Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018 ÚTBOÐ LEIKSKÓLINN ÁLFABORG, REYHOLTI Í BLÁSKÓGABYGGÐ UPPSTEYPA OG UTANHÚSS- FRÁGANGUR Fyrir hönd Bláskógabyggðar er óskað eftir tilboðum í 1. áfanga framkvæmda vegna Leikskólans Álfaborgar í Reykholti, Bláskógabyggð. Um er að ræða uppsteypu og allan utanhússfrágang. Helstu verkþættir eru burðarvirki, einangrun, klæðn- ing og þakefni, gluggar og hurðir, lagnir í grunni og ídráttarrör. Nokkrar magntölur: - Mót: 2.600 m2 - Bendistál: 21.600 kg - Steypa: 233 m3 - Klæðning utanhúss: 373 m2 - Gluggar og hurðir: 117 m2 - Þakefni: 646 m2 Heildarverklok eru 1. janúar 2019. Útboðsgögn verða afhent rafrænt. Senda skal ósk um gögn á tölvupóstfang verkis.selfoss@verkis.is með nafni fyrirtækis, heimilisfangi og síma. Kynningarfundur verður haldinn á verkstað 5. júní kl. 14:00. Tilboðum skal skila til Verkís, Austurvegi 10, Selfossi fyrir kl. 14:00, 18. júní 2018, en þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. BLÁSKÓGABYGGÐ Tilboð/útboð Sími 528 9000 • www.rarik.is RARIK óskar eftir tilboðum í: RARIK 18002 Aðveitustöð Breiðdalsvík Nýbygging aðveitustöðvarhúss Um er að ræða byggingu úr steinsteypu og stáli, ein hæð og lagnakjallari. Húsið er að stærri hluta einangrað og klætt að utan með álklæðningu. Helstu magntölur: Steinsteypa: 190 m³ Mót: 1.280 m² Steypustyrktarstál: 12.800 kg Byggingastál: 2.900 kg Verkinu skal lokið eigi síðar en 31. janúar 2019. Útboðsgögn er hægt að sækja án greiðslu, á vef RARIK www.rarik.is (útboð í gangi), frá og með þriðjudeginum 29. maí 2018. Skila þarf tilboðum á skrifstofu RARIK, Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík fyrir kl. 14:00, þriðjudaginn 12. Júní 2018. Tilboðin verða þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda, sem óska að vera viðstaddir. ÚTBOÐ Raðauglýsingar 569 1100 Brú yfir Fossvog Deiliskipulag - Tillaga á vinnslustigi Reykjavíkurborg og Kópavogsbær hafa samþykkt að kynna sameiginlega tillögu á vinnslustigi að deiliskipulagi brúar fyrir Fossvog skv. 40. gr. laga nr. 123/2010 ásamt umhverfisskýrslu sbr. 7. gr. laga nr. 105/2006. Í tillögunni er gert ráð fyrir um 270 m langri brú yfir voginn frá Kársnesi að flugbrautarenda Reykjavíkurflugvallar. Markmið tillögunar er að bæta samgöngutengingar milli Reykjavíkur og Kópavogs og styðja við vistvæna samgöngukosti. Brúin verður fyrir umferð gang- andi, hjólandi og almenningssamgöngur. Tillagan er sett fram á uppdrætti í mkv. 1:2500 ásamt skýringarmyndum og greinargerð með umhverfisskýrslu dags. 30. apríl 2018. Tillagan liggur frammi í þjónustuveri Reykjavíkur- borgar að Borgartúni 12-14, 1. hæð, virka daga kl. 8:20–16:15 og í þjónustuveri Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1 frá kl. 8:30 til 16:00 mánudaga og fimmtudaga og á föstudögum frá 8:30 til 15:00. Á eftirfarandi vefslóðum Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar er að finna gögn tillögunnar; greinargerð, uppdrátt og umhverfisskýrslu: • https://www.kopavogur.is/ • https://reykjavik.is/ Óskað er eftir að ábendingar við vinnslutillöguna berist fyrir 20. júní 2018. Ábendingar er hægt að senda á sveitarfélögin, hvort heldur sem er: • Skriflega til skipulags- og byggingardeildar Kópavogs, Digranesvegi 1, b.t. skipulagsstjóra, eða á netfangið skipulag@kopavogur.is. • Skriflega, til umhverfis- og skipulagsviðs Reykja- víkur, Borgartúni 12-14, b.t. skipulagsstjóra, eða á netfangið skipulag@reykjavik.is. Björn Axelsson, skipulagsfulltrúi Reykjavíkur. Birgir Hlynur Sigurðsson, skipulagsstjóri Kópavogs. *Nýtt í auglýsingu *20663 RS Bleiur, undirlegg og dömubindi. Ríkiskaup, fyrir hönd áskrifenda að ramma- samningum ríkisins óska eftir tilboðum í bleiur, bindi, netbuxur og undirlegg ásamt þjónustu og heimsendingu á vörum. Nánari upplýsingar í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is. Opnun tilboða 28. júní 2018 kl. 11:00 hjá Ríkiskaupum. *20734 Þvagleggir og þvagvörur fyrir LSH/Urology Consumables and Urinary Catheters. Ríkiskaup, fyrir hönd Landspítala stendur fyrir rammasamningsútboði vegna kaupa á þvagleggjum og þvagvörum. Nánari upplýs- ingar í útboðsgögnum sem eru aðgengileg á vef Ríkiskaupa www.rikiskaup.is. Opnun tilboða 28. júní 2018 kl. 13:00 hjá Ríkiskaupum. Tilkynningar BLÖNDUÓSBÆR Hnjúkabyggð 33 | 540 Blönduós | Sími 455 4700 Auglýsing um breytingu á skipulagi Blönduósbæjar Breyting á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030 vegna athafnasvæðis við Húnabæ. Í samræmi við ákvörðun sveitarstjórnar Blönduósbæjar, 10. apríl 2018, er hér með auglýst tillaga að breytingu á aðalskipulagi Blönduósbæjar 2010-2030, skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin tekur til greinargerðar, þéttbýlis- og sveitarfélagsuppdráttar. Þar er sett fram tillaga um nýjan reit fyrir athafnasvæði, Húnabær verður skilgreindur innan þéttbýlis á Blönduósi. Reiturinn tekur yfir svæði sem í dag er skilgreint sem íbúðarsvæði og að hluta sem óbyggt svæði. Báðar þessar skilgreiningar falla út innan þeirra marka sem athafnasvæðið tekur til. Svæðið fær merkinguna A4. Megin markmið með aðalskipulagsbreytingunni er að leiðrétta landnotkun og frekari kostur gefinn á starfsemi á athafnasvæði utan hinnar eiginlegu byggðar á litlum lóðum sem ekki hefur verið framboð á í sveitarfélaginu. Breytingartillagan, aðalskipulagsuppdráttur ásamt greinargerð og umhverfisskýrslu, liggur frammi til kynningar frá 22. maí til 9. júlí nk. á skrifstofu Blönduósbæjar að Hnjúkabyggð 33 á Blönduósi, á Héraðsbókasafninu á Blönduósi og hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b í Reykjavík. Einnig er breytingartillagan aðgengileg á heimasíðu Blönduósbæjar, http://www.blonduos.is. Hverjum þeim aðila sem telur sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Athugasemdir skulu þær vera skriflegar og berast eigi síðar en 9. júlí nk. til Blönduósbæjar, Hnjúkabyggð 33, 540 Blönduós. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Blönduósi 22. maí 2018. Þorgils Magnússon, skipulagsfulltrúi á Blönduósi. Félagslíf Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund sunnudag kl. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.