á viku í fyrra þegar hún var hluti af landsliðshóp. Í hjólför Tour de France í Ölpunum 180 km keppni Á fullri ferð í Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.