Morgunblaðið - 21.04.2018, Blaðsíða 11
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á ferð Moggahringurinn er árlegur
viðburður keppnishjólreiðafólks
Fyrsta fjallahjólamót ársins fer fram
fimmtudaginn 26. apríl klukkan
18.00, en mótið er jafnframt fyrsta
bikarmót sumarsins. Keppt verður í
meistaraflokki karla og kvenna(elite),
U23 og ungmennaflokki (junior). Þá
verða einnig almenningsflokkur og
U15 flokkur, en þeir telja ekki til
stiga í bikarkeppninni. Brautin sem
keppt er í er 6,8 km að lengd og fara
keppendur 2 til 4 eftir flokki. Mótið
er haldið af HFR í samvinnu við
Morgunblaðið, en í lok keppni verður
boðið upp á ljúfar veitingar. Um er
að ræða sömu braut og undanfarin
ár, en smávægilegar breytingar hafa
þó verið gerðar frá því í fyrra til að
tvista upp á hana. Brautarskoðun
verður auglýst síðar. Sem bik-
arkeppni er keppnin hluti af Íslands-
bikarmóti Hjólreiðasambands Ís-
lands, en auk Morgunblaðshringsins
eru það fjallahjólamót Krónunnar í
Öskjuhlíð 12. maí og KIA-hringurinn í
Leirdal á Hólmsheiði 30. ágúst sem
flokkast sem bikarmót. Í fyrra var
það Ingvar Ómarsson sem fór með
sigur af hólmi í karlaflokki og Haf-
steinn Ægir Geirsson var í öðru sæti.
Í kvennaflokki var Erla Sigurlaug Sig-
urðardóttir hlutskörpust og Anna
Kristín Pétursdóttir varð í öðru sæti.
Mogga-
hringurinn
Brunandi Keppendur í Morgunblaðs-
hringnum í fyrra.
Um mánaðamótin hefst átakið Hjólaðu í vinnuna í 16. skipti,
en á þátttökutölum má vel sjá hversu vel Íslendingar hafa tek-
ið hjólreiðum undanfarin ár. Hrönn Guðmundsdóttir hjá ÍSÍ
segir að fyrsta árið hafi 500 skráð sig til leiks og fólk var ekk-
ert mikið að segja frá því. Núna eru allir aftur á móti komnir
með hjóladellu. Á síðustu árum hafa virkir þátttakendur hins
vegar verið á bilinu 5-7 þúsund og skráðir þátttakendur tals-
vert fleiri.
„Við höfum séð talsverða breytingu á hjólreiðamenningu
síðan þetta hófst,“ segir Hrönn þó að hún vilji ekki eigna átak-
inu einu og sér þá breytingu. Hún segir fjölgun hjólreiðafólks
hins vegar hafa ýtt við sveitarfélögum um að fá betri hjólreiða-
stíga, að stígar séu sópaðir og ruddir á veturna. „Sveit-
arfélögin hafa fengið talsverðan þrýsting og tekið við sér.“
Hrönn segir hjólreiðar í og úr vinnu ekki bara vinsælar með-
an átakið stendur yfir, enda sé talið að rúmlega þúsund manns
hjóli í vinnu allt árið um kring. Fjöldinn sé svo margfaldur frá
vori og fram á haust þegar betur viðrar til og stígar séu auðir.
Fyrir þá sem búa það fjarri vinnustað að þeir sjá ekki fram á
að komast alla leið til vinnu með því að nýta eigin orku er líka
hægt að nýta almenningssamgöngur og er þá skráð sú vega-
lengd sem gengin er eða hjóluð til og frá stoppistöð.
Hjólaðu í vinnuna hefst 2. maí og stendur til 22. maí. Hægt
er að skrá vinnustaði og þátttakendur til keppni á hjoladui-
vinnuna.is. Haldið er utan um hvaða vinnustaðir standa sig
best, bæði út frá kílómetrafjölda og hlutfallslegri þátttöku.
Eru veitt verðlaun í átta fyrirtækjaflokkum og svo flokki sveit-
arfélaga.
Keppendur fóru úr 500 fyrsta
árið í tæplega 7 þúsund í fyrra
Morgunblaðið/Hari
Hjólaðu í vinnuna Hjólað
á stígum borgarinnar.
LAUGARDAGUR 21. APRÍL 2018 MORGUNBLAÐIÐ 11