Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Blaðsíða 14
VIÐTÖL 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.5. 2018 Í hverjum mánuði fyrirfara þrír einstaklingar sér á Ís- landi og eru karlmenn þar í miklum meirihluta. Und- ir lok síðasta árs gaf mannréttindaskrifstofa Reykja- víkurborgar út bæklinginn Kynlegar tölur en þar kom fram að árið 2016 féllu 36 karlmenn fyrir eigin hendi og fjórar konur. Miklu fleiri glíma svo við hugsanir um sjálfsvíg. Sunnudagsblað Morgunblaðsins hitti tvær konur sem báð- ar áttu föður sem fyrirfór sér; Brynja Bjarnadóttir missti föður sinn á síðasta ári og faðir Baldvinu Snælaugsdóttur lést 1996. Þær ætla báðar að taka þátt í göngu Píeta, sam- takanna sem vinna gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða, um næstu helgi, 12. maí, en gangan verður farin að næturlagi í Laugardal. Gangan, Úr myrkrinu í ljósið, hefur verið farin undanfarin ár og er hugsuð fyrir þá sem líður illa, aðstand- endur, þá sem eru farnir og alla sem láta sig málefnið varða. Nýlega var opnað Píeta-hús við Baldursgötu þar sem sér- fræðingar veita fólki í sjálfsvígs- og sjálfsskaðahættu ókeypis viðtöl og eru þar líka hópar fyrir aðstandendur en hægt er að panta tíma í síma 552-2218. Síðasta sumar, 2017, svipti faðir BrynjuBjarnadóttur sig lífi. Þegar Brynja varað alast upp taldi hún föður sinn, Bjarna Eiríksson lögfræðing, síðasta mann í heiminum til að taka slíka ákvörðun, fjölskyldan var sam- hent og hamingjusöm. „Við vorum alltaf bara þrjú, ég, pabbi og mamma, og ég ákaflega mikill aðdáandi pabba. Ef hann tók sér eitthvað fyrir hendur tók hann það alla leið. Þannig að þegar ég kom í heiminn tók hann föðurhlutverkið mjög alvarlega. Að mínu mati var hann besti pabbi sem til var,“ segir Brynja. Við hittumst þar sem hún býr með móður sinni í Háaleitishverfinu en Brynja er í námi í rekstrarverkfræði í Háskólanum í Reykjavík. „Ég æfði fótbolta í 10 ár og allan þann tíma mætti pabbi á hvern einasta leik sem ég spilaði, hvort sem það voru æfingaleikir, leikir úti á landi eða í Svíþjóð. Hann setti það aldrei fyrir sig að sofa á hörðu gólfi skólastofa og íþrótta- húsa á vindsængum, hann var bara alltaf glaður til staðar. Við vöknuðum saman, urðum samferða í vinnu og skóla og svo þegar við komum heim fórum við að gera eitthvað saman. Hann fór til dæmis aldrei einn að versla í matinn því hann vissi hvað mér þótti gaman að fara í búðina og beið því alltaf eftir að ég kæmi heim úr skól- anum. Satt best að segja þótti mér fjölskyldan mín fullkomin og ég held að það séu ekki mörg börn sem fara í gegnum æskuár sín og upplifi þetta svona sterkt. Það var alltaf nóg pláss fyrir vinkonur mínar allar að gista og allir velkomn- ir. Ég heyrði oft sem einkabarn: „Er ekki öm- urlegt að fara í ferð bara með mömmu og pabba?“ Ég sá það ekki þannig og pabbi var alltaf að passa þetta, að ég fengi að upplifa fjör, og hann gerði allt sem stórir bræður áttu að sjá um að gera; slökkti ljósin þegar maður var í sturtunni, stríddi og læsti mig úti.“ Bjarni fæddist 1961 í Svíþjóð og bjó þar fyrstu árin þar til hann flutti til Íslands þar sem hann ólst upp í Fossvoginum. Faðir hans er læknir og móðir var hjúkrunarfræðingur og hann átti einn eldri bróður. 23 ára gamall réð hann sig til starfa sem ljósmyndari hjá Morg- unblaðinu og myndaði fyrir blaðið í 11 ár. Bjarni ákvað svo 29 ára að fara í lögfræði og út- skrifaðist frá Háskóla Íslands 1995, 34 ára gamall. Þá var Brynja eins árs, en hún fæddist 1994. „Mamma og pabbi kynntust í Mennta- skólanum við Sund og fóru svo að búa saman. Fljótlega eftir menntaskóla fór hann að taka myndir og ég held að það hafi honum alltaf þótt skemmtilegast.“ Fór og gaf enga ástæðu Brynja var 19 ára þegar pabbi hennar vildi skilnað. Það varð umtalsverð breyting á honum og skyndileg og Brynju fannst hún ekki þekkja hann fyrir sama mann. Hann varð uppveðraður og talaði um að þetta væri ekkert mál, lífið yrði betra, allt yrði frábært. Brynju leið ekki þannig og það sem henni og fjölskyldunni fannst verra var að hann gaf aldrei neina ástæðu fyrir því af hverju lífið yrði betra svona, móðir Brynju stóð á sama gati. „Hann flutti út, leigði íbúð og lokaði sig smám saman af, svaraði ekki símanum en þeg- ar ég og aðrir hittu hann lét hann eins og allt væri í góðu lagi. Ég upplifði mikla höfnun, mér fannst hann vera að yfirgefa mig. Mamma var mjög ósátt því hann gaf enga raunverulega ástæðu, sagðist vera að gera mér og mömmu svo mikinn greiða. Fljótlega hætti hann að mæta í vinnuna og ári áður en hann dó var hann alveg hættur að mæta. Hann sagði engum frá því, ekki einu sinni afa sem hann hitti á hverjum degi, og það er erfitt að fylgjast með því og sannreyna slíkt því hann sem lögfræðingur með eigin stofu gat hagað sínum vinnutíma eins og hann vildi, unn- ið heima og svo framvegis.“ Höfðu orðið breytingar í lífi hans áður? „Hann hafði farið illa í stoðkerfinu, þurfti að láta skipta um hné og einnig mjöðm, og svo um þetta leyti fór hann í aðra hnéaðgerð sem heppnaðist illa og hann var rosalega kvalinn. Hann hætti að geta farið í sund, hætti að geta hjólað og farið á skíði, sem honum þótti mjög skemmtilegt. Það hefur eflaust tekið sinn toll. Hann vildi bara harka af sér, vildi ekki gera mál út af þessari aðgerð, þar sem mistök höfðu í raun átt sér stað, ekki sækja um örorkubætur þrátt fyrir hvað hann var kvalinn, hann sagði lækninn svo indælan. Við hvöttum hann til að gera eitthvað í þessu en hann notaði líkamlegt ástand sitt svolítið til að útskýra í fyrstu fyrir þeim sem störfuðu með honum að hann mætti ekki í vinnuna, sem var auðvitað að einhverju leyti ástæðan. Síðar tók hann sig þó til og skrif- aði þeim bréf og sagðist vera að leita sér sál- fræðiaðstoðar vegna vanlíðunar. Við vorum auðvitað mjög glöð að hann skyldi segja það upphátt en við mamma vissum líka sem var að hann var ekki að fara að klára neina sálfræði- meðferð og ég held að þar hafi stolt hans þvælst fyrir.“ Ímynd sem mátti ekki falla skuggi á Brynja hefur mikið hugsað um og pælt í hvað veldur því að karlmenn svipta sig frekar lífi en konur. Hún segist hafa á tilfinningunni að stolt föður hennar og hans eigin ímynd um hvernig hann ætti að vera í augum annarra í lífinu; góð fyrirvinna, fyrirmyndarfjölskyldufaðir sem gæti fundið lausn á öllum vandamálum í lífinu, hafi haft þar mikið að segja. Þegar vandamál komu upp og hann var kannski ekki með lík- amlega heilsu til að vera fyrirvinnan, var ekki ánægður í starfi sínu sem lögfræðingur en fannst hann ekki geta farið með líf sitt á aðra braut hafi honum fallist hendur. „Eins og þetta hafi verið einhver ímynd sem hann þurfti að passa að félli ekki skuggi á. Ég er ekki viss um að hann hafi einu sinni sagt sál- fræðingnum allt, í lokuðu rými, hann hélt svo fast í einhverja ímynd, þegar enginn annar í kringum hann var að spá í hvort hann væri eitt- hvað minni maður. Það var enginn með þessar hugmyndir nema hann sjálfur. Ég tel að karlmenn í svipaðri stöðu eigi erfitt með að sjá að börnunum þeirra, fjölskyldu og vinum er alveg sama þótt þeir missi vinnuna, fari að leiðast hún eða verði eitthvað á í lífinu. Alvöruvinir hætta ekkert að tala við þig og börnin missa ekki álitið á þér. Allir skilja að lífið getur breyst. En hann vildi fela hvernig komið var í lífi hans, hann var fastur í einhverri mynd Var alltaf með stjörnur í augun- um yfir pabba Brynja Bjarnadóttir missti föður sinn síðastliðið sumar þegar hann svipti sig lífi. Þau voru afar náin en Brynja var einbirni. Hún segir það hafa verið afar erfitt að lesa bréf hans til hennar sem hann skildi eftir, hún hafi aðeins séð lausnir við vandamálum hans. Brynja og Bjarni saman úti að borða á afmælisdegi Brynju 2015. Feðginin saman í hjólatúr í Vesturbænum. Ærslast á góðri stundu. Pabbi Brynju var afar gefandi faðir og alltaf tilbúinn í smá galsalæti. Lífsþrek feðra þeirra fjaraði út Ekkert áfall líkist því áfalli að missa sinn nánasta úr sjálfsvígi. Þetta segir Baldvina Snælaugsdóttir sem missti föður sinn, Snælaug Stefánsson, fyrir 30 árum. Hún og Brynja Baldursdóttir, sem missti föður sinn, Bjarna Eiríksson, á síðasta ári, minnast feðra sinna með hlýhug og segjast aldrei hefðu getað ímyndað sér að þeir færu svona. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.