Morgunblaðið - Sunnudagur - 06.05.2018, Síða 24
Fremst í flokki í rásmarkinu á Seljalandsdal er skíðagöngufólk sem er í fremstu röð í íþróttinni.
Fossavatnsgangan nýtur nú æ meiri vinsælda utan landsteinanna.
Rúm áttatíu ár eru síðan Fossavatns-gangan á Ísafirði var fyrst haldin. Í árlék veðrið við skíðagöngufólk á laugar-
deginum, aðalkeppnisdeginum, og þátttakendur
gátu því verið tiltölulega léttklæddir. Léttleik-
inn er líka í fyrirrúmi í öllum undirbúningi.
Daníel Jakobsson, mótstjóri og einn af
fremstu skíðagöngumönnum landsins um árabil,
segir sérstaka áherslu lagða á að Fossavatns-
gangan sé fyrir almenning og að upplifun þátt-
takenda sé jákvæð. Gleðin þurfi ávallt að vera í
fyrirrúmi.
„Við erum að þessu fyrir fólkið, þetta á bara
að vera gaman. Hér er ekkert verðlaunafé og
þótt við bjóðum alltaf þremur til fjórum úr svo-
kallaðri „elítu“ í gönguna þá viljum við ekki að
keppnishlutinn af þessu verði ríkjandi. Við vilj-
um frekar setja fókusinn á að sá sem er í sexh-
undraðasta sæti fái góða braut og góða upplifun.
Fögnuðurinn er svo innilegur hjá þátttakendum
sem eru að sigra sjálfa sig, að fylgjast með því er
það sem gefur þessu gildi fyrir okkur sem
stöndum að keppninni.“
Aldrei fleiri í 50 kílómetrana
Alls eru um þúsund manns sem skrá sig til leiks
í ýmsum keppnisgreinum Fossavatnsgöng-
unnar en lengsta vegalengdin er langvinsælust.
„Við höfum fjölgað þátttakendum í 50 km um
fimmtíu manns á ári síðastliðin fjögur ár. Í ár
fengu 650 manns að skrá sig og það var uppselt.
Fólk byrjar að skrá sig ári fyrir göngu þannig
að það eru alltaf um 100 manns sem breyta síð-
an sínum plönum og koma ekki.“
Alls tóku því um 550 manns þátt að þessu
sinni í 50 km göngunni og luku flestir keppni.
Daníel segir styttri vegalengdir einnig njóta
aukinna vinsælda og þátttakendum hafi fjölgað
undanfarin ár. Ekki geti þó allir verið með.
„Heimamenn fóru mikið í 25 km gönguna. En
nú eru um 100 sjálfboðaliðar sem starfa við
gönguna, sem geta þá ekki keppt.“
Aukið umfang keppninnar kallar skiljanlega á
aukið utanumhald sem heimamenn bjóða sig
fúslega fram til að sinna. Segja má að Ísafjarð-
arbær sé yfirtekinn af skíðagöngufólki um
Fossavatnshelgina ár hvert. Af þeim þúsund
sem taka þátt eru um 700 manns sem eru ekki
heimamenn og þurfa á gistingu að halda. Öll
gistipláss í Ísafjarðarbæ og jafnvel næstu bæj-
arfélögum eru upptekin.
Heillast af að sjá til sjávar á skíðum
Að sögn Daníels er um helmingur allra þátttak-
enda í keppninni útlendingar og um helmingur
Íslendingar. Þeir keppendur sem koma erlendis
frá heillast sérstaklega af landslaginu og útsýn-
inu en ekki síður af einstakri vestfirskri gestrisni
og stemningunni sem skapast kringum viðburð-
inn. „Erlendu gestirnir tala mikið um útsýnið,
það er ekki oft sem fólk er á skíðum og sér sjó-
inn,“ bendir Daníel á. Undanfarin ár hafa Norð-
menn, Bandaríkjamenn og Finnar verið hvað
fjölmennastir utan Íslendinga í Fossavatnsgöng-
unni en alls eiga um 20 þjóðir einhverja þátttak-
endur og margar þeirra fleiri en 10 fulltrúa hver.
Undirbúningur fyrir Fossavatnsgönguna 2019
hefst brátt og opnað verður fyrir skráningu í
ágúst. Fyrir þá sem eiga erfitt með að bíða er
gaman að segja frá því að hugmyndir eru uppi
um að nýta 50 km leiðina árið um kring. Daníel
bendir á að hægt er að vera á gönguskíðum fyrir
vestan fram í miðjan júní. „Næsta verkefni er
svo að koma stígum þarna upp eftir og merkja
brautina. Búið er að merkja 800 stikur í braut-
inni og hugmyndin að þetta geti orðið hlaupa- og
hjólaleið líka þegar ekki er snjór. Við viljum að
heiðin sem slík verði heilsársferðamannastaður.“
Að sjá til sjávar
meðan gengið er
á skíðum er lúxus
sem þátttakendur
kunna að meta.
Ljósmyndir/Hólmfríður Vala Svavarsdóttir
Ríflega áttræð og aldrei vinsælli
Langlífasta skíðamót á Íslandi,
Fossavatnsgangan, var haldið
um síðustu helgi á Seljalands-
dal. Ísfirðingar og nærsveita-
fólk tóku af því tilefni á móti
mörg hundruð gestum víðs-
vegar að úr heiminum til þess
að keppa í skíðagöngu nokkur
hundruð metra yfir sjávarmáli.
Eyrún Magnúsdóttir eyrun@mbl.is
HEILSA Hvort sem fólk hyggur á hlaup í sumar eða vill búa sig undir skíðagöngu næstavetur þá er gagnlegt að gera æfingar á öðrum fæti til að bæta jafnvægi og auka
styrk. Hnébeygja á öðrum fæti er tilvalin fyrir skíðagöngufólk og hlaupara.
Gott að standa á öðrum fæti
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6.5. 2018
AFP
FRANSKA LANDSLIÐSKONAN ANOUK FAIVRE-PICON
Varð samferða sólinni í mark
Anouk Faivre-Picon
á fullri ferð í keppni
á Vetrarólympíuleik-
unum í febrúar.
Franska landsliðskonan Anouk Faivre-Picon lauk skíðavetrinum
með því að keppa í tveimur greinum í Fossavatnsgöngunni. Hún
varð þriðja í 25 km með frjálsri aðferð á fimmtudegi og náði öðru
sæti í 50 km keppni með hefðbundinni aðferð á laugardeginum.
Hún fer fögrum orðum um þátttöku sína í Fossavatnsgöngunni í
færslu á vefsíðu sinni og segir hana hafa verið góðan endi á skíða-
vetrinum, sem annars hafi verið upp og niður.
Fyrr í vetur tók hún þátt í sínum öðrum Ólympíuleikum þegar
hún keppti í þremur greinum í Pyeongchang. Hún segist þakklát
fyrir að geta lokið tímabilinu á Vestfjörðum og lét það ekki á sig fá
þótt hún hefði ekki náð að halda í við hina sænsku Mariu Gräfnings,
sem sigraði í kvennaflokki í 50 km. „Ég varð fljótlega ein á ferð,
þannig að ég varð bara samferða sólinni og naut hvers kílómetra,
hverrar stundar og útsýnisins yfir firðina. Ég hefði ekki getað látið
mig dreyma um neitt betra,“ segir hún í færslunni. Hún kom á tím-
anum 2:45:20 í mark, um níu mínútum á eftir Gräfnings.
Faivre-Picon segist hæstánægð með móttökurnar hér á landi,
ferðalag sitt um landið, skíðagöngufélagana sem hún kynntist á
mótinu og almennt með veðrið og langa daga sem hún upplifði
hér. Hún notar svo íslenskan rithátt á nafnið sitt og skrifar undir
færsluna: Anouk Tinousdottir.
Fossavatnsgangan er haldin í mögnuðu landslagi
og gleðin ræður för hjá þátttakendum.
Á annan páskadag árið 1935 stilltu sjö
skíðamenn sér upp við rásmark fyrstu Fossa-
vatnsgöngunnar og gengu 18 kílómetra leið.
Sigurvegari fyrstu göngunnar varð Magn-
ús Kristjánsson úr Skátafélaginu Einherjum á
tímanum 1 klst. og 50 mínútum.
Fossavatnsgangan var haldin næstu ár en
datt stundum niður inn á milli á fimmta og
sjötta áratug síðustu aldar.
Frá árinu 1955 hefur gangan farið fram á
hverju ári og telst hún því elsta skíðamót
sem enn er við lýði á Íslandi.
Fossavatnsgangan markar lok skíða-
vertíðar hér á landi og fer jafnan fram um
mánaðamótin apríl/maí.
Lengst af var aðeins ein vegalengd á dag-
skrá Fossavatnsgöngunnar, u.þ.b. 20 km leið
frá Vatnahnjúk í nágrenni Fossavatns yfir á
Seljalandsdal.
Árið 1987 bættist 10 km vegalengd við og
tveimur árum síðar var einnig farið að bjóða
upp á 7 km leið sem var hugsuð sem fjöl-
skylduganga.
Árið 2004 var tekin upp keppi í 50 km
göngu. Gangan hefst og henni lýkur við
skíðaskálann á Seljalandsdal í 280 metra
hæð yfir sjávarmáli.
Hæsti punktur gönguleiðarinnar er í 614
metra hæð yfir sjávarmáli.
Fossavatnsgangan er nú hluti af mótaröð-
inni Worldloppet en innan hennar eru 20
skíðagöngukeppnir sem yfir 100.000 manns
taka þátt í ár hvert í fjórum heimsálfum.
Alls taka um 1.000 manns þátt í ein-
hverjum vegalengdum Fossavatnsgöng-
unnar ár hvert.
Lengsta vegalengdin, 50 km ganga með
hefðbundinni aðferð, er langvinsælasta
keppnisgreinin. 550 manns gengu þá vega-
lengd í ár.
Sigurvegarinn í 50 km 2018 var rússneski
ólympíufarinn Ilya Chernousov, sem lauk
brautinni á tímanum 2:13:58.
Mikil breidd er í hópi keppenda og í ár
munaði til dæmis fimm klukkustundum á
tíma fyrsta og síðasta keppanda. Gleðin
skein þó úr augum beggja í markinu.
MOLAR UM FOSSAVATNSGÖNGUNA
Fimm tímar milli
fyrsta og síðasta