Morgunblaðið - 26.05.2018, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2018
tonhun.is
Það vantar
tónlistarkennara norður
Tónlistarskóli Austur-Húnvetninga auglýsir eftir
blásturshljóðfærakennara í fullt starf frá 1. ágúst, 2018.
Starfið felst í kennslu á blásturshljóðfæri auk annarrar kennslu í samræmi við áhuga og reynslu
kennarans. Starf tónlistarskólans er blómlegt, í góðum tengslum við grunnskólana á svæðinu;
Húnavallaskóla, Blönduskóla og Höfðaskóla, en meirihluti kennslunnar er á skólatíma
grunnskólanemenda.
Hæfniskröfur: Tónlistarkennaramenntun eða haldgóð tónlistarmenntun sem nýtist í starfi.
Laun: Samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og FÍH/FT.
Umsóknarfrestur er til 5. júní nk.
Við hvetjum konur jafnt sem karla til að sækja um. Um framtíðarstarf
er að ræða.
Nánari upplýsingar:
Skarphéðinn Einarsson, skólastjóri í síma: 861 8850 eða á netfangið:
tonhun@centrum.is. Umsóknir berist á netfangið tonhun@centrum.is
eða hunavatnshreppur@hunavatnshreppur.is
Bæði leitum við að starfsmanni í fullt starf og einnig fyrir
tímabundin verkefni á næstu mánuðum. Mikilvægt að
viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólapróf sem nýtist í starfi, nám á sviði fatahönnunar æskilegt
• Reynsla af starfi við fatahönnun og framleiðslu á fatnaði áskilin
• Mjög góð tölvuþekking og reynsla í notkun Illustrator og Excel áskilin
• Áreiðanleiki, nákvæmni og hæfni til að vinna undir álagi
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Jákvæðni, þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
Umsókn og nánari upplýsingar má nálgast á alfred.is
Helstu verkefni:
Störf fatahönnuðar felast m.a. í hugmyndavinnu og rannsóknum fyrir
nýjar vörur, gerð flatra teikninga og tækniskjala fyrir framleiðendur og
samskiptum við birgja.
Fyrirtækið Icewear
Icewear er ört vaxandi smásölu- og heildsölufyrirtæki sem rekur í dag
tólf verslanir undir eigin merkjum, auk vefverslunar. Icewear hannar
og framleiðir heilar línur af útivistarfatnaði, ullarvörum og
minjagripum fyrir bæði eigin verslanir og til heildsölu. Skrifstofur
fyrirtækisins eru staðsettar í Hlíðasmára 12 í Kópavogi og starfsmenn
eru um 200 talsins. Fyrirtækið er framsækið og hefur verið í hópi
"fyrirmyndarfyrirtækja" landsins undanfarin ár.
Fatahönnuður
Vegna aukinna umsvifa leitum við hjá Icewear að
hæfileikaríkum fatahönnuði í starf við hönnun og
vöruþróun á fatnaði fyrir fatalínu fyrirtækisins.
Lausar stöður hjá
Listasafni Reykjavíkur
Listasafn Reykjavíkur auglýsir lausar til
umsóknar tvær stöður verkefnastjóra í deild
sýninga og miðlunar. Um er að ræða störf
í 50-100% starfshlutfalli.
Verkefnastjórar starfa við miðlun og fræðslu um sýningar
safnsins jafn til almennra safngesta, skólahópa og annarra
hópa sem sækja safnið heim. Verkefnastjóri sér um og ber
ábyrgð á skipulagi, mótun, þróun og vinnu við fræðslustarf í
samráði við yfirmann og samstarfsfólk.
Leitað er að öflugum einstaklingum sem eru tilbúnir til að
starfa í kraftmiklum starfshópi. Leitað er að hugmynda-
ríkum og jákvæðum einstaklingum sem hafa frumkvæði og
metnað til að ná árangri í starfi og hafa víðtæka þekkingu á
myndlist og hæfni til að miðla til ólíkra hópa.
Helstu verkefni og ábyrgð:
Í starfinu felst umsjón og ábyrgð á skipulagi, mótun, þróun
og vinnu við fræðslu í safninu. Á meðal verkefna er skipulag
og móttaka skólahópa og annarra hópa, leiðsagnir og önnur
safnfræðsla fyrir almenna gesti safnsins, ábyrgð á gesta-
stofum og upplýsingagjöf í safnhúsum. Verkefnisstjórar hafa
umsjón með þróun og gerð fræðsluefnis, námskeiðahaldi
og ýmsum viðburðum og samstarfsverkefnum auk þess
sem þeir taka þátt í þróun og framkvæmd fræðsludagskrár
safnsins.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Háskólamenntun á framhaldsstigi á sviði safnsins;
í myndlist, listfræði, safnafræði eða listasögu auk mennt-
unar og/eða reynslu á sviði listkennslu eða listmiðlunar.
• Reynsla á sviði safnastarfs.
• Mjög góð þekking á íslenskri listasögu, góð þekking á
íslenskri og alþjóðlegri samtímamyndlist.
• Mjög góðir skipulags- og verkefnisstjórnunarhæfileikar.
• Mjög góð samskiptafærni á íslensku og ensku og hæfni til
að tjá sig í ræðu og riti.
• Færni og geta til að vinna undir álagi og sinna mörgum
viðfangsefnum.
• Færni í mannlegum samskiptum og sveigjanleiki.
• Metnaður, frumkvæði, hugmyndaauðgi og sjálfstæði í
starfi.
Listasafn Reykjavíkur er lifandi og framsækinn vettvangur
þar sem tækifæri gefst til að að kynnast fjölbreytileika
myndlistar og öðlast dýpri skilning á sögulegu, félagslegu,
menningarlegu og listrænu samhengi sköpunarverka
listamanna. Safnið er til húsa á þremur stöðum í Reykjavík:
í Hafnarhúsi, á Kjarvalsstöðum og í Ásmundarsafni við
Sigtún.
Nánar:
Umsóknarfrestur er til og með 13. júní 2018.
Launakjör eru skv. kjarasamningum Reykjavíkurborgar við
viðkomandi stéttarfélög.
Nánari upplýsingar um veitir Markús Þór Andrésson,
deildarstjóri sýninga og miðlunar,
markus.thor.andresson@reykjavik.is, sími 411 6400.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir um að sækja um
störfin á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf.
Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og
kynningarbréf.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut
kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli
það margbreytilega samfélag sem við búum í. Reykjavíkur-
borg vinnur gegn mismunun á vinnumarkaði og hvetur
innflytjendur, fatlað fólk, hinsegin fólk og fólk á öllum aldri
til að sækja um störf hjá borginni.
1
ATVINNA
í boði hjá Kópavogsbæ
Sjá nánar á kopavogur.is
www.kopavogur.is/is/stjornsysla/um-okkur/laus-storf