Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Qupperneq 18
Børge Ousland (t.h.) ásamt íslensku pólförunum, Haraldi Erni Ólafssyni og Vilborgu Örnu Gissurardóttur meðan hann var hér staddur á dögunum. Morgunblaðið/RAX Maður og náttúra verða eitt Þ að er ekki bara einn, heldur tveir pólfarar sem snúast inn úr dyr- unum á Grand Hóteli í Reykjavík þetta síðdegi; Norðmaðurinn Børge Ousland er að koma úr dagsleiðangri um Suðurland með Haraldi Erni Ólafssyni, sem er að skila honum inn á hótel áð- ur en næsti dagskrárliður í heimsókninni hefst; málsverður með þriðja pólfaranum, Vilborgu Örnu Gissurardóttur og fleira góðu fólki. Børge hefur smátíma aflögu í millitíðinni og ég nota tækifærið og króa hann af enda hef ég fengið fleiri en eitt og fleiri en tvö símtöl þess efnis að þennan mann megi ég ekki missa úr landi án þess að rekja úr honum garnirnar. Børge Ousland er nefnilega goðsögn á sviði pólferða en hann varð fyrir 24 árum fyrsti mað- urinn til að ganga einn og óstuddur á norð- urpólinn. Það afrek hefur enn ekki verið leikið eftir. Hann hefur einnig gengið einn á suð- urpólinn, auk þess að þvera marga stærstu jökla heims og Suðurskautslandið og norð- urheimskautið frá strönd að strönd. Eins og við var að búast er handabandið þétt og þegar við höfum komið okkur makindalega fyrir í leðrinu í móttöku hótelsins blasir við að spyrja Børge fyrst hvort hann hafi alltaf verið haldinn ævintýraþrá. „Já, þegar ég lít til baka er óhætt að segja það. Meðan ég var strákur heima í Nesodden þótti mér alltaf gaman að kanna náttúruna og öllum sumarleyfum var varið með fjölskyld- unni á pínulitlum bát sem við sigldum meðfram ströndum Noregs eða Svíþjóðar.“ Byrjaði á Grænlandsjökli Hafið varð snemma hans vettvangur og eftir að hafa verið um tíma í sérsveit sjóhersins gerðist Børge djúpsjávarkafari fyrir olíuiðnaðinn í Norðursjó. Þar kynntist hann tveimur mönn- um sem kveiktu áhuga hans á jökla- og pólferð- um. Fyrsta leiðangurinn fór hann ásamt þess- um ágætu mönnum árið 1986, yfir Grænlandsjökul. „Þar með voru örlög mín ráð- in. Eins og ég segi, þá hef ég alltaf haft yndi af útivist en að kynnast jöklunum og hinu óþekkta hafði djúpstæð áhrif á mig. Það jafnast ekkert á við víðáttumiklar snjóbreiður. Ég fann strax að ég yrði að gera meira af þessu og var ekki fyrr kominn heim en ég var búinn að skipu- leggja næstu ferð og þá næstu. Bæði einn og með öðrum. Mér héldu engin bönd.“ Børge bjó að talsverðri reynslu og þjálfun þegar hann ákvað að reyna einn síns liðs við norðurpólinn árið 1994. Gangan tók 52 daga. Spurður hvernig hugurinn virki á slíku ferða- lagi brosir Børge. „Til að byrja með virkaði hann alls ekki. Mér leið eins og bjána og vildi bara hætta við allt saman; þetta kæmi aldrei til með að ganga upp. Til að bæta gráu ofan á svart þá var fyrsta nóttin í þessum leiðangri sú fyrsta sem ég varði einn í tjaldi á ævinni. Ég hafði aldrei áður verið einn. Og þetta var Sí- bería. Ég viðurkenni fúslega að mér hefur liðið betur en þessa nótt.“ Hann hlær. Svarið var ég sjálfur Auk þess að æfa eins og berserkur reyndi Børge að búa sig andlega undir leiðangurinn líka. Hitti meðal annars virtan íþróttasálfræð- ing. „Sá gaur olli mér miklum vonbrigðum til að byrja með. Þegar ég leitaði til hans gekk ég út frá því að hann hefði öll svörin á reiðum höndum; kenndi mér að tækla einveruna við þessar aðstæður. En það kom ekkert gagnlegt frá honum; hann laugaði mig bara í spurn- ingum. Vildi vita allt um mig og mína hagi. Ég vissi ekki hvort ég var að koma eða fara. Þá rann upp fyrir mér ljós. Hann var ekki svarið, heldur ég sjálfur. Ég yrði að þekkja mig út í gegn; ekki bara jákvæðu hliðarnar, heldur líka þær neikvæðu. Hvernig bregst ég við þegar mér finnst ég vera agnarsmár, er einmana og með heimþrá? Þetta voru tilfinningarnar sem hann vildi að ég næði utan um; þannig að ég gæti brugðist við þeim þegar á reyndi á ísnum. Þegar upp var staðið var þetta akkúrat það sem ég þurfti. Ég hafði komið áður á norð- urpólinn og vissi að ég væri vandanum vaxinn; var í góðu líkamlegu formi, með fyrsta flokks búnað, nægan mat og svo framvegis. Allt snér- ist þetta um andlega þáttinn; að sigrast á ein- verunni og finna þörfina til að halda áfram. Og áfram. Og áfram.“ Hann gerir stutt hlé á máli sínu en heldur svo áfram með þessa pælingu. „Hvort sem maður er einmana, með heimþrá eða vorkennir bara sjálfum sér þá er mikilvægt að muna að þetta eru bara tilfinningar og við vitum að þær líða hjá. Það er ekki fóturinn á manni sem er brotinn. Þetta var snar þáttur í undirbún- ingnum hjá mér og aðalatriðið er að svörin eru alltaf fyrir hendi – innra með okkur sjálfum. Maður þarf bara að finna þau.“ Orðinn góður á þrettánda degi Spurður hvað það hafi tekið hann langan tíma að hrista þessar tilfinningar af sér á norð- urpólnum svarar Børge: „Ætli ég hafi ekki ver- ið orðinn góður á þrettánda degi. Dagarnir fram að því voru hræðilegir; ég ætla ekki að reyna að draga fjöður yfir það. Hræðilegir.“ Ekki bætti úr skák að langbylgjutalstöðin sem Børge hafði með sér (þetta var fyrir tíma gervihnattasímanna) virkaði ekki fyrstu tvær vikurnar. Hann heyrði þar af leiðandi ekki í nokkurri manneskju allan þann tíma. „Loksins tókst mér að komast í samband við mann á Svalbarða og gat spjallað við hann tvisvar í viku. Það var ægileg fyrirhöfn enda þurfti ég að rigga upp heilmiklu loftneti í hvert skipti en al- veg þess virði. Það var notalegt að vita að ein- hver var að fylgjast með mér.“ Spurður hvað menn hugsi um einir með sjálf- um sér vikum saman á norðurpólnum svarar Børge: „Maður reynir að einbeita sér að nátt- úrunni og umhverfinu. Maður og náttúra verða eitt. Það er kosturinn við leiðangra af þessu tagi; maður neyðist til að vera til staðar í eigin lífi. Svo þarf auðvitað að huga að búnaði, nær- ingu, náttstað og gæta þess að verða ekki kalt. Það er að mörgu að hyggja. Maður upplifir tím- ann á annan hátt í leiðöngrum sem þessum. Það á líka við um styttri ferðir. Fólk sem farið hefur í dagsferðir á fjöll þekkir það; maður er stöðugt að sjá og upplifa eitthvað nýtt. Það er flóknara þegar maður situr allan daginn inni á skrifstofu. Þess vegna hvet ég fólk alltaf til að nýta sér náttúruna eins oft og mikið og unnt er. Því sjálfu til hagsbóta. Þannig eykst jafnvægið í lífinu og menn eiga betri möguleika á að lifa í sátt við sjálfa sig og aðra.“ Studdur af fjölskyldunni Talið berst að fjölskyldu og vinum en Børge átti kærustu og ungan son þegar hann gekk einn á norðurpólinn. Hann segir fjölskylduna ekki aðeins sýna leiðöngrum hans skilning heldur hafi hún alltaf stutt dyggilega við bakið á honum, annars væri þetta ekki hægt. „Ég hef verið í tveimur langtímasamböndum um dag- ana og gerði báðum konum grein fyrir því strax í upphafi að leiðangrar og ævintýramennska væru og yrðu alltaf partur af mér. Þetta væri starf mitt. Persóna mín. Líf mitt. Og gætu þær ekki sætt sig við það væri sambandinu sjálf- hætt. Þær sýndu því báðar mikinn skilning og hafa stutt mig með ráðum og dáð. Það má líkja þessu við að búa með sjómanni eða hermanni. Þær stéttir eru einnig mikið að heiman.“ Børge var í sambúð með fyrri konu sinni en gekk að eiga þá seinni fyrir sex árum. Og hvar haldið þið? Jú, á norðurpólnum. Hvar annars staðar? „Ég fékk þessa hugmynd og bar hana undir konuna mína,“ segir hann brosandi. Ekki stóð á svari. „Já, hvers vegna ekki?“ Þetta virðist ekki hafa verið snúið mál. „Ég byrjaði að skipuleggja brúðkaupið; fann prest, sem raunar er vinur minn, og hann var til í tuskið. Því næst hafði ég samband við Rússana sem eru með búðir á norðurpólnum og þeir tóku strax vel í þetta og gerðu mér gott til- boð. Þar með gátum við skellt okkur norður.“ Rússarnir voru til vitnis Ekki var þó björninn unninn en í norskum lög- um er kveðið á um að hjónavígsla þurfi að fara fram á helgri jörð til að teljast gild. Børge lagð- ist í rannsóknir og komst, sér til ómældrar ánægju, að því að rússneskur biskup hefði á sínum tíma helgað staðinn og það dugði. Vígsl- an var löglegur gjörningur og í vottorðinu stendur skýrum stöfum að hún hafi farið fram á norðurpólnum. „Það má vera að fleiri hafi gift sig á norðurpólnum, sér til ánægju og ynd- isauka, en þetta er eina gilda athöfnin, svo ég viti til. Við komum með prest, svaramann og -konu og svo voru þónokkrir Rússar vitni.“ Hann hlær. Børge á tvær dætur með eiginkonu sinni, sex og níu ára gamlar, auk uppkomins sonar af fyrra sambandi. Leiðangrar Børge á norðurpólinn eru orðnir fimm en í heildina hefur hann komið um tutt- ugu sinnum þangað, oftast sem leiðsögumaður. Hann hefur einnig gengið á suðurpólinn oftar en einu sinni og á hraðametið fyrir óstuddan leiðangur, aðeins 34 daga. Alls hefur hann farið í um 30 stóra leiðangra af þessu tagi, einn eða með öðrum. Ísinn á stöðugri hreyfingu Spurður um uppáhaldsstað af þeim öllum er Børge fljótur til svars. „Ísbreiðan á norð- urpólnum. Það er staður sem menn ættu í raun ekki að geta verið á. Ísinn er á stöðugri hreyf- ingu og svellkalt hafið þar undir. Það er óhugs- andi að búa þarna og draga fram lífið. Norð- urpóllinn er mjög sérstakur staður. Enda dregur hann mig alltaf aftur og aftur til sín.“ Hann byrjaði að venja komur sínar hingað til lands um aldamótin og á að baki nokkra leið- angra, þveraði meðal annars Vatnajökul. Hann kveðst mest hafa ferðast um Suðurlandið og stefnir nú skónum norður á bóginn. „Mig lang- ar að skoða mig svolítið um á Norðurlandi. Mér skilst að loftslagið sé öðruvísi þar og margt áhugavert að sjá.“ Og draumarnir eru fleiri. „Ég hef aldrei séð eldgos. Komst næst því árið 2010 þegar flugið mitt héðan tafðist um sex klukkustundir út af gosinu fræga í Eyjafjallajökli. Ég er mikill áhugamaður um náttúruhamfarir og hef upp- lifað jarðskjálfta í Nepal. Að sjá eldgos leysast úr læðingi hlýtur að vera afar sérstakt. Eldgos hafa haft svo mikil áhrif á heiminn gegnum ald- Norðmaðurinn Børge Ousland er goðsögn á sviði jökla- og pólferða en hann varð á sínum tíma fyrsti maðurinn til að ganga einn og óstuddur á norðurpólinn. Hann er hrifinn af íslensku jöklunum og vonast til að upplifa hér einn daginn eldgos. Børge er ástríðufullur náttúruunnandi og hvetur hvern og einn til að hugsa um umhverfið og horfa til framtíðar í þeim efnum. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is VIÐTAL 18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.5. 2018

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.