Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Qupperneq 16

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Qupperneq 16
VIÐTÖL 16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.5. 2018 Þann 16. maí eru 22 ár liðin fráþví faðir minn, SnælaugurStefánsson, svipti sig lífi, þá fimmtugur eftir mjög stuttan aðdrag- anda,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir sem var þá sjálf þrítug. „Fjölskyldan hafði orðið fyrir miklu áfalli fjórum mánuðum áður, þegar foreldrar mínir skildu snögglega, mamma flutti af heimilinu án nokkurs fyrirvara og það var annar maður í spilinu. Við þetta hrundi veröld okkar allra en ég átti eina systur sem er fjór- um árum yngri og svo sex ára dóttur en ég var einstæð móður og þeirra heimili var mitt annað heimili en við bjuggum á Akureyri. Við gerðum okkur enga grein fyrir að á einhverjum tíma hefði ástin fjar- að út, manni fannst þau alger fyr- irmyndarhjón og miklir klettar í lífi mínu og allrar stórfjölskyldunnar þar sem heimili þeirra var eins og fé- lagsmiðstöð, þar hittust allir og þau boðin og búin að gera allt fyrir alla. Þarna var ég allt í einu með pabba, mölbrotinn í fanginu, í angist að reyna að takast á við þetta og á sama tíma að reyna að skilja mömmu því maður upplifði að við hefðum misst hana líka. Þetta var pabba gjörsamlega ofviða, hann sá ekki framtíðina fyrir sér. Við hittumst daglega og eyddum saman öllum okkar stundum og það var hans stóra von, og raunar okkar beggja, að hún kæmi aftur.“ Vendipunktur tveimur vikum áður Systir Baldvinu bjó fyrir sunnan, hún reyndi allt sem hún gat til að aðstoða, en það kom svolítið í hlut Baldvinu að hjálpa föður sínum, hann fór í viðtal til sálfræðinga, félagsfræðings og Bald- vina reyndi mikið að hjálpa honum. Hvarflaði að þér á þessum tíma að lífsþrekið væri að fjara út? „Það var alger vendipunktur tveimur vikum áður en hann dó, en í þessar vikur hafði ég verið að sturlast af hræðslu um að hann ynni sér mein. Það sem gerðist var að hann fór til Reykjavíkur og hitti konu sem gaf sig út fyrir að hjálpa fólki. Ég og systir mín vorum í skýjunum að hann væri að taka þetta skref að eigin frum- kvæði. Þetta er þjóðþekkt kona sem ég veit ekki hvort auglýsti sér- staklega út á við að hún tæki fólk til sín en það var önnur kona þarna á sama tíma hjá henni og pabbi sem hún var líka að hjálpa, sú var nýkom- in úr áfengismeðferð. Þannig að hún greinilega bauð fólki til sín til að vera í samtalsmeðferð og pabbi var í 2-3 daga. Þegar hann kom heim sagði hann við mig að að morgni þess dags sem hann átti að fljúga heim hefði hann setið með þessari konu og drukkið kaffi og þá hefði hún farið að gráta. Hann hefði spurt hana af hverju og þá sagði hún: „Ég sé stórt svart ský. Guð minn góður, það verður dauðs- fall, það þarf dauðsfall til.“ Hann spurði hana hvað hún ætti við. Þá sagði hún: „Þau munu ekki átta sig á því hvað þau eru að gera fyrr en það verður dauðsfall,“ og átti þá við að „þau“ væri mamma og þessi maður. Svo sagði hún: „Vittu til, söngur óvin- anna mun þagna.“ Ég var mjög slegin yfir að hún skyldi hafa sagt þetta, hvað konan væri eiginlega að segja við pabba í svona viðkvæmri stöðu og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Frá og með þessum degi slokknaði á honum. Hann var gjörbreyttur, mér fannst hann ekki vera í sambandi. Fram að það vannst ekki tími til þess. Ég hafði samband við heimilislækninn sem gerði ekkert nema tala við okkur eftir að hann dó. Fram að þessum síðustu tveimur vikum höfðum við rætt hvernig við ætluðum að vinna okkur út úr þessu, plana framtíðina og við dóttir mín vorum að kenna honum að elda, sem hún tók afar hátíðlega. Eftir að hann kom heim voru engin plön og ekkert sagt.“ Baldvina telur að hann hafi und- irbúið þetta í tvær vikur og valið dag- inn, uppstigningardag, sérstaklega til að kveðja. „Tímarnir eru breyttir sem betur fer. Ég hugsa oft hvað ég vildi óska að það hefði verið til staður eins og hús Pieta þar sem fólk getur komið með engum fyrirvara og hitt fagfólk. Einn- ig hvað það er mikilvægt að veikir ein- staklingar lendi ekki í höndunum á fúskurum. Ég hef sjálf komið í húsið á Baldursgötu og þar er afar gott and- rúmsloft og gott að fá sér kaffisopa. Ég vona að enginn bíði með að leita hjálpar sem finnur svona hugsanir eða aðstandendur sem sjá merki. Tímarnir eru líka breyttir hvað varðar aðstoð. Það var engin áfalla- hjálp í boði og ég hef satt að segja ekki unnið úr þessu með sálfræðingi því ég fór í einn tíma og mætti þar fordómum frá sálfræðingnum sjálf- um. Hann talaði í hæðnistón um hvernig aðkoman að pabba mínum hefði verið. Spurði hvort tungan á honum hefði lafað út, hvort hann hefði verið búinn að míga á sig. For- dómar birtast líka í því þegar fólk kallar þetta sjálfselsku, þá veit fólk ekkert um hvað það er að tala, hefur ekki verið með svona veika mann- eskju í fanginu. Það er alltaf grunnt á þessari lífs- reynslu, þegar önnur áföll í lífinu verða koma þessar tilfinningar upp og ég get ekki líkt þessu áfalli við neitt annað sem maður verður fyrir. Við systir mín ætluðum ekki líka að missa mömmu sem átti mjög erfitt og náðum að vinna í sambandi okkar við hana þótt það hafi tekið tíma. Í dag erum við allar mjög nánar. Ég hugsa mikið til hans. Það var draumur okkar pabba frá því ég var lítil stelpa að fara í golf og við ætl- uðum á golfnámskeið þetta sumar. Svo fór ég síðar að stunda golf og mér finnst hann oft vera með mér. Ég tala við hann úti á velli, bið um góð ráð og hef meira að segja farið út með tvo bolta og við erum að keppa, ég spila bara fyrir hann. Mér finnst ég vera að uppfylla einhvern draum okkar í golf- inu og þar finn ég fyrir honum.“ „Ég var mjög slegin yfir að hún skyldi hafa sagt þetta, hvað konan væri eiginlega að segja við pabba í svona viðkvæmri stöðu og vissi ekki hvað ég ætti að gera. Frá og með þessum degi slökkn- aði á honum,“ segir Baldvina Snælaugsdóttir. Morgunblaðið/Eggert Feðginin á draumastaðnum sínum, golfvellinum. Ekkert áfall þessu líkt Eftir stuttan aðdraganda svipti faðir Baldvinu Snælaugsdóttur sig lífi, 50 ára að aldri. Baldvina upplifði algert hjálparleysi þegar hún reyndi að aðstoða föður sinn í vanlíðan hans og ekki hjálpuðu ábyrgðarlaus orð manneskju sem gaf sig út fyrir að aðstoða fólk í erfiðleikum. þessu hafði hann haft mikla þörf fyrir að tala og kryfja, sem er eðlilegt ferli, og ég var oft þreytt á löngum sam- tölum en þetta var samt margfalt verra því hann bara þagnaði.“ Tveimur vikum síðar var Snælaug- ur allur og Baldvina hringdi afar reið í konuna sem hann heimsótti til Reykjavíkur. „Það er kannski svolítið í eðli manns þegar svona harmleikur á sér stað að maður vill finna sökudólg en mér fannst þessi kona hafa ýtt honum fram af bjargbrúninni. Ég spurði hana hvort hún gerði sér grein fyrri hvað hún væri að gera, engin fag- manneskja að bjóða svona veiku fólki til sín og segja svona við það. Það nísti mig ennþá meira að hún fór að fara með guðlegar tilvitnanir, grát- andi, og sagði: „Blóð Krists verndi mig.“ Þá skellti ég á því ég fann ná- kvæmlega þá setningu á miða í vasa pabba þegar ég kom að honum.“ Vildi að ég hefði spurt Baldvina segir að það sitji í henni sektarkennd að hafa ekki þorað að spyrja föður sinn um hvort hann væri með sjálfsvígshugsanir eftir að hann kom frá Reykjavík. Hún hafi verið hrædd um að koma þá kannski inn hjá honum hugmyndum. „Því finnst mér slagorð Pieta svo frábært: „Segðu það upphátt“ og ég tek það mikið til mín. Ekki bara að þeim sem líði illa segi frá líðan sinni heldur einnig að aðstandendur viðri áhyggjur sínar. Pabbi var bráða- tilfelli, eins og bráðatilfelli eru þegar fólk fær hjartaáfall og þarf að komast strax í réttar hendur. Föðurbróðir minn hafði verið að reyna að hjálpa mér dagana á undan og við áttum von á símtali frá sérfræðingi að sunnan en ’Það er alltaf grunntá þessari lífsreynslu,þegar önnur áföll í lífinuverða koma þessar tilfinningar upp

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.